Fréttablaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 14
14 17. nóvember 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Ögmundur Jónasson skrifar um nýju bankaráðin Skipuð hafa verið bankaráð í endurreist-um ríkisbönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi og Landsbanka. Skipan í banka- ráð endurspeglar að nokkru valdahlutföllin í pólitíkinni, þrír frá stjórnarmeirihluta og tveir frá stjórnarandstöðu í hverju ráði. Þarna er að finna gömul andlit og ný. Jákvætt við listann yfir bankaráðsfólkið er að þarna er að finna fjölbreyttari flóru sjónarmiða en í stjórnum bankanna undanfarin einkavinavæðingar- árin. Þá var þar bara eitt viðhorf ríkjandi: Fylgi- spekt við auðhyggju. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins föstudaginn 7. nóvember segir frá því að Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð og Kauphöllin séu nú að leggja „lokahönd“ á leiðbeiningar um stjórnunarhætti í opinberum fyrirtækjum. Þar komi fram að varast beri „að of margir stjórnarmenn komi úr stjórnsýsl- unni“. Mikið er gott til þess að vita, að nú þegar bankarn- ir eru að komast aftur undir almannaforsjá eftir að stjórnendur þeirra höfðu dregið þjóðina út í dýpra spillingarfen en Íslendingar hafa fengið að kynnast til þessa, skuli þjóðin fá leiðsögn frá siðfræðisérfræðingum Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs. Fréttablaðið segir að þeir vari eindregið við því að fólk „úr stjórnsýslunni“ (hvað þýðir það, allir sem starfa innan almannaþjónust- unnar?), komi nálægt stjórnum bankanna! Hverjir skyldu þessir sérfræðingar í siðfræði annars vera? Sömu aðilar og kröfðust þess í vor leið að lífeyrissjóðirnir yrðu notaðir í vogunarviðskipti og skortsölubrask? Það vildi Kauphöllin. Það vildi Viðskiptaráð. Það vildi SA. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Og hvaða skelfilega fólk skyldi það vera úr stjórnsýslunni sem er svo varasamt að allt sé vinnandi til að koma í veg fyrir að það sitji í stjórnum banka og annarra stofnana í opinberri eigu? Vill heilög þrenning Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs halda áfram að hagsmunatengja bankana við markaðsaðila? Er ekki einmitt mikil- vægt að skera á slík tengsl? Höfundur er alþingismaður. Siðfræði Kauphallarinnar ÖGMUNDUR JÓNASSON Ég man eftir snjöllum pistli hjá Þráni Bertelssyni í útvarpinu í gamla daga þar sem hann gerði þá játningu að hann væri „frestari“, geymdi það til morgundagsins sem betur væri gert í dag. Margir hlustendur sáu sjálfa sig í lýsingu Þráins – og vissulega ég. Sem er allt í lagi. Ekki er ég að stjórna landinu. Beitt lýsing Þráins á þrálátri tilhneigingu til að ýta á undan sér óþægilegum – og óhjákvæmilegum – ákvörðunum kemur hins vegar alltaf upp í hugann þegar ég hlusta á enn einn „úlfur-úlfur“-blaðamannafundinn hjá Geir Haarde. Skyldi þetta vera þannig að hann ætli að tilkynna merka ákvörðun um afsögn eða aðild en komi sér svo ekki að því þegar á hólminn er komið? „Æ ég geri það frekar á morgun“ og svo bara sett á autopilot ... Föstudagurinn var að minnsta einn samfelldur blaðamannafundur hjá Geir Haarde þar sem margt var sagt en nýtilegt fátt. Á seinni fundinum voru að vísu tilkynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir heimilin, sem ekki ber að lasta, en fyrri blaðamannafundurinn var haldinn til að tilkynna það með myndugleika og festu að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi ákveðið að halda áfram að klóra sér í hausnum yfir Evrópumálum. Skipa nefnd sem eigi að fara yfir kosti og galla hugsanlegrar aðildar að ESB. Niðurstaðan er að sjálfsögu óhjákvæmileg – en Geir tókst að hljóma eins og hér væri leikinn enn einn biðleikurinn í skák einhverra manna sem eiga fyrir löngu að vera hættir að skipta nokkru máli í íslensku þjóðlífi. Hann hljómaði eins og frestari. Og samt er nú mál að linni. Mál að linni þessu dýrasta einkaflippi Íslandssögunnar sem varðstaða Davíðs Oddssonar um íslensku krónuna