Fréttablaðið - 23.11.2008, Side 10

Fréttablaðið - 23.11.2008, Side 10
10 23. nóvember 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 ÍS L E N S K A S IA .I S K V I 44 05 9 11 /0 8 www.kvikmyndaskoli.is LEIKL IST / FRAM KOMU FRÆÐ I Kvikm ynda skóli Íslan ds er skem mtile gur og kr efjan di sk óli se m me nntar fólk til sk apan di sta rfa. Viðu rken nt tv eggja ára n ám. 100% láns hæft hjá L ÍN. SKRÁ NING STEN DUR Y FIR! H efðbundin meðul hagfræðinnar eru ekki líkleg til að mega sín mikils gagnvart þeirri vá sem stendur nú fyrir dyrum í íslensku samfélagi. Eigi að takast að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum í landinu frá fjöldagjaldþroti, atvinnuleysi og óðaverðbólgu þarf til samstillt og risastórt átak sem á sér engan sinn líka í Íslandssögunni. Afskrifa þarf stóran hluta skulda heimila og fyrirtækja, lengja önnur lán, milda innheimtuaðgerðir, afnema gjaldþrotalögin tímabundið og breyta skuldum í hlutafé þar sem það á við. Grípa þarf til skuldbreytingar aldarinnar, eigi þjóðinni að takast að komast í gegnum þetta. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út á dögunum, var spáð tíu prósenta atvinnuleysi. Margt bendir til þess að það geti orðið enn meira. Spáð var 50 prósenta raunlækkun á fasteigna- verði á næstu árum. Líklegt er að sú lækkun sé þegar komin fram og landsmenn sitji nú margir í verðlausum eignum þar sem áhvílandi lán eru langt umfram markaðsvirði og fátt annað blas- ir við en helfrosinn markaður næstu mánuði og jafnvel misseri. Þetta er einhvern veginn svona: Samfara hækkandi húsnæð- islánum landsmanna vegna verðbólgu og gengis krónunnar, með hækkandi vöruverði og launalækkunum og atvinnuleysi, er með gildum rökum hægt að finna út að stærstur hluti íslensku þjóð- arinnar geti tæknilega talist gjaldþrota áður en langt um líður. Kannski er sú staða nú þegar komin upp og þjóðin situr uppi með svimandi há húsnæðislán á verðlitlum eignum, sem þar að auki seljast ekki. Það er augljóst að stjórnvöld hljóta að bregðast við. Þau bein- línis verða að gera það. Hið fyrsta sem þessi ríkistjórn ætti að gera, vilji hún eiga sér einhvern grundvöll til framtíðar, er að kalla nú þegar til færustu sérfræðinga þjóðarinnar ásamt teymi útlendra sérfræðinga, til að móta sameiginlega aðgerðaáætl- un og hrinda henni síðan þegar í framkvæmd. Hér duga engar smáskammtalækningar eða plástrar á svöðusár. Verkefnið er svo brýnt að réttast væri að finna liði þessu sæmilegt næði og aðstöðu og loka það svo inni þar til niðurstaða er fengin. Gegnir sérfræðingar og samtök hafa þegar stigið fram og gefið góð ráð. Nú er tími til þess að sýna djörfung og þor við óvenjulegar aðstæður. Kannski kemur svona tækifæri aldrei aftur. Út frá jafnræðisreglu má ekki mismuna einstaklingum í þessum efnum, láta hið sama yfir alla ganga. Hvort sem það eru bankamenn, verkafólk, opinberir starfsmenn eða iðnaðarmenn; allir verða að eygja þá von að þeir fái risið undir sanngjörnum skuldbindingum til lengri framtíðar, en þrjóti ekki örendi og gefist upp á að standa í skilum, eins og gerðist í óðaverðbólgunni þar sem viðhorfið var: greidd skuld er glatað fé. Nú þegar neyðarlán og áætlun frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum liggur fyrir og fleiri þjóðir rétta fram hjálparhönd, er mikil- vægt að vel verði spilað úr þessum fjármunum. Framtíð okkar allra veltur á því að vel takist til. Ef við viljum ekki missa heilu kynslóðirnar úr landi og meinum eitthvað með því að skapa hér lífvænleg skilyrði fyrir fólkið í landinu og börnin okkar, er ekki annað að gera en hætta aðeins að rífast og benda hvert á annað, en spila þess í stað djarft. Og byrja strax. Ráðast þarf strax í skuldbreytingu aldarinnar: Hjálp! BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR Morgunblaðið heldur áfram að ráðast að mér og tengdum félögum. Nú birtir Agnes Bragadóttir upplýsingar um stöðu einstakra viðskiptamanna við Glitni þann 31. janúar 2008. Á grunni þeirra upplýsinga treystir Morgunblaðið sér til að slá upp fjögurra dálka svörtum kassa á forsíðu þar sem fullyrt er: „Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthaf- ans, FL Group, brutu allar verklagsreglur við lánveitingar“ og að líklegt sé „talið að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum“. Ég var stjórnarformaður FL Group, stærsta hluthafa Glitnis, á þeim tíma er um ræðir og vil gera nokkrar athugasemdir við þennan ósvífna fréttaflutning. Í yfirliti um stærstu skuldara Glitnis dags. 31. janúar 2008 kemur fram að lán til FL Group, stærsta hluthafa bankans, námu 26,6 milljörðum króna. Þótt hér hafi greinilega einhver brotið bankaleynd þykir mér í sjálfu sér ágætt að þetta komi fram, því þetta sýnir svart á hvítu að dylgjur um að FL Group hafi blóðmjólkað Glitni eru ekki á rökum reistar. Heildarútlán Glitnis til viðskiptamanna um síðustu áramót voru 1.975 milljarðar. Lán til FL Group, sem þá var annað af tveimur stærstu fjárfestingafélögum landsins, voru því einungis 1,35% af heildarútlánum bankans. Á yfirlitinu sé ég að lán Glitnis til Exista námu á sama tíma 22,8 milljörðum króna sem var 1,15% af heildarútlánum Glitnis. Lánveitingar til FL group eðlilegar Í greininni er enn fremur vikið að þremur lánveitingum Glitnis til FL Group í nóvember og desember 2007. Agnes heldur því fram að þessar lánveitingar hafi verið óeðlilegar og að FL Group hafi verið komið í þrot á þessum tíma. Þetta eru einfaldlega órökstuddar og rangar fullyrð- ingar. Ég hef látið skoða þessar lánveitingar. Í ljós kemur að um var að ræða endurfjármögnun að mestu leyti. Nóvemberlánin tvö voru veitt gegn tryggu veði í eignarhlutum í Geysi Green Energy og Refresco. Desember- lánið upp á 15,9 milljarða var veitt gegn veðum í eignarhlutum í Landic Property og fleiri fasteignafélögum. Andvirði lánsins var notað til að greiða niður önnur lán FL Group og greiddi FL Group lán sín hjá Glitni að auki niður um 7 milljarða á þessum tíma. Ég kom hvergi nærri þessum lánamálum og það var nákvæmlega ekkert óeðlilegt við afgreiðslu lánanna. Þau eru í fullu samræmi við lánafyrirgreiðslu Glitnis við aðra viðskiptamenn og í fullu sam- ræmi við fyrirgreiðslu til FL Group hjá öðrum lánastofnunum, innlendum og erlendum. Morgunblaðið er væntanlega að reyna að sá þeirri hugmynd að stærstu eigendur Glitnis, félög tengd mér, hafi gengið um sjóði Glitnis eins og þeir ættu þá. Það vill þannig til að í opinberum árshlutareikningum viðskipta- bankanna þriggja koma fram upplýsingar um hlutfall lána bankanna til þeirra sem teljast tengdir aðilar, svo sem stjórn- enda, stórra hluthafa og stjórnar- manna og félaga á þeirra vegum. Hér til hliðar má sjá tölur um þetta frá 30. júní 2008. Hlutfall lána bankanna þriggja til tengdra aðila nam þá á bilinu 2,5-3,5% af heildarútlánum bankanna. 156 milljarða eigið fé FL Group Agnes margendurtekur í grein sinni að FL Group hafi verið komið í þrot í nóvember og desember 2007, sem sýnir enn hve illa hún er að sér, eða þá hvað hún treystir sér til að fara frjálslega með staðreyndir í áróðursstríði sínu. Í ársreikningi FL Group kemur fram að eigið fé félagsins var 155,8 milljarðar króna í árslok 2007 og þar af var laust fé 28,6 milljarðar. Við birtingu ársreikningsins stóðu einungis 8,5 milljarðar eftir af lánum með gjalddaga á árinu 2008. Það er svo önnur saga hvernig fór fyrir FL Group á haustmánuðum 2008 sem ég fer ekki út í hér. Agnes hrærir svo saman mörgum félögum og leggur saman skuldir þeirra við Glitni. Það er mestmegnis á sandi byggt, t.d. kem ég eða FL Group hvergi nálægt félögum á borð við Gnúp, Fons, Stím eða Kötlu Seafood. Að auki segir Agnes mig hafa stofnað til Stíms ehf., sem er tóm þvæla. En ég kannast við Baug og Landic Property. Baugur, sem er í meirihlutaeigu minni, skuldaði skv. yfirlitinu Glitni 14,5 milljarða króna. Landic Property, sem er að hluta til í eigu félaga sem tengjast mér, skuldaði Glitni 12,7 milljarða króna lán á þessum tíma. Í báðum tilfellum var um fjármögnun fjárfestingaverkefna að ræða, gegn veði í viðkomandi eignum. Skv. yfirlitinu nam samanlögð fyrirgreiðsla Glitnis við FL Group, Baug og Landic Property þann 31. janúar 2008 því 53,8 