Tíminn - 17.03.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.03.1982, Blaðsíða 8
8 Miövikudagur 17. mars 1982. ðflMtlll Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjóri: Siguróur Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elfas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriöason, Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guóbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaðaprent hf. Skoðanakönnun veldur flogaveiki ■ Dagblaðið og Visir birtu fyrir nokkru niður- stöður skoðanakönnunar, sem bentu til þess, að Alþýðubandalagið hefði orðið fyrir verulegu fylgistapi og væri orðinn minnsti stjórnmála- flokkur landsins. Nær helmingur þeirra, sem spurðir voru, vildu engu svara. Undir slikum kringumstæðum, verður að taka niðurstöðum skoðanakannana með fyllstu varúð, þótt i þeim geti falizt viss visbending. Málgagn Alþýðubandalagsins og nokkrir helztu forustumenn þess hafa tekið umrædda niðurstöðu skoðanakönnunar Dagblaðsins og Visis miklu al- varlegar en eðlilegt var að búast við. Sennilega stafar það af þvi að þessir aðilar hafa orðið varir svipaðra visbendinga úr fleiri áttum. Áhrifin hafa birzt i pólitiskri flogaveiki þessara aðila, sem stundum hefur gengið svo langt, að helzt hef- ur mátt ætla að stjórnarsamvinnan væri að rofna og þingkosningar væru á næstu grösum. Þegar slik flogaveikisköst hafa gripið ritstjóra Þjóðviljans og suma ráðherra Alþýðubandalags- ins, hefur það oftast bitnað á Ólafi Jóhannessyni utanrikisráðherra. Hann hefur verið borinn hin- um þyngstu sökum, kallaður Aron og virðist skammt i, að honum verði borin landráð á brýn, ef þessu heldur áfram. Af þessu virðist mega ráða, að enn einu sinni ætli Alþýðubandalagið að reyna að nota varnar- málin sér til framdráttar, þegar það telur sig standa höllum fæti. Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra hefur i hinu svoneínda Helguvikurmáli farið eftir bein- um fyrirmælum Alþingis, sem m.a. voru sam- þykkt af Alþýðubandalaginu. Hann hefur við meðferð þess gætt þess vandlega, að varnar- svæðið væri ekki aukið, og að ekki yrði leyfð þar aukin eldsneytisgeymsla,heldur aðeins byggðir jafnstórir geymar og þeir, sem verða fjarlægðir vegna mengunarhættu. Hann hefur gætt þess, að hin ráðgerða oliuhöfn verði utan varnarsvæðisins svo að herinn fengi þar engin yfirráð. Höfnin mun i framtiðinni heyra undir hafnaryfirvöld i Keflavik og samgöngu- ráðuneytið. Enn er eftir að hanna höfnina og verður ekki gengið frá samningum fyrr en henni er lokið en sennilega verður það ekki fyrr en seint á þessu ári. Ólæti Þjóðviljans og vissra ráðamanna Alþýðu- bandalagsins vegna Helguvikurmálsins, eru þvi fullkomlega tilefnislaus. Þau munu ekki skaða utanrikisráðherra, þótt til þess kunni að vera ætlazt, heldur auka tiltrú til hans, eins og ljóst er af einróma traustsyfirlýsingum þingflokks Framsóknarmanna og fjölmenns fundar i Fram- sóknarfélagi Reykjavikur. Ráðamönnum Alþýðubandalagsins er vinsam- lega ráðlagt að reyna að læknast af þeirri póli- tisku flogaveiki, sem skoðanakönnun Dagblaðs- ins og Visis hefur valdið og leitast heldur við að afla sér fylgis með ábyrgum störfum en öfgafull- um ólátum. Þ.Þ. á vettvangi dagsins Jónas Jónsson, búnadarmálastjóri, að loknu Búnadarþingi: r?Menn eru hræddir um að samdráttur sé nauðsynlegur” Búfjár- og uppskerutryggingar í stað Bjargráðasjóðs ■ „Þetta var ákaflega afkasta- mikið Búnaðarþing. Það komu 64 mál fyrir þingið og voru flest af- greidd með ályktunum. Bæði voru þetta mál vegna núverandi ástands en einnig mál sem geta varðað framtíðina mjög miklu”, sagði Jónas Jónsson, búnaðar- málastjóri er Timinn ræddi við hann að afloknu Búnaðarþingi og spuröi hann um mikilsverðustu mál þess Búnaðarþings er slitið var i byrjun siöustu viku. Óttast samdrátt „Það fyrsta sem ég vil nei'na