Tíminn - 21.03.1982, Qupperneq 9
Sunnudagur 21. mars 1982.
9
Hernaðarleg staða íslands
og hættan vegna hennar
I þjóðbraut
kjarnorku-
kafbáta
1 umræöum, sem fóru fram á
Alþingi 9. febríiar siöastliðinn i
tilefni af framkominni tillögu
um varnarráöunaut, vék Bene-
dikt Gröndal m.a. að hinum
mikla kafbátavigbhnaði á haf-
inu umhverfis Island. Benedikt
Gröndal sagði meðal annars:
„Það, sem gerst hefur siðan
1960, er að kjarnorkuvopn hafa
farið til sjós. Þau hafa verið sett
i kafbáta bæði i Bandarikjun-
um, Sovétrikjunum og siðan i
Bretlandi og Frakklandi. Eftir
að þeir kafbátar fóru að sigla
um heimsins höf, ekki bara i
kringum tsland, heldur viða
annars staðar, gerbreyttist öll
hernaðaraðstaða i heiminum.
Þetta er ekkert sem islenskir
ráðherrar hafa gert. Þeir hafa
ekki tekið neinar ákvarðanir
sem hafa stuðlað að þessu.
Þetta er þróun i heimsvigbíin-
aði, að visu mjög sorgleg þróun
vegna þess að htin hefur orðið til
þess að gera kjarnorkubtinað
stórveldanna stórum hættulegri
en hann var fyrir. En um það
eru allir sammála, sem ég hef
heyrt að skrifað hafi um þessi
mál, bæði sovéskir sérfræðingar
og vestrænir, að það hafi verið
tímamót i vigbíinaðarsögu og
vigbhnaðarkapphlaupi stór-
veldanna þegar kjarnorkuvopn
voru sett I kafbáta sem sigldu
neðansjávar og erfitt er að
fylgjast með. Það má þvi segja,
að á árunum eftir 1960 hafi
hernaðarleg þyðing Islands
fengið á sig nýjan blæ vegna
þess að kjarnorkukerfi Banda-
ríkjanna og Sovétrikjanna
teygðu sig eftir hafinu báðum
megin við landið. Það var lengi
vel svo að Sovétrikin þurftu að
komast fram hjá tslandi til að
koma þessum kjarnorkukafbát-
um sinum á staði þar sem þeir
gætu skotið á Norður-Ameriku.
A sama tima þurftu bandariskir
kafbátar að fara fram hjá ts-
landi öðru hvorum megin til að
komast noröur i höf á stöðvar
þar sem þeir gætu skotið á
Sovétrikin. Þetta hefur tekið
ýmsum breytingum með vax-
andi tækni, en þetta er þróun
sem islensk yfirvöld hafa ekkert
getað gert til að hafa áhrif á.
Hins vegar hefur þessi þróun
gert þýðingu lslands mörgum
sinnum meiri en áður og gert
frekar en nokkru sinni fyrr al-
gerlega óhjákvæmilegt að við
blöndumst inn i þessi mál, þvi
að nh erum viö í þjöðbraut þess-
ara kjarnorkukafbáta, bæði frá
austri og vestri.”
Hættan magnast
Þessi lýsing Benedikts Grön-
dal áþrbun vigbbnaðar á hafinu
umhverfis Island er hárrétt. Is-
lendingar hafa hvergi nærri
gert sér ljósa þá uggvænlegu
staðreynd, að land þeirra er
komið i „þjóðbraut kjarnorku-
kafbáta.”
Þvi fer f jarri, að þessi þróun
sé að taka enda. Þvert á móti
bendir allt til, að kafbátavig-
btmaðurinn á hafinu umhverfis
Island muni enn færast i auk-
ana.
Bæði risaveldin stefna nU að
þvi að byggja stærri kafbáta en
áður og bUa þá bæöi fleiri eld-
flaugum en áður og að hver eld:
flaug geti borið fleiri kjarna-
odda en áður. Þá stefna þau að
því, að bUa bæði kafbáta og
ofansjávarskip stýrisflaugum,
sem flutt geta kjarnavopn.
■ Frá Keflavikurflugvelli.
Brezka stjórnin hefur alveg
nýlega ákveðið að endurnýja
kjarnorkuvopi sin. Kafbátarnir
verða endurnýjaðir, einnig eld-
flaugamar og kjarnaoddarnir.
Frakkar erueinnig að auka og
endurnýja þann kafbátaflota
sem bUinn er kjarnavopnum.
Aðsjálfsögðu gera kjarnorku-
veldin það ekki uppskátt, hvar
þau hafa þennan kjarnavopna-
flota sinn, en það þarf ekki
mikla þekkingu til að gera sér
ljóst.að stærsta hluta hans er að
finna á hafsvæðinu kringum Is-
land.
Þessufylgirmargvisleg hætta
fyrir Island og islenzk fiskimið.
