Tíminn - 09.03.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 09.03.1982, Blaðsíða 24
Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armiíla 24 Sfmi 36510 — Rætt við trompet- snillingirm Joe New- man ORLEANS BREYTIST YORK BREYHST OG EG BREYT1ST iÍKA” „Ég hei' veriö geys.lega mikið á ferðalögum utan Bandarikj anna sið- ustu 5-6 árin, þvi það er nauðsynlegt fyrir tónlistarmann að hafa svigrúm, honum nægir ekki að sitja alltaí kyrr á sama stað”, segir Joe Newman, tromp- etsnillingurinn úr Count Basie Big Bandinu, sem kom fram íyrir islenska jassunnendur á Broad way i gærkvöldi ásamt triói Kristjáns Magnússonar og Big Band ’81 undir stjórn Björns R. Einarssonar. Við hittum hann eftir æfingu þar efra i gær ásamt félögum i trióinu. 1 haust segist Newman hafa verið i Paris, þar sem hann heíur leikið á Hotel Meredian, en þar hefurhann leikið hluta úr vetri si. fimm ár. Þá hefur hann vanalega heimsótt Austurriki og Spán i leiðinni. Næst er ætlun Newman að fara i tónleikaferð um Bretland, en áður verður hann þvi miöur að leggjast um stund inn á spitala vegna kviðslits. „Við spilum allt mögulegt nú i kvöld”, sagði Newman, „swing, ballöður og fleira. Meginmark- miðið er að áheyrendurnir skemmti sér og þeir mega taka nokkur dansspor ef þeir vilja. Jú, ég fagna þvi innilega að spila fyrir islenska áheyrendur aftur ■ Joe Newman þeytir Bach-trompetinn æfingunni með Triói Kristjáns Magnússona i Broadway á æfingu í gær. Guðmundur Ein arsson trommu leikari lifir sig óskiptur inn i tónlistina. Myndina tók einn af meðli um Big Band '81, Guðjón ___ , Einarsson básúnuleikari, sem jafnframt er yfirmaður Ijósmyndadeildar Timans. þvi þegar ég kom hingaö 1966 og spilaði við opnun Loftleiðahótels- ins, fannst mér áheyrendur ákaf- lega þakklátir og elskulegir”. Friðrik Theódórsson sem var sölustjóri hjá Hótel Loftleiðum á þessum tima spilar á bassann i trióinu og hann segir okkur aö það hafi verið fyrir milligöngu ijós- myndara á vegum félagsins, Lénnart Carlén að Joe Newman fékkst til að koma við það tæki- færi en hann var þá að spila i Sammy Davis Show. Hefur verið ágætur vinskapur með þeim upp frá þvi. Raunar var ætlunin aö Newman léki i Djúpinu á vegum Jassvakningar þau kvöld sem hann dvelst hér en þar sem salur- inn þar var ekki tilbúinn getur ekki orðið af þvi fyrr en á fimmtudag og föstudag. Newman er ættaður frá New Orleans, þar sem hann fæddist árið 1921. Hann sló fyrst i gegn með hljómsveit Alabama State Teachers Collage sem stjórnað var af Lionel Hampton. 1943 gekk hann i Basie Big bandið. Þá hefur hann spilað með fjölmörgum öðrum hljómsveitum, svo sem JC Heard og Illinois Jacquet. Hann hefur farið i hljómleikaferö um Skandinaviu með nokkrum með- limum úr Basie Bandinu og af þekktum jassleikurum sem hann hefur spilað með inn á plötur má nefna þá Milt Jackson, Zoot Sims Buck Clayton, Tonu Scott og að sjálfsögðu Count Basie. Og það er sannarlega ekkert uppgjafarhljóð i Newman, sem nú er 64ára gamall: „Þetta bygg- ist allt á þvi lifsafli sem menn hafa”, segir hann. „Ég hef enn sama starfsþrótt og brennandi löngun til þess að ráðast i verk- efnin og þegar ég var ungur maður. Svona er þetta. Sumir eru orðnir háaldraðir tvitugir”. Þetta eru ekki orðin tóm hjá honum, þvi á sunnudaginn var hann á þrot- lausum æfingum frá kl. 11 um morguninn tii kl. 20 um kvöldið, lengst af með Big Band ’81. A slikum æfingum verða menn að leggja likama og sál i vinnuna og það útheimtir mikið þrek. Við spyrjum hann um New Or- leans. Er hún enn háborg jassins, eins og áður? „Þvi er ekki gott að svara. Kannske. En hún er ekki eins og hún var. Það er New York ekki heldur. Allt breytist og við sem