Fréttablaðið - 23.11.2008, Síða 39
SUNNUDAGUR 23. nóvember 2008
SFR er stéttarfélag starfsmanna sem starfa í almannaþjónustu
og nær yfir allt landið. Félagið berst fyrir bættum kjörum og atvinnuöryggi
7000 félagsmanna sinna. Sjö af hverjum tíu félagsmönnum eru konur.
Flestir félagsmanna sinna umönnunar-, heilbrigðis- eða skrifstofustörfum.
Frekari upplýsingar má fá á skrifstofu félagsins:
SFR - Grettisgata 89 - 105 Reykjavík - sími 525 8340 - sfr@sfr.is - www.sfr.is
A
T
A
R
N
A
Útifundur
Á INGÓLFSTORGI
mánudaginn 24. nóvember kl. 16.30
VERJUM
VELFERÐINA
Launþegar!
Í efnahagserfiðleikum verður almenningur
að geta treyst á öflugt velferðarkerfi.
Látum ekki eyðileggja grunnþjónustu
samfélagsins. Verjum velferðina.
Fjölmennum öll á útifund BSRB,
Öryrkjabandalags Íslands,
Landssamtakanna Þroskahjálpar og
Félags eldri borgara í Reykjavík.
Leikarinn John Malkovich ætlar að
gera heimildarmynd um ólöglega
innflytjendur í Bandaríkjunum.
Þegar hann frétti af þeim fjölda
barna sem komast þannig til
Bandaríkjanna ákvað hann að láta
til skarar skríða.
Myndin, sem nefnist Triple
Crossing, fjallar um mannlegu
hliðina á þessu vandasama
málefni. Fyrirtækið Canana Films
mun framleiða myndina en það er í
eigu mexíkósku leikaranna Diego
Luna og Gael Garcia Bernal.
Malkovich er um þessar mundir
í Mexíkó þar sem hann leikstýrir
leikritinu The Good Canary þar
sem Luna fer einmitt með aðalhlut-
verkið.
Mynd um
innflytjendur
JOHN MALKOVICH Leikarinn John Mal-
kovich ætlar að gera heimildarmynd um
ólöglega innflytjendur í Bandaríkjunum.
Tónlistarmaðurinn Sverrir
Norland játar að meistararnir Bob
Dylan og Megas séu báðir á meðal
áhrifavalda á hans fyrstu plötu
sem er nýkomin út. „Ég get ekki
neitað því að ég er mjög hrifinn af
Dylan. Ég byrjaði ekkert að hlusta
á Megas fyrr en fyrir svona einu
ári. Ég á allt eftir hann núna,“
segir Sverrir, sem hefur spilað á
gítar síðan hann var á unglings-
aldri. „Ég hef verið í einhverjum
hljómsveitum. Ein hét Furstaskytt-
an en við náðum aldrei að fara
nógu langt með hana.“
Sverrir, sem er 21 árs, starfaði
sem hirðskáld Hins hússins í
sumar og ferðaðist þá um með
gítarinn og spilaði. „Ég hafði
mikinn tíma til að semja þá en
reyndar eru elstu lögin á plötunni
frá 2006,“ segir Sverrir og bætir
við að hann eigi enn fleiri lög á
lager sem verði notuð síðar. - fb
Dylan og
Megas eru
áhrifavaldar
SVERRIR NORLAND Tónlistarmaðurinn
Sverrir Norland hefur gefið út sína fyrstu
plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK