Tíminn - 09.03.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.03.1982, Blaðsíða 8
8 ÞriOjudagur 9. mars 1982 MÉW Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjóre, skrifstofur og auglýsingar: Siðumula 15, Reykjavik. Sími: 84300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 6.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaðaprent hf. Eflum skógrækt ■ Á þessari öld hefur verið unniðmikið þrekvirki i skógrækt hér á landi, einkum fyrir fórnfúsa bar- áttu áhugamanna. Þetta starf hefur m.a. leitt i ljós, að skógrækt er ekki aðeins til þess að fegra og bæta landið, heldur getur hún einnig verið fjárhagslega hagkvæm. í athyglisverðri grein, sem birtist i Timanum fyrir helgina, benti Guttormur Þormar, bóndi i Geitagerði i Fljótsdal, á mikilvægi þess að hafist yrði handa um ræktun nytjaskóga á völdum stöð- um sem viðast um landið. Hann benti á marg- háttaðan ávinning af slikum skógarbúskap, og sagði m.a. um það efni: ,,í fyrsta lagi er það framleiðsla á girðingar- efni. Arður af slikri framleiðslu skilar sér ekki fyrr en eftir 20-30 ár. Þvi er ekki nema eðlilegt að þjóðfélagið styðji og styrki þetta starf. f flestum löndum eru skógræktarverkefni styrkt eða kostuð af rikinu að verulegu leyti. í Noregi er að ég best veit veitt rikisframlag allt að 75% af stofnkostn- aði við skóg. í öðru lagi er það eldiviðarframleiðsla. Einmitt nú, þegar boðorð dagsins virðist vera orku- sparnaður, er hér um framtiðarmál að ræða. Má i þessu sambandi nefna framleiðslu á arinviði. I þriðja lagi er það framleiðsla á borðviði. Er- um við þá komin aö þvi, sem við gætum kallað langtimamarkmið. Nú þegar horft er fram á timburskort i heiminum áður en langt um liður og þörfin mikil fyrir viðinn, ætti þetta að vera mál, er alla varðar. í Hallormsstaðarskógi er nú þegar það stórvaxið lerki, að nýtt hefur verið sem borð- viður og notaður meðal annars sem innanhúss- klæðning. í fjórða lagi er það hinn óbeini ávinningur, það er skjólið sem trjágróðurinn veitir. I fimmta lagi er það bætt beitiland. Þar sem slikar aðstæður leyfa, hefur allur trjágróður, hvort sem hann er til beinna nytja eða til yndis- auka, jarðvegsbindandi og jarðvegsbætandi áhrif.” Hér er i hnotskurn bent á þann beina ágóða, sem hægt er að hafa af eflingu skógræktar i land- inu. Þar við bætist sú skylda hverrar kynslóðar, að skila landinu til afkomenda sinna i betra ásig- komulagi en við þvi var tekið. Margar liðnar kyn- slóðir hafa ekki valdið þvi hlutverki vegna fá- tæktar. Við höfum enga slika afsökun. Reyklaus dagur ■ Reykingavarnanefnd hefur hvatt til þess, að reykingamenn láti tóbakið liggja i dag og haldi þannig reyklausan dag. Þetta er i annað sinn, sem efnt er til sliks áróðursdags gegn tóbaks- reykingum. Skaðsemi tóbaksreykinga hefur nú um alllangt skeið verið visindalega sönnuð með svo af- dráttarlausum hætti, að öllum sem reykja hlýtur að vera það ljóst, að reykingar stytta æfi þeirra. Vonandi vekur reyklausi dagurinn reykingamenn til umhugsunar um þessa staðreynd, sem þeir horfa framhjá dags daglega. Enn meira máli skiptir þó, ef reyklausi dagurinn gæti orðið til þess að fleiri unglingar tækju aldrei fyrsta vindlinginn, þvi með þeim hætti er fyrst og fremst hægt að draga með varanlegum hætti úr reýkingum. — ES J. ?rBygging náms- mannaheimila er eitt af stærstu hagsmuna- málum stúdenta” — segir Finnur lngólfssonr formaður stúdentaráds ■ Þann 11. mars n.k. eru kosn- ingar i Háskóla Islands. Kosiö er til Stúdentaráðs,13 fulltrúar og 2 til Háskólaráðs. Fyrir kosningarnar i fyrravetur kom fram nýtt framboð Umbótasinna. Umbótasinnar faigu tæpan þriðj- ung atkvæða og 4 menn kjörna í StUdentaráð. Af þvi tilefni feng- um við Finn Ingólfsson formann StUdentaráðs til aö svara nokkr- um spurningum. Finnur var i öðru sæti á lista Umbótasinna i fyrra og