Tíminn - 21.03.1982, Side 22

Tíminn - 21.03.1982, Side 22
Sunnudagur 21. mars 1982 á bókamarkaði James Morris: Heaven’s Command. Penguin 1981 Höfundurinn heitir ekki James, þaö er helber lygi hann heitir Jan og er hún, þetta er nefnilega kyn- skiptingurinn frægi sem skrifaöi bók um reynslu sina og átti eitt sinn viötal viö Dick Cavett i sjónvarpi. Og nýlega sá ég i ensku blaöi aö hann heföi veriö á feröalagi hér og mælti meö Reykjavik sem hressilegri tilbreytingu frá sumri og sól. Hvaö um þaö — James eöa Jane Morris hefur skrifaö sögu Bretaveldis i uppgangi á háskeiöi og siöan þegar fór aö halla undan fæti i þremur veglegum bindum. Og betta. ..Heaven’s Command” er þaö fyrsta og fjallar um vöxt heimsveldisins fram til 1897, tima hins óhefta ný- lendukapphlaups allt þar til Stóra-Bretland var svo stórt aö sólin settist aldrei i riki Viktorlu Glæstur timi vissulega þvi gerir höfundurinn góö skil, en lika timi iönbyltingar, fátækt- ar, barnavinnu og sótugra borga. Morris dregur upp þessar skörpu mótsagnir, milli ljómandi lifs betri borgaranna og þeirrar mannúöarstefnu sem Bretar töldu sig lifa eftir og skugga- hliöanna, yfirgangssamrar og hrokafullrar heimsvalda- stefnu erlendis og óbeislaös kapitalisma heima fyrir. lim: ISIT ASWAlí? BRIANCLAllK Brian Clark: Whose Life Is It Anyway. Avon Books 1980. „Er þetta ekki mitt llf?” hét þetta leikrit þegar þaö var sýnt i Iönó I fyrra. Og þótti vist mikiö og gott innlegg i um- ræöur á ári fatlaöra. Brian Clark (f. 1932) skrifaöi leik- ritiö fyrst fyrir sjónvarp áriö 1972 og þaö var ekki fyrr en sex árum siöar aö þaö var fyrst sett á sviö i London þá meö leikaranum góöa Tom Conti i aöalhlutverki. Siöan mun þaö hafa fariö hina margtroönu sigurför um heiminn. Eins og flestum mun i fersku minni fjallar þaö um ungan mann sem er nánast al- gjörlega lamaöur, getur ekk- ert hreyft nema höfuöiö og samskipti hans viö lækna og starfsfólk á sjúkrahúsi. Þar rikir sú hugsun ein aö halda i honum lifinu, hversu viröingarsnautt og tilgangs- laust sem þaö svo er en hann krefst þess aö fá aö ráöa yfir sinum örlögum hvort hann lifir dlegar deyr. Hér er spurt stórra spurninga grundvallar- spurninga en Clark gerir þaö á hnitmiöaöan og oft meinfynd- inn hátt, þannig aö öll væmni og tilgerö er viös fjarri sem aö sönnu er ekki of algengt i þjóö- félagi þar sem dauöinn er feimnismál. TheThird Policeman Flann O’Brien ‘Ireland’s funmest gcníus’ Flann O’Brien: The Third Policeman. Picador 1981 1 raun hét hann Brian O’Nolan. I marga áratugi skrifaöi hann fræga háödálka i dagblaöiö „Irish Times” undir nafninu Myles na Gopaleen. Þau voru fleiri dulnefnin hann var i raun leikari af lifi og sál hvenær sem hann stakk niöur penna. Þegar hann skrifaöi skáldsögur kallaöi hann sig Flann O’Brien. Skáldsögurnar uröu alls fimm fjórar á ensku og ein á irsku en hann lést i Dublin áriö 1966, sumir segja af drykkjuskap sem er land- lægur meö þeirri þjóö. En þaö er ekki fyrr en hin siöustu ár aö heimurinn hefur uppgötvaö bækur hansfaö þarna hafi fariö óviöjafnanlegur meistari sat- irunnar. Þaö er ekki heiglum hent aö lýsa skáldsögunum hans, stillinn er oftastnær skopstæling. söguþráöurinn fáránlegur út í hött og per- sónurnar gróteskar. Þessi hérna, Þriöji lögreglumaöur- inn er sakamálasaga sem kemur æöi viöa viö gerir grin aö irsku sveita- og þorpslifi, naflaskoöun fræöimanna og guö má vita hverju. Og þiö sem finnst endirinn á sögum Agötu Christie skritinn biöiö bara þangaö til þiö sjáiö end- inn á þessari... Joachim C. Fest: Hitler. Penguin 1982 1 formála aö bókinni leitast höfundurinn viö aö svara þeirri spurningu hvort Hitler hafi veriö mikilmenni sem nb. á ekkert skylt viö þann eigin- leika aö