Fréttablaðið - 23.11.2008, Síða 46
30 23. nóvember 2008 SUNNUDAGUR
HVAÐ SEGIR MAMMA?
Hvað er að frétta? Gjaldþrot fjármálakerfisins,
óstarfhæf ríkisstjórn og 1.400 milljarða króna bak-
reikningur vegna bankafyllerísins. Og þeir sem bera
ábyrgð sitja sem fastast.
Augnlitur: Blár.
Starf: Alþingismaður frá og með fimmtudeginum.
Fjölskylduhagir: Gift Sigurði E. Vilhelmssyni fram-
haldsskólakennara. Eigum tvær stelpur, Snæfríði
Unni tveggja ára og Hrafnhildi Ósk átta ára.
Hvaðan ertu? Fædd í Reykjavík, ættuð af Suður-
landinu og búsett í Vestmannaeyjum.
Ertu hjátrúarfull? 7, 9, 13, já.
Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Law & Order SVU.
Uppáhaldsmaturinn: Indverski maturinn sem
maðurinn minn eldar.
Fallegasti staðurinn: Suðurkjördæmi; Heimaey á
fallegu sumarkvöldi, Jökulsárlónið, Þórsmörk, Skóg-
ræktarsvæðið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi,
Bláa lónið, Gullfoss og Þingvallavatn.
iPod eða geislaspilari: iPod.
Hvað er skemmtilegast? Að sjá
hugmyndir manns verða að raunveru-
leika.
Hvað er leiðinlegast? Að hafa
ekkert að gera.
Helsti veikleiki: Alltaf allt of
mikið að gera.
Helsti kostur: Hugmyndarík og
framkvæmdaglöð.
Helsta afrek: Að gera ekki neitt
í tvo mánuði á meðgöngudeildinni á
meðan ég beið eftir yngri dóttur minni.
Mestu vonbrigðin? Ríkisstjórnin.
Hver er draumurinn? Sjálfbært Ísland
og fullt af nýjum störfum!
Hver er fyndnastur/fyndnust?
Siggi minn, alveg ótrúlegt að
geta alltaf hlegið að bröndur-
unum hans.
Hvað fer mest í taugarnar á
þér? Undirferli og óheiðar-
leiki.
Hvað er mikilvægast? Að
fólk hafi vinnu, geti hlúð
að sér og sínum og gert
áætlanir til framtíðar.
HIN HLIÐIN EYGLÓ HARÐARDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR
Dreymir um sjálfbært Ísland
12.12.1972„Hann er það sem við köllum eðlissterkur. Það er eitthvað sem
menn eru fæddir með, held ég.
Ég er rosalega stolt af honum,
alveg í sjöunda himni. Hann er
sérlega góður drengur, staðfast-
ur, ákveðinn og með góða lund.“
Sigríður Bjarnadóttir, móðir heimsmeist-
arans Páls Logasonar eða Palla fermeters,
sem lyfti heilu tonni á HM í kraftlyfting-
um.
„Á íslenskan mælikvarða er þetta
stór auglýsing. Eins viðamikil í
framleiðslu og þær verða. En hún
telst ekkert risastór á rússneskan
mælikvarða,“ segir Samúel Bjarki
Pétursson auglýsingaleikstjóri.
Leikstjóradúettinn Samúel og
Gunnar Páll Ólafsson, sem enginn
þekkir undir öðru nafni en Sam-
mi&Gunni, hafa nýlokið gerð aug-
lýsingar sem rússneskir sjón-
varpsáhorfendur fengu barið
augum á rússneskum sjónvarps-
skjám í gær. Auglýsingin er fyrir
fyrirtækið Beeline sem er eitt
þriggja langstærstu símafyrir-
tækja Rússlands. Auglýsinguna
gerðu þeir Sammi&Gunni fyrir
hina auglýsingastofuna BBDO
sem er sú öflugasta í Rússlandi
„Já, við erum að koma með
gjaldeyrinn heim strax. Í smá-
skömmtum,“ segir Sammi og
kímir en þeir félagar hafa áður
gert auglýsingu fyrir Rússana en
þá var það auglýsing fyrir annað
símafyrirtæki sem heitir Mega -
phone.
Fjórir Rússar komu gagngert
til landsins til að vera við tökur
auglýsingarinnar en hún var tekin
í Landmannalaugum í síðustu
viku. „Verið var að líkja eftir jap-
anskri laug en þar dvelja ein-
hverjir mjög frægir snjóapar. Það
er enginn snjór í Japan núna
þannig að við endurskópum laug-
ina og svo fengum við sent mynd-
efni með öpunum sem varð að
passa við það sem við tókum.
Áhorfandinn á sem sagt að trúa
því að þetta sé skotið á sama stað
á sama tíma,“ segir Sammi. Og
Jónbi Guðmundsson framleiðandi
bætir við: „Þessir snjóapar búa
einungis í Japan á ákveðnu fjalla-
svæði og hanga í svona heitum
laugum. Við eltum sem sagt
umhverfi þeirra sem er ansi líkt
Landmannalaugum. Eddi Eldur
smíðaði nokkra steina sem við
bættum inn í á staðnum og voilà!,
allt virkaði. Svo settum við Svein
„Dóa“ Geirsson í hverinn og létum
hann spjalla í síma og aparnir
bættust við í eftirvinnslu.“
Að sögn Samma voru Rússarnir
ótrúlega hrifnir af landinu sem
lýsti sér til dæmis í því að saman
fóru þeir til Danmerkur til að láta
litaleiðrétta filmuna. Þá vildu
Rússarnir komast sem fyrst heim.
