Fréttablaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 8
8 27. október 2008 MÁNUDAGUR Nytjamarkaður Kristniboðssambandsins Grensásvegi 7, 2. hæð Tilboðsvika – 20 % afsláttur Vikuna 27. október til 1. nóvember. Frábært tækifæri til að gera góð kaup á bæði nýjum og notuðum hlutum. Nýkomin silkisjöl og bindi frá Kína, hálsfestar, hand- unnin tækifæriskort og fl eira frá Keníu og silfurkrossar, diskamottur og ilmolíur frá Eþíópíu. Kristilegar bækur og geisladiskar og margt fl eira til jólagjafa. Mikið úrval af notuðum vörum, húsbúnaður, skrautmunir, gardínur, lampar, töskur, bækur, vídeóspólur, spil, púsl, föt, leikföng, jóladót og fl eira og fl eira. Sjón er sögu ríkari Verið velkomin í heimsókn! Opið virka daga frá 12-17 og fyrsta laugardag í mánuði kl. 11-14. Á sama tíma er tekið á móti vörum ef einhver vill gefa. Sími 533 4900 Basarinn MENNING Áhugahópur um verndun útvarpshússins á Vatnsendahæð vill að þar verði safn útvarpstækja allt frá bernsku útvarps á Íslandi. „Slíkt safn er til og er af mörgum talið einstakt í veröld- inni,“ segir um málið í fundargerð skipulagsnefndar Kópavogs. Nefndin telur tillögu áhugahóps- ins áhugaverða og segir hana munu verða tekna til frekari umfjöllunar við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Kópavogs. Einnig kom fram á fundinum að unnt væri að varðveita möstur úr eik á Vatns- enda og var ákveðið að huga að því sömuleiðis. - gar Áhugahópur biður húsi griða: Útvarpssafn á Vatnsendahæð ÚTVÖRP Einstakt safn útvarpstækja er sagt vera til á Íslandi. UMHVERFISMÁL „Ástand Varmár er betra en menn þorðu að vona,“ segir Pétur Þór Ármann, fram- kvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Öll stangveiði lá niðri í Varmá í sumar vegna klórslyssins mikla sem varð í fyrrahaust þegar klór lak frá sundlauginni í Hveragerði. Tilraunaveiði hófst síðan í byrjun september og stóð fram til 20. október. „Veiðimálastofnun á eftir að fara yfir veiðibækurnar en ég get þó sagt að það var talsvert líf um alla á,“ segir Pétur Þór. - gar Tilraunir eftir klórslysið: Haustveiði gekk vonum framar UMHVERFISSLYS Klórleki drap mestallt kvikt í neðri hluta Varmár. DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur maður hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og ólögleg- an vopnaburð á almannafæri. Hann sló mann í andlitið fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði og skar hann síðan vinstra megin í andlitið með stálhníf. Maðurinn fékk meðal annars heilahristing og stóran skurð sem sauma þurfti saman með átján sporum. Auk þess sem krafist er refsingar yfir árásarmanninum fer fórnarlambið fram á ríflega 250 þúsund króna skaðabætur. - jss Mjög hættuleg líkamsárás: Skar í andlit með stálhníf NEYTENDUR „Fyrst týna þau peningunum mínum og svo á ég að borga fyrir að þau finni þá aftur,“ segir Adam Zygmunt sem þurfti að greiða Glitni 750 krónur fyrir að leita peninga hans sem bankinn týndi. „Ég keypti evrur fyrir 375 þúsund krónur og lét millifæra til Póllands þann 7. október. Peningarn- ir hafa ekki skilað sér. Ég hef farið nokkrum sinnum í bankann til að ýta á eftir þessu. Nú síðast var ég rukkaður um 750 krónur fyrir leitina.