Fréttablaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 42
26 23. nóvember 2008 SUNNUDAGUR Enska úrvalsdeildin Chelsea-Newcastle 0-0 Liverpool-Fulham 0-0 Man. City-Arsenal 3-0 1-0 Stepen Ireland (45.), 2-0 Robinho (56.), 3-0 Daniel Sturridge (90.). Middlesbrough-Bolton 1-3 0-1 Grétar Rafn Steinsson (8), 0-2 Matthew Taylor (10.), 1-2 Emanuel Pogatetz (77.), 1-3 Johan Elmander (78.). Portsmouth-Hull 2-2 1-0 Peter Crouch (20.), 1-1 Michael Turner (54.), 2-1 Glen Johnson (63.), 2-2 sjáflsmark (89.). Hermann Hreiðarsson sat allan leikinn á bekkn- um hjá Portsmoth. Stoke-WBA 1-0 1-0 Mamady Sidibe (84.). Aston Villa-Man. Utd 0-0 STAÐAN Í DEILDINNI 1. Chelsea 14 10 3 1 32-4 33 2. Liverpool 14 10 3 1 21-8 33 3. Man. Utd 13 7 4 2 25-10 25 4. Aston Villa 14 7 3 4 22-16 24 5. Arsenal 14 7 2 5 25-18 23 6. Hull 14 6 4 4 21-23 22 ----------------------------------------------------- 18. Blackburn 13 3 4 6 14-24 13 19. Tottenham 13 3 3 7 16-20 12 20. WBA 14 3 2 9 10-25 11 Coca Cola Championship Burnley-Doncaster 0-0 Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley en var skipt af velli á 79. mínútu. Reading-Southampton 1-2 0-1 Bradley Wright-Phillips (8.), 0-2 Bradley Wright-Phillips (49.), 1-2 Jimmy Kebe (57.). Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Reading og Brynjar Björn Gunnarsson síðustu sjö mínúturnar. Sheffield Wed.-Coventry 0-1 0-1 Clinton Morrison (60.). Aron Einar Gunnars- son var ekki í leikmannahópi Coventry. Watford-QPR 3-0 1-0 Tommy Smith (26.), 2-0 Darren Ward (34.), 3-0 Lee Williamson (45.). Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR. Skoska úrvalsdeildin Hearts-Falkirk 2-1 0-1 Steve Lovell (16.), 1-1 Bruno Agular (18.), 2-1 Andrew Driver (59.). Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Hearts en skipt út af á 60. mínútu. Spænska úrvalsdeildin Real Madrid-Recreativo 1-0 1-0 Wesley Sneijder (39.). Villarreal-Real Valladolid 0-3 0-1 Sesma Jonathan (22.), 0-2 Sesma Jonathan (42.), 0-3 Luis Prieto (45.). Ítalska úrvalsdeildin Fiorentina-Udinese 4-2 0-1 Antonio Floro Flores (29.), 1-1 Adrian Mutu (51.), 2-1 Riccardo Montolivo (63.), 3-1 Riccardo Montolivo (77.), 4-1 Alberto Gilardino (79.), 4-2 Antonio Di Natale (83.). Inter-Juventus 1-0 1-0 Sulley Muntari (71.). ÚRSLIT Nánari upplýsingar eru á www.bhs.is Borgarholtsskóli við Mosaveg, sími 535 1700 Borgarholtsskóli býður upp á nám með starfi Síðdegisnám fyrir: Leiðbeinendur í leikskóla Skólaliða Stuðningsfulltrúa Félagsliða Kennt verður virka daga kl. 1500–1740. Innritun í síðdegisnám lýkur 3. desember og kennsla hefst 12. janúar. Dreifnám (fjarnám með staðbundnum lotum) fyrir: Leiðbeinendur í leikskóla Skólaliða Stuðningsfulltrúa Félagsliða Félags- og tómstundanám NÝTT Á lista- og fjölmiðlasviði er boðið upp á dreifnám í: Bókasafnstækni Margmiðlun Innritun í dreifnám lýkur 3. desember og kennsla hefst 9. janúar. SUND Jakob Jóhann Sveinsson úr sundfélaginu Ægi fór á kostum á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í Laugardalslaug í gær þegar hann setti tvö Íslands- met, í 50 metra bringusundi og í 100 metra bringusundi. Kvenna- boðsundssveit Sundfélagsins Ægis náði einnig að bæta Íslandsmet í 4x50 metra fjórsundi. Jakob Jóhann bætti til að byrja með eigið Íslandsmet í 50 metra bringusundi. Það gerði hann í undanrásum í 100 metra bringusundi þegar hann synti á tímanum 28,09 sekúndur og bætti metið um þrettán hundraðs- hluta. Jakob Jóhann var ekki hættur því í úrslitasundinu í 100 metra bringusundi synti hann á rétt rúmri mínútu eða 1:00,18 og bætti þar með eigið Íslandsmet á glæsilegan hátt um þriðjung úr sekúndu. Jakob Jóhann var ánægður með metabætingarnar þegar Fréttablaðið heyrði hljóðið í honum í gær en kvaðst hafa viljað gera enn betur. „Ég er auðvitað mjög ánægð- ur með að ná að setja Íslands- metin. En það er nú samt alltaf eitthvað sem má betur fara og ég var pirraður með að ná ekki að fara undir mínútuna í 100 metra bringusundinu sem var takmarkið hjá mér. Ég byrjaði kannski aðeins of hratt í 100 metra bringu- sundinu og snún- ingarnir hefðu getað verið betri en eins og ég segi þá er það alltaf eitt- hvað sem má betur fara,“ segir Jakob Jóhann. Kvennaboðsunds- sveit Sundfélagsins