Tíminn - 21.03.1982, Qupperneq 6
6
Sunnudagur 21. mars 1982.
■ 1 Bogasal Þjóöminjasafnsins
stendur nú yfir merkileg sýning:
Ijósmyndir þeirra Nicoline Wey-
wadt og Hansínu Björnsdóttur.
Þær stöllur voru frænkur og héldu
til á Teigarhorni viö Berufjörö,
uröu einna fyrstar islenskra
kvenna til aö taka ljósmyndir.
Þykja myndir þeirra afar athygl-
isveröar , bæöi listrænt séö og
sem heimild um horfna tiö og er
þvi full ástæöa til aö hvetja alla
áhugamenn til aö vitja sýningar-
innar.
Inga Lára Baldvinsdóttir haföi
umsjón meö sýningarskrá, sem
er mjög vönduö og falleg, og ritar
sjálf fróölega grein um þær Nico-
line og Hansinu. Er þar meöal
annars rakiö hversu ljósmyndir
voru i hávegum haföar á Austur-
fjöröum fyrir aldamótin en af 31
tslendingi sem vitaö er til aö hafi
tekiö myndir gegn greiöslu voru
14 af Austfjöröum. Af þessum 14
voru fjórar konur en aöeins eru
þekktar tvær konur annars staöar
á landinu sem lögöu fyrir sig ljós-
myndun.
„Af austfirskum ljósmyndur-
um ber nafn Nicoline Weywadt
hæst,” segir Inga Lára, ,,og kem-
ur þar margt til.” Hún fæddist ár-
iö 1848 á Djúpavogi, var dóttir Ni-
elsar P.E. Weywadts, faktors, og
Sophie Brochdorf. Vegna stööu
Weywadts I verslun bárust nýj-
ungar skjótar inn á heimili hans
en flest önnur og til dæmis er sagt
aö fyrsta saumavélin sem kom á
Austurland hafi fariö á Weywadt
heimiliö. Einnig fyrsti oliulamp-
inn.
A heimilinu, sem var fjöl-
mennt, var áhersla lögö á aö
koma börnum til mennta, og
stúlkum eigi siöur en drengjum.
Tvær af elstu dætrunum sigldu til
Danmerkur til náms, önnur læröi
ostagerö á Jótlandi en hin, Nico-
line, lagöi stund á ljósmyndun I
Kaupmannahöfn. Má þaö heita
■ Fjórir sjómenn. Myndina tók Nicoline
Óþekktkona með óþekkt barn. Mynd mun Hansina hafa tekiö
KONUR TAKA MYNDIR
— Myndasafn frá Teigarhorni til sýnis í Bogasal
nýstárlegt enda voru þá engir
ljósmyndarar á Austfjöröum, en
kynni Nicoline af tveimur útlend-
ingum sem nokkuö geröu af þvi
aö taka myndir munu ef til vill
hafa oröiö til aö kveikja áhuga
hennar.
1872 kom Nicoline heim frá
náminu og settist aö hjá foreldr-
um sinum á Djúpavogi og stund-
aöi ljósmyndun þar. Ekki er vitaö
hvernig aöstööu hún bjó sér til
þess. 1881 fluttist Weywadt aö
Teigarhorni i nýtt og reisulegt
hus sem enn er búiö i og var
myndaskúr byggöur viö húsiö.
A þessum tima var ljósmynda-
tækni i örri framþróun og 1888
sigldi Nicoline aftur til Kaup-
mannahafnar til aö kynna sér
nýjungar, einkum svokallaöar
þurrar plötur sem þá voru aö
ryöja sér til rúms. Þaö var ekki
fyrr en tveimur árum siöar aö
Sigfús Eymundsson tók slikar
þurrar plötur i notkun svo aug-
ljóst er aö Nicoline hefur fylgst
vel meö.
í grein Ingu Láru, sem þetta er
nú allt saman unniö upp úr, segir
meöal annars á þessa leiö:
„Myndir Nicoline vitna um gott
handbragö enda verklagni fjöl-
skyldunnar annáluö. Til eru fag-
urlega útskornir munir eftir Niels
Emil Weywadt, og sannaöir mun-
ir eftir Elise Weywadt, systur
faktorsins, Mortine Tvede og
faktorsdæturnar voru rómaöir.
En verklagni ein dugar skammt,
ef smekkvisi er ekki til staöar.