Þess vegna er ekki aðeins eðli-
legt, heldur óhjákvæmilegt, að
Islendingar hefjist handa, veki
athygli á þessu á alþjóöavett-
vangi og beiti sér fýrir þvi, að
þessi kafbátavigbUnaður verði i
fyrsta lagi frystur og siöan unn-
ið markvist að samdrætti hans
af hálfu allra viðkomandi aðila.
Herstöðin í
Keflavík
1 áðurnefndri ræðu Benedikts
Gröndal er nokkuð minnzt á
skipun varnarmála á Kefla-
vikurfhigvelli. Benedikt segir:
„Það er fuliyrt að viðbUnaður
varnarliösins á Keflavikurflug-
velli sé hluti af kjamorku-
árásarkerfi Bandarikjanna eða
burðarás i þessu kerfi. Ég leyfi
mér að fullyrða að svo sé alls
ekki. Þau tæki, sem hér eru, eru
til þess að leita uppi kafbáta,
bæði SOSUS-kerfið, það er til að
finna þá, og Orion-leitarflug-
vélarnar. Mér er spurn: Þurfa
Bandarík jamenn að hafa
SOSUS-kerfi i kringum Island
og Orion-flugvélar til að finna
sina eigin kafbáta? Nei, alls
ekki. Þetta er enginn stuðningur
við þann kafbátaflota, heldur
eingöngu sett upp í varnarskyni
til þess að fylgjast með öðrum
kafbátum. Það er kjarninn i
málinu. Þótt segja megi að svo
að segja allar flugvélar og svo
að segja allt stórskotalið nh á
dögum geti skotið eða flutt
kjamorkuvopn, þá eruþær flug-
vélar, sem em hér á landi i
varnarliðinu, engan veginn sér-
staklega til þess geröar. Þær
geta borið kjarnorkuvopn, en
þær gera það ekki hér, og
svipaðar flugvélar voru hér fyr-
ir 1960. Það eru aðeins nýrri og
fullkomnari gerðir t.d. af Orion-
flugvélunum, sem hafa tdciö við
af eldri gerðum, eins og er um
orrustuflugvélarnar.”
Þessi lýsing Benedikts Grön-
dal er tvimælalaust hárrétt.
Herstöðin i Keflavik er ekki
hlekkur i því árásarkerfi
Bandarikjanna, sem er beint
gegnSovétrikjunum, ef til striðs
kæmi. Hins vegar er því ekki að
neita, að hlin hefur gifurlega
þýðingu fyrir þann mikilvæga
þátt bandariska hernaðar-
kerfisins, sem lýtur að þvi að
fylgjast með kafbátum Sovét-
rikjanna.
Það er þvi hárrétt hjá Bene-
dikt, að þær breytingar, sem
hafa orðið á hernaðarstöðunni á
Norður-Atlantshafi siðan 1960,
hafa gert þýðingu Islands mörg-
um sinnum meiri en áöur.
Gerbreytt staða
Þegar framangreindar stað-
reyndir eru hafðar i huga, verð-
ur það bezt ljóst, hversu mjög
hafa breytzt varnarmöguleikar
Keflavikurflugvallar siðan
varnarsamningurinn var gerð-
ur 1951.
Þá voru engar likur til þess, ef
til átaka kæmi milli Sovétríkj-
anna og Bandarikjanna, að
hægt yrði að gera árás á Kefla-
vikurfhigvöll öðru visi en frá
skipum eöa flugvélum. RUssar
höfðu þá hvorki kjarnavopn né
flugskeyti, sem þeir gætu beitt i
hugsanlegri árás á Keflavikur-
flugvöll. Rökstuddar vonir voru
fyrir þvi, aö hægt væri að verja
völlinn árásum.
Slikar vonir, sem þá voru fyr-
ir hendi, eru nb hrundar með
öllu.
Ef til átaka kæmi milli risa-
vekianna á Norður-Atlantshafi,
— en annarra hernaöarlegra
átaka er vart að btiast við þar,
— gætu Ríissar skotið eldflaug
frá kafbáti, sem væri I tiltölu-
lega lítilli fjarlægð og við slíkri
árás eru engar varnir til og
verða ekki til svo fyrirsjáanlegt
sé.
Þess ber svo að gæta, að
árásarhættan er meiri níi en
1951, þar sem herstöðin á Kefla-
vikurflugvelli er nti miklu
mikilv ægari en þá, þar sem híin
er orðin ein þýðingarmesta upp-
lýsingastöð Bandarikjanna um
ferðir rhssneska kafbátaflotans,
eins og Benedikt Gröndal vék að
i ræðu sinni. Það er erfitt fyrir
Islendinga að treysta svo á
RUssa, að þeir reyndu ekki að
eyðileggja þessa upplýsinga-
söfnun, ef til styrjaldar kæmi.
