Fréttablaðið - 23.11.2008, Page 40
24 23. nóvember 2008 SUNNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Meistaradeildin í handbolta
Veszprém-Haukar 34-25 (16-12)
Mörk Hauka: Elías Már Halldórsson 5, Andri
Stefan Guðrúnarson 4, Kári Kristján Kristjánsson
4, Sigurbergur Sveinsson 4, Einar Örn Jónsson 3,
Freyr Brynjarsson 2, Pétur Pálsson 2, Gunnar
Berg Viktorsson 1.
Möbelringen Cup
Rússland-Ísland 33-20 (15-13)
Mörk Íslands: Hanna G. Stefánsdóttir 5,
Hrafnhildur Skúladóttir 3, Ágústa Edda Björns-
dóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Íris Ásta
Pétursdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Arna Sif
Pálsdóttir 1, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Dagný
Skúladóttir 1, Hildur Þorgeirsdóttir 1.
Iceland Express-deild kvk.
KR-Fjölnir 80-47 (41-15)
Stig KR: Guðrún Ósk Ámundadóttir 25, Guðrún
Gróa Þorsteinsdóttir 10 (7 frák.), Heiðrún
Kristmundsdóttir 9 (6 frák., 3 stoðs.), Hildur
Sigurðardóttir 9 (16 frák., 7 stoðs.), Sigrún Sjöfn
Ámundadóttir 9 (7 frák., 4 stoðs.), Guðrún Arna
Sigurðardóttir 6, Brynhildur Jónsdóttir 3, Þorbjörg
Friðriksdóttir 3, Helga Einarsdóttir 2, Rakel Vigg-
ósdóttir 2, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir 2
Stig Fjölnis: Ashley Bowman 14, Bergdís Ragn-
arsdóttir 11, Eva M. Emilsdóttir 6 (12 frák.), Efem-
ía Sigurbjörnsdóttir 6, Erla Sif Kristinsdóttir 5, Eva
M. Grétarsdóttir 3, Birna Eiríksdóttir 2.
STAÐAN Í DEILDINNI
1. Haukar 7 6 1 494-432 12
2. Keflavík 7 5 2 565-458 10
3. Hamar 7 5 2 553-455 10
4. KR 7 4 3 464-442 8
5. Grindavík 7 3 4 487-486 6
6. Valur 7 3 4 410-420 6
7. Fjölnir 7 1 6 385-562 2
8. Snæfell 7 1 6 431-534 2
ÚRSLIT
N1-deild karla
HK-FH 32-28 (14-15)
Mörk HK (skot): Valdimar Fannar Þórsson 7/1
(12/3), Gunnar Steinn Jónsson 6 (8), Ragnar Hja-
tested 6 (9), Brynjar Hreggviðsson 6 (10), Arnar
Þór Sæþórsson 3 (3), Einar Ingi Hrafnsson 2 (2),
Jón Björgvin Pétursson 1 (2), Ásbjörn Stefánsson
1 (6), Sigurgeir Árni Ægisson 0 (2).
Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17 (45, 38%)
Hraðaupphlaup: 5 (Ragnar 2, Valdimar Fannar
2, Brynjar)
Fiskuð víti: 3 (Ragnar, Valdimar Fannar, Arnar
Þór)
Utan vallar: 6 mínútur
Mörk FH (skot): Ólafur Guðmundsson 13 (23),
Örn Ingi Bjarkason 5 (10), Aron Pálmarsson 4
(9), Ásbjörn Friðriksson 3 (5), Sigurður Ágústsson
2 (2), Guðmundur Pedersen 1 (7), Þorkell
Magnússon 0 (2).
Varin skot: Magnús Sigmundsson 10 (35/1,
29%), Daníel Andrésson 5 (12, 42%)
Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur 2, Ásbjörn, Örn Ingi)
Fiskuð víti: 0
Utan vallar: 4 mínútur
ÚRSLIT
> Ísland tapaði fyrir Rússlandi
Kvennalandslið Íslands í handbolta tapaði fyrir heims-
meisturum Rússlands, 33-20, í öðrum leik sínum á hinu
geysisterka Möbelringen Cup-æfingamóti í Noregi í gær.
Ísland byrjaði mjög vel og leiddi leikinn með þremur
mörkum um tíma í fyrri hálfleik, 7-4, en staðan var 15-13
Rússum í vil í hálfleik. Heimsmeistar-
arnir sigldu svo jafnt og þétt fram úr
í seinni hálfleik og unnu að lokum
með yfirburðum. Hanna G. Stefáns-
dóttir var atkvæðamest hjá Íslandi
með fimm mörk en Hrafnhildur
Skúladóttir kom næst með þrjú.
Ísland leikur lokaleik sinn á
mótinu í dag gegn Danmörk.
