Fréttablaðið - 23.11.2008, Page 16
16 23. nóvember 2008 SUNNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
GAMANLEIKARINN OG HÖRPU-
LEIKARINN HARPO MARX FÆDDIST
ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1888.
„Ég var faðir á sama hátt og ég
var hörpuleikari − ég spilaði
eftir eyranu.“
Harpo Marx var einn af Marx-
bræðrum sem gerðu vinsælar
myndir á millistríðsárunum. Þeir
höfðu áhrif á gamanleikara og
gamanleikstjóra eins og Woody
Allen.
Breska dagblaðið Sunday Times
greindi frá því 19. nóvember 2006
að eitrað hefði verið fyrir rússneska
blaðamanninn Litvinenko og að
hann lægi þungt haldinn á sjúkra-
húsi í Lundúnum. Hann hafði legið
þar síðan 1. nóvember. Óvíst var
hvort hann myndi lifa eitrunina af
og fylgdist heimsbyggðin með frétt-
um af líðan hans. 23. nóvember var
Litvinenko allur.
Eitrunin var sögð hafa átt sér stað
á fundi sem Litvinenko átti í sam-
bandi við morðið á blaðamanninum
Önnu Politkovskaju. Hún var þekktust fyrir harða
gagnrýni sína á stríðið í Tsjetsjeníu og á stjórnar-
hætti Vladimírs Pútín, þáverandi forseta Rúss-
lands og núverandi forsætisráðherra. Hún fannst
skotin til bana í lyftu fjölbýlishúss sem hún bjó í.
Alexander Litvinenko var undirof-
ursti í rússnesku leyniþjónustunni.
Árið 2000 flutti hann til Bretlands og
gerðist breskur ríkisborgari og rithöf-
undur. Hann var mikill gagnrýnandi
Pútíns, fyrrverandi forseta Rússlands
og núverandi forsætisráðherra. Fyrir
andlát sitt skrifaði Litvinenko bréf þar
sem hann lýsir því að Pútín hafi fyrir-
skipað að eitrað skyldi fyrir honum.
Í byrjun ársins 2007 greindi breska
lögreglan frá því að hún hefði komist
að því hvernig morðið átti sér stað.
Fundist hefði tebolli á hótelinu Lond-
on Millenium með efninu Pólon-210. Í maí sama
ár sóttist lögreglan eftir því að rússnesk yfirvöld
framseldu Andrei Lugovoi, fyrrverandi rússnesk-
an njósnara, svo hægt væri að yfirheyra hann en
Rússar neituðu að verða við því.
ÞETTA GERÐIST: 23. NÓVEMBER 2006
Blaðamaðurinn Litvinenko deyr
MERKISATBURÐIR
1700 Francesco Albani kardínáli
verður Clemens XI páfi.
1838 Hólavallagarður, kirkju-
garðurinn við Suðurgötu,
er vígður og fyrsta greftr-
unin fer fram.
1916 Karlakór KFUM er stofn-
aður sem verður síðar
Karlakórinn Fóstbræður.
1939 Fyrsta orrusta þýskra
herskipa er háð undan
ströndum Íslands. Þýsku
skipin Gneisenau og
Scharnhorst sökkva hinu
breska Rawalpindi.
1979 The Wall, plata hljóm-
sveitarinnar Pink Floyd,
er gefin út og selst í sex
milljónum eintaka á
tveimur vikum.
1988 Frakkar gera kjarnorkutil-
raunir.
„Við hefjum afmælisdagskrána í kvöld klukkan 20 með
tónleikum Gospelkórsins. Svo rekur hver dagskrárliðurinn
annan út vikuna og við endum svo á sunnudaginn 30. nóv-
ember, á kirkjudeginum,“ segir séra Þór Hauksson, sóknar-
prestur í Árbæjarsókn.
Alla vikuna verður opið hús í Árbæjarkirkju og geta
gestir af götunni kíkt í heimsókn og skoðað hvaða starf fer
þar fram. Kór Árbæjarkirkju verður með opna kóræfingu
og syngur lög fyrir gesti, unglingastarf leikfélagsins sýnir
hvað verið er að æfa og opið er á foreldramorgna og öldr-
unarstarf. Öflugt starf fer því fram innan safnaðarins sem
í eru tæplega 10.000 manns.
„Já, hér er blómlegt starf og kom okkur eiginlega á óvart
þegar við settum dagskrána niður á blað og sáum svart
á hvítu hvað það er margt í gangi. Það er eitthvað um að
vera frá morgni til kvölds í kirkjunni alla daga vikunnar.
Við erum sérstaklega stolt af öldrunarstarfinu hjá okkur en
við höfum í ein tuttugu ár verið með svokallaðar vinaheim-
sóknir, í samstarfi við félagsþjónustuna og heilsugæsluna.
Við heimsækjum þá lasburða og einmana einstaklinga, og
það fá bæði ungir og aldnir þjónustu frá okkur.“
Hápunktur afmælisdagskrárinnar verður næstkomandi
sunnudag og hefst klukkan 11 á sunnudagaskóla. Hátíðar-
guðsþjónusta verður klukkan 14 og boðið upp á kaffiveit-
ingar á eftir. Einnig mun Vinabandið, hljómsveit eldri borg-
ara leika lög og dregið verður í happdrætti.