er ályktun þar sem fram koma áhyggjur manna yfir ákaílega slæmum horfum varðandi sölu á dilkakjöti. Gengur hún út á það að leitað verði allra leiða til aö finna eða auka markaöi. En þurfi að koma til þess samdráttar i fram- leiðslu, sem menn eru mjög hræddir um að sé nauösynlegur hafa menn mestar áhyggjur af þvi hvernig sá samdráttur yrði, þ.e. hvar hann lendir. Þá þurfi að reyna að tryggja þaö að hann leiði ekki til stórfelldrar byggða- röskunar”. — Má af þessari ályktun ráða að menn telja aö ekki hafi verið staðið nógu vel að sölumálunum? — Það má auðvitað um það deila og menn geta verið misjafn- lega bjartsýnir á hvort árangur náist. En auðvitað er eitthvað hægt að bæta úr þó fáir séu að ég held, svo bjartsýnir að það leysi málið. Vegna þess samdráttar sem margir óttast, vilja menn beita sér af alefli fyrir þvi að eitthvað geti komið i staðinn i sveitum. Samþykkt var athyglisverö til- laga varðandi ýmislegt sem viö köllum nýgreinar. Hún er um það að skipuð verði sérstök nel'nd til að vinna að þessu máli i sam- vinnu við Búnaöarfélagið, Stéttarsambandið, Framleiðslu- ráð, Framkvæmdastofnun og landbúnaðarráðuneytiö. Ef vel gengur getur þessi nefnd oröið viss skipulagsnefnd i þróun nýrra greina og binda menn vonir viö hana. Binda miklar vonir við loðdýraræktina Það sem menn binda þó mestar vonir við að leyst geti verulegan vanda.það er ,ef vel tekst til með loðdýraræktina. i ályktun var tekið undir frainkomið álit loð- dýraræktarnefndar — sem starf- aðhefurtil breytingar á lögum og reglugerð um loðdýrarækt — og þau sjónarmið sem fram koma þar um framtiðarskipun þessara mála,svo sem aukna ráðgjafa- þjónustu, tilraunir og fræðslu- starfsemi hvers konar, bæði i formi námskeiðahalds, útgáfu kennslu- og handbóka og kennslu við bændaskólana. Þarna er geysilegt verkefni lramundan hjá Búnaðarfélaginu, aö vinna að þessu máli. Nefna má aö haldið verður námskeið fyrir héraös- ráðunauta að Hólum i Hjaltadal siðari hluta april. En við höfum of litiö af pening- um og þyrftum þvi mikinn stuðn- ing. 1 þvi sambandi varöar ákaf- lega miklu hvernig til tekst varö- andi fjármagn sem átti að koma til þróunarstarfsemi i iandbúnaöi — samkvæmt breytingum á jarö- ræktarlögum 1979. En þvi miður hefur ekki gengiö nógu vel með aö fjárveitingavaldið stæði viö þetta. Þá er lögð áhersla á að skipuð verði sérstök nefnd sem starfi á vegum Búnaðarfélagsins, Stéttarsambandsins og land- búnaðarráðuneytisins að skipu- lagningu loðdýra uppbyggingar- innar. Siðast en þó ekki sist leggur Búnaðarþingið áherslu á að loð- dýraræktin njóti svipaðra kjara og gilda um aðrar útflutnings- greinar t.d. iðnaðurinn, en þar er um að ræða niðuríellingu á sölu- skatti og aðflutningsgjöldum á aðföngum og þjónustu. Auk þess var rætt um mikilvægi þessað útrýmt veröi á skipulags- bundinn hátt veiruveiki i minka- stofninum. Aukið bú- reikningahald — Ef við litum þá á mál þar Um álverið íTyssedal í Noregi — eftir Karl Georg Höyer, lektor ■ Norska Nitrithlutafélagið (DNN) sem hóf starfsemi árið 1916 i Tyssedal er eitt elsta ál- verið i Noregi. Meðalársfram- leiðslan er um það bil 20.000 tonn. Framtið þessa gamla álvers með 380 starfsmenn, hefur verið eins konar afturganga s.l. 10 ár i um- ræðum um iðnað i Noregi. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar, og tvi- vegis hefur stórþingið tekið sömu ákvörðun: að byggja nýtt álver þrefalt stærra en hið gamla. Ekki getur þetta talist sérlega frum- legt og eins og siðar hefur komið i ljós, þá er þetta ýmsum ann- mörkum háð. óljóst er hvort stór- þingið kemst enn einu sinni að sömu niðurstöðu, þegar nýjar til- lögur verða lagðar fram nú á næstunni. Samkvæmt áætluninni sem búið var að samþykkja átti að fjárfesta 1,6 milljörðum norskra króna til að byggja álver I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.