KÖRFUBOLTI KR bætti stöðu sína í
fjórða sæti Iceland Express-deild-
ar kvenna með auðveldum sigri á
Fjölni, 80-47, 33 stiga mun, í DHL-
höllinni í gær. KR skoraði tuttugu
fyrstu stigin, var 20-1 yfir eftir
fyrsta leikhlutann og 41-15 yfir í
hálfleik og því voru úrslitin nánast
ráðin í upphafi leiks.
Allir tólf leikmenn KR fengu að
njóta sín í þessum leik, ellefu leik-
menn komust á blað og allir leik-
menn spiluðu í 8 til 24 mínútur.
Guðrún Ósk Ámundadóttir átti
mjög góðan leik í liði KR og skoraði
25 stig á 22 mínútum. Guðrún Ósk
hitti úr 9 af 14 skotum sínum í leikn-
um og þar af fjórum af sjö þriggja
stiga skotum sínum. Hildur Sigurð-
ardóttir var líka öflug að vanda og
tók meðal annars 16 fráköst á 24
mínútum. Heiðrún Kristmunds-
dóttir sýndi líka góð tilþrif þegar
hún leysti Hildi af hólmi.
Fjölnir náði ekki að fylgja eftir
góðum sigri á Snæfelli í síðustu
viku og munaði þar miklu um fram-
lag bandaríska bakvarðarins
Ashleys Bowman, sem er stiga-
hæsti leikmaður deildarinnar, en
var gjörsamlega úti að aka í leikn-
um. Bowman skoraði aðeins 1 stig í
fyrri hálfleik en endaði með 14 stig
eftir að hafa skorað þau flest í lok
leiksins. Bowman nýtti aðeins 5 af
28 skotum sínum í leiknum og end-
aði með -5 í framlagi.
Það var þó ein Fjölnisstúlka sem
var að gera góða hluti en það var
hin fimmtán ára Bergdís Ragnars-
dóttir sem var með 11 stig og 10
fráköst og var yfirburðamaður hjá
Fjölni í leiknum. Eva María Emils-
dóttir átti líka ágæta spretti og var
með 12 fráköst og 6 stig.
KR-konur þurfa væntanlega að
hafa meira fyrir næsta leik sem er
á heimavelli gegn Grindavík í DHL-
höllinni á mánudagskvöldið. Það er
mjög mikilvægur leikur í barátt-
unni um 4. sætið en með sigri væri
KR komið með fjögurra stiga for-
skot og mun betri innbyrðisstöðu á
Grindavíkurliðið. - óój
KR vann Fjölni í lokaleik 7. umferðar Iceland Express-deildar kvenna í gær:
Fjölnir átti aldrei möguleika
ÖFLUG Guðrún Ósk Ámundadóttir
skoraði 25 stig í stórsigri KR á Fjölni í
DHL-höllinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Ævintýri Hauka í Meistaradeild Evrópu lauk í gær þegar liðið tap-
aði, 34-25, gegn ungverska stórliðinu Veszprém í algjörum úrslita-
leik um farseðilinn í 16-liða úrslit keppninnar. Aron Kristjánsson
var að vonum stoltur af framgöngu Hafnarfjarðarliðsins í keppninni
þrátt fyrir tapið.
„Þetta var hörkuleikur og níu marka tap gefur ekki alveg
rétta mynd af því hvernig þetta var að spilast. Fyrri
hálfleikurinn var jafn og framan af voru þeir að leiða
með einu marki og við að jafna og þannig gekk þetta
þangað til þeir náðu góðum kafla í lok hálfleiksins
og komust yfir í 16-12. Eftir stundarfjórðung af seinni
hálfleik vorum við enn þá inni í leiknum og héldum
í við þá og vorum að spila þokkalega vel. Það er
ekki í raun fyrr en á síðustu fimm mínútunum sem
við afhendum þeim sigurinn með því að gera þrjá
tæknifeila á stuttum kafla, tvo þegar við erum einum
leikmanni fleiri inni á vellinum. Þess vegna endar þetta í
níu marka mun en fjögur til sex mörk hefðu verið mun
eðlilegri miðað við gang leiksins,“ segir Aron.
„Þetta er auðvitað einn erfiðasti útivöllur í heimi og það
var þvílík stemning á pöllunum og löngu uppselt á leik-
inn. Þeir auglýstu þetta auðvitað sem algjöran úrslitaleik í
riðlinum, sem þetta var og það virtist meiri áhugi þarna úti
fyrir þessum leik en heima. Þetta var í fyrsta skipti síðan
riðlakeppni Meistaradeildarinnar hófst að íslenskt lið átti
möguleika á að komast áfram í síðustu umferð riðla-
keppninnar og ég er því mjög stoltur af framgöngu
stákanna og leikmenn mínir eiga hrós skilið,“ segir
Aron.
