Fréttablaðið - 23.11.2008, Síða 2
2 23. nóvember 2008 SUNNUDAGUR
FÖÐURLAUS
SONUR NÍU MÆÐRA
Fæðing út um eyra og föðurlaus
sonur níu mæðra eru dæmi
um furður sem fjallað er um í
þessari skemmtilegu bók
eftir Jón Björnsson.
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
„Jóni te
kst vel
upp. Frá
sagnir h
ans
eru skor
inortar,
lifandi,
léttar og
oftast
bráðfyn
dnar.“
ÞH, Mbl.
JÓHANNESARBORG, AP Kofi Annan,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, og Jimmy
Carter, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, hafa hætt við að
heimsækja Simbabve þar sem
þeim var neitað um vegabréfs-
áritun til landsins.
Annan og Carter ætluðu að
heimsækja Simbabve ásamt
Graca Machel, eiginkonu Nelsons
Mandela. Þau eru öll hluti af hópi
sem kallar sig The Elders, „Hinir
eldri“, sem reynir að vinna að
lausnum á átökum í heiminum.
Stjórnvöld í Simbabve segjast
ekki hafa lagt stein í götu
þremenninganna. - kh
Kofi Annan og Jimmy Carter:
Synjað um
vegabréfsáritun
BUENOS AIRES, AP Fyrrverandi
lögregluforingi í Argentínu, sem
grunaður var um að hafa framið
glæpi gegn mannkyninu, svipti
sig í gær lífi í beinni útsendingu.
Lögregluforinginn, Mario
Ferreyra, var sakaður um að hafa
stundað mannrán og pyntingar
þegar herstjórnin var við völd í
Argentínu á árunum 1976 og 1983.
Í sjónvarpsviðtali, sem var sent
út í beinni útsendingu rétt við
heimili hans í héraðinu Tucuman í
norðurhluta landsins, lýsti
lögregluforinginn sig saklausan
af meintum glæpum. Lögreglan
var á leið að handtaka hann þegar
Ferreyra sagðist elska konuna
sína og dró því næst upp skamm-
byssu og skaut sig. - kh
Argentínskur lögregluþjónn:
Svipti sig lífi í
sjónvarpsviðtali
STJÓRNMÁL Guðni Ágústsson, fyrr-
verandi formaður Framsóknar-
flokksins, var heiðursgestur á
morgunfundi sem haldinn var á
Klörubar á Ensku ströndinni á
Kanaríeyjum. Að sögn fundar-
gesta sem Fréttablaðið hafði sam-
band við sagði Guðni meðal ann-
ars að hann bæri fyllsta traust til
Geirs H. Haarde forsætisráðherra
til að leiða þjóðina út úr þessum
þrengingum sem nú er við að etja.
Eins sagðist hann treysta forsætis-
ráðherra til þess að láta menn
sæta ábyrgð þegar sá tími kæmi
en nú væri ekki tími til að leita
sökudólga.
Hann ítrekaði það að hann væri
hættur í pólitík og sagðist myndu
gera betur grein fyrir þeirri
ákvörðun þegar hann hefði hvílt
sig.
Sturla Þórðarson, sem stendur
fyrir þessum morgunverðarfund-
um á Klörubar, segir að á milli 350
til 400 manns hafi mætt á fundinn
í gærmorgun og hafi góður rómur
verið gerður að ræðu Guðna.
Annar fundarmaður segir að þó
hafi nokkrum fundargestum verið
heitt í hamsi. - jse
Guðni Ágústsson var heiðursgestur á fundi á Klörubar á Kanaríeyjum:
Segist treysta Geir H. Haarde
Á MORGUNFUNDI Á KLÖRUBAR Í GÆR
Guðni Ágústsson var heiðursgestur á
fjölmennum morgunfundi á Klörubar á
ensku ströndinni á Kanaríeyjum í gær.