vera góömenni. Þeir eru ekki margir leiötogarnir sem hafa haft jafn djúpstæö áhrif og jafn sterk tök á fylgis- mönnum sinum, miklir Alex- andrar og Napóleonar hverfa i skuggann. tilfelliö Hitler er dæmi um einstakt samspil milli þjóöarvilja eöa þjóöar- anda og einstaklings sem i sjálfu sér er kannski ósköp litilmótiegur en hefur þó lag á þvi eins og enginn annar aö láta samtimann dansa eftir sinni pipu. Þaö er ekki hlaupiö aö þvi aö skrifa ævisögu Hitlers.i fyrsta lagi var einka- lif hans litilfjörlegt og alla tiö reyndi hann af fremsta megni aö hylja fortíö sína. 1 ööru lagi er maöurinn svo óvinsæll aö vandi er aö glitta i hinn raun- verulega mann fyrir öllum þeim dómum sem um hann hafa veriö felldir. Þessi ævi- saga hans mun vera sú stærsta og itarlegasta sem hefur veriö rituö á þýska tungu og þegar hún kom út var Fest ásakaöur fyrir aö vera um of heillaöur af Hitler. Slikt á sér þó enga stoö I raunveru- leikanum, hann reynir aöeins aö skýra þaö hvers vegna Þjóöverjum á 4öa tug aldar- innar þótti Hitler álitlegur kostur. Þaö er ekki heiglum hent aö sigla i gegnum þessa bók svo löng er hún, en mikiö skal til mikils vinna. ■ Bækurnar hér aö ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tekiö skal fram aö um kynningar er aö ræöa en öngva ritdóma. Hundrað ára einsemd rofin - Suður-amerískar bókmenntir komnar í sviðsljós heimsins ■ 1 ár og áratugi hafa einkum evrópskir menningarvitar legið andvaka og velt fyrir sér afdrif- um skáldsögunnar. Hvort hún sé ekki á fallanda fæti, likt og Lundúnabrú, hvort nútiminn i heild sinni muni ekki ganga af henni dauðri. Ahyggjur þeirra eiga án efa nokkurn rétt á sér. Þrátt fyrir aö stöku sinnum verði ljós i myrkrinu hefur evrópskri skáldsögu óumdeilanlega hnignaö i Bandarikjunum hefur henni aldrei tekist aö komast al- veg upp i hæstu hæðir. En úr þvi svona er komiö verður mörgum litiö til Suður-Ameriku. Þar er annað uppi á teningnum. Hér til hliðar eru kynntar i örfáum orðum bækur eftir tvo suður- ameríska höfunda: Gabriel Garcia Marquez og Mario Vargas Llosa. Þá ber nh hvað hæst meðal kollega sinna i þessari röstusömu álfu, en gröðurinn er fjölskrtiö- ugur, litrikur og siðast en ekki sist lifvænlegur. örfá orð um skáldsagnaritun i Suöur-Ameriku aö mestu er stuöst viö banda- riska fréttaritið Newsweek. Þetta hófst allt saman meö einni einustu skáldsögu eftir litt kunnan höfund. Hún vakti fljót- lega athygli um álfuna alla, brátt tóku evrópskir og bandariskir lesendur við sér. Áður en nokkurn varöi höföu selst milljónir eintaka af Hundrað ára einsemd, höf- undurinn Gabriel Garcia Már- quez frá Kólombiu varð heims- frægur og athygli umheimsins beindist aö suöur-ameriskri skáldsagnagerð. Sú athygli hefur ekki dofnaö enn, fremur hiö gagn- stæða. Bækur eftir brasiliska, mexikanska og argentinska rit- höfunda seljast i risaupplögum um allan heim, höfundar á borö við Garcia Márquez, Vargo Llosa, Jorge Amado og Carlos Fuentes eru á allra vörum og i fyrsta sinn, segir Gregory Rabassa, afkastamikill þýðandi suður-ameriskra verka, „herma aðrir höfundar eftir Suöur-Ame- rikumönnum, en ekki öfugt”. „Hrörnandi þjóðfélög hafa góð áhrif á sköpun iistaverka” Og vel að merkja. Gróðursæld- in i suöur-ameriskum bókmennt- um nær ekki aðeins til skáidsög- unnar. Ljóð, smásögur og leikrit eiga álika fylgi að fagna. Bók- menntir yfirleitt, á sama tima og þær eiga i vök að verjast viöast annars staöar. Þeir suður-amerisku höfundar sem seint og um siðir hafa hlotið veröskuldaða viðurkenningu- segja reyndar að þeim komi þessi nývaknaði áhugi alls ekki á óvart Vargas Llosa segir: „Þjóðfélög sem hrörna, þjóðfélög sem breyt- ast ört, hafa ætið haft góð áhrif á sköpun listaverka. Það