Fréttablaðið - 23.11.2008, Qupperneq 29
matur 5
ÓMISSANDI Í BAKSTURINN Sælkerakökur
Arnar segir vissa áskorun felast í gerð franskra makkaróna.
Súkkulaðibitakökur með valhnetum eru klassísk-ar og svo bragðgóðar að þær eru alveg ómiss-andi. Ég myndi að minnsta kosti vilja þær á mitt
borð,“ segir Arnar Snær Rafnsson bakari og eigandi
Café Konditori Copenhagen, þar sem ljúfur ilmurinn
af nýbökuðum smákökum breiðir úr sér þessa dag-
ana.
Arnar segir uppskriftina að súkkulaðikökunum svo
einfalda að jafn vel yngstu kokkar ættu að ráða við
baksturinn undir eftirliti þeirra sem eldri og reynd-
ari eru.
„Í raun er ekki hægt að klúðra gerð þeirra, nema
kannski með því að brenna þær,“ útskýrir hann og
bætir við að gott sé að bera kökurnar fram með kaldri
mjólk eða ís. „Eða eiga þær í bauk uppi í skáp til að
geta nartað í frítímanum.“
Að öðrum kosti mælir Arnar með frönskum makk-
arónum þar sem alltaf sé gaman að brydda upp á nýj-
ungum. Kökurnar séu þar að auki litríkar og fallegar
á borði.
„Makkarónurnar má gera á óteljandi vegu eða
eftir því hvað menn setja í kremið
og hvernig matarlit þeir
ákveða síðan nota í þær. Ég
valdi til dæmis að hafa þær
appelsínugular og fjólublá-
ar og kremið eftir því en
maður notar ávaxtapúrrið
í þær,” segir hann og
bætir við að uppskrift-
in henti frekar þeim
sem vilja áskorun.
-rve
Kökur sem kæta
Arnar Snær Rafnsson bakari segir súkkulaðibitakökur með valhnetum klassískar
fyrir jólin. Skemmtileg tilbreyting sé síðan fólgin í gerð franskra makkaróna.
SÚKKULAÐISMÁKÖKUR
MEÐ VALHNETUM
150 g smjör (mjúkt)
100 g sykur
100 g púðursykur
1 egg
75 g valhnetur, gróft
hakkaðar
75 g ljóst súkkulaði
75 g dökkt súkkulaði
1/2 vanillustöng eða
matskeið af vanillusykri
1 tsk. natron
200 g hveiti
Kveikið á ofninum og stillið á
180°C. Hafið allt hráefni klárt
og vigtið. Blandið saman
hveiti, natroni og vanillukorn-
um úr stöng. Setjið allt nema
súkkulaðið og hneturnar í
hrærivél og blandið saman
þar til deigið fer að hanga
saman. Bætið þá hnetum og
súkkulaði í vélina og blandið.
Takið litlar klípur af deiginu
og raðið með passlegu
millibili á bökunarplötu og
bakið í forhituðum ofninum í
um það bil 6 til 8 mínútur.
FRANSKAR
MAKKARÓNUR
150 g möndlumjöl (möndlur
hakkaðar í matvinnsluvél)
150 g flórsykur
2 eggjahvítur
150 g sykur
100 g vatn
2 eggjahvítur
20 g sykur
Blandið möndlumjöli, flórsykri
og eggjahvítum saman í skál
þar til það er orðið að jöfnum
massa. (Hér er hægt að
blanda duftmatarlit við
massann til að ná fram
lituðum makkarónum.
Mikilvægt er að nota ekki
fljótandi matarlit!)
Setjið sykur og vatn saman í
pott og sjóðið í síróp. Látið
blönduna verða um það bil
113°C ef hitamælir er hafður
við hönd. Sjóðið annars þar til
gufa hættir að koma upp úr
pottinum.
Þeytið eggjahvítur og sykur
saman í þéttan massa í
hrærivél. Blandið síðan
sírópinu hægt saman við og
þeytið þar til marengsinn
verður kaldur (rúmlega
stofuhiti).
Blandið marengs og möndlu-
massanum nú saman. Setjið í
sprautupoka og sprautið litlar
makkarónukökur á bökunar-
plötu. Látið makkarónurnar
síðan þorna í um það bil 30
mínútur, áður en þær eru
bakaðar í forhituðum ofni í 12
til 16 mínútur við 140°C.
FERSKUR ÁVAXTA/BERJA-
GANAGE (FYLLING Í MAKK-
ARÓNUR):
100 g rjómi (ekki matreiðslu
rjómi)
25 g glúkósi
215 g „ósvikið“ hvítt
súkkulaði
95 g ávaxtamauk (niður-
soðnir ávextir með 10
prósent sykri; nota má
hvaða ávöxt sem er)
Setjið rjóma og glúkósa í pott
og hitið að suðu. Hellið því
síðan yfir súkkulaðið og hrærið
saman þar til súkkulaðið er
alveg bráðið. Blandið ávaxta-
maukinu saman við í. Gott er
að notast við töfrasprota
þegar þessu er blandað
saman. Setjið síðan í kæli og
látið kólna þar til þetta fer að
taka sig. Þá er hægt að smyrja
fyllingunni á milli makkarón-
anna.
KLASSÍKT EÐA NÝTT
Makkarónurnar
eru girnilegar
að sjá.
Arnar Snær segir
súkkulaðibitakökur
bæði klassískar og
einstaklega góðar.
FRÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
RN
ÞÓ
R
E