Fréttablaðið - 23.11.2008, Page 6
6 23. nóvember 2008 SUNNUDAGUR
MÓTMÆLI „Hann var handtekinn út af því að
hann var eftirlýstur hjá Innheimtumiðstöð
sekta og sakarkostnaðar á Blönduósi,“ segir
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborg-
arsvæðinu um handtöku á Hauki Hilmarssyni
í fyrradag.
„Innheimtumiðstöðin annast fullnustu á
sektardómum og slíku. Nú og ef menn sinna
ekki þeim kvaðningum sem þeir fá þaðan þá
eru þeir skráðir eftirlýstir hjá lögreglu og
eru síðan handteknir hvar sem til þeirra
næst.“
Haukur hlaut dóm fyrir mótmæli við
álverið á Reyðarfirði árið 2006. Að sögn
Stefáns nam sektin um 200 þúsund krónum
og greiddi lögmaður hans hana í gær og var
þá Hauki sleppt í framhaldinu. „Það er
þannig með þennan mann líkt og aðra að ef
hann greiðir sekt, sem er
aðalrefsingin, þá þarf hann
ekki að afplána vararefs-
inguna.“
Hann segir handtökuna
ekki tengjast útifundinum í
gær. „Hefðum við eitthvað
haft um þetta að segja
hefðum við líklega ákveðið
að kæla þetta en það er
bara þannig að við verðum
að bregðast við gagnvart
hverjum og einum eins og lög gera ráð fyrir;
eitt verður yfir alla að ganga. Það væri líka
undarlegt að kippa einum mótmælenda úr
umferð til að reyna að koma í veg önnur
mótmæli, það sjá það allir að það væri ekki
líklegt til árangurs.“ - jse
Lögreglustjóri segir handtöku Hauks ekki tengjast útifundinum:
Hefði kosið að kæla málið
STEFÁN EIRÍKSSON
EGGJAKAST Eggjum var kastað í lögregluna.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
MÓTMÆLI Mikil reiði var í mótmælendum sem reyndu að ryðjast inn í lögreglustöðina til að frelsa Hauk. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Auglýsingasími
– Mest lesið
Finnst þér breytingar á eftir-
launafrumvarpinu ganga nógu
langt?
Já 17%
Nei 83%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Fannst þér mótmælendur
ganga of langt í mótmælunum
við lögreglustöðina við Hlemm?
Segðu skoðun þína á vísir.is
MÓTMÆLI Mótmælandinn Haukur
Hilmarsson boðaði „algjöra,
almenna og tafarlausa byltingu“
eftir að honum var sleppt úr
fangelsi um sexleytið í gær-
kvöldi.
Ónefndur velgjörðamaður
Hauks greiddi fyrir hann sektina
og því var honum sleppt. Haukur
sagði það hafa verið erfiða
ákvörðun að þiggja greiðsluna.
„Ég vissi ekkert hvað ég átti að
gera því ég er algjörlega á móti
því að borga þessa sekt,“ sagði
hann. Eina ástæðan væri að
honum skildist að fólk væri í
hættu fyrir framan húsið. „Ég
vildi ekki að gott fólk myndi
slasa sig við að bjarga einhverj-
um tittlingi. Heldur frekar að
þessi kraftur yrði notaður í að
knésetja þessa ríkisstjórn.“
Hann ætlar að kanna réttar-
stöðu sína enda telur hann hand-
töku sína hafa farið fram á ólög-
legan hátt. Hann segir lögregluna
hafa tjáð sér að hann væri eftir-
lýstur maður þegar hann var
handtekinn. Það hafi hann ekki
haft hugmynd um sjálfur.
„Já, og mér finnst að allir ættu
að halda áfram aðgerðum,“ segir
Haukur, spurður hvort hann ætli
að halda áfram aðgerðum. Hann
er þó ekki tilbúinn að sýna andlit
sitt. „Ég vil ekki verða persónu-
gervingur þessa máls. Mér finnst
að það eigi að fjalla um málefni.“
- hhs
Haukur Hilmarsson losnaði úr steininum í gær eftir fjöldamótmæli:
Boðaði byltingu við fögnuð
Jón Erlendur Guðvarðarson:
Fékk úðann
beint í augun
„Mig svíður í augun,“ segir Jón
Erlendur Guðvarðarson, sem fékk
piparúða lögreglunnar beint í
andlitið.
Honum þótti handtaka Hauks
svívirðileg og var því meðal
mótmælenda við lögreglustöðina
í gær. „Okkur á að vera frjálst að
mótmæla og okkur á að vera
frjálst að segja skoðun okkar. Með
því að taka þennan mann sýndi
lögreglan það að við erum ekki
frjáls. En fólki á ekki að detta það
í hug að við sættum okkur við að
mótmælendur séu handteknir.“
- hhs
„Út með Hauk, inn með Geir“
hrópuðu mótmælendur frammi
fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík
hástöfum í gær. Þangað safnaðist
stór hópur reiðra mótmælenda
strax í kjölfar mótmælanna á
Austurvelli í gær.
Móðir Hauks, Eva Hauksdóttir,
talaði frammi fyrir hópnum og var
mikið niðri fyrir. Í samtali við
blaðamann Fréttablaðsins lýsti
hún sögu sonar síns sem hún segir
friðsaman aktivista, sem ekki eigi
heima í fangelsi. „Hann hefur stað-
ið í ýmsum mótmælum, meðal ann-
ars fyrir umhverfisvernd og gegn
stóriðjustefnunni. Hann tilheyrir
mörgum grasrótarhreyfingum. En
hann hefur alltaf mótmælt frið-
samlega og er aldrei með ofbeldi.
Eva var ánægð með stuðninginn
sem mótmælendur veittu syni
hennar. „Fólk er að verða reitt sýn-
ist mér,“ sagði hún. „Mér líður illa
yfir hvernig lýðræðinu í okkar
landi er fyrir komið. Það er hræði-
legt að rödd alþýðunnar skuli vera
barin niður. En mér finnst frábært
að sjá þau viðbrögð sem þetta
vekur. það er greinilegt að fólk er
búið að fá nóg af þessu rugli.“
Haukur var látinn laus um sex-
leytið. Þá var móðir hans á slysa-
deild ásamt öðrum sem fengu á sig
piparúða lögreglunnar.
holmfridur@frettabladid.is
Út með Hauk
- Inn með Geir
Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lög-
reglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að
Haukur Hilmarsson yrði látinn laus.
KJÖRKASSINN