er engin tilviljun að i Suður-Ameriku hafa fæöst bókmenntir sem eru fullar metnaðar, sköpunargleði og frumleika”. Undir þessa skýringu Vargas Llosa hafa flestir kunnugir tekið, en þessu fylgir jafnframt að bók- menntirnar hafa tekið mjög ein- dregna pólitiska afstöðu „Hjá þvi verður ekki komist”, segir Varga Llosa. „Saga okkar er saga fjöldamorða og furðulegra öfga”. Flestir rithöfundar álfunnar fjalla annaðhvort um fátækt eða pólitiska kúgun, nema hvort- tveggja sé. 1 Suður-Ameriku er lýðræöi undantekning og sagn- fræðin er ekki annað en röð kúgunarstjórna og þvi var við þvi aö búast að rithöfundar notuðu bókmenntirnar til að afhjúpa þær goösagnir sem herforingjastjórn- irnar hafa skapað. „Það má oft á tlðum segja með bókmenntunum þaö sem ekki er hægt að segja á annan hátt, „útskýrir mexikanski rithöfundurinn Carlos Fuentes og aðrir höfundar hafa lagt áhersiu á þá köllun sina að fletta ekki að- eins ofan af grimmd stjórnvalda heldur og aö benda fram á veg- inn. „Bókmenntir okkar vilja leggja sitt af mörkum til leitar- innar aösjálfsvitund”, segir Gar- cia Márquez. „Við verðum að smiða okkur okkar eigin formúlu fyrir hamingjunni og smiða hana með öllu þvi imyndunarafli og allri þeirri dirfsku sem við notum til að skapa bókmenntir”. Ritstörf eru pólitiskur verknaður Af öllu þessu leiðir að i Suður- Ameriku er litið á ritstörf næstum þvi sjálfkrafa sém pólitiskan verknaö og rithöfundar verða oft fyrir barðinu á stjórnvöldum. Ritskoðun er landlæg. Kúbanskir höfundar fá ekki að njóta sölu- launa sinna erlendis til að þeir veröi ekki óháöir alltumlykjandi gæsku Castro-stjórnarinnar. Um álfuna hafa bækur verið for- dæmdar af stjórnvöldum, bannaöar og jafnvel brenndar. Rithöfundarnir hafa ekki aðeins þurft að fórna verkum sinum heldur einnig frelsinu og jafnvel lifinu sjálfu. Marcelo Quiroga Santa Cruz, rithöfundur frá Bóli- viu var tekinn af lifi i La Paz i kjölfar byltingar hersins i júli 1980. Garcia Márquez flúði til Mexikó á siðasta ári af ótta við handtöku en hann hélt þvi fram að kólombiska öryggisþjónustan hefði falsað gögn sem áttu að sanna aö hann væri i vitorði með skæruliðum i landinu. ,,Ég mun ekki snúa aftur”, segir hann, „nema staða min verði algerlega trygg”. En suður-ameriskir rithöfund- ar hafa ekki aðeins þurft að þola ofsóknir pólitiskra stjórnvalda margir þeirra hafa tekið beinan þátt i stjórnmálum i heimalönd- um sinum. Sumir hafa meira að segja lagt bókmenntirnar á hill- una i mörg ár til að sinna stjórn- málum. Carlos Fuentes og Octa- vio Paz frá Mexikó hafa verið sendiherrar lands sins i Frakk- landi og Indlandi. Arturo Uslar Pietri frá Venezúela bauð sig fram til forseta og Jorge Amado var eitt sinn þingmaður kommún- ista á þingi Brasiliu en sagði sig siðar úr flokknum. Ernesto Cardenal, ljóðskáld og prestur er nú menningarmálaráðherra i stjórn Sandinista i Nicaragua. Ljóðskáldib Pablo Neruda frá Chile, sem talinn er eitt mesta ljóðskáld á þessari öld var meðal annars sendiherra fyrir land sitt, sat á þingi fyrir kommúnista og hugöist bjóða sig fram til forseta en dró sig i hlé til stuðnings vini sinum Allende. Og meira að segja Jorge Luis Borges frá Argentinu sem alla jafna hefur gætt sin á þvi að skipta sér ekki af stjórnmálum hefur i elli sinni fordæmt hin tiðu „mannshvörf” sem fáir efast um aö stjórnvöld séu ábyrg fyrir. Hinu yfirnáttúrulega lýst með aðferðum realisma Um þessar mundir eru það yfir- lýsingar þeirra Garcia Márques og Vargas Llosa sem mesta eftir- tekt vekja. Arið 1973 hét Garcia Márquez því aö skrifa ekki fleiri skáldsögur fyrr en stjórn Pinochets i Chile færi frá og voru þaö ekki talin áhrifa- I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.