Næmt auga Nicoline fyrir mynd-
efni samfara myndrænni skynjun
gefur henni sérstööu meöal is-
lenskra ljósmyndara. Hún var
frumherji viö myndatökur á
merkilegu tlmaskeiöi 1 byggöa-
sögu Austurlands og eftir hana
liggja fleiri útimyndir en flesta
aöra ljósmyndara fyrir aldamót.
Þó aö kunni aö hluta aö vera fólg-
iö i tilviljanakenndri varöveislu
er liklegra aö ætla aö hún hafi
fengist meira viö slikar mynda-
tökur en aörir á þeim tima. Meö
þvi hefur hún eftirlátiö okkur inn-
sýn I upphaf þorpsmyndunar á
Djúpavogi, Eskifiröi og Seyöis-
firöi aö ógleymdri tignarlegri
náttúru Austfjaröa.
Starfsferill Nicoline varö lang-
ur eöa um 30 ár, þvi hún fékkst viö
myndatökur fram yfir aldamót.
Hún sinnti einnig veöurathugun-
um á Teigarhorni um áratuga
skeiö. En veöurathuganir hófust
þar 1874. Jafnfram haföi hún
nokkrar tekjur af steinsölu til út-
landa, en fræg geislasteinanáma,
nú friölýst er I landi Teigar-
horns.”
Nicoline Weywadt giftist aldrei
en bjó hins vegar meö Sohpie
móöur sinni eftir andlát fööur
sins, hún hélt kyrru fyrir á Teig-
arhorni til dauöadags sem rann
upp síöla febrúar 1921. Þær
mæögur ólu upp tvær stúlkur,
Björgu Kristjánsdóttur og Han-
sinu Björnsdóttur. Hansina var
systurdóttir Nicoline, dóttir Sus-
önnu Weywadtog Björns Eiriks-
sonar trésmiös sem var læröur i
Kaupmannahöfn.' Þau
bjuggu fyrst á Teigarhorni en
fluttust siöar á Eskifjörö og þar
fæddist Hansina áriö 1884. Hún
fæddist fyrir timann og sagt er aö
hún hafi veriö svo litil viö fæöingu
aö hún hafi komist fyrir I tréskó.
Hún var hjá foreldrum sinum til
þriggja ára aldurs er hún var sett
til fósturs á Teigarhorni til þeirra
Sophie og Nicoline. Hún nam und-
irstööuatriöi i ljósmyndun hjá
Nicoline móöursystur sinni en
sigldi áriö 1902 til Kjöpenhafnar
aö læra meira.
Ljósmyndaferill hennar varö
sýnu styttri en Nicoline þvi hún
hætti aö mestu aö taka myndir
eftir aö hún gifti sig áriö 1911.
Inga Lára segir:
„Mannamyndatökur voru aö
sögn ekki uppáhaldsviöfangsefni.
Hansinu. En hún haföi þeim mun
meira gaman af útimyndatökum,
aöallega landslags. En þær voru
tiskufyrirbrigöi þess tima. En þvi
miöur eyöilagðist stór hluti þeim
plötum hennar fyrir slysni. En
þær myndir sem til eru eftir hana
eru allar úr Berufirði og næsta
nágrenni. Hún viröist hafa sótt
myndefni i dagsins önn, sbr.
myndir af heyskap á Teigarhorni.
Þegar börnin komust á legg um
1930 tók Hansina á ný til við
myndatökur um skeiö en þaö
viröist mest hafa veriö bundiö
börnunum og fjölskyldunni. Han-
sina bjó aö Teigarhorni alla tið,
en var siöustu a’rin i Reykjavik aö
vetrinum. Hún lést 5.2.1973.
Enn er Teigarhorn i eigu af-
komenda Weywadts og þeim er
þaö aö þakka aö jafn mikiö hefur
varöveist af munum tengdum
ljósmynda rekstrinum eins og
þessi sýning vitnar um. Það gefur
þætti Teigarhorns i islenskri ljós-
myndasögu sérstöðu og hún væri
rikari ef fleiri hefðu sýnt jafn
mikinn skilning á lifi, starfi og
minjum genginna kynslóða.”
Alls eru þaö tæplega 80 myndir
sem til sýnis eru i Bogasal og þar
aö auki áhöld og útbúnaður:
Hnakkajárn, myndavélar, bak-
tjald, vinnuborö, efnaglös, mæíí-
glös, bakkar.þurrkgrindur fyrir
plötur, framköllunarrammar
plötuhaldarar, retoucherings-
rammi og fleira.
Sýningin veröur opin lengi enn.
■ Nicoline Weywadt. ■ Hansina Björnsdóttir.