hefur verið. Við virðum og elskum íslenska tungu, lopapeys- una, burstabæinn, lóuna og jökulinn, ýsuna og vísuna. En íslenska krónan? Eins mætti tilbiðja íslenska rónann ... Mál að linni setu Jónasar Fr. Jónssonar yfir Fjármálaeftirlitinu. Hann er eflaust ýmsum kostum búinn en að hafa yfir Fjármálaeftir- litinu frjálshyggjumann sem er samkvæmt skilgreiningu andvígur eftirliti er eins og að gera Jón Steinar Gunnlaugsson að biskupn- um yfir Íslandi. Mál að linni ráðuneytisstjóratíð Baldurs Guðlaugssonar sem brást við tíðindum af Icesave á fundi með Darling með því að selja eigin hlutabréf í Landsbankanum. Hann situr enn – ætlar kannski Flokkur- inn að gera Árna Johnsen aftur að formanni byggingarnefndar Þjóðleikhússins? Afglaparnir sitja enn og luma á sömu úrræðum og komu öllu í kaldakol. Þegar þetta er skrifað upp úr hádegi á sunnudegi er búið að tilkynna að Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn muni taka fyrir láns- umsókn Íslendinga á miðvikudag og látið liggja að því að samkomu- lag sé í augsýn um Icesave. Þar hafa Íslendingar verið neyddir til að fallast á kröfur sem blasti við að þeir yrðu að ábyrgjast fyrir mörgum vikum. En frestuðu því að feisa það. Enn vitum við ekki hvað gerðist – en mann grunar ýmislegt. Gordon Brown heldur því fram að að háar fjárhæðir hafi verið fluttar úr sjóðum Icesave til Íslands. Er það satt? Því hefur ekki verið svarað með öðru en með þessum vanalega derringi og lagaþrugli úr Grágás. Hér heima láta íslenskir ráðamenn eins og nýtt þorskastríð geysi en þeir treystu sér hins vegar ekki til að standa fyrir máli sínu á opinberum vettvangi í Englandi í kjölfar laganna – í gamla daga fór Jónas Árnason með sitt riggarobb og kvað alla í kútinn í enska sjónvarpinu. Eitthvað sem ekki var hægt að ræða núna? Eða var bara verið að fresta? Íslenskir ráðamenn hafa gert íslenska þjóð að viðundri með ósæmilegu flaðri upp um Rússa, frekar en að ræða eins og menn um skuldbindingar þjóðarinnar. Agnarlítil von er þó til þess að Íslendingar verði á ný þjóð meðal þjóða – en að vísu ákaflega sneypuleg þjóð: eins og fyllibytta sem delerað hefur í vinnustaða- partíi og þarf að mæta í vinnuna á mánudegi. Og langar að fresta því. En mánudagar renna alltaf upp. Og kannski eru þeir aldrei jafn slæmir og frestarinn heldur. Því verður ekki frestað að takast á við hann og það er í sjálfu sér góð tilfinning. „Vonin styrkir veikan þrótt,/ vonin kvíða hrindir,/vonin hverja vökunótt,/ vonarljósin kyndir,“ orti Páll Ólafsson. Það er alltaf von. Meira að segja örlítil vonartýra að íslenska þjóðin öðlist á ný virðingu annarra þjóða og jafnvel sjálfrar sín. En forsenda alls er þá að skipta um landstjórn og mannskap í stjórnkerfinu – algjörlega – hleypa nýrri kynslóð að, unga fólkinu. Því verður ekki frestað. Frestarinn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Landstjórnin Hektópasköl Haraldur Ólafsson, veðurfréttamaður á Ríkisútvarpinu, er áhugamaður um ýmis samfélagsmál. Í veðurfréttatíma sjónvarpsins á laugardagskvöldið tók hann fyrir skammstafanir og sagði það algengt í veðurfræðinni að stytta löng orð. Til útskýringar rifjaði hann upp nokkur dæmi eins og hektópa- sköl sem skammstöfuð eru hPa. En Haraldur sagði að það væri ekki bara í veður- fræðinni sem hentugt væri að stytta löng orð. Þannig mætti til dæmis stytta orðið Alþjóða- gjaldeyrissjóður með AG, ef menn hefðu ekki þeim mun meira dálæti á enskri tungu. Skipt um sokka Grímur Atlason bæjarstjóri fer mikinn í færslu á síðu sinni í gær og segir að sá frestur sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi keypt sér með nýrri Evrópu- nefnd geti orðið þjóðinni dýrkeyptur. Ekkert sé eftir að verja og gamlar hægrimöntrur um stöðugleika og einhverja ruggandi báta séu eins og dauðar endur. Að sögn Gríms á það að Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn tilkynni að þeir hyggist skipta um sokka, ekkert erindi við þjóðina. Grímur á þar við hin nýju