Tíminn - 10.03.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.03.1982, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 10. mars 1982 utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórc, skrifstofur og auglýsingar: Siðumula 15, Reykjavik. Simi- 8Í300. Auglýsingasimi: 1.8300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 6.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaðaprent hf. á vettvangi dagsins Leiðréttar rangfærslur um Blönduvirkjun — eftir Ingvar Þorleifsson, Sólheimum Þegar gáf urnar bregdast Jónasi ■ Jónas Kristjánsson ritstjóri Dagblaðsins og Visis er óneitanlega greindur maður og laglega pennafær. Það sannast hins vegar á honum, að ekki fara alltaf saman gæfa og gjörvuleiki. Jónas verður undantekningarlaust ótrúlega seinhepp- inn, þegar hann minnist á landbúnaðinn og bændastéttina. Þá er eins og lokum sé skotið fyrir flest skilningarvit hans. Að verulegu leyti kann að mega afsaka þetta með þvi, að hann fylgist ekki nægilega með störf- um bændastéttarinnar og samtaka hennar. Hann hefur t.d. haft það fyrir iðju að skammast yfir smjörfjalli og ostafjalli sem dæmi um offram- leiðslu hjá bændastéttinni. Hann fylgist ekki með þvi, að þessi fjöll eru horfin að mestu vegna þess að bændur hafa dregið úr framleiðslunni með margháttuðum ráðstöfunum. Þetta sér Jónas ekki, heldur finnst honum, að hann sé áfram að klifra og hrapa i smjörfjallinu og fylgja þvi hinar verstu draumfarir, eins og oft má sjá i Dagblaðinu og Visi. Þá finnst Jónasi, að heldur en ekki betur hafi rekið á fjörur hans, þar sem er hrun kjöt- markaðarins i Noregi. Vegna þess að Norðmenn hafa lagt kapp á að vera sjálfum sér nógir og treysta ekki á innflutning undir öllum kringum- stæðum, hefur stöðugt verið að draga úr út- flutningi héðan til Noregs á lambakjöti, en þó aldrei meira en nú. Landbúnaðurinn verður hér fyrir miklu áfalli, sem ekki var fyrirsjáanlegt að kæmi svo skyndilega. Ef Jónas hefði komið á Búnaðarþing, hefði hann mátt heyra að bændur gera sér þennan vanda vel ljósan og að hann geti leitt til þess að þeir verði að draga úr framleiðslunni. Umræður eru þegar hafnar um, hvernig það verði gert á hyggilegastan hátt og án þess að þvi fylgi óheppi- leg byggðaröskun. Niðurgreiðslur á afurðaverði fara óskaplega i taugarnar á Jónasi. Það er vegna þess, að hann skilur ekki hvernig þær eru til orðnar. Hann heldur að þær séu styrkir til landbúnaðarins. Jónasi dylst alveg sú staðreynd, að tilgangur niðurgreiðslnanna er fyrst og fremst sá, að hafa áhrif á framíærsluvisitöluna og draga þannig úr kauphækkunum. Ef niðurgreiðslurnar féllu niður, myndi kaupið hækka tilsvarandi og nýr baggi leggjast þannig á atvinnuvegina. Meira að segja yrði Dagblaðið og Visir þá að greiða starfs- fóiki sinu tilsvarandi hærra kaup. Það má þvi með réttu segja, að Dagblaðið og Visir njóti að þessu leyti óbeins rikisstyrks. Dæmið um niðurgreiðslurnar sýnir best, að Jónas Kristjánsson byggir skrif sin um land- búnaðinn og bændastéttina á sandi — á vanþekk- ingu og öfgum. Það er hörmulegt að fylgjast með þvi hvernig góðar gáfur og pennaleikni misnotast á þennan hátt. Jónasi er i mestu vinsemd ráðlagt að kynna sér málin betur og stilla sig betur áður en hann skrifar næstu grein um landbúnaðinn. Fyrir alla muni þarf hann að forðast að smitast meira af Svarthöfða. . _ ■ Um fátt hefur veriö meira rætt manna á meöal hér i Húnaþingi seinustu mánuði en fyrirhugaða Blönduvirkjun. Skoðanir manna eru óneitanlega skiptar, sem ekki getur talist undarlegt, það sem um svo stórt mál sem virkjun Blöndu er að ræða. Blaðaskrif hafa og verið töluverö um málið og tel ég þau oft hafa verið til hins verra og torveldaö að samstaða næðist. f greinum