Tíminn - 10.03.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.03.1982, Blaðsíða 10
helmilistfm i n n Miðvikudagur 10. mars 1982 msjón A.K.B. ■ Avatar er um 80 cm hár og vegur um 40 kg, hann hreyfir sig um á þremur hjólum, likami hans er úr Picker geisla- vél frá 1940 og eigandi hans er Charles Balmer nokkur sem býr i Ohio, Bandarikjunum. Á næsta ári, þegar Balmer hefur lokið við smiði Avatars hefur honum á fimm árum tekist að smiða vél- menni sem hefur þann kost að hann getur ,,labbað” um verkstæði Balmers án þess að labba á veggina. „Ég vona að Avatar verði það sem ég ætla honum,” segir Balmer, ,,ef hann getur lært að stjórna ferðum sinum i venjulegu húsi og endurhlaða sig, þegar þörf er á, þá gerir hann það, sem ég hef ætlað honum.” Einhvern tima i framtiðinni verða sennilega vélmenni notuð við öil leiðinlegustu störfin, svo sem klósetthreinsun, diskaþvott og við að slá grasið. En eins og er, eru heimilisvél- menni aðeins til i visindasögum og hjá nokkrum framkvæmda- sömum áhugamönnum, sem eru að reyna að skapa vélmenni, sem eru fullkomnari en áður hefur tekist aö skapa. Heimilsvélmennin eru á sama stigi núna og heimilistölvurnar vorufyrir lOárumsiðan. Þá voru þær jafn langl frá þvi að vera full- komnar og vélmennin eru nú. Að visu eru heimilisvélmenni ■ Konan heitir Linda og hún er með gæludýrið sitt, sem heitir „Wires”. Það er lltið „vélmenni”, sem er stjórnað með fjarstýringu. ■ Þetta er vélmennið ComKO I., sem á að geta farið út að „labba” meðhundinn. Ekki litur þaðnú beint út fyrir að geta labbað mikið að minnsta kosti ekki um óslétta vegi. Vélmenniö fer út að ganga með hundinn þegar komin á markað. Um siðustu jól var til sölu vélmenni á 15000 dollara, Com Ro I,og i upp- lýsingum sem með þvi fylgdu i versluninni var sagt að það gæti opnað dyr, farið út að ganga með hundinn, farið út með ruslið, vökvað blómin og sópaö gólf. Hugh Hefner, Playboy eigandi, á 20 þús. dollara vélmenni, sem tekur á móti gestum, og býður þeim drykki. Þessi vélmenni vekja mikla athygli, en þau eru samt ekki ekta vélmenni (róbótar). Skilgreining- in á vélmenni (róbót) er sú, að það er tæki, sem getur gert ótal hluti og er meö tölvuheila, sem hægt er að stjórna til þess að vinna ýmis verk. En vélmennið hans Hefners er með fjarstýringu svipað og fjarstýröar flugvélar. ComRO I hefur smá tölvuheila þannig aö það getur starfað eins og vélmenni, en öllum verkum þess er stjórnað með l'jarstýr- ingu. Hingað til hafa lika aðeins tvö vélmenni af tegundinni ComRO I selst. Mörg stórfyrirtæki eins og t.d. General Electric eru með visindamenn sem vinna að þvi að búa til heimilisvélmenni. Það eru mörg ijón á veginum þegar gera á slikt vélmenni. Eitt er t.d. hönnun heimilanna, með stigum, hornum og mismunandi stórum herbergjum. Vélmenni þyrftiað vera i húsi, sem væri ein hæð og herbergin svipuð að stærð. Og tæknin við að búa til vélmenni sem getur þvegið gluggarúðu án þessaðbrjóta hana, taka upp glas án þess að mylja það mélinu smærra og séð nógu vel til að sjá mun á gluggarúðu og vegg er annaðhvort óhugsandi eða ó- hemjulega dýr. En þrátt fyrir þetta lita fram- leiöendur vélmenna björtum aug- um á framtiðina. Þó að vélmenn- ið Avatar liti ekki út fyrir að verða neitt sérstök smið, þá er liklegt að hann muni leysa eitt aðalvandamálið i vélmennasmið- inni, þ.e.a.s. ef hann kemur til Balmer með Avatar, vélmenniö sitt, sem hann væntir sér mikils af. með að vinna eins og honum er ætlað, en það er færni vélmennis til að hreyfa sig um, svara skip- unum og færa sig fram hjá hindr- unum. Ef þetta tekst er ekki langt i land með að smiða vél- menni, sem getur séð um þjón- ustu i hanastélsveislum, tekib á móti vinpöntunum, farið til bar- bjónsins, sagt honum frá pöntun- inni og farið með drykkinn til við- takanda. Ekki er talið langt i