Evrópusambandsút- spil flokkanna. Segir hann slíkt til marks um úreldar stofnanir sem séu logandi hræddar um valdamissi. Krossferð á gallabuxum Gunnar Smári Egilsson blaðamaður var í viðtali í Silfri Egils í gær spurður hvort hann bæri einhverja ábyrgð á ástandi efnahagsmála á Íslandi. Sagð- ist Gunnar Smári bara hafa verið eins og flestir hinna. Hann viðurkenndi þó að slík vörn hefði ekki gilt við Nürn- berg-réttarhöldin og því gilti hún ekki heldur nú. Til útskýringar, á hvernig hann hafi gert eins og hinir sagðist Gunnar Smári vera í gallabuxum af því að flestir væru í gallabuxum. Íslensku fjármálalífi kann að verða til happs að allir þeir Íslendingar, sem ganga í gallabuxum, tóku ekki upp á því að kaupa prentsmiðjur og stofna fríblöð í útlöndum. olav@frettabladid.isT ilkynnt var í gær, vonum seinna, um samkomulag við Breta, Hollendinga og aðrar þjóðir Evrópusambands- ins um lyktir Icesave-málsins, einhverrar harðvítug- ustu milliríkjadeilu í sögu þjóðarinnar. Niðurstaðan er sú að Íslendingar ábyrgjast lágmarksinnstæðutrygg- ingar vegna innlánsreikninganna margfrægu og fá til þess gríðarhá lán frá þjóðum innan Evrópusambandsins, en fá svo tækifæri til þess að koma eignum gamla Landsbankans í verð á móti. Með þessu vonast bjartsýnir menn til þess að íslenska ríkið og þar með þjóðin komi út á sléttu, þar sem eignir bankans hafi verið töluvert umfram skuldir. En hinir svartsýnu áætla að þar með geti fallið á þjóðina skuldbinding til lengri framtíðar upp á jafnvel nokkur hundruð milljarða króna og munar um minna. Deilan vegna Icesave-innlánsreikninganna kom upp nokkru fyrir hrun íslensku bankanna, eins og frægt samtal íslenska og breska fjármálaráðherrans vitnaði um. Hingað til hafa íslensk stjórnvöld haldið því fram að sú flókna deila hefði ekkert með neyðaraðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að gera, hvað þá mögulegar lánveitingar fleiri ríkja, okkur til handa. Þetta væru tvö óskyld mál. Annað hefur komið á daginn og síðustu daga hefur öllum verið ljóst að ekkert yrði af aðstoð Alþjóðagjald- eyrissjóðsins fyrr en Icesave-deilan yrði til lykta leidd. Flest bendir raunar til að íslenskum stjórnvöldum hafi mátt vera ljós sú afstaða sjóðsins allan tímann. Wa-Mu aðferð Davíðs Odds- sonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, sem hann kynnti í frægu Kastljósviðtali, stæðist ekki alþjóðalög og gæti leitt til algerrar einangrunar Íslands á alþjóðavettvangi. Rifjum upp þegar formaður bankastjórnar Seðlabank- ans kvað upp úr með það, að ekki stæði til að greiða erlend- ar skuldir „óreiðumanna“. Þvert á móti stæði til að fara sömu leið og Bandaríkjamenn hefðu gert við gjaldþrot Washington Mutual bankans (WaMu). „Við skiptum bönkunum upp í inn- lenda og erlenda starfsemi. Við tökum eigið féð að meginefni til og látum það fylgja erlendu starfseminni. Þannig að erlendu kröfuhafarnir fá meira í sinn hlut en sem nemur innlendu starfseminni,“ sagði Davíð þá og taldi að erlendir kröfuhafar hefðu þetta 5 til 15 prósent upp í kröfur sínar. „Tiltölulega mjög fljótlega þá erum við með ríki sem er skuldlaust, eða skuldlítið í erlendum skuldum, og við erum skyndilega með þjóðarskuld- ir sem eru orðnar sáralitlar,“ sagði Davíð og bætti við: „Menn verða að átta sig á því að við erum að draga úr skuldafargi þjóðarinnar, en ekki auka það. Það tekur tíma að síast inn.“ Varla þarf að orðlengja það, að nær ekkert af þessari djörfu áætlun, sem sett var fram fyrir aðeins fáum vikum, hefur geng- ið eftir. Við ætluðum að draga úr „skuldafargi þjóðarinnar“ en verðum þess í stað ein skuldsettasta þjóð heims. Orðspor okkar hefur beðið hnekki, því við-borgum-ekki-áætlun stjórnvalda var talin ógn við evrópskan fjármálastöðugleika, hvorki meira né minna. Þannig fór um hina íslensku Wa-Mu aðferð. Vikum saman hefur legið fyrir að Íslendingar gætu ekki mismunað kröfuhöfum eftir þjóðerni: Wa-Mu aðferðin BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.