Tíminn - 10.03.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.03.1982, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 10. mars 1982 17 íþróttir Ásbjörn ekki til Kuwait ■ Ásbjörn Björnsson landsliðs- maður f knattspyrnu lír KA mun ekki fara með landsliðinu i knatt- spyrnu til Kuwait. Asbjörn meiddist á innanhússmótinu um siðustu helgi. Það flisaðist upp úr beini með þeim afleiðingum að hann verður frá æfingum og keppni í nokkurn tima. Jóhannes Atlason, þjálfari landsliðsins, hefur valið Jón Einarsson úr Breiðabliki í hans stað. Hópurinn sem heldur utan á fimmtudaginn er því þannig skipaður: M arkverðir: Guðmundur Baldursson, Fram Bjarni Sigurðsson, 1A Aðrir leikmenn: Hörður Hilmarsson, Grindavik Jón Einarsson, Breiðablik Marteinn Geirsson, Fram Njáll Eiðsson, Val Ólafur Björnsson, Breiðablik Ómar Rafnsson, Breiðablik Ómar Torfason, Viking Sigurður Grétarsson, Breiðablik Sigurður Halldórsson, Akranes Sigurður Lárusson, Akranes Sigurlás Þorleifsson, IBV Trausti Haraldsson, Fram Viðar Halldórsson, FH Orn Óskarsson, IBV Jóhannes Atlason sagði i spjalli við Timann, að litið væri hgt að segja um þessa ferð. Einn leikur verður leikinn gegn Kuwait og mun hann fara fram á sunnudag- inn. Fyrir stuttu lék landslið Ku- wait gegn Sparta Prag frá Tékkó- slóvakiu og lauk þein leik með jafntefli 0-0. Jóhannes sagði að af þessum úrslitum að dæma mætti örugg- lega reikna með að þeir kynnu eitthvað fyrir sér i knattspyrnu. „Maður hefur frekar litlar upp- lýsingar, en Reynolds þjálfari Þórs á Akureyri hefur verið þarna og hann fræddi mig litils- háttar á málum þar. Leikmenn Kuwait eru mjög tekniskir og þeir leika mikið upp kantana og eru eldsnöggir. Þáeru vellirnir þarna mjög góðir, en það sem einna mest myndi há okkar mönnum, væri hitinn og yrði hann örugg- lega erfiðasti þröskuldurinn”. Tapog sigur ■ Islenska karla og unglinga- landsliðið i borðtennis lék um helgina landsleiki við Færeyinga og fóru leikirnir fram i Færeyj- um. Islenska karlaliðið sigraði það færeyska 5-1 og tryggði sér far- andgripinn. Unglingaliðið tapaði najmt 4-5 fyrir jafnöldrum sfnum i Færeyjum. íslenska liðið mun taka þátt í borðtennismóti i Fær- eyjum i dag. röp-. Ferð landsliðsins til Kuwait: Verdlauna- ferd fyrir fararstjóra? ■ Eins og greint er frá hér spurning sem undirrituðum annars staðar á iþróttasiðunni gengur treglega að melta. þá mun islenska landsliðið i Hefði ekki verið nær að leyfa knattspyrnu halda til Kuwait á þessum tveimur leikmönnum að fimmtudaginn. farai þessaferð og minnka hinn friða hóp fararstjóranna. Fyrir I upphafi stóð til að i þessari íöngu hófu leikihennirnir æfing- ferð yrðu leiknir sex leikir, en ar og þeir hafa lagt nokkuð á sig siðan breyttist það i tvo leiki og fyrir þessa ferð, gengið i bólu- nú eins og stendur er aðeins gert setningar og annað sem tilheyr- ráð fyrir einum leik, gegn Ku- jr 0g allir vita að slik ferð sem wait. þessi býöst ekki oft á knatt- Upphaflega var valinn 18 spyrnuferli manna. manna landsliðshópur til æfinga nú er komið á daginn að As- fyrir þessa ferð en þegar i ljós björn Björnsson geturekki farið kom að aðeins yrði leikinn einn vegna meiðsla og hefur Jóni leikur var hópurinn skorinn Einarssyni verið bætt inn i stað niður i 16 leikmenn. Þeir Jón hans, en eftir situr Þorsteinn Einarsson og Þwsteinn Bjarna- Bjarnason m eð sárt ennið. son voru settir út. Viðþetta er i Virðingarvert væri nú ef stjórn sjálfu sér ekkert að athuga. Það KSt myndi fækka i liði farar- er öldungis óþarfi að fara með stjóranna og bæta Þorsteini i fleiri en 16 leikmenn til Kuwait hópinn. Undirritaður hefur til að leika einn leik. nefnilega ávallt haldið aö með En það er annað sem vekur knattspyrnuleikjum og ferðum furðu undirritaðs en það er að erlendis væri verið að vinna að meðþessum 16 manna hóp fara þvi að knattspyrnulandsliðið hvorki fleiri né færri en fjórir næði sem bestum árangri og fararstjórar, auk þjálfara og þessi ferð er í sjálfu sér liður i nuddara sem að mati undir- undirbúningi fyrir komandi ritaðs er sjálfsagöur hlutur. sumar, en ekki verðlaunaferð En hvað er verið að gera með fyrir vel unnin störf i stjórn KSl. fjóra fararstjóra? Þetta er röp-. Engir erlendir leikmenn í körfuknattleiknum: