Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2008, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 23.11.2008, Qupperneq 12
12 23. nóvember 2008 SUNNUDAGUR G uðjón Friðriksson er þrautreyndur ævi- sagnaritari, hefur ritað ævisögur manna á borð við Jónas frá Hriflu, Einar Benediktsson, Hann- es Hafstein og Jón Sigurðsson, en sú bók hlaut íslensku bókmennta- verðlaunin í flokki fræðibóka á sínum tíma. Nýjasta bók hans er frábrugðin fyrri bókum hans því hér er ekki um ævisögu að ræða, heldur frá- sögn af afmörkuðu tímabili í ævi fyrirferðarmikils samtímamanns, Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Hvernig atvikaðist það að þú tókst að þér að skrifa þessa bók og hver er tilgangurinn með henni? „Ég fór á fyrirlestur hjá Ólafi Ragnari í janúar 2006 hjá Sagn- fræðingafélagi Íslands sem fjallaði um útrásina. Við tókum tal saman eftir fyrirlesturinn og hann stakk því að mér að ég ætti að skrifa sam- tímasögu til tilbreytingar. Þetta væru sögulegir tímar sem við værum á. Ég var þá í millibils- ástandi með verkefni og tók hann bara á orðinu. Svo þróaðist þetta og ég vildi taka hann sjálfan fyrir sem meginþema bókarinnar og segja söguna út frá honum. Ég lít á bókina sem samtímasögu en sambærilegar bækur koma út í miklum mæli í nágrannalöndunum og víðar. Ef maður fer í bókabúð í Bandaríkjunum eru fleiri hillu- metrar lagðir undir bækur um sam- tímamenn og samtímaviðburði. Ég lít á verk mitt sem sagnfræði um atburði síðustu ára og einnig inn- legg í umræðu dagsins, ekki síst í umræðu um forsetaembættið sjálft og forsetatíð Ólafs Ragnars sem hefur verið talsvert umdeild.“ Hvernig var samstarfi ykkar Ólafs Ragnars háttað? Lagði hann línuna um efnistökin eða hafðirðu frjálsar hendur? „Nei, hann lagði enga línu um efnistök. En ég átti mörg viðtöl við hann, tók upp gríðarlega mikið efni á band, en að öðru leyti lagði ég þetta upp sjálfur. Hann þurfti ekki að leggja blessun sína yfir neitt, alls ekki. Ég spurði og hann svaraði jafnan greiðlega, en það eru auðvit- að takmörk fyrir því hverju hann getur sagt frá, sumt er að sjálf- sögðu trúnaðarmál.“ Viðbúið að það yrðu árekstrar Hvernig forseti er Ólafur Ragnar Grímsson, til dæmis samanborið við fyrri forseta? „Þeir eru nú allir hver öðrum ólíkir þeir forsetar sem hafa verið. Þeir hafa allir með einhverjum hætti sett sitt mark á embættið. Þetta er auðvitað ungt embætti, ekki nema sextíu ára gamalt eða svo. Ólafur Ragnar hefur verið miklu sjálfstæðari og haft meira frumkvæði í ýmsum málum en fyrri forsetar, að Sveini Björnssyni frátöldum, sem tók mjög mikinn þátt í þjóðmálum. Þetta hefur óhjá- kvæmilega valdið ákveðnum nún- ingi við ríkisstjórnina, sérstaklega ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Það skýrist meðal annars af því að í þeirri ríkisstjórn sátu helstu and- stæðingar Ólafs Ragnars frá fyrri tíð. Það var viðbúið þegar hann fór að láta að sér kveða með býsna sjálfstæðum hætti að það yrðu árekstrar. Það liggur eiginlega í hlutarins eðli og ég reyni að lýsa því í bókinni.“ Ólafur Ragnar er mjög umdeildur maður og á sér marga óvildarmenn. Rakstu þig á það á einhvern hátt? „Nei, ekki með beinum hætti en maður þarf ekki annað en að fylgj- ast með umræðum í fjölmiðlum og á Netinu til að sjá það. Hann er einn af þeim mönnum sem er mjög umdeildur og á sér mikla og hat- ramma andstæðinga. Það kom vel fram árið 2004 þegar miklar öldur og úfar risu. Ólafur Ragnar er bara þeirrar gerðar að hann vekur upp miklar tilfinningar.