Tíminn - 21.03.1982, Síða 31

Tíminn - 21.03.1982, Síða 31
Sunnudagur 21. mars 1982. 31 ■ Rafaela hin fagra. Lostafull meö eldrauöar varir. Elskaði óhóf, karlmenn og hraðskreiða bfla Tamara de Lempicka, listakona frá þriðja áratugnum, hefur ná verið enduruppgötvuð* Hún var hefðarkona og fögur sem filmstjarna, málaði hertoga og tískudrósir og lét vændiskonu í Parisarhorg sitja fyr&r á frægustu mynd sinni fornu sögu á alveg nýjan hátt. Skötuhjúin eru sýnd með skýja- kljúfa í baksýn. Hvergi ber á höggorminum. Þeim list ofurvel hvoru á hitt og eplið er þarna að- eins til þess að þau geti verið sem næst hvort öðru. Og svo sannar- lega vekur hann með henni löng- un til þess að bita i það. Lemþicka nefnir myndina „Hin guðdómlega stund i Paradis”. Þótt öllum séu afleiðingarnar kunnar, dauðlang- ar samt alla i eplið. Fyrir kemur að hún málar kon- ur þar sem vottar fyrir lesbiskum tilhneigingum. Árið 1925, þegar hún sýnir mynd sina „Vinkonurn- ar” er myndin birt i einu Parisar- blaðanna með athugasemdinni: „Okkur finnst það alltaf dálitiö kitlandi tilfinning, ef við erum grunuð um að vera ögn afbrigði- leg”. Þarna er léttúö i orðalaginu. A árunum milli 1920-30 voru bannorð færri en veriö haföi. Þannig máttu konur á fyrri hluta aldarinnar alls ekki koma nálægt þvi sem karlar höfðu óá- reittir skemmt sér viö frá þvi á dögum endurreisnarinnar, — að teikna nakið fólk og þá oft konur. Körlum þótti alveg ótækt og alls ósæmilegt aö „hið veika kyn” fengist við þannig nokkuð. Þeir létu konur sitja fyrir en ekki læra listina. Þvi er urmull til af eró- tiskri list á söfnum allt frá New York til Leningrad, en konur eiga þar hverfandi litinn hlut i. Þar sem hún sneri sér að þvi að mála ástalifsmyndir var Tamara de Lempicka sannarlegt furðu- verk, þótt á 20. öld væri. t mynd- inni „Rafaela hin fagra” tekur hún eldgamalt viöfangsefni karl- þjóðarinnar til meðferðar, hina liggjandi Venus. Það var vændis- kona i Paris sem hún notaði sem fyrirsætu. Þetta stórbrotna lista- verk vann hún árið 1927. Þremur árum siðar syngur Marlene Dietrich i „Bláa englin- um” „Ich bin von Kopf bis Fuss auf Liebe eingestellt...” Þarna er þegar komið nýtt viðhorf og fleiri konum liöst að feta i fótspr Lempicku. Sömu áhrifum stafar frá fleiri konum á myndum hennar. Þær geisla út frá sér seiðmagni eins og þær vilji segja: „Faðmaðu mig! Verndaðu mig! Elskaðu mig! Frelsaðu mig! Kveldu mig! og lika — „Komdu nær svo ég eigi betra með að éta þig!” Lempicka málar einnig skjald- meyjar nútimans: svört reiðföt, nýtiskulegt stuttklippt hár, karl- mannleg framkoma. Hún málar ambáttir fýsnanna naktar, sem leiðast hönd i hönd. Hún málar einnig sina eigin dóttur sem ljós- hærðan sakleysisengil en með blik Lolitu i augum. En auk svinxins, Evu, lesbisku kvenn- anna og gleðikvennanna málar hún lika konuna sem aldurinn er að færast yfir, móður og barn, nunnu, heföarfrú, blómasölu- stúlku, tiskubrúöu, næstum allt stafróf kvenkynsins ef svo má að orði komast. Undirtónninn i verk- unum er ætiö sá að tilfinningarn- ar skipa hærri sess en skynsemin. Astin er allsráðandi i persónum Lempicku.sumar kvaldar af ást i þeim mæli aö nálgast vellu i bió- mynd. Á þriðja áratugnum fékkst Frakkinn Fernand Léger einnig við að mála konulikamann. Þær voru allar gerðar úr stálrörum og stálkeilum og málmvindingum og úr þessu tókst listamanninum aö skapa afar sterkar per- sónuimyndir. Persónugervinga tæknialdar. Lempicka brást á sinn hátt við þessum myndum. „Grænklædda stúlkan” sem hún málar 1927 vitnar um þaö. Lokkarnir á höfði hennar eru eins og úr blikkplötum og brjóstin eru gljáfægðar keilur. Tiskubrúða hennar er fullkomið dæmi um góðan listiðnaö. Og með kyntöfra að auki. Lempicka sem er sannnefndur meistari glæsimennsku i klæða- burði og framgöngu á léreftinu beitir sömu tækni þegar að henni sjálfri kemur. Hún iklæðist purpura. Skreytir sig með smarögðum. Hún kemur jafnan fram eins og hún væri rússnesk stórhertogaynja og árið 1933 reis- ir hún heila sýningarhöll i kring um sjálfa sig. Nálægt stjörnuat- hugunarstöðinni i Paris kaupir hún sér nú hús undir vinnustofur á þremur hæðum. Hinn þekkti arkitekt, Robert Mallet-Stevens