Fréttablaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 JÓLASTJARNA er viðkvæmt blóm og mikilvægt að vernda hana fyrir kulda og trekki. Jólastjörnu má þó heldur ekki verða of heitt en henni líður best í talsverðri birtu. Jólastjörnu er best að vökva með volgu vatni. „Það var fyrir nokkru að hluti stóla í Þjóðleikhúsinu var endurnýjaður og fáeinir stakir stólar seldir, en mamma fékk einn lúinn að launum fyrir vinnu við grillveislu utan við leikhúsið. Stólinn færði hún svo nördinum mér og mér þykir ein- staklega vænt um hann,“ segir útvarpskonan, plötusnúðurinn og magadanskennarinn Margrét Erla Maack þar sem hún lætur fara vel um sig í rauðu þjóðarstolti, sem í bland geymir sögu leikhússins og upplifanir gesta. „Ég er svo lánsöm að eiga for- eldra sem þótti skemmtilegra að hafa mig með en að fá pössun fyrir mig í æsku, og fékk því snemma að fara með þeim á fullorðinssýningar í leikhúsið. Amma mín og nafna, Margrét Erla Guðmundsdóttir, kenndi mér síðar að sækja frum- sýningar og sagði mikilvægast að mæta alltaf hálftíma fyrr svo maður gæti heilsað þeim sem maður vildi heilsa,“ segir Margrét Erla og hlær dillandi hlátri, en glaðværð hennar og hispursleysi í Popplandi Rásar 2 hefur margan hlustandann smitað. „Lítil frænka mín er afar leik- hússinnuð, enda dóttir tveggja leik- ara og ömmubarn Þjóðleikhús- stjóra. Með henni er upplifun að sækja leiksýningar, því hún hug- hreystir mann á réttum stöðum, þegar von er á tröllum og öðrum forynjum á sviðið. Hún á heilmikið í þessum stól með mér og féll í stafi þegar hún sá hann fyrst: „Þetta er leikhússtóll!“ hrópaði hún í lotn- ingu. Við förum því í leikhúsleiki í stólnum þegar hún heimsækir mig,“ segir Margrét, sem tyllir sér helst á virðulegan leikhússtól af efri svöl- unum þegar hún kíkir á Facebook. „Ég sanka að mér ýmsu, en aðal- lega er mamma fundvís á hluti handa mér. Ég átti orðið heilmikið af peningum sem hurfu í banka- kreppunni og því enn föst í litlu her- bergi hjá mömmu og pabba, sem orðið er sneisafullt af innanstokks- munum og allar geymslur fullar. Á undanförnum jólum hef ég fengið svona farðu-að-drífa-þig-að-heim- an-gjafir, eins og ostaskera og hvít- laukspressu, og fyrirfram gefnar brúðargjafir, eins og Kitchen Aid- hrærivél sem stendur nú og safnar ryki!“ thordis@frettabladid.is Hlegið og grátið í rauðu Rauðir, með hvítofnum grímum þeirra systra Gleði og Sorgar, hafa stólarnir í Þjóðleikhúsinu hvílt leikhús- þyrst bein landsmanna í hartnær sextíu ár. Sumir hafa slitnað, verið skipt út og þá eignast ný heimkynni. Þær láta fara vel um sig, Margrét Erla Maack og tveggja ára frænka hennar, Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir, Egilssonar. Sú litla þykist eiga heilmikið í leikhússtólnum líka, enda upprennandi leikhúsmær og þegar búin að standa tvisvar á sviði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is STIGAR Allar mögulegar gerðir og stærðir smíðað eftir óskum hvers og eins Beygjanlegir Handlistar & Gólflistar Loftastigar, Innihurðir, Gerefti Gólflistar, Franskir gluggar í hurðir Smíðum Harmonikkuhurðir eftir máli Bílkerrur úr Áli frá Anssems í Hollandi Mex - byggingavörur Sími 567 1300 og 848 3215 www.byggingavorur.com Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 50% AFSLÁTTUR 90 x 200 cm 120 x 200 cm 150 x 200 cm 180 x 200 cm Verð frá kr. 44.450,- Verð frá Kr. 55.950,- Verð frá Kr. 67.450,- Verð frá Kr. 80.950,- Verðdæmi með afslætti: af öllum rúmum út nóvember VERÐHRUNPatti lagersala

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.