stundar nám á 3ja ári i viðskiptafræði. Hvað er félag Umbótasinna og hvernig er það tilkomiö? Fllag u m bó ta s in na ð ra stúdsnta er frjálslyndur umbóta- flokkur félagshyggjum anna. Hann er byggður á þvi að koma fram sem mestum umbótum á hagsmunum stúdenta bæði hvað varðar nám 'og félagslegar að- stæður. Umbótasinnar eru for- ystuafl félagshyggjumanna við háskólann. Við sem stóðum fyrir þessu framboði i fyrra vorum óánægð meö þá valkosti sem stóöu til boða og töldum þennan valkost vanta og reynslan sýndi að við höfðum svo sannarlega rétt fyrir okkur. NU hefur þvi veriö haldið fram að þetta sé félag krata og fram- sóknarmanna hvaö er hæft i þvi? Eg held að sú niðurstaða sé fenginmeð þvi að einfalda hlutina of mikið og geta sér rangar for- sendur. Það er ljóst að Vaka er félag Sjálfstæðismanna við há- skólann og tengsl Alþýðubanda- lagsins og Félags vinstri manna er ótviræð. Þetta er gert til að gera framboð Umbótasinna tor- tryggilegt. Staðreyndin er sú að innan raöa Umbótasinna er fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og stærsti hlutinn af okkar fólki hef- ur ekki tekið afstöðu með neinum ákveðnum stjórnmálaflokki. Við bjóðum fram á þeim grundvelli að berjast fyrir hagsmunum stUdenta og byggjum okkar stefnu á félagshyggju. A þeim grundvelli erum við kosnir, þann- ig höfum við starfað og þannig munum viö starfa. Nú tókuð þið við af vinstri mönnum eftir 10 ára meirihluta setu. Hvernig var aðkoman? Hún var nU vægast sagt heldur óglæsileg. Eg held að óreiöan i SHI hafi verið bUin að ná áður óþekktu stigi þegar við tókum viö. Það var hreinlega allt í rusli. Simi skrifstofunnar lokaður.all- irsjóöir tómir,þannig að byrjunin var aö slá lán til aö geta haldiö skrifstofunni opinni. Bókhaldið var imolum og vanskilareikning- ar voru miklu meiri en fram kom i þvi litla sem til var af bókhaldi. Rekstur F.S. var lika i molum m.a. vegna þess að bókhaldið var þannig fært að allir rekstrarþætt- ir voru þvældir saman i eina óskiljanlega Hækju og hverjum degi látin nægja sin þjáning. óreiðan náði þó hámarki sumarið 1980 en þá var tapið á Hótel Garði og klúbbi eff.ess., þar sem reynt var nýtt sjálfstjórnarform i anda „sósialiskrar rekstrarstefnu” eins og vinstri menn kölluðu það, 15.5gamlar milljónir. Þessir liðir, þ.e. klúbburinn og hótelið voru ósundurgreinanleg Hækja. í okk- ar tið þ.e. s.l. sumar skilaði hótel- ið 40 gömlum milljónum i hagnað. Þegar þess er gætt að þarna hafa tapast nokkrir tugir milljóna á tveimur mánuðum vaknar sú spurning: Hvernig var þetta hægt? Hvaö hefur þá áunnist í ykkar tið? Það er hreint ótrúlegt sem hef- ur áunnist á þessu tæpa ári sem við höfum starfað, þvi aðkoman var nú ekki glæsileg. Rekstur F .S. hefur færst i mun betra horf. Rekstrarþættir hafa verið að- greindir og nú fæst mun betri menningarmál Sámi dáidda Norræna húsið Sámi Dáidda Samalist. ■ Samar nefna menn nú þá þjóð er hétu Lappar, þegar ég var barn og menn nefndu vistFinna á islensku i fornöld, en þetta eru samheiti yfir þjóö er ekki sinnir landamærum kortageröarmanna að ráði eða þeirri landafræði, sem greinir Skandinava i þjóðir, land- fræðilega séö. Samar búa i Noregi, Sviþjóð og i Finnlandi. Lönd þeirra eru stór, og þeir eru taldir til svokallaðra minnihluta- hópa. Þá munu nokkrir ættbálkar Sama búa í Sovétrikjunum, en við há er ekki sameangur, þvi járn- tjaldið hefur annan skilning á landamærum en hreindýr. Samar eru því eins konar sér- þjóð i þrem löndum og i Sviþjóö eru tslendingar oft taldir með þeim, þvi viö búum svo noröar- lega, að minnsta kosti er okkar mönnum boöið þangað á iþrótta- mót og á héraðsmót, sem Norður- landaráð gengst fyrir handa þeim sem búa of norðarlega til að geta talist með öllum mjalla. Samar Samar munu vera um það bil 60.000 talsins, og einhver sagöi mér að um 40.000 ættu heima i Noregi. Þar búa flestir á Finn- mörk, en hlutii Tromsfylki. 