OFBELDI Íslenskur fjölskyldufaðir
á sextugsaldri var á dögunum
dæmdur fyrir tilraun til að nauðga
tíu ára gamalli stúlku í nálægð við
Stavangur í Noregi. Þá var honum
gert að greiða stúlkunni hundrað
þúsund norskar krónur.
Maðurinn sat grímuklæddur
fyrir stúlkunni snemma morguns í
skógi á milli tveggja þorpa nærri
Stavangri í Noregi. Stúlkan hjólar
þá leið daglega á leið til skóla.
Maðurinn hafði um nokkurra daga
skeið fylgst með börnum á leið til
skóla og komist að raun um að
stúlkan var yfirleitt sein á ferð.
Fyrir dómi lýsti maðurinn því
þegar hann stoppaði stúlkuna og
sagði: „Sæl vina mín, hvað heitir
þú?“ Þá hafi hann beðið hana að
koma með sér inn í skóginn. Þegar
hún neitaði því dró hann upp hníf,
greip fyrir vit stúlkunnar og bar
hana inn í skóginn. Þar afklæddi
hann stúlkuna. Þegar hann var að
klæða sjálfan sig úr buxunum
tókst henni að flýja.
Stúlkan hljóp fyrst heim til
nágranna sinna sem reyndust ekki
heima. Þá hljóp hún alla leið heim
til sín, um tíu mínútna leið. Fyrir
réttinum sagði móðir stúlkunnar
hana eiga afar erfitt eftir þessa
reynslu. Hún velti því meðal ann-
ars stöðugt fyrir sér hvort maður-
inn hafi ætlað sér að myrða hana.
Það tók lögregluna tvær vikur
að finna manninn. Hann var fyrst
yfirheyrður sem vitni í málinu. Þá
sagðist hann ekkert hafa séð
óvenjulegt. Lögreglan bar svo
kennsl á hann með DNA-sýni á
hnífnum sem hann hafði notað, en
honum hafði hann týnt í skógin-
um. Þegar maðurinn var handtek-
inn fannst barnaklám á heimili
hans.
Odd Kristian Stokke, blaðamað-
ur hjá Stavanger Aftenposten,
fylgdist með réttarhöldunum.
Hann segir manninn hafa horft
niður mestallan tímann. Auðsýni-
legt hafi verið að hann skammað-
ist sín. Komið hafi þar fram að
réttargeðlæknir segði hann ekki
veikan á geði. Hann væri hins
vegar með óvenjulega lága
greindarvísitölu. Þá kom fram að
hann hefði sjálfur lent í kynferðis-
legri misnotkun sem barn.
Árið 1978 var maðurinn dæmd-
ur fyrir nauðgun hér á landi. Hann
hefur verið búsettur í Noregi í
mörg ár og hefur ekki áður verið
dæmdur fyrir sambærileg brot
þar. Hann er giftur íslenskri konu
og þau eiga tvö börn.
holmfridur@frettabladid.is
Íslenskur níðingur
dæmdur í Noregi
Íslenskur vörubílstjóri gerði tilraun til að nauðga tíu ára gamalli stúlku í Sta-
vangri. Fyrir það var hann dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi. Hann
hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot hér á landi fyrir þrjátíu árum.
LÖGREGLAN Í STAVANGRI íslenskur maður sat grímuklæddur fyrir tíu ára gamalli
stúlku í skógi nálægt Stavangri í Noregi. Hann var á dögunum dæmdur fyrir tilraun til
nauðgunar. MYND/HÅKON VOLD
MÓTMÆLI „Þetta var hópur af ungu
og reiðu fólki og það má vel vera
það, ég skil það mjög vel,“ sagði
Álfheiður Ingadóttir þegar hún var
að koma af mótmælum við lögreglu-
stöðina við Hlemm í gær, þar sem
handtöku Hauks Hilmarssonar var
mótmælt. Hún hringdi á sjúkrabíl
og hlúði að mótmælendum sem
höfðu fengið á sig piparúða sem lög-
reglan spreyjaði til að koma mót-
mælendum út af lögreglustöðinni.