“ Ímynd Ólafs ekki tilgangurinn Bókin kemur út í upphafi fjórða kjörtímabils Ólafs Ragnars og getur því trauðla talist uppgjörsbók. Margir munu mögulega túlka hana sem lið í því að styrkja tiltekna ímynd af Ólafi Ragnari í sessi. Finnst þér þú hafa lagt þinn fræði- lega heiður að veði með ritun þess- arar bókar? „Maður leggur sinn fræðilega heiður undir í hvert sinn sem maður skrifar bók. En það var ekki til- gangurinn að skapa einhverja ímynd. Ég býst við að þetta verði síðasta kjörtímabil Ólafs Ragnars og hann þarf ekkert á því að halda í sjálfu sér að búa til einhverja nýja ímynd af sér eða endurbæta hana. Bókin á fyrst og fremst að lýsa þessari sögu, eins og hver önnur sagnfræði.“ Bókin átti upphaflega að koma út í fyrra. Sú kenning hefur verið sett fram að bókin hafi verið hugsuð sem viðbrögð við hugsanlegu mót- framboði í ár. Er eitthvað til í því? „Nei, það er algjörlega úr lausu lofti gripið. Það voru ýmis vand- kvæði sem komu í veg fyrir að bókin kom út í fyrra. Textinn var tilbúinn síðsumars 2007 en það átti eftir að útvega myndir. Næstu vik- urnar á eftir var Ólafur mjög lítið á landinu og það einfaldlega vannst ekki nægur tími til að ganga frá bókinni í tæka tíð.“ Þú minnist á það í inngangi að bókin er að stærstum hluta skrifuð árið 2006 og 2007 þegar mikil bjart- sýni ríkir. Lesendur þurfi að hafa það í huga. Þarf þessi bók ekki að koma út í uppfærðri útgáfu innan fárra ára í ljósi þess sem hefur gerst? „Nei, það er algjörlega úr lausu lofti gripið. Það voru ýmis vand- kvæði sem komu í veg fyrir að bókin kom út í fyrra. Textinn var tilbúinn síðsumars 2007 en það átti eftir að útvega myndir. Næstu vik- urnar á eftir var Ólafur mjög lítið á landinu og það einfaldlega vannst ekki nægur tími til að ganga frá bókinni í tæka tíð.“ Þú nefnir það í eftirmála bókarinn- ar að þú hafir miklar mætur á Ólafi Ragnari. Heldurðu að þú hafi verið nægjanlega gagnrýninn? „Það verða lesendur að meta. Ég læt ýmsar gagnrýnisraddir á Ólaf hljóma í bókinni, bæði raddir úr fjölmiðlum auk þess sem ég tók viðtal við marga. Ég hefði gjarnan viljað að rödd Davíðs Oddssonar hljómaði í bókinni en hann gaf ekki kost á því.“ Átökin við Davíð Davíð Oddsson leikur stórt auka- hlutverk í bókinni. Það hefur verið fullyrt að bókin sé beinlínis stríðsyf- irlýsing á hendur honum. Ólafur Ragnar og Davíð hafa eldað grátt silfur um árin. Þú rekur mörg dæmi um hvernig Davíð reynir að klekkja á forsetanum. En tók Ólafur Ragnar ekki þátt í þeim leik sjálfur? Má ekki líta á ýmsar embættisfærslur forsetans, til dæmis þegar hann hélt utan á heimastjórnarafmælinu og þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalög, fyrst og fremst sem lið í persónulegum átökum milli þessara manna frekar en mál- efnaágreining? „Varðandi heimastjórnarafmæl- ið kemur fram í máli Ólafs Ragnars í bókinni að hann fór gagngert utan vegna þess að honum líkaði ekki þessar heimastjórnarhátíðar. Honum fannst óþolandi að hann átti ekki að hafa þar hlutverk sjálfur og þess vegna fór hann utan þegar afmælið var. Það má segja að hafi verið mótleikur í þessu stríði svo- kallaða. Meðan Ólafur var í útlöndum var haldinn þessi frægi ríkisráðsfund- ur án þess að forsetinn, formaður ríkisráðs, væri látinn vita. Deilurn- ar um það voru málefnalegar. Að mínu viti á að láta forsetann vita af ríkisráðsfundi og kynna sér hvort hann getur komið. Það er ekki snún- ara að fljúga frá útlöndum en frá Akureyri. Mér fannst málefnaleg rök á bak við það. Fjölmiðlamálið var gífurlega umdeilt mál í öllu samfélaginu, af málefnalegum ástæðum. Lögfræð- ingar tóku virkan þátt í þeirri umræðu og margir bentu á að lögin gætu brotið í bága við stjórnar- skrána að fleiru en einu leyti. Það mál snerist því um málefnalegan ágreining. Þar að auki virtist mikill meirihluti þjóðarinnar vera gjör- samlega andsnúinn lögunum. Það mál snerist því ekki um stríð milli Ólafs Ragnars og Davíðs, þótt það kristallaðist í þeim.