Hernadarlegt
jafnvægi
Það væri að stinga höfðinu i
sandinn, ef Islendingar gerðu
sér ekki þessar staðreyndir ljós-
ar. Það hafa þeir lika raunar
gert,þviaðleyfið,sem þeir hafa
veitt Bandarikjunum til að ann-
ast hér umrædda upplýsinga-
söfnun, byggist á þvi, að það
styrki hinar sameiginlegu varn-
ir og það hernaðarlega jafn-
vægi, sem komi i veg fyrir
styrjöld. Meginvörn Kefla-
vikurflugvallar sé fólgin i þvi,
aðþannig verði hindruð styrjöld
milli risaveldanna.
En hvað lengi er hægt aö efla
vigbtmaðinn til að tryggja jafn-
vægi, án þess að einhverjir
árekstrar eða óhapp geti orsak-
að styrjöld, sem báöir aðilar
vilja þó i raun forðast?
t þessu sambandi er vert að
minnast þess ótta, sem rikti um
alla heimsbyggðina, þegar
KUbudeilan 1962 stóð sem hæst.
Það má einnig minna á þann
ótta, sem rikjandi varum skeið,
að Kóreustyrjöldin gæti leitt til
allsherjarstyrjaldar.
Svör eru eölilega ekki til við
þvi.hvað heföigerzt, ef Truman
hefði ekki svipt MacArthur her-
stjórninni i Kóreu, og Kinverjar
og RUssar hefðu ekki talið sér
annað fært eða sæmandi, en að
skerast i leikinn. Til eru þeir,
sem telja, að þá hafi Truman
bjargað heimsfriönum.
Hernaðarlegt jafnvægi skap-
ar vissulega öryggi, en er samt
ekki full trygging fyrir þvi, að
ekki komi til styrjaldar.
Góð tíðindi
frá Washington
Það er af þessum ástæðum,
sem fleiri og fleiri leggja nU
vaxandi áherzluá að reynt verði
að stöðva vigbUnaðinn hjá öllum
aðilum, eða frysta hann.eins og
það er kallað, og leita siðan
leiða til að draga gagnkvæmtUr
honum stig af stigi.
Anægjulegasta frétt, sem
lengi hefur birzt i islenzku blaði,
birtist i Morgunblaðinu 12. þ.m.
Það var fréttaskeyti frá Ónnu
Bjarnadöttur i Washington,
dagsett 11. marz. Upphaf þess
hljóðaði á þess leið:
„UMRÆÐAog andstaða gegn
kjarnorkuvopnum hefur aukist i
Bandaríkjunum á siðustu mán-
uöum. Mikill meiri hluti bæjar-
funda i Vermont og New
Hampshire hefur samþykkt til-
lögur um stöðvun framleiðslu
kjarnorkuvopna og þing sex
annarra rikja hafa samþykkt
svipaðar tillögur. A fimmtudag
lögðu siðan 17 öldungadeildar-
þingmenn og 122 fulltrUa-
deildarþingmenn Ur báðum
flokkum til í bandariska þinginu
að Bandarikin og Sovétrikin
samþykktu aö hætta kjarnorku-
vopnaframleiðslu og skæru sið-
an verulega niður vigbUnað
sinn.
Edward Kennedy, demókrati
frá. Massachusetts, og Mark 0.
Hatfield frá Oregon
(republikani) lögðu tillöguna
frami öldungadeildinni. Hat-
field rifjaöi upp aðkomuna i
Hiroshima i ágUst 1945 á blaða-
mannafundiogsagði að nU hefði
jafnviröi milljón slíkra sprengja
veriö framleiddar. „Viö erum
fær um aö gjöreyða öllu mann-
kyninu,” sagöi hann á fundin-
um, sem f jöldi trUarleiðtoga og
leiðtogar annarra hópa sóttu.
Hatfield sagði, að nU væri rétti
timinn til að semja viö Sovét-
menn, þvi þeir byggju yfir
„svipuðum kjarnorkuvopna-
fjölda og Bandarikjamenn.”
Framlag
íslendinga
Það er bersýnilegt á þessu, að
i Bandarikjunum er að risa
fjöldahreyfing, sem mun berj-
ast eindregnar fyrir gagn-
kvæmri afvopnun en dæmi eru
um áður.
Frá Washington berst sá orð-
rómur, að Reagan forseti geri
sér orðið ljóst hvert vindurinn
blæs. Hann muni þvi i Evrópu-
ferð sinni i jUnimánuði leggja
fram viðtækar tillögur um sam-
drátt kjarnorkuvopna.
Eins og staða Islands er með
vaxandi kafbátaflota, btiinn
kjarnavopnum, á hafinu um-
hverfis landið, og mikla árásar-
hættu varðandi Keflavikurflug-
völl, ef til styrjaldar kæmi,
hljóta þeir af alefli að styðja
alla viðleitni sem beinist aö þvi
aö koma á stöövun vigbUnaðar-
kapphlaupsins og gagnkvæmri
afvopnun.
Ef árangur næðist i þeim efn-
um, myndi það meira en noidcuð
annað afstýra þeirri hættu, sem
yfir Islandi vofir og þó einkum
Keflavikurflugvelli, meöan vig-
bUnaðarkapphlaupið heldur
áfram.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar ■tU