Fréttablaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 BÓKAHILLAN í barnaherberginu getur nýst á fleiri en einn veg. Með smá málningu, nokkrum veggfóðurs- og teppabútum og fjörugu hugmyndaflugi má breyta henni í algjört draumadúkkuhús. „Ég safnaði þjóðbúningadúkkum í stórum stíl á yngri árum, en nú hafa þær allar ratað í geymsluna nema þessi japanska sem skipar veigamikinn sess í stofunni,“ segir hönnuðurinn Ingibjörg Hanna um heimilismun sem henni áskotnaðist í Japan sem táningur. „Þá bjó ég hjá japanskri fjöl- skyldu í unglingaskiptum Lions. Japanar eru með eindæmum gjaf- mild þjóð og gauka í sífellu að manni gjöfum án tilefnis, en eftir fimm vikna dvöl þurfti ég að senda til Íslands tvo fulla kassa af ýmsum varningi sem mér hafði borist í gjafaumbúðum,“ segir Ingibjörg Hanna og brosir að minningunni. „Japanar eru fremstir meðal jafningja í hvers kyns tækni og þegar kveðjustundin nálgaðist vildi japanska fjölskyldan gefa mér nýjustu tegund steríógræja að skilnaði. Ég átti náttúrlega fermingargræjur heima í her- bergi og þótti auk þess óþægilegt að þiggja svo stóra gjöf, en ákvað, úr því ég var að safna þjóðbún- ingadúkkum, að gera þá mála- miðlun að biðja um japanska dúkku í staðinn,“ segir Ingibjörg Hanna sem þá sá fyrir sér litla og hógværa þjóðbúningadúkku, en fékk í staðinn japanska geisju af fínustu gerð í viðhafnar gler- kassa. „Ég varð vitaskuld óskap- lega hrifin, en þetta var örugg- lega dýrasta týpan sem þau fundu og þurfi sérflutning milli heims- álfna,“ segir Ingibjörg Hanna sem þessa dagana er í óðaönn að fylgja hönnun sinni, Raven og Not Rudolf herðatrjám og snögum úr hlaði á Evrópumarkað. „Ég er alltaf með eitthvað eftir sjálfa mig í notkun heima og hugsa hönnun mína mikið út frá því sem mig sjálfa langar í eða vantar.“ thordis@frettabladid.is Geisja í stað steríógræja Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður fékk að kynnast örlæti Japana af eigin raun þegar hún varð hluti af japanskri fjölskyldu á unglingsárunum og þurfti margar ferðir á pósthúsið til að senda gjafirnar heim. Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir með geisjunni góðu og afsteypum af hönd og fæti eldri sonar síns en mótin fékk hún í BabySam og gerði sjálf heima. Útkoman er afar nákvæm og skemmtileg til að snerta og skoða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Einfaldur í notkun. Geymir 30 mælingar í minni. Skjár sýnir þrjú gildi samtímis: púls, efri og neðri mörk. Hlífðarbox fylgir með. A T A R N A Blóðþrýstingsmælir Blóðþrýstingsmælir á úlnlið. Tilboðsverð: 5.900 kr. stgr. Verð áður: 7.080 kr. Boso-medistar S Þriðjudaga og mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.