Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2008, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 23.11.2008, Qupperneq 4
4 23. nóvember 2008 SUNNUDAGUR Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 20° 5° 2° 2° 3° 3° 3° -1° 3° 3° 21° 10° 3° 21° -1° 5° 13° 0° 1 0 -1 -1 -2 2 -1 3 2 1 16 14 5 -5 5 5 7 510 8 13 10 -1 -3 -4 -4-1Á MORGUN Hæg, breytileg átt.Rigning eða slydda V-til undir kvöld ÞRIÐJUDAGUR 8-13 m/s 5 4 1 35 HLÝNAR Á NÝ Á ÞRIÐJUDAG Í dag verður allhvöss og sumstaðar hvöss norð- an átt vestan til annars hægari vindur. Samfara þessu frystir á landinu en þó má búast við að hiti með ströndum verði yfi r núllinu. Víðast verður frost á morgun en annað kvöld kemur úrkomuloft upp að landinu vestanverðu og það smá hlýnar. Úrkoman verður í fyrstu snjókoma en síðan slydda eða rigning. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur SKOÐANAKÖNNUN Vinstri græn myndu bæta við sig tíu þingmönn- um frá síðustu kosningum, sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 27,8 prósent segj- ast nú myndu kjósa flokkinn, sem gæfi honum 19 þingmenn, í stað þeirra níu sem nú sitja á Alþingi fyrir flokkinn. Vinstri græn yrði þar með næst stærsti flokkurinn. 23,0 prósent sögðust styðja flokk- inn í könnun blaðsins í lok október, en 14,3 prósent kusu hann í síðustu þingkosningum. Stærsti flokkurinn yrði, líkt og í síðustu könnun blaðsins Samfylk- ing og segjast 33,6 prósent þeirra sem afstöðu tóku til flokka myndu kjósa flokkinn. Það er aðeins minna fylgi en í síðustu könnun blaðsins þegar 36,0 prósent studdu hann. Samkvæmt þessari könnun fengi flokkurinn 23 þingmenn í stað 18 sem þeir hafa nú. Sjálfstæðisflokkurinn er sam- kvæmt þessu þriðji stærsti flokk- urinn og segjast 24,8 prósent myndu kjósa hann. Samkvæmt því fengi flokkurinn 17 þingmenn, átta færri en flokkurinn hefur nú. 29,2 prósent sögðust styðja Sjálfstæðis- flokkinn í síðustu könnun blaðsins, en 36,6 prósent gáfu honum atkvæði í síðustu kosningum. Fylgi Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins breytist ekk- ert frá síðustu könnun blaðsins, þrátt fyrir að nýr formaður hafi tekið við í Framsóknarflokknum. 6,3 prósent segjast nú myndu kjósa Framsóknarflokkinn og fengi flokkurinn samkvæmt því fjóra þingmenn. 4,3 prósent segjast myndi kjósa Frjálslynda flokkinn og fengi flokkurinn samkvæmt því engan þingmann, þar sem fimm prósenta marki er ekki náð til að fá uppbótarþingmann kjörinn. 3,3 prósent sögðust myndu kjósa annan flokk. Hringt var í 800 manns laugar- daginn 22. nóvember og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlut- fallslega eftir búsetu. Spurt var; Hvaða flokk myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? og tóku 49,9 prósent afstöðu. Einnig var spurt; Styður þú núverandi ríkisstjórn? og tóku 88,3 prósent afstöðu til spurningarinn- ar. svanborg@frettabladid.is Sjálfstæðisflokkur dregst enn saman Sjálfstæðisflokkur hefur nú stuðning fjórðungs kjósenda. Þriðjungur kjósenda styður Samfylkingingu og Vinstri græn er enn næst stærsti flokkurinn með um 28 prósent fylgi. Einungis helmingur aðspurðra tóku afstöðu til flokka. 36,6% 40 30 20 10 0 26,8% 14,3% 11,7% 7,3% 39,1% 23,2% 15,1% 13,2% 7,3% 40,2% 29,8% 16,5% 8,8% 4,4% 36,7% 34,8% 15,4% 8,9% 3,6% 40,1% 35,2% 14,2% 5,9% 3,8% 38,6% 26,8% 20,9% 7,0% 5,5% 32,8%32,0% 17,1% 8,9% 8,0% 36,0% 29,2% 23,0% 4,1% FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Samkvæmt könnun Fréttablaðsins Kosningar 12.05.´07 15.05. ´07 29.09.´07 30.01.´08 23.02.´08 19.04.´08 21.06.´08 25.10.´08 22.11.´08 4,3% 6,6% 6,3% 27,8% 24,8% 33,6% LÍTILL ÁHUGI Á DAVÍÐ Nokkuð hefur verið rætt um hvort Davíð Oddsson hyggi á endur- komu í stjórnmál. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins hafa kjósendur takmarkaðan áhuga á slíkri endurkomu. Spurt var; Myndir þú styðja sérframboð sem leitt væri af Davíð Oddssyni og svöruðu 4,7 prósent því játandi. Þá var spurt; Myndir þú styðja Sjálfstæðisflokk- inn ef hann væri leiddur af Davíð Oddssyni? Svöruði 7,8 prósent því játandi. Rúmlega 95 prósent tóku afstöðu til hvorrar spurningar. - ss Í blaðinu í gær riðluðust línur í ljóði Kára Stefánssonar. Ljóðið er hér endurbirt: Hugrekki vort okkar hrynjandi blóð Þeirra högg sem veitt´engum grið Verða stuðlar og rím sem við leggjum í ljóð Um lífsins byltingu og frið ÁRÉTTING „Þetta er náttúrulega ekki góð útkoma fyrir Framsóknarflokkinn en svo sem ekki langt frá því sem hann var með í síðustu könnun. Það er að vísu helmingurinn sem svarar ekki, en það segir líka sína sögu,“ segir Val- gerður Sverrisdóttir, formaður Fram- sóknarflokksins. „Það hafa atburð- ir átt sér stað í flokknum sem hafa ekki verið til að styrkja okkur og þá er ég að tala um brotthvarf formanns- ins,“ en Guðni Ágústsson hætti sem formaður í nýliðinni viku. „Hins vegar er ég bjartsýn á að við eigum eftir að styrkja okkur. Það er kraftur í flokkn- um og við erum núna að undirbúa glæsilegt flokksþing sem verður í janúar. Eftir það verður allt upp á við.