„Og voru þá að tala um Ísland en
ekki Rússland.“
jakob@frettabladid.is
GUNNI&SAMMI: GERA AUGLÝSINGU FYRIR RÚSSNESKT SÍMAFYRIRTÆKI
Rússar í Landmannalaugum
SVEINN „DÓI“ GEIRSSON Lætur fara vel um sig í Landmannalaugum en eftir er að
bæta hinum japönsku öpum inn í myndina.
GUNNI VIÐ LANDMANNALAUGAR
Tökum lauk í síðustu viku en Rússarnir
sem komu vegna auglýsingarinnar voru
yfir sig hrifnir.
SAMMI Á „SETTINU“ Auglýsingin er
risastór á íslenskan mælikvarða en í
Landmannalaugum endurskópu menn
laug sem í sækja japanskir snjóapar.
Facebook-grúppan „Frægir á ferð“ hefur vakið mikla
athygli að undanförnu. Þar má sjá myndir af frægum
Íslendingum á ferð í bænum.
„Við Gummi kærastinn minn vorum á rúntinum einn
laugardaginn og datt í hug að taka myndir af frægum á
ferð,“ segir Jón Þór Þorleifsson pródúser. „Við rák-
umst á fullt af frægum og settum svo myndirnar sem
við tókum á Facebook-síðu sem við stofnuðum sérstak-
lega. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og við höfum
bæði fengið fleiri myndir frá fólki út í bæ og þeir
frægu hafa kommentað á þetta líka. Óskar Jónas-
son sagði til dæmis að nú þyrfti hann að fá sér
Lexus með dökkum rúðum eftir að við náðum
mynd af honum á hjólinu sínu á Hlemmi.“
Önnur fræg fórnarlömb eru meðal annars
Lalli Johns, sem var á tali við hettuklædd-
an mann við pósthúsið í Austurstræti,
Bjarni Ara að fara inn á Skólabrú og
Egill og Tinna að koma út úr Melabúð-
inni. „Það er engin leið að sjá að þetta
eru þau á myndinni og það er þemað hjá okkur:
að þetta séu „vondar myndir“. Það má alls
ekki sjást vel í fólkið svo þetta sé ekki ein-
hver „paparazzi“-fílingur.“ Jón Þór hvetur
fólk til að senda sér myndir. „Það er mjög
skemmtilegur leikur á rúntinum að taka
myndir af frægum. Þetta er bara til gam-
ans gert og algjörlega tilgangslaust. Svo
viljum við ekki sjá neinar bögg-myndir,
fyllirísmyndir eða eitthvað svoleiðis.“
- drg
Setið fyrir frægum á ferð
SKEMMTILEGUR LEIKUR Á RÚNTINUM Jón
Þór Þorleifsson hefur stofnað Facebook-síðu
með myndum af frægum á ferð.
Í SÍMANUM Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG Jakob Frímann í símanum.
„Mér líst ekkert á blikuna. Mér
finnst rosalega hallærislegt hvað
allt hefur hækkað og svoleiðis,“
segir Kristján Þórðarson, sem
landsþekktur er sem útvarpsmað-
urinn Stjáni stuð. „Ég verð fertug-
ur á næsta ári og var fyrir löngu
búinn að ákveða að bjóða konunni
minni, henni Soffíu, og bróður
mínum og konunni hans til Orlando
að skoða Disneyland og fleira. Það
var ekkert mál fyrir mig, enda á ég
nóg af peningum. En þá kom þessi
kreppa og nú veit ég ekkert hvern-
ig þetta fer. Mig langar rosalega, en
ef dollarinn verður áfram svona
hár veit ég bara hreinlega ekki
hvernig þetta endar. Maður getur
ekki annað en beðið og séð hvernig
spilast úr þessu.“
Stjáni nær hinum virðulega aldri
hinn 31. maí næstkomandi og áætl-
aði að leggja í hann til Florída fjór-
um dögum síðar. „Ég hef komið í
Disneyland í París og það var mjög
gaman. Ég held samt að Disneyland
í Orlando sé enn skemmtilegri stað-
ur. Ég held bara svei mér þá að það
hafi verið draumur minn alla ævi
að komast þangað.“
Þótt ferðin sé í uppnámi vegna
efnahagshrunsins er Stjáni harð-
ákveðinn í að afmælisveislan verði
frábær – „Ég er búinn að leigja sal í
Stangarhyl og bóka fullt af bönd-
um,“ segir kappinn. En hvað með
frekari afrek á öldum ljósvakans?
„Ég er alltaf að reyna að komast í
útvarpið aftur og gefst ekkert upp.
Ég hef fengið tilboð frá einni stöð
en ég vil ekki vinna kauplaust. Þá
sleppi ég því nú frekar.“ - drg
Kreppan ógnar Disney-
draumi Stjána stuðs
HIMINHÁTT GENGI DOLLARSINS ÓGNAR FLÓRÍDAFERÐ Stjáni Stuð með Soffíu eigin-
konu sinni. Þróun efnahagslífsins ræður hvort þau komast í Disneyland.
FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum af síðu 8.
1. Prince of Persia: Sand of Time
2. Björn Jörundur Friðbjörnsson
3. Hillary Clinton
...ég sá það á visir.is