Tíminn - 21.03.1982, Qupperneq 24

Tíminn - 21.03.1982, Qupperneq 24
Sunnudagur 21. mars 1982. nútíminni SRÁKARMip A SVV Auk þess að gefa út þesssar tvær plötur gáfu þeir út smáskif- gefa út þesssar ■ Saga okkar hefst i Swindon á vestur-Englandi, þar sem fólk hlustar á Edda Þveng og Radio- West. Arið er 1977. Þeir Andy Partridge (gitar —-söngur), Colin Moulding (bassi — Söngur) og Terry Chambers (trommur) höfðu nýlega kynnst hljómborðs- leikaranum Barry Andrews sem kom frá London til að kanna hvort einhver munur væri á þvi að vera atvinnulaus i Swindon eða Lon- don. Þar meö breyttu þeir nafni hljómsveitarinnar The Helium Kidz i XTC. Aður höfðu þeir breytt þvi úr Star Park i The Heli- um Kidz. Þeir léku aöallega lög eftir Iggy Pop og New York Dolls ásamt lögum eftir Partridge og Moulding. Þeir náðu fljótlega i smáhóp aðdáenda i Swindon en haustið 1977 gerðu þeir samning við Virgin hljómplötuútgáfuna og fluttust til London. 1 október ’77 kom siðan út þeirra fyrsta plata. Það er þriggja laga EP plata sem heitir XTC 3D EP.Gagnrýnendur tóku plötunni mjög vel en sala hennar var aðeins 30.000 eintök sem nægði ekki til þess að koma henni á vinsældarlista. I janúar 1978 kom siðan út þeirra fyrsta LP plata White Music. Enn voru gagnrýnendur mjög hrifnir og enn brást almenningur. Tónlist XTC mættti kalla nýbylgju popp- tónlist en útsetningar þeirra eru svolitið skritnar og lráhrindandi i fyrstu og er þaö sennilega ástæð- an fyrir þvi hve slæmar undir- tektir þeir hafa fengið hjá al- menningi. Þeir gerðu tilraun til að gefa tvö lög af plötunni út á smáskifum en þær seldust litið. Barry Andrews hættir Sumarið 1978 fóru þeir i hljóm- leikaferö um Evrópu sem upphit- unar-hljómsveit fyrir bandarisku hljómsveitina Talking Heads en að henni lokinni i sina eigin um England. Jafnframt unnu þeir að gerð nýrrar plötu sem út kom i október 1978. Platan heitir Go 2og með fyrstu eintökunum fylgdi „bónus ’ plata „dub” útgáfa af plötunni sem ber nafnið Go +. Hún var siðar gefin út sér. una Are you receiving me.Enn höfðu gagnrýnendur ekki nægan orðaforða til að lýsa ánægju sinni, en þrátt fyrir það varð salan á plötunni ekki eins góð og meðlim- irhljómsveitarinnar höföu vonað. Þetta voru þeim mikil vonbrigði og á timabili lá við að hljómsveit- in hætti. Úr þvi varö þó ekki. Hins vegar hætti hljómborðsleikarinn Barry Andrews vegna tónlistar- legs ágreinings. Hinir strákarnir vildu ekki spila lögin hans. Hann gaf út 4ra laga EP plötu Town and Country 1979, og heíur siöan unnið með ýmsum tónlistarmönnum, var t.d. meðlimur i hljómsveit Roberts Fripp, League of Gentle- men. Trommur og virar Bætt var við nýjum meðlim i XTC, gitarleikaranum David Gregory. 1 von um auknar vin- sældir skiptu þeir einnig um upp- tökustjóra og fengu til liðs við sig Steve Lillywhite sem unniö hefur með ýmsum breskum nýbylgju- hljómsveitum. Það var strax far- ið i hljóðver og hljóðrituð smá- skifan Life begins at the Hop. Lagiðer létt danslag ekki ósvipað gamla rokklaginu At the Hop. Þrátt fyrir það náði það ekki vin- sældum. Svo virtist sem XTC væriekki ætlað að verða vinsælir. Um áramótin 1978-’79 fóru þeir i boöi Talking Heads til Bandarikj- anna. Þeim tókst