“ - kh Eigum eftir að styrkja okkur „Því miður er engin breyting frá því síðast á okkar fylgi. Það eru auðvit- að vonbrigði að fólk skuli ekki átta sig á því að við í Frjálslyndaflokkn- um erum að flytja ýmis mál þjóðinni til heilla. Málflutn- ingurinn virðist hins vegar ekki ná í gegn,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins. „Við höfum ekki verið þátttakendur í því ástandi sem nú ríkir hér á landi. Vonandi skýrast hlutirnir nú þegar líður á. Við teljum okkur eiga meira fylgi inni en þetta.“ - kh Eigum meira fylgi inni VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON “Ég skynja að það er mikil hreyfing í þjóðfélaginu svo þetta kemur ekki á óvart. Þetta er stemn- ing sem ég skynja á stjórnmálafundum og meðal fólks sem ég hitti,” segir Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. “Í fyrsta lagi er það þessi umtalsverða sveifla til okkar og í öðru lagi það að stjórnin sé að missa traust. Það bitnar meira á Sjálfstæðisflokknum en Samfylkingu þó þannig að Samfylking er farinn að fá sinn skerf.” - kh Stjórnin missir traust þjóðar „Ég er vissulega ánægður með það að Samfylkingin skuli vera langstærsti flokkurinn sam- kvæmt þessu,“ segir Össur Skarphéð- insson iðnaðarráð- herra. „Hins vegar kemur það mér nokkuð á óvart hversu sterk Sam- fylkingin mælist miðað við þá óvægnu umræðu sem verið hefur síðustu daga. Það sýnir mér það að fólkið virðist skilja og skynja að við í Samfylkingunni erum að reyna að vinna okkar störf af trúmennsku og einlægni. Þetta er hraðskák þar sem menn þurfa að taka margar ákvarðanir, örugglega eru einhverjar rangar, en við erum að reyna að vinna þetta eins vel og við getum.“ - jse Stuðningur kemur á óvart ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON LÖGREGLUMÁL Embætti lögreglustjórans í Borgarnesi hefur hætt rannsókn á máli Jóns Sigurðar Ólasonar, yfirlögregluþjóns á Akranesi, en hann hafði verið sakaður um að hafa brotið lög með því að fara á fjórhjóli til rjúpnaveiða á Sanddalstungu í Borgar- byggð hinn fyrsta þessa mánaðar. Lögreglustjórinn segir hins vegar engan grun um að hann hafi gerst sekur um brot á lögum og því sé málinu lokið sem slysamáli en Jón Sigurður varð fyrir því óláni að fótbrotna í umræddri veiðiferð. Í bréfi lögreglustjórans til Jóns Sigurðar segir að götuskráð þung bifhjól, eins og hann var á, falli ekki undir hugtakið „fjórhjól og önnur torfærutæki“ sem eru ekki leyfð til veiðanna. „Það var aldrei neinn vafi í mínum huga um að mér var heimilt að nota hjólið með þeim hætti sem ég gerði og nú hefur verið tekinn af allur vafi um að ég las regl- urnar rétt,“ segir Jón Sigurður. - jse Rannsókn hætt á máli yfirlögregluþjóns á Akranesi: Yfirlögregluþjónn var í rétti RJÚPUR Á FLUGI Yfirlögregluþjónn á Akranesi braut ekki lög þegar hann fór á fjórhjóli sínu til veiða í byrjun mánaðar segir lögreglustjóri í Borgarnesi. „Það gefur auga leið að þetta er óviðun- andi stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni Bene- diktsson þingmaður flokksins. „Ég tel hins vegar að óvissan sem ríkt hefur að undan- förnu ráði nokkuð miklu um viðhorf fólks en í vikunni náðum við að ljúka mjög stórum áfanga sem var afgreiðsla IMF á lánsbeiðni okkar. Það er fyrsta stóra skrefið að snúa við þeirri þróun sem verið hefur að und- anförnu. Því er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að ná að skýra stöðuna varðandi framhaldið því óvissan er mjög slæm.“ - jse Óvissan stjórnar viðhorfum fólks BJARNI BENEDIKTSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON GENGIÐ 21.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 237,5162 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 140,24 140,90 209,88 210,90 176,51 177,49 23,678 23,816 19,825 19,941 17,152 17,252 1,4729 1,4815 206,97 208,21 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.