Tíminn - 09.03.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.03.1982, Blaðsíða 5
Þri&judagur 9. mars 1982 5 fréttir ■ Vogaskóli starfræktur áfram. um með skipan sem gerir unnt að reka hann innan ramma núgild- andi laga og reglugerðar um skólakostnað. Við viljum leggja áherslu á að þær reglur gera erfitt að skipu- leggja skólastarf i grunnskólum i Reykjavik þannig að æskilegur nemendafjöldi verði i bekkjum. Brýnast er i þvi sambandi að unnt, verði að fækka i fjölmennustu deildum. Reglurnar þyrfti að endurskoða þannig að hver skóli verði sjálfstæö rekstrareining”. Fáir þorskar og rýrir í afla Grindvíkinga: „ÉG ER HRÆDDUR UM AD „SVARTA SKÝRSIAN” SÉ AÐ SANNA GILEN SÍTT ef þetta lagast ekki á næstu tveimur vikum” segir Sigurður Rúnar Steingrfmsson ■ „Ég veit ekki hvernig i and- skotanum þetta endar. Ef það fer ekki að lagast á næstu tveim vik- um er ég hræddur um að „Svarta skýrslan” sé að sanna gildi sitt”. A þessa leið fórust Sigurði Rúnari Steingrimssyni vigtarmanni i Grindavik, orð um þorskafla þeirra Grindvikinga á yfirstand- andi vertið. Sögnum sunnan úr Grindavik ber saman um að miklu minni þorskur sé nú í aflanum en verið hefurá undanförnum árum. Sum- ir segja að nú sé hlutur þorsks ekki nema um 20% af þvi sem var i fyrra. Sigurður Rúnar hafði ekki handbærar tölur til að staðfesta að þetta væri rétt, en hann sagði að það munaði miklu, hvað þorskurinn væri miklu 'minni i aflanum nú. Hann bætti þvi þó við að það væri ekki að fullu sanngjörn við- miðun, þvi þorskurinn hefði verið óvenju mikill siðustu tvö ár. Það hefði lika verið venjulegt á árum áður að þorskurinn kæmi ekki fyrr en i febrúar eða mars úr djúpinu og upp á miðin aö neinu ráði. Þa hefði hann komiö i loðn- una. „Nú er engin loðna og það litla sem veiðist af þorski er mag- urt, hefur sýnilega ekki nóg æti. Það hefði átt að stöðva loðnu- veiðarnarstrax i haust, þegar séð var hvert stefndi. Það er ekkert að marka það sem skipstjórarnir segja um loðnuna, þeir vilja veiða meðan eitthvað er hægt að veiða. Við mundum gera það lika i þeirra sporum”, sagði Sigurður Rúnar Steingrimsson. Vestmannaeyjar „Hér er bullandi loðna allt i kring”, sagði Torfi Haraldsson vigtarmaður i Vestmannaeyjum þegar Timinn leitaði frétta hjá honum. Torfi sagöi að eitthvað svolitið meira væri komið á land i Eyjum núna en á sama tima i fyrra, en nú væri það mest ufsi sem hefði litið verið af á seinni árum. „Þorskurinn er litið farinn aðláta sjásig ennþá”,sagði Torfi og bætti við að það væri eðlilegt ástand og bara timaspursmál ■ hvenær hann kæmi. „Hann á bara eftir að ganga inná”. Torfi var spurður hvort þorskurinn sem veiðist væri horaðri en menn eiga að venjastum þetta leyti árs. „Ég hef ekki heyrt talað um það”, svaraði hann. Hann var þá spurður hvort hann hefði orðið var við nokkurn kviða i sjómönnum um að þorsk- aflinn væri að minnka verulega vegna skorts á æti. „Það er að visu kominn heldur langur timi, sem þorskurinn hef- ur ekki látið sjá sig en það er eng- in svartsýni i mönnum og ekki y ástæða til”, svaraði Torfi Har- aldsson. Höfn „Aflinn hefur verið i slaklegu meðallagi að undanförnu uppi sæmilegt og niður i ekkert", sagði Egill Jónasson yfirverkstjóri i fréttum af fiskiriinu á Höfn i Hornafirði. „1 gær komu 19 bátar að með samtals 240 tonn af tveggja nátta fiski. Það þykir okkur heldur dræmt”. Vertiðin i heild er heldur betri en i fyrra, en ufsinn er mun meiri hluti i aflanum, en veriö helur. Allir bátarnir eruá netum og tóku þau fyrr en i fyrra. Þegar spurt var um átu i fiskinum sagði Egill að fiskurinn sem nú veiddist væri fullur af sili en þvi væri ekki að neita að það heföi verið áberandi miklu minni loðna i honum i febrúar en venja væri. Hann sagði að menn hel'öu oröið varir við loðnuna, en minna en áður. Datsun Sunny Grand Luxe Nú koma DATSUN bllarnir beint frá Japan 1 | . ■ Vegna sérstakra samninga við verksmiðjurnar getum við boðið þennan fjölskyidubíl til afgreiðslu l/„ AA C/>n ímaín.k. á |\|. aa.OUU." (Gengi 26.2. ’82) GREIÐSLUKJÖR: 40.000.— lánað til 8 mánaða — Aukin fyrirgreiðsla möguleg t.d. beðið eftir láni eða sölu á eldri bil. Hvar færðu betri kjör? Fastir fylgihlutir • Digital klukka • Snúningshraðam. • Hnakkapúðar framan. • Rafhituð bakrúða • Rúllu öryggisbelti • Teppi • Hanskahólf • Pakkahilla • Hólf m/framsæta. • Kveikjari • 2ja hr. þrurrkur m/bið • Rafm. rúðusprauta •Háþr. framlj.þvottur • Inniljós m/dyrarofa • Sólskermar • Armpúðar • öryggisspegill • :ija hraða miðstöð • Hiti á hliðarrúður • öryggisljós fyrir: • Hleðslu, • Olfuþrýsting, • Há ljós, • Handbremsu, • Bremsuvökva, • Innsog. • Neyðarljós • Litaðar rúður • Læst bensinlok • Farangursrými opnað innanfrá. • Gúmmiklæddir hliðarlistar. Datsun € umboðið INGVAR HELGASON Vonarlandi vid Sogaveg 1 Simi 33560

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.