Tíminn - 09.03.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.03.1982, Blaðsíða 11
Þri&judagur 9. mars 1982 11 á vettvangi dagsins bridge „Staðhæf ing Sigurðar E.Guðmundssonar alröng": Margreynt að ná saman fundi í stjórnkerfis- neffnd í þrjá mánuði segir Eiríkur Tómasson, formaður nefndarinnar ¦ „Sannleikurinn er sá að sem formaöur stjórnkerfisnefndar hafði ég í rúma þrjá mánuði margreynt að ná saman fundi i nefndinni dn árangurs þar sem fulltriii Alþýðuflokksins, Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, borgarfulltrui gat af einhverjum ástæðum aldrei mætt á fundina", segir Eirikur Tómasson i yfirlýsingu vegna þeirra ummæla Sigurðar E. Guðmundssonar borgarfull- trúa Alþýðuflokksins um að Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið hafi fyrirvara- laust slitið samstarfi við Alþýðu- flokkinn ,um endurskoðun á stjórnkerfi Reykjavikur. Segir Eiri'kur þessa staðhæfingu þvi al- ranga og væntanlega stafa af vanþekkingu hans. Yfirlýsing Eiriks Tómassonar er svohljóðandi: ,,I tilefni af þeim ummælum Sigurðar E. Guðmundssonar borgarfulltrúa Alþýðuflokksins, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið hafi slitið fyrirvaralaust samstarfi við Alþýðuflokkinn um endurskoðun á st jórnkerfi Reykjavikurborgar, vil ég taka fram eftirfarandi: Staðhæfing Sigurðar er alröng og stafar væntanlega af vanþekk- ingu hans á málavöxtum. Sann- leikurinn er sá að sem formaður stjórnkerfisnefndar hafði ég i rúma þrjá mánuði margreynt að ná saman f undi i nefndinni án ár- angurs þar sem fulltrúi Alþýðu- flokksins, Sjöfn Sigurbjörnsdótt- ir, borgarfulltnii, gat af einhverj- um ástæðum aldrei mætt á fund- ina. Aður hafði ég, fyrir hönd Framsóknarflokksins, lagt fram itarlegar tillögur til breytinga á stjórnkerfi borgarinnar i nefnd- inni og gerði ég mér vonir um að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir gæti fall- ist á að minnsta kosti hluta til- lagnanna þar sem fulltrúar Alþýðuflokksins i borgarstjórn höfðu flutt sams konar tillögur áður, þ.e. meðan flokkurinn var i minnihlutaaðstöðu. Ekkert benti hins vegar tii þess að Sjöfn eða flokkur hennar væri til viðræðu um tillögur þessar, þvert á móti virtist hún þeim andsnúin. 1 ljósi þess að ekki reyndist til staðar samstaba með meirihluta nefndarinnar um neinar tillögur til aðkallandi breytinga á stjórnkerfi borgarinnar og þess að óðum dró að borgarstjórnar- kosningum sá ég mérekki annað fært en að leggja það til á fundi nefndarinnar hinn 1. mars s.l. að nefndin skilaði af sér störfum til borgarráðs og borgarstjórnar. Voru þau Adda Bára Sigfúsdóttir og Markus öm Antonsson, sem einnig sátu fundinn, sammála þeirri málsmeðferð. Það vita allir, sem til þekkja, EirikurTómasson aðþað var Alþýðuflokkurinn sem i raun sleit samstarfinu á þessu sviði borgarmálefna. Við Fram- sóknarmenn, og ég vænti Alþýðu- bandalagsmenn einnig, erum hins vegar reiðubúnir, hvenær sem er, að taka liöndum saman við Alþýðuflokkinn um breyting- ar á stjórnkerfi Reykjavikur- borgar, en okkur sýnist að enginn áhugi sé rikjandi á þvi i röðum forystumanna flokksins i Reykja- vik." menningarmál Einar Hákonarson sýnir KJARVALSSTAÐIR EIN AR H AKON ARSON Málverkasýning 27.febr.