“ Samkvæmt upplýsingum frá Glitni borga viðskiptavinir þessa sömu upphæð ef þeir hafa sjálfir gefið rangar upplýsingar, til að mynda um reikningsnúmer. Mistök hafi að öllum líkindum valdið því að Adam þurfti að borga fyrir þjónustuna. Fjölmargir eru enn í þeirri stöðu að peningar þeirra eru týndir í kerfinu. Þann 7. október milli- færði landi Adams og félagi, Tadeusz Mic, einnig peninga til Póllands. Sömu sögu er að segja af þeirri millifærslu. Sjöundi október er sami dagur og tilkynnt var að Fjármálaeftirlitið hefði tekið Glitni yfir. Eiginkona Adams og börnin hans tvö búa í Póllandi. Konan hans er heimavinnandi og fjöl- skyldan því háð tekjum hans. Adam flytur aftur heim til þeirra eftir helgi, peningalaus, eftir tæplega þriggja ára dvöl á Íslandi. - hhs ÓSÁTTIR Adam Zygmunt og Tadeusz Mic millifærðu báðir pen- inga til Póllands 7. október. Þeir hafa ekki skilað sér. FRÉTTABLAÐIÐ / ARNÞÓR Adam Zygmunt þurfti að borga Glitni fyrir að leita peninga sem bankinn týndi: 750 krónur fyrir að finna féð TYRKLAND, AP Hæstiréttur Tyrklands segist engar vísbend- ingar hafa fundið um að Réttlæt- is- og þróunarflokkurinn, hinn íslamski stjórnarflokkur landsins, hafi með beitingu ofbeldis reynt að ná fram breytingum á hinni veraldlegu stjórnskipan landins. Hins vegar hafi tilraunir stjórn- arflokksins til að afnema bann við notkun höfuðklúta í háskólum ótvírætt brotið gegn hinni veraldlegu stjórnskipan. Þetta kemur fram í rökstuðn- ingi dómstólsins, sem birtur var í gær, fyrir dómsúrskurði frá í júlí þar sem fallið var frá því að banna starfsemi flokksins. - gb Hæstiréttur Tyrklands: Stjórnarflokkur ekki brotlegur ÍSRAEL, AP Tzipi Livni, leiðtogi Kad- ima-flokksins í Ísrael, gaf frá sér í gær tilraunir til að mynda stjórn, sem þýðir að efnt verður til kosn- inga innan örfárra mánaða. Ljóst þykir að lítið verður gert í samningaviðræðum við Palestínu- menn fyrr en eftir kosningar. Auk þess eru líkur til þess að Benjamin Netanyahu, leiðtogi stjórnarand- stöðuflokksins Likud, verði sigur- vegari kosninganna og verði því forsætisráðherra á ný. Hann hefur staðið harður á móti því að Ísrael- ar gefi eftir í deilum við Palestínu- menn. Livni, sem hefur verið utanrík- isráðherra í stjórn Ehuds Olmert, hefur reynt að mynda nýja stjórn eftir að Olmert sagði af sér vegna spillingarmála. Samstarfsflokkar Olmerts hafa notað þessi umskipti til að reyna að ná fram fleiri málum af stefnu- skrám sínum í nýrri stjórn Livni. Hún sagðist hafa viljað koma til móts við flokkana, en sumar kröf- urnar hafi verið óviðráðanlegar. „Þegar ljóst var orðið að allir flokkarnir væru að notfæra sér tækifærið til að gera kröfur sem eru bæði efnahagslega og pólitískt ótækar, þá ákvað ég að hætta við og fara í kosningar,“ sagði hún. Dalia Itzak, forseti ísraelska þjóðþingsins, reyndi í gær að gera úrslitatilraun til að bjarga stjórn- armyndunarviðræðunum, en sú tilraun varð árangurslaus. - gb Livni hefur gefist upp á stjórnarmyndunartilraunum í Ísrael: Kosningar í byrjun næsta árs TZIPI LIVNI Alger biðstaða verður líklega í öllum viðræðum við Palestínumenn þar til eftir kosningar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1 Við hvaða stjórnmálaflokka hefur fylgi aukist samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins? 2 Hvern gagnrýndi söngkonan Emilíana Torrini í viðtali við breska blaðið Sun um helgina? 3 Á móti hverjum lék kvenna- landslið Íslands sinn fyrri leik í umspili um laust sæti í úrslita- keppni EM í gær? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 26 ÚKRAÍNA Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn skýrði í gær frá því að Úkraína fengi 16,5 milljarða dala lán úr sjóðnum til að tryggja stöðugleika í efnahag og fjár- málum landsins. Þetta er nærri átta sinnum hærri upphæð en Ísland fær að láni frá sjóðnum, samkvæmt því sem tilkynnt var um á föstudag. Stjórn sjóðsins á þó enn eftir að samþykkja lánið til Úkraínu, rétt eins og íslenska lánið. Sjóðurinn hefur úr meira en 200 milljörðum dala að ráða til lánveitinga til að styrkja efnahag ríkja sem nú eiga í vanda. - gb Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Veitir Úkraínu neyðarlán BANDARÍKIN, AP John McCain, for- setaefni bandaríska Repúblikana- flokksins, segist enn gera sér vonir um að sigra í kosningunum, sem haldnar verða eftir aðeins átta daga. „Það verður mjög mjótt á mun- unum, og ég tel að ég beri sigur úr býtum,“ sagði hann í sjónvarps- þætti í gær. Hann á þó ansi langt í land til að ná upp forskoti Obama. Sam- kvæmt skoðanakönnunum hefur Obama þegar nánast tryggt sér þau 270 atkvæði á kjörmanna- þinginu sem þarf til að sigra, en McCain er býsna langt frá því marki. Barátta McCains beinist nú að því að halda meirihluta í þeim ríkjum, þar sem repúblikanar hafa samkvæmt skoðanakönnun- um nauman meirihluta. Demó- kratinn Barack Obama einbeitir sér hins vegar að því að snúa á sitt band fleiri ríkjum, sem venju- lega hafa stutt frambjóðendur repúblikana. Sarah Palin, varaforsetaefni McCains, hefur með ýmsum uppákomum þótt skemma fyrir honum kosningabaráttuna frekar en að hjálpa til. McCain vísaði þó slíku á bug og sagðist treysta henni fullkomlega: „Ég er ekki að verja hana. Ég hrósa henni. Hún er nákvæmlega það sem þarf í Washington,“ sagði McCain í gær. Hann vísaði einnig á bug gagn- rýni á það hve miklum fjármun- um Repúblikanaflokkurinn hefur varið til fatakaupa handa Palin: „Hún lifir sparsömu lífi. Hún og fjölskylda hennar eru ekki auðug,“ sagði hann, og bætti því við að þriðjungur þessa fjár verði end- urgreiddur, en afgangurinn af föt- unum verði gefinn til góðgerða- starfsemi. Báðir frambjóðendurnir voru með kosningafundi í Albuquerque í Nýju-Mexíkó á laugardaginn. Á fund McCains mættu 1.500 manns en til Obama 45 þúsund manns. Íbúar þar eru margir af suður- amerískum ættum, og bendir aðsóknin til þess að fylgi Obama meðal þess hóps sé að styrkjast, sem gæti einnig styrkt stöðu hans í bæði Nevada og Colorado. Dagblaðið New York Times lýsti á laugardaginn stuðningi sínum við Obama, sagði hann hafa staðið sig vel í langri og strangri kosningabaráttu. Fleiri bandarísk dagblöð hafa verið að lýsa yfir stuðningi við ýmist Obama eða McCain, en sér- staka athygli vakti að stærsta dagblaðið í Alaska, þar sem Sarah Palin er ríkisstjóri, lýsti yfir stuðningi við Obama. gudsteinn@frettabladid.is McCain segist enn bjartsýnn á sigur Sigur Baracks Obama virðist nánast í höfn í forsetakosningunum í næstu viku. John McCain reynir þó að bera sig vel og berst af kappi. Stærsta dagblaðið í Alaska, ríki Söruh Palin, lýsti um helgina yfir stuðningi við Obama. ÖNNUM KAFINN FRAMBJÓÐANDI John McCain á kosningafundi í Iowa í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Forsetakosningar 2008 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.