Ægis bætti svo eigið Íslandsmet í 4x50 metra fjórsundi í gær með tíman- um 1:58,22 en gamla Íslands- metið frá árinu 2006 var 1:58,98. Sundsveitina skipuðu þær Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman, Ásbjörg Gúst- afsdóttir og Karen Sif Vil- hjálmsdóttir. - óþ Þrjú Íslandsmet féllu á ÍM í 25 metra laug í gær: Jakob með tvö met JAKOB JÓHANN Bætti tvö Íslandsmet á Íslandsmeistara- mótinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR FÓTBOLTI Toppliðunum Chelsea, Liverpool, Manchester United, Arsenal og Aston Villa mistókst öllum að finna leið að marki mót- herja sinna í ensku úrvalsdeild- inni í gær. Grétar Rafn Steinsson náði hins vegar að skora eitt mark í útisigri Bolton gegn Middles- brough en Hermann Hreiðarsson var sem fyrr úti í kuldanum hjá knattspyrnustjóranum Tony Adams og kom ekkert við sögu í jafntefli Portsmouth gegn Hull. Manchester City stal senunni í gær með því að niðurlægja Arsen- al 3-0 á Borgarleikvanginum í Manchester en athygli vakti að fyrirliðinn William Gallas var ekki í leikmannahópi Lundúnafélags- ins fyrir ummæli sín um ókyrrð í herbúðum Arsenal í vikunni. Til að bæta gráu ofan á svart þá vant- aði einnig þá Cesc Fabregas, Emanuel Adebayor og Theo Wal- cott í leikmannahóp Arsenal. City-menn nýttu sér greinilegt óöryggi í vörn Arsenal og hinn sjóðheiti Stephen Ire- land skoraði fyrsta markið eftir mistök Gael Clichy á 45. mín- útu. Hinn brasilíski Robinho bætti við öðru marki snemma í seinni hálfleik áður en vara- maðurinn Daniel Stur- ridge innsiglaði sigur- inn í blálokin úr vítaspyrnu. „Þetta er held ég bara annar sigur okkar á Arsenal síðan enska úrvals- deildin var stofnuð þannig að þetta er þýðingarmikill áfangi fyrir okkur. Við komum inn í leikinn með ákveð- ið skipulag til þess að stoppa flæðið í sóknarleik þeirra og mér fannst það takast mjög vel,“ segir Mark Hug- hes, knattspyrnu- stjóri Manchester City í leikslok í gær. Skotskórnir týndir Toppliðin Chelsea og Liverpool gerðu hvort um sig marka- laust jafntefli í gær, Chelsea á heimavelli á móti Newcastle og Liverpool á heimavelli gegn Fulham. „Þeir reyndu ekki einu sinn að ógna marki okkar í leiknum og ætluðu bara að spila upp á jafn- teflið og það gekk upp hjá þeim. Maður leiksins er því knattspyrnu- stjórinn þeirra,“ segir svekktur Luiz Felipe Scolari, knattspyru- stjóri Chelsea. Fernando Torres sneri aftur í byrjunarlið Liverpool en náði ekki að setja mark sitt á leikinn frekar en aðrir leikmenn á Anfield í gær. „Þetta var slæmur dagur. Við spiluðum ekki með nógu miklum krafti og það vantaði mikið upp á sendingarnar hjá leikmönnum liðsins,“ segir Rafa Benitez, knatt- spyrnustjóri Liverpool. Enn átta stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester United mistókst að saxa á átta stiga forskot Chelsea og Liverpool í gær og urðu að sætta sig við mar- kalaust jafntefli við Aston Villa en United á einn leik til góða á hin liðin. Aston Villa skaust upp í fjórða sætið með jafnteflinu á kostnað Arsenal. Grétar maður leiksins Grétar Rafn Steinsson gerði það sem öllum toppliðunum fimm mis- tókst og skoraði mark í 1-3 sigri Bolton gegn Middlesbrough. Grét- ar Rafn átti skalla sem hafði við- komu í sóknarmanninum Kevin Davies á leið í markið strax á átt- undu mínútu en Siglfirðingurin lagði svo stuttu síðar upp annað mark Bolton fyrir Matthew Taylor. Grétar Rafn var valinn maður leiksins hjá BBC Sports í leikslok. omar@frettabladid.is Markaþurrð hjá toppliðunum fimm Einstæður atburður átti sér stað í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar ekkert af topp fimm félögunum náði að skora eitt einasta mark í leikjum sínum. Grétar Rafn skoraði eitt mark og lagði upp annað í sigri Bolton. HVAÐ ER MÁLIÐ? Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, fórnar höndum í markaleysinu í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY N O R D IC PH O TO S/G ETTY FÖGNUÐUR Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í Bolton höfðu ærna ástæðu til þess að fagna í gær þegar þeir unnu frækinn útisigur gegn Middlesbrough. Siglfirðingurinn skoraði eitt mark, sem er meira en leikmenn toppliðanna fimm gátu státað sig af í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.