—14.mars. Opiðdaglega 14—22. Vestursalur Fjaðrafok út af sjónvarpi ¦ Einar Hákonarson er vaskur málari, og þdtt hann gegni nil skólastjorastarfi viö Myndlista- oghandiðaskólann, þá hefur hann ekki lagt pensilinn á hilluna — öðru nær, þvi enn hefur hann fyllt Kjarvalsstaði, og nú með 56 myndum, sem ýmist eru málaöar síðan síðast, eílegar eru i einka- eign. Opnun sýningarinnar gekk vist ekki hávaðalaust fyrir sig, þvi Einar Hákonarson óskaði ekki eftir að Sjónvarpið greindi frá sýningu hans og um þetta segir hann iMorgunblaðinu orðrétt: „Þetta mál allt á sér nokkurn aðdraganda", sagði Einar þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „Þegar árið 1971 mótmælti Félag islenskra myndlistarmanna fréttaflutningi sjónvarps frá myndlistarsyningum. Þá var sagt frá myndlist í lok fréttatfma á föstudögum. Eftir þessi mótmæli kom Vökuþátturinn sem nú er orðinn að mestu þáttum um kvik- myndir og leiklist. Siðast þegar ég hélt málverka- sýningu, þá vildi ég ekki fara i þessa ruslakistu sjónvarps, sem myndlistarmennkalla siná milli, vegna þess að ekki er lagt neitt mat á myndlist i sjónvarpi, eins og gert er með leiklist, tónlist og svo framvegis. Fréttaflutningur sjónvarps af menningarviðburð- um er almennt fyrir neðan allar hellur, en ef bolta er lyft, þá er rokið upp til handa og fóta." Það kann að vera, að Einar Há- konarsonhafidálitið til sinsmáls, en á hinn bóginn, ef ég man rétt viðtal við Einar i útvarpinu, sem eru þó viss forréttindi, því flestir verða nú að borga þar si'na auglýsingu. Annars hefur hljóð- varpið sett sér ákveðna reglu, sem sé þá, að segja frá opnun sýninga eftiralla menn.en efum samsýningu er að ræða, þá er greint frá þvi, eða minnt á hana, áður en lokað er. Sjónvarpið mætti gjarnan hafa svipaðarreglur (og hefur þær) en ekki li'st mér á að sjónvarpið fari eftir „matiá myndlist". Það er of hættuleg regla, ef ég þekki manneskjuna rétt. Það er að segja, þegar um kynningu á sýn- ingum er að ræða, þótt vel væri án efa þegið, að fjallaö yröi um sýn- ingar i einhvers konar Vöku. AU- ar tilraunir með að gjöra listina að innanfélagsmdtum fámennra hópa, eru dæmdar til að fara út um þufur. En nóg um það. Sýningin Sem áður var sagt, þá eru 56 myndir á þessari sýningu. Flest- ar nýjar eða nýlegar. Þó eru þarna nokkur eldri verk, sem eru i einkaeign. Það er annars öröugt að skil- greinaþessa sýningu Einars. Við- fangsefnin eru að visu svipuð, og við höfum áður séð. Manneskjan, eða maðurinn, landið og veðrátt- an. Hann beitir myndflötinn engu sérstöku ofbeldi. Teikningin er klár, og randteikning er áberandi til að afmarka litina og formin. Með þvf móti verða sum verkin dálitið „teiknuð"eins og stundum er sagt. Best vegnar honum, þeg- arhann stillir saman rólegum og fjörugum myndflötum eins og i mynd sem hangir austast á norð- ur vegg salarins. Yfirleitt þtíttu mérlitlarmyndir betri en stórar, þótt myndir eins og Valhusahæð séu býsna áhrifamiklar. Það verður að segjast eins og er, að dáli'till svipur raösmiði er á þessari sýningu Einars Hákonar- sonar, en það sem mest er um vert, er það, að góðu myndirnar eru með þvi besta er hann hefur gjört. Jónas Guomundsson skrifar um myndlist. Einar Hákonarson I — Islandsmótin að heffjast ¦ Sveit Sævars ÞorbjÖrns- sonar sigraði i úrslitakeppni Reykjavikurmótsins i sveita- keppni, sem spiluð var um helgina. Auk Sævars eru i sveitinni þeir Þorlákur Jóns- sin, Jón Baldursson og Valur Sigurðsson. Þær fjórar sveitir, sem höfnuðu i efstu sætunum i mótinu spiluðu úrsláttar- keppnium titilinn. S.l. laugar- dag áttust við sveitir Sævars og Arnar Arnþórssonar og sigraði sveit Sævars i 40 spila leik með 83:60 el'tir frekar jafna byrjun (45:45 eltir 28 spil). Annað var upp á tengingnum i leik Þórarins Sigþórssonar og Ásmundar Pálssonar, en siðarnet'nda sveítin sigraði með 136:43. i keppninni um þriðja sætið sigraði sveit Arnar sveit Þórarins örugglega (138:76), segja má að hin annars mjög góða sveit Þórarins hafi verið i „j^rnbrautaslysunum" um siðustu helgi. Sveitir Sævars og As- mundar spiluðu 60 spilaleiki i 4 lotum um titilinn og má segja að drengirnir haí'i sigrað með öryggi, en þeir unnu allar lot- uijnar: 50-24, 38-30, 56-34, 46-43 eð(a alls 190-131 Sævari i vil. Keppnisstjóri var Agnar Jörgensen. islandsmótin Mikið er um að vera i islensku