Fréttablaðið - 23.11.2008, Page 30
6 matur
100 g Hagvers heilar
möndlur með hýði
150 g Odense núggat
Hunang
Green&Black´s 70 prósent
súkkulaði.
Smyrjið möndlurnar með
hunangi, helst með fingrunum
svo að hunangið fari vel á möndl-
urnar. Setjið þær á bökunar-
pappír inn í ofn á plötu og ristið
við 180°C í 7 til 10 mínútur.
Takið möndlurnar út og látið
kólna. Myljið ristuðu möndlurnar
með kökukefli og blandið
sallanum við núggatið. Kælið
blönduna.
Bræðið því næst súkklaðið, búið
til kúlur úr núggat-möndlublönd-
unni og dýfið kúlunum í brætt
súkkulaðið.
Skreytið að vild.
MÖNDLU KONFEKT
Ég lærði bakaraiðn á Íslandi og fór svo til Kaup-mannahafnar í konditorínám og sérhæfði mig í kökum, eftirréttum og konfekti,“ segir Halldór,
en hann hefur kennt handtökin við konfektgerð í nokk-
ur ár og segir áhugann á heimagerðu konfekti hafa
aukist.
„Fólk er að útbúa konfekt í jólagjafir og fyrir sjálft
sig á aðventunni. Það er til dæmis mjög sniðugt fyrir
börn að gera konfekt handa afa og ömmu í jólagjöf. Þá
þarf bara að athuga að láta þau ekki vinna með líkjöra
í fyllingunum. Ég hef séð um konfektnámskeið Húsa-
smiðjunnar undanfarin fimm ár og aðsóknin hefur
alltaf verið góð en er sérstaklega mikil í ár. Fólk hefur
meiri áhuga núna á að búa til sjálft með tilliti til
ástandsins í dag.“
Vinsælustu konfektfyllinguna segir Halldór tví-
mælalaust vera hunangs-möndlufyllingu. Hún sé ein-
föld í framkvæmd og bragðgóð en uppskrift að henni
fylgir hér á síðunni. - rat
Heimagert
konfekt vinsælt
Halldór Kr. Sigurðsson, sérfræðingur í konfektgerð, segir að heimagert konfekt
1. Ristaðar möndlur í hunangi fylla eldhúsið jólailmi.
2. Gott er að nota kökukefli til að mylja möndlur
í fínan salla.
3. Bráðið súkkulaði er ómissandi yfir alla konfektmola.
4. Hunangs-möndlufyllingin er vinsælust í konfektgerð
og molarnir eru sniðugir sem jólagjöf handa vinum
og vandamönnum.
5. Einfalt er að búa til kúlur úr konfektsallanum en það
getur verið gaman að nota mót til að forma fallega mola.
1 2
3 4 5
FRÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VA
LLI
Halldór tekur að sér að kenna
hópum handtökin í konfekt-
gerð. Áhugasamir geta haft
samband við hann á netfangið
www.halldorkrs@internet.is.
E
Peugeot framleiddi sína fyrstu piparkvörn 1840.
Verkið í kvörnunum er ennþá það áreiðanlegasta
á markaðinum og ástæðan fyrir því að Peugeot
býður 30 ára ábyrgð. Peugeot kvarnir fást hjá:
Kokku á Laugavegi 47, Duka Kringlunni, Tekk
Company Bæjarlind 14-16 í Kópavogi, Pottum
og Prikum á Strandgötu 25 á Akureyri og Cabo
við Hafnargötu 23 í Keflavík. Svo er auðvitað
hægt að kaupa þær á kokka.is
Peugeot,
skoðaður
til 2038