vélmenni, sem getur farið um herbergi og ryksugað. En bæði þessi vél- menni eru geysilega dýr og óvist er talið, hvort margir hafi áhuga á að kaupa sér „ryksugu” eða „þjón” fyrir 100 þús. dollara. Þess vegna er það i raun visindaskáldskapur að ætla að segja fyrir um notkun vélmenna, en sérfræðingar ætla að fyrstu raunverulegu notin fyrir vél- menni verði sem einhvers konar leikföng. Þvi að þó enginn vilji borga 15 þús. dollara fyrir ein- hvern til að þvo gólf, þá ætti að verða góður markaður fyrir leik- föng á 15 þús. dollara. Sumir visindamenn hafa i huga læknisfræðilegan tilgang með vélmennin, að þau muni aðstoða t.d. fatlað fólk og einnig verða nokkurs konar heimilisfóstrur, sem passibörnin og gæti hússins. Þó að undarlegt sé, er liklegt að heimilisstörf verði það siðasta, sem jafnvel fullkomnustu vél- menni geta gert. En visindamenn horfa þó fram til þess tima að smiðað verði vélmenni með hreyfanlegum höndum sem geti unnið slik störf. Það myndi þá hafa sjónvarpsvél fyrir augu , tölvuheila og silikon húð. Einnig gæti það endurhlaðið sig sjálft. Þó að mörgum finnist slik vél- menni fjarlæg i dag, þá liða vafa- laust ekki mörg ár, þar til þau verða orðin gagnleg til ýmissa hluta. Hár- tísku- sýning á Breid- vangi Framúrstefnan i hársnyrtingu karla og kvenna verður meðal þess.semsýnt verður á hárti'sku- sýningu i Breiðvangi á fimmtu- dagskvöld. Auk þess verður sýnd nýja línan i hárgreiðslu karla og kvenna. Loks verður sýnd hin klassiska lina i samkvæmis- greiðslum. Það er timaritið Hár & Fegurð sem stendur að sýning- unni á Breiðvangi (Broadway). Inn á milli sýninganna verður skotið skemmtiatriðum, dansar- ar frá Sólveigu koma fram, Simon tvarsson leikur flamengo- tónlist á klassiskan gitar og Guð- run Á. Simonar mun syngja og rabba við gestina á sinn alkunna hátt. Alls taka niu hárgreiðslu- og hárskerameistarar þátt i sýning- unni, allt saman þekkt fólk úr greininni, þau Helga Bjarnadótt- ir, Jón Stefnir, Guðrún Rós Páls- dóttir, Pétur Melsted, Sigurpáll Grimsson, Garðar Sigurgeirsson, GuöjónÞórog Jónina ólafsdóttir. Aðgöngumiðar fást hjá Salon Ritz, Laugavegi 66, Rún, Stekkj- arflöt 10, Hágreiðslu- og rakara- stofunni Klapparstig, Carmen, Miðvangi 41, Hárskeranum, Skúlagötu 54, Aþenu, Leirubakka og Rakarastofu Garðars, Nóatúni 17. Kynnir á sýningunni verður Heiðar Jónsson. Hópferð á heimsmeist- arakeppnina i hársnyrt- ingu Timaritið Hár og Fegurð efnir i samvinnu við Flugleiðir til hóp- ferðar á 19. heimsmeist- arakeppnina i hársnyrtingu, sem fram fer dagana 23.-25. mai n.k. i Pari's. Meðal keppenda þar má vænta fslenskra þátttakenda m.a. Sólveigar Leifsdóttur, þó það sé enn ekki endanlega áfráðið. Hinn franski iðnaðarráðherra opnar sýninguna á sunnudags- morgni, en siðan hefst keppni og mikil sýning viðvikjandi hár- skera- og hárgreiðsluiðninni auk þesssem fram fer sýnikennsla og sýningar á nýjustu linunni frá Paris fyrir karla og konur. Alltáhugafólk og fagfólk er vel- komið að taka þátt i hópferð þess- ari. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofum Flugleiða f Hótel Esjueða hjá Hár & Fegurð f sima 28141. Fréttatilk. Appelsínuábætir (fyrir 5—6) 5dl appelsinusafi (safi úr um það bil 7 stórum appelsinum) 3eggjahvitur, 3 msk. sykur. Hellið appelsinusafanum i ilangt form. Látið formið i fryst- inn og þar á þaö að vera, þar til safinn erhálffrosinn ca. 1 klst. Stífþeytið eggjahviturnar og þeytið sykurinn vel út i' þær. Blandið siðan eggjahvitufroðunni varlega saman við hálffrosinn safann. Frystið áfram. Það tekur ’um 2 klst. Hræriö i nokkrum sinn- um á meðan isinn frýs, þvi að annars rennur safinn á botninn i forminu. Þennan is verður að bera fram strax og hann er tekinn úrfrystinum. Gotter að bera með honum riflö dökkt súkkulaöi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.