bridgelifi um þessar mundir. Úrslit Reykjavikur- mótsins fóru fram nú um helgina, eins og iram kemur hér að ofan og um næslu helgi verður bridgeháliðin mikla. Þá er búið að skipuleggja dag- skrána fyrir Islandsmótin i sveitakeppni og tvimenning, sem hefjast nú i lok mánaðar- ins. 1 sveitakeppninni laka þatt 24 sveitir, sem spila undanúrslit i íjórum sex sveita riðlum. Tvær efstu sveitirnar komast svo i úrslit. Tvimenningskeppnin er hins vegar öllum opin. Dagskráin verður sem hér segir: Sveitakeppni Undanúrslit: keppnisgjald kr. 1400 pr. sveit Spilastaður: Hótel Loft- leiðir, Kristalssalur. 2.umf.fösludag26/3 .kl. 20.00 2.umf. laugardag27/3.....kl. 13.15 3. umf. laugardag 27/3----kl. 20.00 4. uml. sunnudag 28/3.................kl. 13.15 5. umf. sunnudag 28/3 —kl. 20.00 Crslit: 1. umf. fimmtudag8/4----kl. 13.15 2. umf. fimmtudag 8/4___kl. 20.00 3. umi. föstudag9/4..kl. 13.15 4. umf. föstudag 9/4.kl.20.00 5. umf. laugardag 10/4 ...kl. 13.15 6. umf. laugard. 10/4.kl.20.00 7. umf. sunnudag 11/4 .... kl. 13.15 Tvimenningu Undanúrslit: keppnisgjald kr. 400 pr. par Spilastaður: Domus Medika 1. umf. fimmtudagur 22/4 kl. 13.00 2. umf. fimmtudagur22/4.kl. 19.00 3. umf. föstudagur23/4 ...kl. 17.00 Úrslit: Spilastaður: Hotel Hekla l.umf. laugardagur24 24.kl. 13.00 2. umf. laugardagur 24/4.. kl. 19.30 3. umf. sunnudagur 25/4 . .kl. 13.00 1 tengslum við þessi mót, munu Flugleiðir að öllum lik- indum bjóða keppendum upp á 1S1 kjör, þ.e. u.þ.b. 50% af- slátt. Þá verða væntanlega „helgarpakkar" i boði fýrir keppendur, en nánari upp- lýsingar um verð liggja ekki enn fyrir. Bridgehátíð 82 Þátturinn minnir enn einu sinni á afmælismót BR og Stórmót Flugleiða sem hef jast n.k. föstudag. Undirbúningur i'yrir mótin gengur vel. Eins og áður hefur komið fram i blaðinu, iá mótshaldarar videótæki Óðals lánuð og nú siðast hefur íyrirtækið Gellir lánað af örlæti f imm ITT sjón- varpstæki, sem verða notuð i tengslum við videótækin, á- horfendum til góðs. Er þvi ó- hætt að fullyrða, að aðstaða fyrir áhorí'endur verður upp á það besta. Butler i Breiðholti S.l. þriðjudag var áætlað að spila Butler keppni hjá félag- inu, en vegna slæmrar þatt- töku v ar gripið lil þess að spila eins kvölds tvimenning. Tólf pör tóku þált og sigruðu þeir Heimir Tryggvason og Arni Már með 140 stig. 1 kvöld er hins vegar ætiunin aðbyrja Butler tvimenninginn og eru spilarar beðnir um aÖ mæta vel og slundvislega. Spilamennskan hei'st kl. 19.30 i húsi Kjöts og fisks, Seljabraut 54. Félagið spilaði nýlega vift bridgemenn frá Húsavik sveitakeppni á 6 borðum og urðu úrsíit þau, að heima- menn sigruðu naumlega 62 stig gegn 58. Þá var einnig spilaður tvimenningur, en þá sigruðu norðanmenn. Skagfirðingar Áíormað er að sækja félaga i Bridgefélagi Sauðárkróks heim um komandi Sæluviku, sem verður i ár vikuna 21. til 28. mars. Farið verður norður með flugi föstudaginn 26. og heim sunnudaginnn 28. mars. Þátttaka tilkynnist til Sig- mars Jónssonar i sima: 12817 og 16737. Eftir 10 umferðir i Baromet- erkeppni eru eftirtalin pör efst: 1. Guðmundur Aronsson — Sigurður Amundason.....99 2. Garðar Þórðarson — Guðmundur Ó. Þórðarson 92 3. Arnar Ingólfsson — Sígmar Jónsson..........86 4. Öli Andreason — Sigrún Pétursdóttir......83 -5. Andrés Þórarinsson — Hafsteinn Pétursson.....72 Sauðárkrókur Laugardaginn 28. febr. var spilaður aðaltvimenningur, félagsins með þátttöku 18 para. Spilaður var barometer og spiluö voru 3 spil milli para. Eftirtalin pör náðu yfir meðalskor: 1. Einar Svansson — Skúli Jónsson............81 2. Alda Guðbrandsdóttir — Jón Sigurðsson...........56 3. Kristján Blöndal — Bjarki Tryggvason.......51 4. Reynir Pálsson — Stefán Benediktsson......46 Magnús Ólafsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.