virkjunarand- stæðinga hefur oft gætt óná- kvæmni eða vanþekkingar, en þó keyrir um þverbak i grein sem Björn á Löngumýri ritar i Tim- ann 18. feb. sl. Þar ægir saman allskyns fjar- stæðum og kemur fram dæma- laus vanþekking á gangi mála. Ætla ég hér á eftir að leiðrétta nokkrar rangfærslur hans þvi að af nógu er að taka. 1. f grein Björns stendur: „Flatarmál heiðarinnar er ná- lægt 500 ferkm. Verði af virkjun fari 10% af flatarmáli heiðarinn- ar undir vatn og sennilega 1/3 af graslendi”. Sfðan bætir hann viö. „Beitarþol heiðarinnar mun minnka um allt að 2/5.” Hér er farið á kostum og stað- reyndir látnar lönd og leið. Ekki veit ég hvar Björn hefur þessar tölur, sennilega hefur hann reikn- að þetta út i rúmi sinu eftir minni. Birti ég hér töflu sem Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins lét gera, Birni og öðrum til upp- lýsingar sem fræðast vilja um þetta mál. 1 töflunni kemur fram að heildarstærð afréttarins er TAFLA I Heildarstærð/ gróið land/ gróðurlaust land, ár og vötn, vestan Blöndu, í ha Heildar- Land með Umreiknað GróðurlaustÁrog % af af- Auðkúlu- stærð gróðri ialgróið land land vötn rétti algróið heiði 53.901,3 30.347,4 26.621,4 21.673,1 1.880,7 49,4 Hálsaland 12.755,2 11.855,2 11.482,2 205,9 693,8 90,0 Kvíslaland, (3/4) 12.515,3 9.748,8 8.635,2 2.591,8 174,7 69,0 Heild 79.171,8 51.951,7 46.738,2 24.470,8 2.749,2 59,0 TAFLA2 Hlutfallslegt (%) tap á landi, gróðurlendi og beitargildi vegna virkjunar, vestan Blöndu Hæð Heildar- Land með Algróið Gróðurlaust Fjöldi vatnsborðs stærð, gróðri land land ærgilda 475m 5,9 7,0 7,6 1,5 8,2 480 m 8,3 10,1 11,0 2,8 10,9 Mism 480-475 m 2,4 3,1 3,4 1,3 2,7 Heggur sá er hlífa skyldi — eftir Árna Gíslason, Eyhildarholti Heggur sá er hlífa skyldi • 1 hádegisfréttum útvarps i dag, þriðjudaginn 23. febr. var lesin upp fréttatilkynning frá fundi, er upprekstrarfélag fram- hluta Seyluhrepps stóð fyrir og haldinn var i Varmahliðarskóla i gærkveldi. Ef ég man rétt, var greint frá þvi, að samþykkt hafi verið að beina þvi til hreppsnefndar Seyluhrepps, að ganga nú þegar til samninga um virkjunartilhög- un I viö Blöndu, á grundvelli þess samningsuppkasts, er nú lægi fyrir, að þvitilskyldu að Böndu- virkjun yrði næsta stórvirkjun. Sagt var aö tillaga þar aö hítandi hefði verið samþykkt með 17 at- kvæðum gegn 6. Gjarnan hefðu þeir er hér áttu hlut að máli mátt tiunda örlitið nánar frá fundinum, enþeir hafa sennilega ekkert kært sig um að fleira kæmi fram. Vinnubrögð, slik sem þessi, hljóta að kalla fram nokkrar athugasemdir. Ekki veit ég hver boðaði til þessa fundar, trúlegt að það hafi verið fjallskilastjóri. Ekki vorum við bændur i Eyhildarholti boðað- ir á f undinn, a f honu m f rét tum við eftirnokkrum krókaleiðum, hefur þó Eyhildarholt átt upprekstrar- rétt á Eyvindarstaðaheiði. i rösk- lega 80 ár, og á um framtið sam- kvæmtsamningigerðum þarum. Fjallskilastjóri setti fund, flutti langa ræðu og kom viða við. Kvað hann virkjunartilhögun I lang hagstæöasta kostinn hrepp- unum austan Blöndu. Gekk það sem rauöur þráður gegnum alla ræðu hans, og kom raunar fram hjá fleirum, — að færum við þokkalega útúr þessum virkjunarmálum, varðaöi okkur ekkert um Svinvetninga, þeir fengju allar tekjur af virkjuninni og gætu fórnaö landi fyrir. Hvort sökkt yrði 56 ferkm. af grónu landi eða 31 ferkm. skipti vist ekki miklu. Eg lit aftur á móti svo á, að vemda beri allt gróðurlendi svo sem kostur er — og skiptir i minum augum ekki öllu máli hvort landið er austan Blöndu eða vestan. Þegar kom að atkvæðagreiðslu um framangreinda tillögu óskaði fundarstjóri eftir nafnakalli um tillöguna. Það skal tekið fram, að áfundinum voru 6bændurerekki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.