“ Þú lýsir átökum milli Ólafs og Dav- íðs sem virðast hafa orðið af lítil- fjörlegu tilefni. Í ljósi alls þess sem á hefur gengið, hefur það verið happadrjúgt fyrir forsetaembættið og Ísland að Ólafur Ragnar og Davíð Oddsson gegndu embætti for- seta og forsætisráðherra? Ber bókin þess ekki um margt vitni að það sé ekki heppilegt að fyrrverandi stjórn- málamenn setjist í forsetastól? „Varðandi heimastjórnarafmæl- ið kemur fram í máli Ólafs Ragnars í bókinni að hann fór gagngert utan vegna þess að honum líkaði ekki hvernig heimastjórnarhátíðin þró- aðist. Honum fannnst óþolandi að forseti Íslands ætti ekki að hafa hlutverk í henni, eins og í fyrri þjóðhátíðum, og þess vegna fór hann utan þegar afmælið var. Það má segja að hafi verið mótleikur í þessu stríði, svokallaða. Meðan Ólafur var í útlöndum var haldinn þessi frægi ríkisráðsfund- ur án þess að forsetinn, oddviti rík- isráðs, væri látinn vita. Deilurnar um það voru málefnalegar. Að mínu viti á að láta forsetann vita af ríkis- ráðsfundi og kynna sér hvort hann getur komið. Það er ekki snúnara að fljúga frá útlöndum en frá Akur- eyri. Mér fannst málefnaleg rök á bakvið það. Annað mál, fjölmiðlamálið var gífurlega umdeilt í öllu samfélag- inu, og einnig af málefnalegum ástæðum. Lögfræðingar tóku virk- an þátt í þeirri umræðu og margir bentu á að lögin gætu brotið í bága við stjórnarskrána að fleiru en einu leyti. Þar að auki virtist mikill meirihluti þjóðarinnar vera gjör- samlega andsnúinn lögunum. Það mál snerist því ekki um stríð milli Ólafs Ragnars og Davíðs, þótt það kristallaðist í átökum milli þeirra.“ Hvaða varanleg áhrif telurðu að Ólafur Ragnar hafi haft á forseta- embættið? „Hann hefur beitt málskotsrétt- inum og þannig gert það ákvæði í stjórnarskránni virkt. Forsetaemb- ættið verður aldrei samt eftir það. Það var viðurkennt í reynd að for- setinn hefði rétt til að skjóta lögum til þjóðarinnar. Önnur meginbreyt- ing er sú að hann hefur tekið mikið frumkvæði í sambandi við viðskipti Íslendinga erlendis. Hann hefur haft frumkvæði í þessari útrás til útlanda. Ég held að þjóðhöfðingjar annarra landa hafi verið mjög mikið í því að liðsinna kaupsýslu- mönnum landa sinna á erlendri grundu. Þetta eru stærstu tvær breytingarnar, hann hefur verið miklu virkari út á við en fyrri for- setar og með öðrum hætti. Vigdís var auðvitað mjög virk en á annan hátt.“ Fer sér stundum of geyst Tekurðu undir þær raddir sem segja að það sé liðin tíð að forsetaemb- ættið sé sameiningartákn þjóðar- innar? „Ég skýri það út í bókinni að það sé í raun ómögulegt að vera sam- einingatákn í þeim skilningi að allir séu sáttir við forsetann, því þá má hann ekki hafa skoðanir á neinu og það þarf ekki nema blaðamann í einhverju blaði til að andæfa ein- hverju sem forsetinn gerir til að stinga upp í hann. En í febrúar á þessu ári var gerð skoðanakönnun um stuðning við Ólaf og það kom í ljós að um 85 til 87 prósent þjóðar- innar voru ánægð með störf hans en tíu prósent vildu annan forseta. Mér finnst það býsna góður árang- ur. Svo gæti það breyst núna. Ólaf- ur Ragnar tengist mikið þessari útrás og það gæti skemmt fyrir honum.