Séra Þór hóf störf sem aðstoðarprestur í Árbænum 1991
en tók við sem sóknarprestur árið 2001. Honum líkar vel í
starfi og segir gott að þjóna í Árbæjarsókn. „Hér er gott
fólk og gott að þjóna. Við kvörtum ekki yfir kirkjusókninni,
hún er góð, en það mega auðvitað alltaf koma fleiri.“
Afmælisdagskrána má sjá á heimasíðu Árbæjarkirkju,
www.arbaejarkirkja.is heida@frettabladid.is
ÁRBÆJARSÖFNUÐUR: 40 ÁRA AFMÆLI
Blómlegt starf
OPIÐ HÚS Á AFMÆLISDAGSKRÁ Séra Þór Hauksson, sóknarprestur í
Árbæjarsókn, býður gestum og gangandi að skoða starf safnaðarins á
opnu húsi alla vikuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
60 ára afmæli
Mamma mín og amma,
Jakobína
Óskarsdóttir,
er 60 ára í dag.
Í tilefni af afmæli sínu er hún stödd í
Taílandi ásamt eiginmanni sínum og
sendir hún kveðju til fjölskyldu
og vina.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát
og útför ástkærrar dóttur, móður, ömmu,
systur, mágkonu og frænku,
Kötlu Sigurgeirsdóttur
Þórsgötu 22, 101 Reykjavík,
sem andaðist föstudaginn 31. október. Sérstakar þakkir
fær starfsfólkið á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Anna G. Kristgeirsdóttir
Elva Rakel Sævarsdóttir
Aron Kristinn Haraldsson
Stella Sigurgeirsdóttir Jóhann Bjarni Pálmason
Salka Þorgerður Jóhannsdóttir Stelludóttir
Daði Sigurgeirsson
Kristgeir Sigurgeirsson og fjölskylda.
75 ára afmæli
Herder Andersson
fatahönnuður,
Ljósheimum 11, Reykjavík,
fæddur í Svíþjóð og fl uttist til
Íslands árið 1958.
Undanfarin ár hefur mestur tími hans farið í að hanna kirkju-
klæði. Herder situr aldrei auðum höndum, hann segir það gott
að hafa nóg fyrir stafni þegar aldurinn færist yfi r. Kvöldinu
æltar hann að eyða í faðmi fjölskyldu, íslenskri og sænskri.
Um þessar mundir kemur út í Svíþjóð fyrsta bók hans og
verður það stærsta g jöf hans.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang-
ömmu og systur,
Vilborgar Katrínar
Þórðardóttur Petit
Brekkustíg 29a, Reykjanesbæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á D-deild
Heilbrigðistofnunar Suðurnesja. Guð blessi ykkur öll.
Leethor Cray
Björg Hauks Cray
Reynir Hauksson Monica Hauksson
barnabörn, barnabarnabörn og systkini.
Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir,
tengdamóðir og amma,
Theodóra Þórðardóttir
Kirkjusandi 1, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn
17. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 27. nóvember kl. 13.00.
Þorleifur Kristinn Valdimarsson
Þórður Þorgeirsson Helga Dís Hálfdánardóttir
Daníel Ben Þorgeirsson
Agnes Linda Þorgeirsdóttir Matthías Karl Þórisson
María Kristín Þorleifsdóttir Sigurður Jóhann Finnsson
Hafdís Þorleifsdóttir Haukur Ingi Jónsson
Esther Ósk Estherardóttir Guðjón Ingi Hafliðason
og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Ásmundur J. Aðalsteinsson,
áður til heimils að Hafnarstræti 18b Akureyri,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð 14. nóvember sl.
Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
24. nóvember kl. 13.30.
Sigríður Alda Ásmundsdóttir Guðmundur Bjarni
Friðfinnsson
Nanna Ásmundsdóttir Bjarni Sævar Róbertsson
Jón Ásmundsson Sigrún Gunnarsdóttir
Gylfi Ásmundsson Guðný Sigurhansdóttir
Þröstur Ásmundsson Aðalheiður Steingrímsdóttir
Ásdís Björk Ásmundsdóttir Oddur Ævar Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Sendum okkar bestu þakkir til þeirra fjöl-
mörgu sem sýnt hafa okkur mikinn hlýhug,
vináttu og samúð við fráfall og útför eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Ástdísar Guðjónsdóttur
Suðurgötu 37, Reykjavík,
sem andaðist á líknardeild Landakotsspítala 31. októb-
er. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar
Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun.
Haraldur Theodórsson
Guðjón Haraldsson Sigríður Siemsen
Þórir Haraldsson Mjöll Flosadóttir
Haraldur Guðjónsson Yalda Guðjónsson
María Guðjónsdóttir Helgi Guðjónsson
Gunnur Elísa Þórisdóttir Ástdís Sara Þórisdóttir
Ludwig Norooz Guðjónsson.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
fráfall eiginmanns, föður, tengdaföður, afa
og sonar,
Gests Sigurgeirssonar
Ystaseli 29, Reykjavík.
Bestu þakkir fá ættingjar, vinir og samstarfsfólk.
Þökkum læknateyminu á LSH, sérstaklega Margréti
Árnadóttur og Runólfi Pálssyni. Einnig starfsmönnum
heimahlynningar krabbameinsdeildar LSH.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Svala Ingimundardóttir.