Tíminn - 10.03.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.03.1982, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 10. mars 1982 9 ,,Það er skoðun mín að með virkjun Blöndu verði brotið blað í sögu þessa héraðs og upphefjist tímabil framfara og bættra lífskjara, og sá á- greiningur sem nú er uppi hverfi eins og dögg fyrir sólu". tæplega 800 ferkm. auk þess er mikið landflæmi sunnan núver- andi varnargirðingar á Kili. Samningurinn gerir ráð fyrir að virkjunaraðili kosti færslu girðingarinnar fram á mörk af- réttarins að sunnan. Þar vinnst 800 ærgilda beit, sem ekki hefur verið hægt að nýta. I töflu 7sest að ca. 7% af af- réttinum tapast og beitargildið rýrnar um innan við 10%. 1 samningi er hámarks vatns- borðshæð miðuð við 478 m.y.s. Þá er gert ráö fyrir uppgræðslu alltað 2400 ha. á Auðkúluheiði eða þar til jafnmikið beitiland er fengið og það sem glatast, nota- gildi heiðarinnar ætti þvi að vera það sama eftir virkjun. 2. Björn talar um aö meirihluti hreppsnefndar ætli. að selja af- réttinn gegn vilja meirihluta eig- enda.” Mér vitanlega hefur engin skoðanakönnun farið fram meðal jarðeigenda á svæðinu, enda tel ég að Svinavatns, Torfalækjar og Blönduóshreppur eigi afréttinn en ekki einstakir landeigendur. Þessi sveitarfélög keyptu heiðarlöndin i sameiningu og stofnuðu Upprekstrarfélag Auð- kúluheiöar um nytjar þeirra og mannvirki þeim tengd, svo sem skilarétt,girðingar o.fl. Þess má geta aö 12 af 15 hreppsnefndarmönnum hrepp- anna hafa lýst sig fylgjandi samningnum. Hvergi er minnst á sölu eins eða neins i samningnum, heldur er ( eiga ábýlisjarðir sinar og eru þvi leiguliðar. Auk þess einn leiguliði á jörð sem Landnám rikisins á, (Landnámið á a.m.k. 5 jarðir i upprekstrarfélaginu) mætti ekki á fundi, en gaf öðrum manni um- i boð til aö greiða atkvæði fyrir sina hönd. Var atkvæðagreiðslu nefndra manna mótmælt, á þeirri forsendu að þeir ættu eigi ábýlis- jarðir sinar, en þeim mótmælum var ekki sinnt. Er fundarstjóri taldi atkvæðagreiðslu lokið, spurðist ég fyrir um, hvort ég virkjunaraöila veitt leyfi til að virkja gegn bótum i uppgræöslu o.fl. 3. 1 desember voru samnings- drög um virkjun Blöndu lögð fyrir almennan sveitarfund i Svina- vatnshreppi. Ekki vissi ég annað en öll hreppsnefndin væri þvi sammála, og einnig þvi að at- kvæöagreiðsla færi fram um þau. Atkvæðagreiðslan var ekki bindandi en leynileg og svarið já eða nei. Niðurstaöan varð sú að samningsdrögunum var hafnað með litlum mun. Af þessu er ljóst að atkvæöagreiðslan var ekki vantraust á hreppsnefndina eins og Björn segir, heldur krafa um leiðréttingar á vissum atriðum. Framhald málsins var siðan það að þrir hreppsnefndarmenn sam- þykktu að halda samningavið- ræðum áfram með tilliti til þeirra ábendinga sem fram komu. Aö þessu var siðan unnið af hreppsnefnd og samningamönn- um og náðust fram veigamiklar breytingar til hagsbóta, svo sem, lækkun á miölunarlóni, breytt veituleið, skipan matsnefndar, og yfirmatsnefnd o.fl. 1 bréfi til oddvita frá Jóni E. Ragnarssyni hæstaréttarlög- manni er eftirfarandi umsögn. „Það er álit mitt að þessi nýju samningsdrög séu að mun að- gengilegri en drögin frá 30. nóv. sl.” A fundi hreppsnefndar 13. feb. sl. samþykkti svo meirihluti hreppsnefndar samningsdrög þau sem þá lágu fyrir aö þvi tilskyldu að Blönduvirkjun yrði næsta stór- virkjun á tslandi. Það er skoðun mfn að með virkjun Blöndu veröi brotið blað i sögu þessa héraðs og upphefjist timabil framfara og bættra lífs- kjara, og