spilum jass verðum að breyta okkur lika, þvi annars verðum við bara eftir einhvers staðar. Ég hef spilað með mörgum bestu hljóm- listarmönnum heims og maður verður að gera það besta sem hægt er hverju sinni, en maður gerir aldrei alveg það sama upp aftur”. —AM Þriðjudagur 9. mars 1982 síðustu fréttir Varö fyrir bíl og fótbrotnaði ■ Ung stúlka tvi-- brotnaöi á sama fæti þegar hún varð fyrir bil á Snorrabraut móts við hús númer 75, á ti- unda timanum i gær- morgun. Aö sögn lögreglunn- ar i Reykjavik vildi slysið til með þeim hætti að strætisvagn stöðvaði við gang- braut til að hleypa stúlkunni yfir. En ekki vildi betur til en svo að bill sem ók i sömu átt og strætisvagninn og var á sömu akrein tók framúr honum og lenti siðan á stúlkunni þeg- ar hún var komin framhjá strætisvagn- inum. —Sjó Fjögur innbrot ■ Fjögur innbrot voru kærð til rann- sóknarlögreglu rikis- ins um og eftir helg- ina. Farið var i Stór- markaðinn viö Auð- brekku i Kópavogi en ekki var nákvæmlega vitað hverju var stolið þar. Innbrot var fram- ið i Kaffivagninn á Grandagarði, þar var stolið talsveröu af matvælum, tóbaki og skiptimynt. Verkfær- um var stolið úr ný- byggingu við Vestur- vör 7 i Kópavogi. Þá var brotist inn i verslunina Vifilfell við Hofsvallagötu, þar var engu stolið svo vitað sé en aftur á móti var mikið rótað á lager verslunarinnar og af þvi urðu tals- verðar skemmdir á vörum. —S jó dropar Hurð ei meir... ■ Siglfirskir knatt- spyrnumenn komu heldur bctur á óvart á tslands- mótinu i innanhússknatt- spyrnu um helgina. Eftir að hafa lagt að velli hvert fyrstu deildar liðið á fæt- ur öðru mættu þeir F.H. i undanúrslitum. Noröan- menn gerðu sér Htið fyrir og lögðu Gaflarana. Skiljanlega mislikaði þeim siðarnefndu mjög þessi úrslit, ogþaðsvo.að einn landsliösmaðurinn í þeirra hópi gekk þannig f „skrokk” á búningsklefa- hurðinni að hún var , ,hurð ei meir”, eins og skáldið sagði... ,,Orö Guðs með mjjólk” ■ Þessa klausu sáum við i timaritinu Bjarma undir fyrirsögninni „Orð Guös meö mjólk”: „Frá þvi var sagt i út- lendum blööum á fyrra ári, að kristnir menn I Sviþjóö hyggðu á nýja herferð til aö koma orði Guðs á framfæri. Hér cr um að ræöa að prcnta orð úr heilagri ritningu á um- búðir utan um mjólk og rjóma. Kunnugt er, að meðal þjóöa, sem lesa Biblíuna, eru ýmis orð og oröatil- tæki úr Bibliunni orðin að daglegu máli, án þess að fólk gerisér ljóst, hvaöan þau eru runnin. Nefnd manna undir for- ystu Ingcbrands biskups gerir sér vonir um, aö ritningarorð, prentuð á m jól kurumbúðir, geti stuðlað að þvi, að fólk læri, úr hvaða samhengi þetta Bibliu-mál sé kom- ið. Ef þetta veröur fram- kvæmt, má segja, aö sænskir mjólkurneytend- ui- muni lesa ritningarorö með morgunverðinum — og sumir hugsanlega i fyrsta sinn á ævinni.” Vimmi í kosniriga- hugleiðing- um? ■ Vegfarendur um Haðarstig f Reykjavík hafa um nokkurt skcið veitt athygli torkennileg- um kassa sem stendur fyrir framan eitt húsiö í götunni. Ekki verður bet- ur séð en um sé að ræða einhverskonar kjörkassa, en okkur er með öllu ókunnugt um I hvaöa kosningum ætlað var, eöa er, aö nota hann. Gárungar segja þó málið skýrast þegar haft er i huga að Vilmundur Gylfason býr i umræddu húsi, — Vimmi fari ekki bara sinar eigin leiöir innan Alþýðuflokksins, heldur ætli hann nú að stiga krcfið til fulls og halda sínareigin kosning- ar. Krummi ... sér að nú er farið að borga loðnuveiðimönnum skaðabætur fyrir að hafa eytt loðnustofninum... VARAHLUTIR Mikið úrval Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Simi (91) 7 - 75-51, (91 ) 7 - 80- 30. Utrnn UIÞ Skemmuvegi 20 HF. Kópavogi Opið virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.