hefur nýlega látið breyta þvi i sem nútimalegast horf. Innrétt- ingarnar hefur systir hennar teiknað. Þarna rikja ströng form málmgljái og hófsamlegar skreytingar i gráu og rjómagulu. Þarna er ameriskur bar og glæsi- leg svefnherbergi sem hin finlega lýsing breytir i undraveröld á sjávarbotni. Þá hefur hún þarna vinnustofur, sem frægt fólk og rikt heimsækir hin næstu árin. Dóttir hennar er i Englandi á heimavistarskóla. Fyrsti eigin- maður hennar hefur nú sagt skilið við hina mjög svo dáöu konu sina. Það skeði árið 1928. Sex árum siðar giftist hún ungverskum barón, Raoul Kuffner de Dioszegh, sem er forrikur og tuttugu árum eldri en hún. Með honum flyst hún til Bandarikj- anna skömmu fyrir striöið. List hennar fer nú hrakandi. Hún málar enn sem fyrr pening- anna vegna. Nú hefur hún alla þá peninga sem hún getur i lóg kom- ið og meira til. Nú fer hún aö mála alls konar drasl: Leiðslur og brjóstsykur. Siöar, um 1950 fer hún að mála afstrakt málverk, sem hún þó segir vinum sinum, aö sér hafi aldrei verið gefið um. Hún kemur viða fram og feröast mikið. Leiðin liggur til Beverly Hills, New York, Houston, London, Parisar, Fen- eyja, Monte Carlo, Capri. Hún er heima hjá sér báðum megin At- lantshafsins. Hún er si'fellt á feröinni. Ýmist dvelst hún i einkabústöðum hér og þar eða á lúxushótelum.Sagan segirað hún hafi stofnað til margra hjóna- banda við rika Amerikana og snauða aðalsmenn fráPóllandi og Rússlandi. Þegar listasafnafrömuðurnir Yves Plantin og Francoise Blon- del rákust árið 1968 á mynd eftir Lempicku á forsiðu þýska tima- ritsins „Die Dame” frá þvi fyrir strið, þekktu þeir alls ekki þetta nafn. Hins vegar tókust þeir allir á loft yfir þvi ástriðuafli sem myndin bjó yfir. Þeir vildu fá að vita meira um og tókst smátt og smátt að draga 48 minni háttar verk eftirhana fram i dagsljósið. Þessi verk sýndu þeir áriö 1972. Þessieittsinn mjög svoumtalaða listakona sem fallið haföi i gleymsku svo lengi hafði upp- götvast að nýju. Hún var viðstödd opnun sýningarinnar. Ljósmynd sem tekin var af henni við það tæki- færi synir gamla konu, sem enn er djarflega búin, hrukkótt orðin nokkuð og með arnarnef. Þetta nef hafði hún jafnan forðast að láta sjást á ótal ljósmyndum og sjálfsmyndum, sem til eru. Alla ævi si'na lagði hún sig þá hvað mest fram, þegar hún ætlaði að uppmála mynd sjálfrar sin. „Ævi min var vinna”, hefur hún sagt. Hún var þá orðin 81 árs gömul og bjó i einbýlishúsi i Cuemavaca i Mexico í hverfi rikra eftirlaunaþega. Þarna var Iranskeisari nágranni hennar um skeið. Hún hafði um þetta bil hjá sér hjúkrunarkonu, fimm þjónustustúlkur, bilstjóra og garðyrkjumann. Hún er ósátt við aldurinn. Hrukkóttur svinx? Afkáralegt. Hún þjáist af þunglyndi. Grætur. 1 spegil vill hún helst díki líta. Samtgerirhún það. Hún ber mik- inn farða á skorpna vangana hleður á sig skartgripum og setur upp hatt,áðurenhúntekur á móti japönskum gesti einum, Eiko Ishioka. Ishioka hefur sagt frá þessari fimm daga heimsókn sinni i sérstakri bók. Hún sofnar yfirmatnum með hnifinn og gaff- alinn i' h^ndunum. t herbergjum hennar er allt lillablátt, veggimir, húsgögnin og teppin. Þarna stendur hún oft stund og stund viö málaratrön- urnar. Hún teiknar og málar eigin verkupp aðnýju eftir myndum úr gömlum blööum. Þetta eru eftir- myndir, sem enginn kraftur finnst i lengur, þvi hún hefur ekki neitt að segja meir. Litið safn i Paris keypti árið 1969 smámynd eftir hana á upp- boði og var hún slegin á skitna 25 franka. Enginn vildi lita við myndinni en sá sem vildi eignast mynd eftir hana nú mundi verða að reiða fram 250 þúsund franka. Hvergi eru verðsveiflumar eins ótrúlegar og á listmarkaöinum. Þegar Tamara de Lempicka dó i Mexikó árið 1980, stóö enn á trönunum siðasta eftirliking hennar af „Rafaelu hinni fögru”. Sú mynd var henni kærari en aðr- ar. Að ósk hennar var ösku hennar dreift yfir gig eldfjallsins Popocatepetl. Meira aö segja endalokin hafði hún skipulagt einsogallt sittlif, áðurli'kt og hún væri að gera kvikmynd. Þeir i HoDywood eru lika sagðir vera farnir að hugsa sér til hreyfings. (Þýtt úr Stcrn) —AM

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.