“ Í bókinni kemur einmitt fram að Ólafur Ragnar gegndi mikilvægu hlutverki í útrásinni, í raun verið í forsvari fyrir hana. Fyrirlesturinn, sem þú minntist á, sem Ólafur hélt um útrásina hjá Sagnfræðingafræð- ingafélaginu var til dæmis gagn- rýndur af sagnfræðingum. Enn fremur, árið 2006, þegar íslensk fjármálafyrirtæki áttu í vök að verj- ast erlendis, gerðist hann nánast kynningarfulltrúi þeirra. Nú er komið á daginn að margt af þeirri gagnrýni sem kom á íslensk fyrir- tæki á þeim tíma var á rökum reist. Sýnir það ekki að forsetinn hafi farið sér of geyst þegar hann talaði máli útrásarinnar? „Það má alveg spyrja þeirrar spurningar. Ólafi hættir til að fara fram úr sjálfum sér í ræðum, það kemur fram í bókinni. Hann er ákafur maður og gengur mjög langt í að mæra Ísland og Íslendinga á erlendri grundu og notar þá sterk orð. Þetta hefur oft verið gagnrýnt og ég get tekið undir það að sumu leyti.“ Næstu ár erfið fyrir Ólaf Er þá nokkur furða að margir séu forsetanum reiðir og finnist hann hafa tekið málstað þeirra sem nú hafa hneppt þjóðina í skuldaklafa fram yfir hag almennings? „Það verður nú að athuga að það var meira eða minna öll íslenska þjóðin í þessum sporum, ekki bara hann. Vorið 2006 kom fram hörð gagnrýni frá greiningardeildum erlendra banka, ýmissa matsfyrir- tækja og erlendra blaða. Sem dæmi má taka stóran greinaflokk í blað- inu Börsen Í Danmörku sem hét; „Kóngulóarvefur áhættunnar“. Og maður fór auðvitað að velta því fyrir sér hvort eitthvað væri til í þessu. Síðan voru fengnir heims- frægir hagfræðingar, til dæmis Frederick Mishkin, sem nú er einn af seðlabankastjórum Bandaríkj- anna, til að hvítþvo íslenskt við- skiptalíf. Síðan var prófessor frá Harvard fenginn til að gera úttekt og hann gaf Íslendingum einnig heilbrigðisvottorð. Þá hugsaði maður með sér að þetta væru bara einhverjir útlenskir bankar sem væru að öfundast út í íslensku bankana. Fyrir venjulegan almenn- ing eins og mig virtist ástandið því í góðu lagi. Ég býst við því að þetta hafi átt við mjög marga og senni- lega forsetann líka, hann hafi trúað þessu.“ Hagnaðist Ólafur Ragnar persónu- lega á einhvern hátt á því að vera erindreki útrásarfyrirtækja? „Nei, hann hefur aldrei fengið á sig orð fyrir að skara eld að eigin köku, aldrei nokkurn tíma. Ég held að það sé alveg út í hött að álíta það. Ég held að hann hafi fyrst og fremst verið að gæta íslenskra hagsmuna, hans meginhugsun hafi verið að hjálpa Íslendingum erlendis. Þetta voru ekki bara kaupsýslumenn heldur líka vísindamenn og lista- menn sem hann hefur verið mjög hjálpsamur og komið mörgu áleiðis á erlendri grundu á þeim sviðum. Hvernig sérðu fyrir þér fjórða kjör- tímabil forsetans? „Það er sjálfsagt erfiður tími fyrir Íslendinga fram undan, á næsta ári og kannski þarnæsta. Maður vonast auðvitað til að Íslend- ingar nái sér sem fyrst úr þessari kreppu þótt hún sé óvenjulega djúp. Svona efnahagslægðir eru nú einn af fylgifiskum kapítalismans. Ég býst við að þetta verði Ólafi Ragn- ari erfitt eins og þjóðinni allri. Ég er alveg klár á því. Annað get ég ekki um það sagt.” Ég býst við að þetta verði síðasta kjörtímabil Ólafs Ragnars og hann þarf ekkert á því að halda í sjálfu sér að búa til einhverja nýja ímynd af sér eða endurbæta hana. Heiðurinn að veði Fyrr í vikunni kom út bókin Saga af forseta, sem fjallar um forsetaferil Ólafs Ragnars Grímssonar. Höfundur er Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. Í samtali við Bergstein Sigurðsson ræðir Guðjón um tilurð bókarinnar og til- gang hennar. Hann segir Ólaf Ragnar hafa haft varanleg áhrif á forsetaemb- ættið en stundum farið fram úr sér þegar hann ræddi um útrásina. GUÐJÓN FRIÐRIKSSON „Þessi saga er að mestu leyti skrifuð 2006 og 2007, hápunktur tímabils sem segja má að nú sé liðið og bókin lýsir því tímabili. Svo verða önnur verk að segja söguna áfram. Mér finnst ágætt að þessi bók komi út núna. Hún er þá vitnisburður um þessa tíma og þátt Ólafs Ragnars í þeim.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.