milljörðum króna. Þrjú af tíu stærstu fyrirtækjum landsins voru sem sagt samtals með 2,7% af heildarútlánum þriðja stærsta banka landsins? Hvað er óeðlilegt við það? Ég get líka staðfest að þessi félög, FL Group, Baugur og Landic Property, voru öll í skilum með öll sín lán, innan- lands sem utan, í lok september sl. þegar Seðlabankinn rústaði Glitni og íslensku efnhagslífi í leiðinni. Tilgangurinn helgar meðalið Það stendur ekki steinn yfir steini í svikabrigslum Agnesar. Það er líklega vegna þess að hún hefur ákveðið fyrirfram, eins og hirðin sem hún tilheyrir, að allt sem tengist mér og mínum félögum sé tóm spilling og svikamylla. Hugsanlega veit Agnes betur, en tilgangurinn helgar meðalið. Ég get skilið að venjulegt fólk, sem hefur því miður orðið fyrir barðinu á hruni íslensks efna- hagslífs, sé reitt og leiti skýringa, jafnvel sökudólga. Það ríkir mikil tortryggni og andúð í garð bankanna, fjárfestingafélaganna og ekki síst þeirra einstaklinga í viðskiptalífinu sem mest hefur borið á. Ég mun standa skil á því sem að mér snýr og vík mér ekki undan þeirri ábyrgð sem ég ber. Ég veit að ég hef ekki aðhafst neitt ólöglegt og neita því að sitja undir ítrekuðum ásökunum á borð við þær sem Agnes ber á borð, í trausti þess að fólk geri ekki kröfur um að svikabrigslin séu rökstudd. Hvað gengur Morgunblaðinu til? Hverra erinda gengur blaðið? Af hverju hafa órök- studdar ávirðingar í nýlegum greinaskrifum einstaklinga ratað í þrígang á forsíðu blaðsins? Af hverju er Agnes Bragadóttir með mig og tengd félög á heilanum, en fjallar lítið sem ekkert um aðra banka eða eigendur blaðsins? Af hverju eyðir seðlabankastjóri stórum hluta ræðu sinnar hjá Viðskiptaráði í ósannindi um að ég stjórni öllum fjölmiðlum í landinu og að ég skuldi þúsund milljarða? Það er sjálfsagt og eðlilegt að fjallað sé með gagnrýnum hætti um viðskiptalífið eins og önnur svið samfélagsins en sú gagnrýni verður að byggjast á staðreynd- um og rökum, ekki síendurtekn- um ósannindum, dylgjum og slúðri. Órökstuddar dylgjur LÁN VIÐSKIPTABANKANNA ÞRIGGJA TIL TENGDRA AÐILA 30.6.´08 Glitnir Kaupþing Landsbankinn Lán til tengdra aðila (ma.kr) 73,7 146,0 64,0 Hlutfall af heildareignum 1,9% 2,2% 1,6% Hlutfall af útlánum 2,9% 3,5% 2,5% JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Í DAG | Svar við grein Agnesar Bragadóttur Ef ekki í stjórn þá í mót- mælum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formað- ur Samfylkingar, sagði að fólk sem mætti á útifundi og mótmælafundi til að mótmæla ástandinu ætti hrós skilið. Sjálf myndi hún vera þar ef hún væri ekki í ríkisstjórn. Mótmælin á Austurvelli í gær snerust að mestu um það að þrýsta á stjórnina til að hverfa frá völdum. Það hljóm- ar því nokkuð undarlega að heyra utanríkisráðaherra segjast myndu vera á slíkum fundi ef hún væri ekki utan- ríkisráðherra. Myndi hún þá fara með mótmælendum að lögreglustöð- inni við Hlemm? Gamalt myndband um krónuna G. Pétur Matthíasson, upplýsingafull- trúi Vegagerðarinnar og fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður hjá RÚV, sýnir athyglisvert myndband á bloggsíðu sinni. Það er frá því í janúar 2007 og sýnir þegar Geir H. Haarde bregst afar illa við spurningum hans um það hvort ekki væri rétt að taka upp evru í stað krónu. Það sem forsætisráð- herrann segir þar minnir um margt á málflutning Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra í viðtali við Stöð 2 í haust þegar hann talaði um lýð- skrumarana. Viðtalið við Geir sem þarna er sýnt endar í hálfgerðri rimmu þar sem annar fréttamað- ur gengur á milli með léttu spaugi. Krónan og vegurinn Það má einnig sjá á þessu viðtali að Geir, sem flestir eru sammála um að sé dagfarsprúður mjög, verður reiður þegar spurt er um krónuna. Það mátti einnig sjá á seðlabankastjóra í fyrrnefndu viðtali á Stöð 2. Það er greinilegt að menn tóku inn á sig allt umtal um krónuna. G. Pétur var ekki byrjaður hjá Vegagerðinni á þessum tíma en virðist hafa skynjað að krónan væri að afvegaleiða okkur eitthvað. jse@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.