Aðspurð hvort henni þætti mót-
mælendur hafa gengið of langt
sagði hún, „mér finnst lögreglan
hafa gengið of langt. Það er algjör-
lega ólíðandi að fólki sé kippt úr
umferð fyrir að mótmæla eins og
gert var í tilfelli þessa unga manns.
Ég skil því vel reiði fólksins, þetta
eru félagar hans sem ofbýður þess-
ar aðfarir. Það að handtaka mann-
inn með þessum hætti daginn fyrir
útifund er eins og hefndaraðgerð,
það er líka ögrun og slík vinnubrögð
eru aðeins til þess fallin að ýta undir
reiði fólks.“
Hún sagðist ennfremur óttast að
reiði fólksins í þjóðfélaginu ætti
eftir brjótast út í frekara mæli. - jse
Þingmaður Vinstri grænna var við mótmælin við lögreglustöðina í gær:
Segir lögreglu ganga of langt
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/D
A
N
ÍEL
ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR Þingmaðurinn
hlúði að mótmælendum sem höfðu
fengið á sig piparúða í mótmælunum
við lögreglustöðina í gær. Hún segir
lögreglu hafa gengið of langt.
MÓTMÆLI Jón Sigurðsson forseti
var klæddur í bleikan kjól á
samstöðufundi á Austurvelli í
gær.
Neyðarstjórn kvenna stóð fyrir
gjörningnum. Átti hann að minna
á að frá upphafi byggðar á Íslandi
hafi konur ávallt verið helmingur
þjóðarinnar. Svo sé enn í dag. Því
vilji konur að karlar og konur fari
hér eftir jafnt með völdin á öllum
sviðum samfélagsins.
Neyðarstjórnin var stofnuð
þann 28. október að frumkvæði
kvenna sem þótti nóg um ástandið
og vildu efla rödd kvenna í
umræðunni. - hhs
Neyðarstjórn kvenna:
Jón varð Jóna
JÓNA SIGURÐARDÓTTIR Jón Sigurðsson
forseti var klæddur í bleikt á Austurvelli í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ / DANÍEL
Séu ekki í dagvist í jólafríi
Starfsmenn frístundar grunnskóla
Akureyrarbæjar segja að börnum sé
ekki hollt að hafa frístundina opna
á þeim dögum sem skólahald liggur
niðri vegna jóla- og páskafría. Í erindi
starfsmannanna til skólanefndar
Akureyrar segir einnig að þeir séu
óánægðir með misræmi sem sé milli
leikskóla og frístunda hvað varðar
starfsdaga.
AKUREYRI
Siggi, ertu þá farinn að falla í
fjöldann?
„Það er undarleg tilfinning að vera
ekki lengur eini reiði maðurinn á
landinu.“
Sigurður Harðarson, pönkari og hjúkr-
unarfræðingur, hefur löngum staðið fyrir
hvers kyns mótmælum og andófi.
MÓTMÆLI Laganeminn Katrín
Oddsdóttir hreif mannfjöldann
með sér á
mannmörgum
mótmælafundi á
Austurvelli í
gær. Hún var
ein þriggja
ræðumanna sem
þar komu fram.
Katrín sagði
meðal annars
ríkisstjórnina
hafa brotið
mannréttindi
Íslendinga þegar skrifað var undir
lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins. Þá væri það ekki
ákvörðun þeirra Ingibjargar
Sólrúnar og Geirs Haarde hvort
gengið yrði til kosninga, eins og
þau hafa sagt ekki tímabært. Hún
lauk máli sínu með hrópunum
„Góðir Íslendingar, við látum ekki
kúga okkur“ og uppskar mikinn
fögnuð viðstaddra. - hhs
Sjöundi laugardagurinn:
Mótmælendur
gerast háværari
KATRÍN
ODDSDÓTTIR
SPURNING DAGSINS