ekki að leggja þau að fótum sér, en náðu nokkr- um árangri i baráttunni. Um sumarið hófu þeir upptökur á nýrriplötu Druins and Wiressem út kom um haustið. Jafnframt gáfu þeir út smáskifuna Making plans for Nigel. Hún náði þó nokkrum vinsældum og jók mjög sölu stóru plötunnar. Sumarið 1980 fóru XTC i hljóm- leikaferð um Evrópu ásamt hljómsveitunum The Beat og The Police. Ég var svo heppinn að sjá eina slika tónleika i Frakklandi. Það sem var mest áberandi við framkomu XTC var að þeir náðu engu sambandi við áhorfendur, sem virtust ekki skilja hvað hljómsveitin var að gera. Sumarið 1980 kom út platan Take Away með Mr. Partridge. Það má eiginlega segja að hér sé á ferðinni plata með XTC þvi hún var tekin upp af XTC 10. október 1979. Andy Partridge tók siðan upptökurnar og bætti á þær ýms- um hljóöum og söng. Platan er ekki ósvipuð Go +,en er skrefi framar i „experimental” útsetn- ingum. Tilfinningar i yfirvinnu Haustið 1980 kom einnig út plat- an Black Sea. Hún er enn popp- aðri en Drums and Wiresog náði meiri vinsældum en hún. Smá- skifan Generals and Majors komst ofarlega á enska vinsæld- arlistann, en stóð mjög stutt við. Eins var um smáskifurnar Tow- ers of Londonog Sgt. Rock.A sið- asta ári fór litið fyrir hljómsveit- inni. Þeir gáfu aðeins út eina smáskifu Respectable Street. Siðasta haust hófu þeir upptök- ur á nýrri plötu. 8. janúar á þessu ári kom út smáskifan Sences Working Overtiine sem komst alla leið i fimmta sæti enska vin- sældarlistans. Eins og allar smá- skifur þeirra höfðu gert áður stóð hún stutt viðog er nú að siga hægt og hægt niður listann aítur. A meðan smáskifan feröaðist á vin- sældarlistanum unnu meðiimir hljómsveitarinnarað miklu kappi við upptökur. Alltaí fjölgaði lög- unum og að lokum var ákveðiö að gefa út tvöfalt albúm, þó ekki nema 10.000 fyrstu eintökin. Plat- an heitir English Settlement og kom út 12. febrúar siðastliðinn. Hún er ólik hinum plötum hljóm- sveitarinnar að þvi leyti að meiri fjölbreytni gætir i hljóðfæraleik, t.d. nota þeir kassagitara mikið. Hljóðfæri sem hefur yfirleitt ekki veriðsetti samband við nýbylgju. Vegna þessa hefur platan léttara yfirbragð en fyrri plöturnar. vika. Nýr um- sjónarmað- ur Nú- Tímans ■ Nýr umsjónarmaður hefur tekið viö stjórn Nútimans og hafa þeir Bakkabræöur, Benni pis og Luigi, veriö sendir úti ystu myrkur og þó fyrr hefði verið og farið hefur fé betra! Er sannlig ósk okkar að þeir kumpánar láti ekki sjá sig framar á siöum blaösins enda eru þetta gerpi hin mestu og alls ófróöir um alit sem lýtur að tónlist og sannast hér, sem oftar, aö oft er flagð undir fögru skinni, þó þeir séu reyndár mestu meinleysis- grey I sjálfu sér, drengirnir. óttaligir aumingjar! Nýr umsjónarmaöur hefur i þeirra stað tekið við stjórn Nútimans og heitir sá Viðar og er Karlsson og vonum viö að hann reynist betur en þessir leppalúðar sem fyrr voru nefndir og hafa nú veriö sendir úti ystu myrkur og þó fyrr heföi veriö og farið heíur fé betra. Viðar þessi er einu til tveimur árum eldri en við og hefur lengi fylgst með nútima- tónlist, alþýöútónlist, poppi, veit sinu viti, segir hann, og sjáum við ekki ástæöu til að draga þaðiefa. Þá eraö visuá það að lita að við