1 Svi- þjóð búa Samar á svæði sem nær frá Dölunumogað finnsku landa- mærunum. Afgangurinn býr sið- an i Norður Finnlandi og i Rúss- landi, á Kólaskaganum, þar sem kjarnorkueldflaugar Rússa eru geymdar, eða sá hluti sem ætlað- ur er vestrænni menningu, ef á þarf að halda. Þá eru þeir i Petsamo, sem er þekkt örnefni i striössögu tslands. I landafræöibókum, fornum, voru Samar taldir vera Mongól- ar, en eru nú yfirleitt taldir til Alpaþjóða, en ég hefi þvi miður enga hugmynd um það, hvað alpamaður er, en giska á að i ölpunum sé aö finna skyldar þjóðir og menningu. En Samar eru annars fremur lágir vexti á landafræðibókarmáli, dökkir á húðina og hafa sérstakt andlits- fall,sem oft er fagurt. Mál þeirra er finnsk-rússneskt (fornrúss- neska) en auðvitaö tala þeir nú flestir eitthvert Noröurlandamál- anna, og mállýskur Sama eru margar. Fróðir menn telja þó að Samar, eöa Sambar, hafi áður talað sér- stakt mál, og þykja ýms örnefni þeirra og heiti á munum benda til þess, að þvi er málvisindamenn telj a. Menningarlega hefur Sömum verið skipt i tvo hópa, þá sem eru hirðingjar, eöa færa sig til með muni sina og bústofn, eftir árs- timum og hina er hafa fasta bú- setu. Þeir sem stunda hjarö- mennsku, búa aðallega i Sviþjóð i fjöllunum, en færa sig inn i skóg- ana þegar vetur leggst yfir. Þeir lifa á hreindýrum og veiðum, en gnægð fiskjar er i þúsund vötn- um. Þaö ereinkar ánægjulegt aö nú skuli komin hingað sýning á verk- menningu, eða áhöldum og list- munum Sama, ásamt teikning- um, ljósmyndum og öðru, er þessari norðurþjóð má verða til kynningar. Að visu er sagt, að list eigi sér ekki þjóðemi, en eigi að siður, þá mótast listin af þeirri menningu, sem við er búið. Samar eru (eða voru) flökku- þjóð, er lifir að mestu á hreindýr- um, svona svipað og tslendingar á sauökindinni og Eskimóarnir á selnum i'sinni ti'ð, og þeir stunda veiöar. En þessi frummenning hefur þó fyrir löngu gengið sér til húðar, þvi Samar hafa auðvitað eignast nýjan munað, þótt þeir haldi tryggð viö sitt fé, hreindýrið, og haldi margir hverjir fast við forn- ar venjur. Þeir voru áður heiönir, sem svo er nefnt, en játa nú opin- berlega kristna trú, a.m.k. vestan Kólaskaga, hvað sem kann að vera á Kólaskaganum sjálfum. Samalist Þar sem búið er að gjöra Nor- ræna-húsið að sérstöku skandi- navisku fátækrabæli með lágum fjárlögum,peningareikningi, sem fær eigi staðið undir neinu sér- stöku, þá fagnar maður sýningu Sama alveg sérstaklega. Til eru mjög góð söfn, t.d. í Danmörku, þar sem hinar ýmsu Samaþjóðir eru útskjrðar með kjörgripum frá liðnum dögum. Þessi sýning er látin spanna langa sögu, og hún er munasýn- ing og listsýning. Nytjalist nefna menn ýmsa muni, þegar þeir eru •gerðir núna, en áður voru þeir ptartur af tilveru, menningu og þörf fyrir búsáhöld og fegurö. Til að timasetja, má telja upp hvað sýnt er, og á þeim hlutum sjáum við tengslin við siðmenninguna, sem fæst i búðum. Sýningin byrjar á guðfræði Sama, fóminni og fórnarstaönum SEITE. A þá var smurt blóði og fitu fórnardýranna, en þessir félagsmálapakkar guðanna eru aðeins þekktir í grófum atriðum. Andasæringar voru miklar i fomri trú Sama. Galdramaðurinn var tengiliöur milli manna og guða og hann spáði, eða var þjóð- hagsstofnun og seðlabanki þeirra alda. Þákemurað fornum munstmm og fléttum. Risamunstur og krákustfgar voru algengastir. Þá f koma munir, sem fara að minna okkur á nútimann, sunnar. Beltis- sylgjur, silar.nálhús, tóbaksdósir, drykkjarskeið, klúthringur. Og enn er haldið áfram. Lappa- hnífurinn, sem var karlmanni fremur li'ffæri en vopn. Með hon- um mátti tálga, slátra hreindýr- um og verka þau og jafnvel fella smátré. Sundurgerðarmenn höfðu skrautlega hnifa við belti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.