sá ágreiningur sem nú er uppi hverfi eins og dögg fyrir sólu. Viö höfum ekki efni á að láta ör- fáa öfgamenn stööva jafn hag- kvæma framkvæmd og virkjun Blöndu. Sólheimum 25. feb. ’82 Ingvar Þorleifsson. hefði ekki heimild tii að greiða at- kvæði. Aður hafði óg, er fundar- stjóri leitaði eftir, afhent honum umboð frá bræðrum minum, er ekki sóttu fundinn. Orskurðaði fúndarstjóri að ég hefði ekki at- kvæðisrétt þar sem Eyhildarholt ætti ekkert i heiðinni — hefði þar aðeins beitarréttindi. Þessum úr- skurði mótmælti ég meö visan til þess,sem áður haföi komið fram i atkvæðagreiðslunni og óskaði eftir þvi, að það yröi fært til bókar. Ljóst er að leiguliðar geta ekki á nokkurn hátt bundið jarðeig- endur með slikri atkvæöagreiðslu og eins hitt að ekki er hægt að sjá nokkurn lagalegan grundvöll fyrir þvi að mér var meinuð þátt- taka i atkvæðagreiöslunni. Að lokum þetta: Auðvitað geta menn haft skipt- ar skoöanir varðandi virkjun Blöndu. En ég heföi kosið kunn ingjum minum i framhluta Seylu- hrepps, þeirra er að samþykkt til- lögunnar stóðu — annaö og betra hlutskipti ai að stuðla með at- kvæði si'nu að þvi, aö tugum fer- kilómetra' af algrónu landi verði sökkt að þarflitlu eða þarf- lausu. Eyhildarholti 23. febr. 1982. Arni Gislason. byggt og búið í gamla daga Frá Reistará til Há- mundar- staða ■ Það varað vorlagi fyrir um 70 árum, að bdferlalest þokað- ist út Galmaströndina. For- eldrar minirvoru að flytja frá Ytri-Reistará til Stóru-Há- mundarstaöa. Koffort, kirnur og aðra búslóð bar hátt á reiðingshestunum Faðir minn reið á undan krókóttar moldargöturnar, engin vagn- fær braut var þá komin. Mamma, Helga systir,pabbi og við ung börnin, rákum lest- ina ásamt aðstoðarpilti rösk- um, sem með pabba gætti þess að vel færi á hestunum. Okkur bar brátt fram hjá næstu bæjunum: Baldurs- heimi, Skriðulandi, Kjarna og Kambhólum, en handan mýr- anna blöstu við Pálmholt, Bragholt og Arnarnes. Fólk kemur sums staöar út og veifaði til okkar. Rétt utan við Fagraskóg taka við Hillurnar fram af Kötlufjalli og ganga i berstöllum fram í sjó. Þar var gatan grýtt og seinfarin. Kötlufjall er kennt við galdrakonuna Kötlu, sem þar var svelt til bana igrjótbyrgi á söguöld. Feginn var ég þegar tæp sniðgatan var á enda og litill bær blasti viö i túnbletti undir hamrahjalla. Þetta var IIillnakofí, en þar bjó lengi ekkja, Helga að nafni, ein með kindum si'num. Hún stóð í bæjardyrum og bauð okkur velkomin til Arskógsstrandar. Gestrisin var Helga og létt í tali. Varð margur feginn að lita inn og fá kaffisopa, ekki sist á vetrum. Varð bær hennar þá jafnvel ferðafólki til bjargar í stórhriðum. Sigur- steinn Magnússon, kennari i Ölafsfirði og viðar, orti eftir- minnilega fagurt kvæði um Helgu i Hillnakofa. Nú er Hillnakofi horfinn og bærinn gamli Hillur uppi á hjöllunum rústir einar. Þar fundust ekki alls i'yrir löngu forn steinker litil. Afram sigum við, fórum bráðum fram hjá Kálfskinns- bæjunum, þar sem Hrærekur var grafinn, eini koungurinn i islenskri mold. Núblasir við Stærri-Arskóg- ur, þar gnæfði há timbur- kirkja meö turni og svölum, hin tignarlegasta. En skritið þótti mérað sjá stórar sperrur báð um m egin. Þær v oru settar til styrktar eftir aldamóta- veörið mikla. Nú er þarna myndarleg steinkirkja. Fariö var á góðri trébrú yfir Þorvaldsdalsá skammt neðan við foss i gljúfri. Aður lá hand- riðalaus brú yfir fossinn. Þar lenti eitt sinn maður út af og niður fossinn er bjargaöist. Jakobfna ljósmóðir hrasaði siðar út af brúnni, náði