Tíminn - 21.03.1982, Page 30

Tíminn - 21.03.1982, Page 30
30 Sunnudagur 21. mars 1982. liMai'i! ■ Lempicku tókst flestum betur aö mála konur næstum allt stafróf kvenkynsins. ■ Dinnerjakkinn, langir fingur og dularfullt augnaráö: d’Afflitto markgreifi. ■ Lempicka viö opnun sýningarinnar 1972. ■ 1 mynd sinni „Vinkonurnar” braut Lempicka þá hefö aö karlar fengjust einir viö aö mála nakiö fólk. ■ Heimskona I gráum kirtli. ■ Hún er 28 ára. Parísarkona af pólskum ættum. Hann er 63 ára itali. Hún ætlar að mála af honum mynd. Hann vill sofa hjá henni. Hún er gullbrún á hörund, heimskona og glæsileg eins og filmstjarna. Hún málar hertoga og sam- kvæmisdrottningar og ritar á myndir sínar Tamara de Lempicka. Hann er litill og sköllóttur, blindur á öðru auga og þekktur sem stórmeistari sjálfs- lýsinga í Evrópu: skáldið Gabriele d'Annunzio. Hann er striðshetja hallur undir fasista og pilsa- veiðari. Hann afþakkar heldur ekki ástir ungra manna ef svo ber undir. Listin og undur lífsins eru allt hans líf, og eins er henni farið. I janúar 1927 er hún gestur hans i tiu daga á hinu glæsilega heimili hans „Vittoriale” I Gardone viö Gardavatn. Þetta hof, sem hann hefur reist yfir sigra sina hefur hann fyllt meö striösminjum, risastórum styttum úr gipsi, hljóöfærum, fornmunum, bókum og listaverkum. Undir sýprus- trjánum úti fyrir húsinu hefur hann meira aö segja komiö fyrir stafnhluta herskipsins „Puglia”. Þar skýtur þessi einstæði „skipherra” fjórum skotum til þess að fagna Lempicknu við komu hennar: — „Fyrir þér!” „Fyrir Póllandi”, „Fyrir list þinni!”, „Fyrir fegurð þinni!” Hann visar henni til sængur i „Ledu-herberginu”, óhóflega skreyttum sal og ilmandi þar sem sérhver kona hefur til þessa látið leiðast til ástasamlags við hús- bóndann. 1 stað þess að sitja fyrir byrjar hann þegar að leita eftir ástum hennar. Ofan á annað beitir hann nú einstæðri orðsnilld sinni. Þeg- ar hún er farin sendir hann gló- andi ástarbréf til hennar, fylgist vel meö hvar hún dvelst hverju sinni. Hún hefur gaman af en lætur þó ekki segjast. Hann reynir að freista hennar með þvi að færa henni skartgripi og fegurstu klæði leggur sjálft gnægtahornið að fótum hennar. En hún hefur ekki hug á að gerast hjákona eins né neins. Hann tekur það til bragðs að bjóða henni kókain sem gefst oft vel þegar annað hefur brugðist. En hún lætur ekki glepjast af eiturlyfjum. Ráðskona hans, sem einnig var ástmær hans allt sitt lif, ritaði i dagbók sina: „Heimilisfriðurinn hangir á smánarlegum bláþræði vegna þeirrar pólsku”. Við svo búið stóö, þar til hann sendi henni siöustu skilaboðin sem voru eins og hinn alvaldi talaði: „1 kvöld kem ég til þin og verð með þér, hvort sem þú vilt eða ekki”. Hann kom til hennar klukkan þrjú um nóttina, jós yfir hana gullhömrunum, grátbaö hana og reif sig úr fötunum. Hún sneri sér hin afundnasta undan. „Eg hef viðbjóð á klámi”, sagði hún og nú komst aðeins ein einasta hugsun að hjá henni: „Burt með þig!” Eldsnemma um morguninn fór hún með fyrstu lest frá Gar- done. Seinna formælti hann henni og kallaði hana „krabba”. Hún lýsti honum aftur sem „gömlum dverg”. Samt bar hún hring þann sem hann gaf henni til æviloka. Fimmtiu árum siðar kom út hin athyglisverðasta bók um Annunzio „Hinn leyndi harnur”, sem byggð var á athugasemdum úr dagbók ráðskonunnar, göml- um bréfum og myndum eftir Lempicku. Listakonan vissi ekki um þessa bók fyrr en eftir að hún kom út og lagðist hún rúmföst i marga daga af gremju. Þeir sem rita um listir eru van- ir að kalla konur á borö við Lempicku „óvenjuleg dæmi”, eða „náttúruundur”. Fræðileg um- fjöllun um starf hennar er enn ekki fyrir hendi og ævisaga henn- ar er enn ekki rituð en hún er látin fyrir tveimur árum. Aðeins brot úr ævi hennar og starfi eru okkur handbær. Hún haföi mætur á að vera sú dularfulla. Um