Fréttablaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 16
Hjá Föndurstofunni í Síðumúla kennir ýmissa grasa en þar er meðal annars boðið upp á námskeið þar sem útbúa má skrautmuni og nytjahluti. „Kertanámskeiðin hafa verið gífurlega vinsæl hjá okkur en kertin eru tilvalin í jólapakkana,“ segir Geirþrúður Þorbjörnsdóttir verslunareigandi. „Kertanám- skeiðið hefur verið í gangi síðan í vor en aðsóknin hefur aukist í haust. Allur efniskostnaður er inni- falinn og þá eru gerð tvö kerti. Ég er aðallega að kenna að bræða servíettu inn í vaxið til að fá fallega mynd og svo er kertið skreytt með alls konar límmiðum og dóti,“ útskýrir Geirþrúður áhugasöm. Námskeiðið er ein kvöldstund og kostar um þrjú þúsund krónur. „Námskeiðin hafa vakið mikla lukku og eru þátttakendur ánægðir með það sem þeir búa til,“ segir Geirþrúður sannfærandi. Annað sniðugt námskeið sem Föndurstofan býður upp á er í skart- gripagerð. „Þá er hægt að vinna skartgripi úr fjölbreyttu efni sem fólk getur blandað að vild. Þá er þetta fært upp á víra og síðan ræður sköpunargleðin ferðinni,“ segir Geirþrúður. Námskeiðið kostar 2.500 krónur en auk þess er greitt fyrir efniskostnað sem er breyti- legur eftir því hvað fólk velur sér að gera. „Það er hægt að gera dýra hluti en einnig er hægt að gera þetta mjög ódýrt. Það fer allt eftir smekk hvers og eins og efnisvali. Ég er til dæmis með alls konar nátt- úrusteina, ferskvatnsperlur og fleira sem nota má í skartgripina.“ Auk þessa er Geirþrúður með námskeið í kortagerð og selur allt sem henni við kemur. Námskeiðin eru alltaf í gangi og hafa öll verið vinsæl. „Kertin og skartgripirnir hafa verið hvað vinsælust en nú er aðsóknin í kortagerðina að aukast eins og oft er fyrir jól,“ segir Geir- þrúður og bendir á að hægt sé að skrá sig með því að hringja í búðina eða hafa samband í gegnum heima- síðuna www.fondurstofan.is. Í versluninni má síðan finna allt til föndurgerðar og er mikið úrval af útsaumspökkum og fjölbreyttu föndurefni. hrefna@frettabladid.is Kertagerðin vinsælust Á þessum síðustu og verstu tímum reyna margir að nýta hugmyndaflugið og sköpunargleðina til að vinna í haginn fyrir heimilið. Ýmis námskeið eru í boði þar sem útbúa má fallegar gjafir og nytjahluti. Geirþrúður hefur í mörgu að snúast við að kenna föndurnámskeið og hafa kerta- gerðarnámskeiðin verið hvað vinsælust undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR PALLÍETTUR, perlur, pappír og glimmer má nota til að búa til fallegt borðskraut fyrir veislur. Skemmtilegt getur verið að merkja hverjum gesti sæti með smekk- legu spjaldi og skreyta með einhverju dúlleríi. Heimilisvarnarkerfi eru þarfaþing hverjum þeim sem ekki vill þurfa að hafa áhyggjur af heimili sínu og eigum meðan á fjarveru þaðan stendur. Á síðustu árum orðið talsverð aukning á sölu á heimilisvarn- arkerfum að sögn Þorsteins G. Hilmarssonar, markaðsstjóra Securitas. „Þessi kerfi eru mjög vinsæl vara og skipta nú þúsundum á heimilum landsmanna. Lífsmynstur fólks hefur breyst á undanförnum árum og nú er fólk meira að heiman en oft áður. Með áskrift að heimavarnarkerfi er fólk að kaupa sér hugarró. Heimavörn Securitas er bæði innbrota- og brunaviðvörunarkerfi,“ segir Þorsteinn. „Kerfið er tengt við stjórnstöðina hjá okkur og er alltaf vaktað.“ Sjá www.securitas.is. - vþ Hugarró á heimilinu Þorsteinn G. Hilmarsson, markaðsstjóri Securitas, segir vinsældir heima- varnarkerfa hafa aukist síðustu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Alla mmtudaga Alla mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.