þó handfestu og var borgiö. Nú er breið og öflug steypu- brú á ánni. Skammt utan við ána stendur Litli-Arskógur. Mun þama hafa verið allmikið skóglendi til forna, og smá- kjarr hélst iram undir alda- mót á viðlendum Arskógsmó- um, gömlum hafsbotni. Nú sjáum við til Hámundar- staðanna beggja, Hellu og Krossa og út til Hriseyjar, brátt komin á leiðarenda. Ekki man ég hvað marga klukkutima við vorum á leið- inni, en nú fer bill þetta á nokkrum minútum! Þungaflutningur hafði verið fluttur á bát frá Hjalteyri. Bærinn á Hámundarstöðum þótti mér furðu stór, þrjár lengjur, tvær úr torfi, en fremst langhús mikið tvilyft úr timbri og há flaggstöng á stórum kvisti. Mer ofbauð hæðin! Langhúsin á Ströndinni voru byggð fyrir gróða af hákarla- veiðum að talið var. Brátt var farið að vinna á túninu, mykja, sauða- og hrossatað malað i taðkvörn. „Barðimeö kláru móðir min mykju niður á völlinn”, raulaði gamall maður við kvörnina og brosti. Hugsið ykkur, aö finmylja áburðinn með kláruhöggum! En þetta urðu fyrri kynslóöir að gera sér að góðu. ,,Man ég það ég mokaði flór með mjóum fingurbeinum”, stendur i gamalli visu. Lik- lega var það einsdæmi eða ýkjur einar, menn fyrri alda notuðu þungar trérekur. „Mykireku sina reiddi hann um öxl”,segir i Vatnsdælu um Svart íjósamann, sem bjóst til aðslá kappann Jökul með rek- unni ibardaga. Þótti Jökliþað skömm mikil! Við höfðum góðar rekur, og ösku bárum við i flórinn, hún drakk i sig kúahlandiö. Þetta var tað- svarðaraska, kol höfðum við ekki til eldiviðar, bara viðarkol i smiöjunni og kol á aflinn. Þarna smiöaði Kristinn Pálsson vinnumaöur skeifur, skauta o.fl. verklag- inn vel, enda bauð hann vinnu sina með þessum oröum: „Smiður bæði á tré og járn, finastiheyskaparmaður.og að rista torl'”. Kafíimaður var hann mikill. „Þetta er það heitasta”, sagöihann og saup á sjóðandi kaffikönnustútn- um! Sjaldan varð honum mergjaðra oröa vant. ,,Þaö er ekki von að hann Bassi geti mikið, þvi búkurinn er svo lit- ill og sálin alltof rýr”, sagði hann um smávaxinn bónda. UmPalla smala varkveðið: „Þó nái Páll i lofti lágt, lag- lega kann sig bera. En heila- búið hefði mátt, koti rýmra vera.” Dugnaðarfólk hefur löngum búið á Arskógsströnd. Sveitin er harðbýl og varð annaðhvort að duga eða drepast! „Sótt var löngum langt á mið, leitaði fanga skipalið, norður i höf að hafisrönd, hörkukarlar á Arskógs- strönd.” Þá var skútuöld, en lika róið á árabátum frá rhörgum lendingarstöðum. Orfið og hrifan einu heyöflunartækin — og bara 70 ár siðan! Annað dæmi skal nefnt: Sigurður afi minn bjó á Ytri- Reistará á árunum 1874-1898 með stóra fjölskyldu, fremur fátækur, en komst þó sæmi- lega af. Dánarbú hans var skrifað upp og virt vorið 1898 á samtals 1729 kr. Skuldir á bú- inu um 11.700 kr. Berið þetta saman við upphæðir á okkar timum. Allir búshlutir, fénað- ur og fénaðarhús virt á sautján hundruð tuttugu og niu krónur! Hvað fæst fyrir þá upphæð núna? Geta má þess, að kýrnar eru fjórar, fjögur hross, ærnar 40 gemlingar 24 og 7 sauöir full- orðnir. Verðgildi peninga var allt annað en nú gerist. Danieisen á Lóni var fram- kvæmdamaður mikill, m.a. þjóðhagasmiður. tJtvegaði frá Danmörku plóg o.fl. jarð- ræktarverkfæri til reynslu. En hann lét lika vinnukonu mylja mykju með höndunum og núa mylsnunni i verstu óræktar- þúfnakollana i’ túninu! Búskap og byggingum á Ytri-Reistará er lýst i timarit- inu Súlur III 1973. Ingólfur Davíðsson skrifar - 344

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.