tókum fuil- yrðingar aumingjanna Benna pís og Luigi heldur hátiðlega og var oft ömurlegt að sjá til þeirra með hausinn i bieyti, þeir reyndu greyin, það verð- ur ekki af þeim skafiö, en eins og menn vita dugir það ekki til þegar gráar sellur eru bæöi fáar og smáar og andlegt at- gervi litilfjörlegt eins og sann- aöist á þessum Bakkabræðr- um sem hafa nú verið sendir út i ystu myrkur og þó fyrr heföi verið. En nóg um það. Viðar Karlsson hefur lekiö við um- sjón Nútímans og bjóðum við hann velkominn. Dettur mér i hug: þaö væri alls ekki iila þegiö ef þið, þvi þið eruð les- endur Nútimans, sendið nokkrar linur, stingið niður penna, párið eitthvað á blaö, tillögur, athugasemdir og hvaöeina sem ykkur kemur i koll. Utanáskriftin er Nútim- inn, c/o Helgar-Timinn, Siðu- múli 15, 105 Reykjavik. Takk. Karlsson, Þaö að vekja áhuga ykkar að i menntaskóla var hann stund- um kallaöur Viddi puisa. Eng- inn vissi hvers vcgna. Athugið að þetta er passamynd og gef- ur ekki rétta mynd af mannin- Ulli . PLOTUR BODIES: BODIES SPOR. Jæja þá er hún komin fyrsta plata Bodies flokksins, þó ekki sé hún feit, aðeins fjagra laga.en fjögureru betri en ekkert. Meölimir flokksins skila sinum hlutverkum með prýði eins og þeirra er von og visa og ætla ég ekki að leggja dóma á hvort einn sé öðrum betri. Svo vikiö sé aö tónlist- inni þá er varla hægt að segja að hún sé létt og lifandi en góð engu að siöur. Ég held ég sé ekkert að likja henni við neitt, fólk verður bara aö hlusta á hana. Svo ég nefni eitt ööru fremur eftirminnilegt við plöt- una þá er það notkun þeirra félaga á ýmsum hljóð-,,effect- um”, sem er bæöi skemmtileg og úthugsuð. Það er annars að frétta af flokknum að hann er óðum að ná sér eftir burthlaup Magga og hefur fengið til liðs við sig annan Magnús (Bjarkason), sem er einnig frá Raufarhöfn eins og fyrir rennari hans. Betri lög: I’m Lonely og Dare vika. B 52 'S MESOPOTAMIA: ISLAND FALKINN. MESOPOTAMIA er fjórða plata hljómsveitarinnar B 52 ’S. Hljómsveitin var stofnuð haustiö 1976 I smáborginni Athens rétt utan við New York. 1979 gáfu þau út sina fyrstu plötu B 52 ’Sog ári siöar kom út platan Wild Planet. A siðasta ári gáfu þau út nokkuö sérstæða plötu sem þau köll- uðu Party Mix.Platan er sex laga og aðeins um 15 minútur hvor hliö. Þetta er þvi „stutt stór” plata. Hún inniheldur lög af fyrstu tveimur plötun- um „endurmixuö” fyrir party. Þessi nýja plata B 52’S er eins nema að hún inniheldur ein- göngu ný lög. Upptökum á henni stjórnaði yfirhöfuö Talking Heads,David Byrne og eru áhrif hans mjög áber- andi á plötunni. Fyrir gamlan B 52 ’S aðdáanda er þessi plata mikii vonbrigði. Hið sérstæða James Bond „sound” sem B 52 ’S voru fræg fyrir hefur vikið fyrir Talking Heads „soundi” sem ekki á við þarna. Léttleik- inn og húmorinn sem ein- kenndi B 52 ’S hefur orðiö aö lúta i lægra haldi fyrir hinum alvarlega David Byrne. Þessi plata er alls ekki slæm hún er bara vonbrigöi. Mikil viröast áhrif diskósins vera Westur i Nýju Jórvik þegar hljómsveit- ir eins og Blondie, Talking Heads, B 52 'S og jafnvel The Clash hafa látiö glepjast. Bestu lög: Nip it in the Bup og Mesopotamia. vika.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.