Spor afturábak ■ Ekki verður betur séð en að áhugi sé á þvi meðal flestra cða allra forráðamanna liðanna í úr- valsdeildinni I körfuknattleik, að banna erlendum leikmönnum að leika hér næsta vetur. Er þvi borið við að sá kostnaður sem þvi fylgir að hafa crlenda leikmenn, sé orðinn félögunum ofviða og eins þvi' að þeir leikmenn sem hér hafa verið séu mjög misjafnir bæði til'leikmanna og þjálfara. Mtrn tillaga um að banna erlend- um leikmönnum að leika hérna væntanlega koma fram á ársþingi Körfuknattleikssambandsins i vor. Og þótt það hafi til þessa verið formenn félaga sem liö eiga i úrvalsdeildinni, sem hafa tjáð sig um málið opinberlega, þá mvndi bannið að sjálfsögðu ná til alíra liða sem leika körfuknatt- leik hérlendis. Þegar fyrst var farið að fá hingað til lands erlenda leikmenn var vel vandað til valsins. Menn voru sendir til Bandarikjanna gagngert til að sjá leikmennina og spjalla við þá áður en samningar voru gerðir, enda er það staðreynd að þá léku hér mun betri leikmenn og jafnari en hin siðari ár og umfram allt betri þjálfarar. Siðan þróuðust málinþannig að félögin fóru að fá leikmenn sem hér höfðu verið til þess að útvega aðra leikmenn hingað og var það yfirleitt um kunningja og vini að ræða. Þetta var án efa röng stefna gerð til þess að spara um- boðslaun sem nema upphæð sem svara til mánaðarlauna eins leik- manns. Þá er það staðreynd að sum félögin gerðu i þvi að „sprengja upp” þau laun sem þessir leik- menn höfðu og nú er svo komið að laun þeirra eru orðin allt of há og alls kyns friðindi komin inn i þá samninga sem ekki voru þar áður. Það er þv i sök félaganna að þessir leikmenn eru miklu mun dýrari en vera þyrfti. Þessi tvö atriði vega þungt að minu mati. Það þarf að vanda mjög vel til vals á þessum leik- mönnum, og væri ekki fráleitt að einneða tveir menn færu utan til að sjá leikmennina og kynnast þeim áður en þeir verða ráðnir hingað. Þessir menn gætu auðveldlega tekið að sér að ráða menn fyrir öll félögin sem áhuga hafa á að fá hingað erlenda leik- menn. Þá þyrfti Körfuknattleiks- sambandið að setja einhverja reglugerð um hámarkslaun til þessara manna. Verði það samþykkt að banna erlenda leikmenn hér næsta vet- ur, þá tel ég að stórt skref hafi verið stigið afturábak. Það gæti hugsanlega orðið til þess að körfuknattleikurinn yrði leikinn hér fyrir tómum áhorfendapöll- um eins og áður var, og hver hefur áhuga á sliku? Þá hefur enginn minnst á það i þeim umræðum sem fram hafa farið um málið, hvaða áhrif þetta myndi hafa fyrir minni staðina fyrir utan Reykjavik sem hafa haft erlenda leikmenn. Þar held égaðþessir menn hafi unnið hvað mest starf f uppbyggingu Tneð þjálfun sinni, enda fátt um menn sem geta tekið að sér þjálfun á þessum stöðum. Það eru margar hliðar á þessu máli og ekki verj- andi aðflana aö neinni ákvörðun i því. Það þarf að vega og meta hvaö það hefði i för með sér ef bannið yrði sett á, hvaða af- leiðingar það hefði fyrir körfu- knattleikinn i landinu, þegar á heildina er litið. Eg er ansi hræddur um að enn meiri fækkun áhorfenda yrði staðreynd og er reyndar nokkuð viss um sliktg. Það þýddi einfaldlega að félögin hefðu minna úr að spila en áður, en samt sem áður þyrftu þau að borga þjálfaralaun. Eða eru ein- hverjir menn tilbúnir til að taka við þjálfarastörfum „útlending- anna” launalaust? Gylfi Kristjánsson Sölumet í Getraunum 48.000 raðir seldar i 26. viku. 1 fyrsta skipti i sögu Getrauna á íslandi skeður þaö, að hæsta söluvikan (og vonandi vik- urnar) kemur i seinni hluta get- raunatimabilsins. Ætiö áöur er „Toppurinn” i nóvember — des. Má eflaust þakka þetta að ein- hverju stóra vinningnum i 25. viku, og eljusemi hinna lrjálsu iþróttafélaga og deilda. Getspakir eru þátttakendur orðnir, þvi þrátt fyrir óvæntan sigur Brighlon á Anlield i Liver- pool lóksl 8 aðilum aö ná sér i 12 rétla i 1. vinning sem geíur hverjum kr. 21020,-. Hvorki meira né minna en 279 náöu að vera með 11 rétta og er hlutur hvers kr. 258.-. ■ Mikiö hefur veriö rætt um þaö undanfarið hvort banna eigi aö erlendir leikmenn leiki hér körfuknattleik. Dirk Dunbar sem sést á myndinni, cr einn þeirra leikmanna sem leikiö hefur hér á landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.