uppruna sinn ræddi hún aldrei og þegar talið barst að aldri hennar laug hún án þess að blikna eða blána. Að sögn dóttur hennar þá fæddist hún i Varsjá árið 1898 og hét Tamara Gorska. Hún var af auðugu fólki komin og giftist ung- um lögfræðingi, Lempitzky að nafni. Hún eignaðist barn og flúði til Vesturlanda eftir byltinguna i Rússlandi. Allt sitt lif var hún al- tekin af ótta viö kommúnista og eftir þvi sem hún eltist ágerðist þessi ótti og nálgaðist loks of- sóknarbrjálæði. t kring um 1920 býr hún með fjölskyldu sinni i Paris. Hinn „forkunnarglæsilegi maður henn- ar” er atvinnulaus. Dóttir hennar er barnung. Ibúðin er ömurleg vistarvera. Hvað skal taka til bragðs? Þar sem hún hefur hæfi- leika i þá átt, byrjar hún nú myndlistarnám. Systir hennar sem er innanhúsarkitekt kostar námið. Þegar árið 1923 tekur Tamara Lempitzky þátt i sýningu i salar kynnum „Öháðra listamanna”. 1 þeim þremur myndum sem hún á þarna, finnur einn gagnrýnenda „gifurlegt tilfinninganæmi”. hún setur upp geypiverð. Hver mynd- anna skal kosta tiu þúsund franka. Lempitzky málar fyrst og fremst málverk af heldra fólki eftir pöntunum. Það gefur peninga i aðra hönd. Henni vegn- ar prýðilega og æ betur eftir þvi sem myndunum fjölgar. Hún málar Alfons Spánarkonung, Elisabetu Grikkjadrottningu rússneskan stórfursta i skraut- legum einkennisbúningi og þýsk- an greifa með baskahúfu og ör- lagaþrungið augnaráð. Flestar myndirnar merkir hún: Tamara de Lempicka. Hún málar prinsessur, baróna, greifynju og með myndinni af d’Afflitto mark- greifa býr hún aðalstitilinn til. Markgreifatitillinn er svindl. D’Afflitto einnig. Þetta er mynd af manni sem er einskonar Tar- san i liki heimsborgara. Hann er i dimmbláum ,,dinner”-jakka. Þetta er einn vina hennar, iðju- leysingi sem bæði hefur tima og ánægju af að sitja fyrir hjá henni. Margir daðra við hana og margir festa ást á henni. „Þegar ég mála hagnýti ég mér alltaf þau ástarævintýri sem ég á utan hjónabandsins” segir hún. Hin nýfrjálsa Parisardama borðar með vinum sinum og aðdáendum á „Maxim’s”. Hún er stjarna samkvæmanna. Klæðaskápar hennar bera af flestu öðru þvi helstu tiskufrömuðirnir vilja láta hana fá föt henni að kostnaðar- lausu. Það er ekki litil auglýsing fyrir vöru þeirra, þegar Lempicka klæðist henni. Hún hefur málað mynd af sjálfri sér, þar sem hún situr i smaragðs græna einkabilnum sinum árið 1929. Hún er með gráa bílstjórahúfu, dularfullt augna- ráð.eldrauðan munn, — svinx við stýrið. Með slíkum myndum heillar hún aðdáendur sina frá Posen til Pittsburg. Málverk hennar eru orðin til utan hrings framúrstefnulistamanna þessa timaskeiðs i Paris. Þau bera með sér þennan sérstaka kalda glæsi- leika,gerð af mikilli listkunnáttu og heyra til þeirri grein listanna sem nefnist „Art deco”. Hinn margflókni skóli skreytilistarinn- ar hefur mætur á fágætu smiðis- efni.onyxum frá Brasiliu,egypsk- um lapissteinum, filabeini ibein- vilK, skjaldbökuskeljum og krómi. 1 Paris er haldin sýning árið 1925 á hinu dýrasta hand- verki fyrir rikustu fagurkerana. Þetta er mótleikur sem stefnt er gegn færibandaframleiðslu og nú á aö hefja hið fágæta og einstaka til skýjanna. Þetta verður vatn á myllu Lempicku. Þegar hún er ekki að vinna að hinum arðbæru myndum sinum af heldra fólki málar hún það sem hjartað girnist, — fjöl- skyldu sina og vini. Hún fær til hinar fremstu fyrir- sætur eins og I „Evu” i myndinni „Adam og Eva”. Adam sækir hún hins vegar út á götu. Það er lög- regluþjónn i Paris sem leyfir henni að mála iþróttamannlegan likama sinn áriö 1932. Annars staðar i Evrópu og þó einkum i Þýskalandi eykst skjótlega eftir- spurn eftir mönnum af hans tagi en nú eru það „ofurmennin” sem ætlunin er að útmála fyrir þjóðunum. Lempicka meðhöndlar þessa

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.