Haukar enduðu í þriðja sæti riðilsins eftir að hafa
unnið tvo af þremur heimaleikjum sínum, gegn
Veszprém og Zaporozhye, sem þýðir að liðið kemur
nú inn í fjórðu umferð Evrópukeppni bikarhafa.
„Það verður dregið í Evrópukeppni bikarhafa á
þriðjudaginn og við eigum svo að spila þar í febrúar og
það verður spennandi að sjá hvaða liði við mætum þar.
Vonandi að við verðum heppnir með mótherja,“ segir
Aron að lokum.
ARON KRISTJÁNSSON: HAUKAR TÖPUÐU GEGN VESZPRÉM Í LOKALEIK SÍNUM Í MEISTARADEILDINNI Í HANDBOLTA
Leikmennirnir eiga hrós skilið fyrir framgönguna
HANDBOLTI HK sýndi styrk sinn
með sannfærandi sigri, 28-32,
gegn nýliðum FH í Digranesi í
gær og hefur Kópavogsliðið nú
unnið báða leiki félaganna í N1-
deildinni í vetur.
FH-ingar byrjuðu leikinn reynd-
ar af miklum krafti en HK-ingar
tóku sér smátíma til þess að finna
taktinn og voru skrefinu á eftir
gestunum til þess að byrja með.
HK-ingar reyndu svo að hefta
sóknarflæði hinna spræku Hafn-
firðinga með því að taka ungstirn-
ið Aron Pálmarsson úr umferð og
það virtist ekki ætla að skila miklu
þar sem Ólafur Guðmundsson
steig upp og skoraði grimmt auk
þess sem Örn Ingi Bjarkason,
sonur landsliðskempunnar Bjarka
Sigurðssonar, kom inn á og skor-
aði fimm mörk í fyrri hálfleik.
Gunnar Steinn Jónsson var þá
áberandi í sóknarleik HK en stað-
an var 14-15 FH-ingum í vil í hálf-
leik.
Snemma í seinni hálfleik fór
sóknarleikur FH hins vegar að
hiksta og leikmenn HK kunnu vel
að nýta sér það og skoruðu sex
mörk í röð, flest úr hraðaupp-
hlaupum, og breyttu stöðunni úr
15-16 í 21-16.
Það er skemmst frá því að segja
að gestirnir náðu aldrei að jafna
sig eftir þennan leikkafla og HK
vann að lokum, sigurnn var verð-
skuldaður, 28-32.
Gunnar Magnússon, þjálfari
HK, var gríðarlega ánægður með
sigurinn í leikslok í gær en HK-
ingar lögðu höfuðáherslu á að
stoppa Aron Pálmarsson og það
gekk ágætlega upp hjá þeim.
„Við veðjuðum á að taka Aron
[Pálmarsson] úr umferð nánast
alveg frá byrjun í von um að aðrir
leikmenn liðsins myndu ekki ná að
stíga almennilega fram en það var
ekki alveg að ganga í fyrri hálfleik
þar sem Ólafur [Guðmundsson]
reyndist okkur erfiður. Í seinni
hálfleik fór hins vegar að fjara
undan þessu hjá þeim og við
náðum góðu forskoti sem við
gáfum ekki frá okkur á lokakafl-
anum. Þetta gekk því upp í þetta
skiptið en ég veit ekki til þess að
önnur lið hafi verið að gera þetta
gegn þeim hingað til. FH-ingar
eru með frábært lið og eru rétti-
lega búnir að fá mikla athygli í
vetur en við vorum ákveðnir í því
að ná þeim aðeins niður á jörðina
og það tókst,“ segir Gunnar.
Elvar Erlingsson, þjálfari FH,
var svekktur yfir leik sinna manna
en horfir bjartsýnn fram á veg-
inn.
„Ég er allt annað en sáttur með
spilamennsku minna manna í upp-
hafi síðari hálfleiks þegar við
skautum okkur bara út úr leikn-
um. Menn virtust bara gleyma því
hvernig á að senda og grípa og við
misstum þá langt fram úr okkur.
Þetta var kjaftshögg fyrir okkur
en það er ekki spurt hversu mörg
kjaftshögg maður fær, heldur
hvort maður standi upp eftir þau
og við ætlum að gera það strax í
næsta leik,“ segir Elvar.
omar@frettabladid.is
FH-ingar voru slegnir út af laginu
HK-ingar náðu að leggja spútniklið FH-inga að velli, 28-32, í N1-deild karla í gær. Slæmur leikkafli Hafn-
firðinga í upphafi síðari hálfleiks varð þeim að falli og HK er nú komið upp að hlið FH í þriðja sætinu.
STÓRLEIKUR Þrettán mörk stórskyttunnar Ólafs Guðmundssonar dugðu FH-ingum
ekki til sigurs í Digranesi í gær þar sem heimamenn í HK unnu verðskuldað sigur,
32-28, í N1-deild karla í handbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL