Tíminn - 02.04.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.04.1982, Blaðsíða 6
Föstudagur 2. april 1982 stuttar fréttir ■ Eyjólfur Pálsson framkvæmdastjóri tók við tækjunum. A myndinni eru og stjórnarmenn Kiwanisklúbbsins: Einar Er- lendsson forseti Helgafells og Jóhann ólafsson, Kristján Egils- son, Svavar Sigmundsson, Atli Einarsson og Guðni Grfmsson. Gáfu sjúkra- húsinu tvö litsjónvörp VESTMANNAE YJAR: Kiwanisklúbburinn Helgafell i Vestmannaeyjum gaf fyrir nokkru Sjúkrahiísi Vest- mannaeyja 2 litsjónvarpstæki til nota i sjUkrastofum. For- svarsmenn Sjúkrahússins þakka þeim Kiwanismönnum þessa rausnarlegu gjöf og ef- laust eiga einhverjir rúm- liggjandi eftir að hugsa hlýtt til þeirra i framtiöinni. —HEI MVerksmidja í Þor- íákshöfn myndi f jölga Reykvíkingum” SAUÐARKRÓKUR: „Stað- setning steinullarverksmiðj- unnar á Sauöárkröki hefur til muna meiri jákvæö áhrif á fólksfjölgun og hagstæða byggöaþróun, en ef hún yrði sett niður i Þorlákshöfn, en meginhluti fólksfjölgunar sem myndi leiða af staðsetningu þar kæmi fram á Reykja- vikursvæðinu”, segir i sam- eiginlegri ályktun stjórna Verkamannafélagsins Fram, Verkakvennafélagsins öld- unnar, Verslunarmannafélags og Vörubilstjórafélags Skaga- fjarðar. Jafnframt er bent á að vinnslaá basalti sé eini mögu- leiki til hagnýtingar á jarðefn- um þar um slóðir en á Suöur- landi sé fjölbreytnin langtum meiri og möguleikarnir til hagnýtrar iönaðarfram- leiðslu. Iþróttir, dans, skákkeppni og blaðaútgáfa KIRK JUBÆJ ARKL AUST- UR: Starfsemi Ungmenna- félagsins Armanns hefur verið mjög mikil nU það sem af er betri, aö þvi er fram kemur i fréttabréfi frá félaginu. Auk æfinga á leikritinu sem frum- sýnter um þessar mundireins og áöur hefur verið frá sagt, eru almennir félagsfundir haldnir mánaðarlega og fréttabréf gefið Ut og sent á öll heimili á félagssvæðinu I hverjum mánuöi. Þá stendur nú yfir meistaramót Ungmenna- félagsins I skák. íþróttaæfing- ar innanhúss eru einu sinni I viku og 100 manns hafa þegar innritaö sig á dansnámskeiö sem fyrirhugað er að halda á vegum félagsins. — HEI „Lýsir furðu á afstödu stjórnvalda” ISAFJÖRÐUR: „Stjórn Sam- bands Islenskra náttUru- verndarfélaga lýsir furöu sinni á þeirri afstöðu stjórn- valda landsins aö ljá ekki máls á samningum um minnkun miðlunarlónsins við fyrirhugaða Blönduvirkjun, þar sem flest skynsamleg rök virðasthnlga I þá átt að þaö sé hægt án þess að skerða veru- lega afköst virkjunarinnar”, segir I ályktun stjórnar SÍN, sem samþykkt var nýlega. t kjölfar aukinnar véltækni og vegagerðar hafi uppruna- legu gróðurlendi og dýralifi veriö spillt í æ rfkara mæli á s.l. 20-30 árum. Jafnframt hafi beitarálag aukist til muna og séu þess dæmi aö sauðfé sé fluttihópum tilsvæða sem áö- ur máttu heita sauölaus. Eru Þjórsárver og Veiðivötn á Landmannaafrétti nefnd sem dæmi. Viða hafi svo gróður- skemmdir hlotist af gálausum akstri feröamanna. Auk þess hafi nú þegar talsveröu gróðurlendi verið spillt viö gerð virkjana, svo sem I Tungnaárkrók, við Sigöldu og SV hluta gróöursvæðisins i Þóristungum. Virkjun Blöndu og Jökulsár I Fljótsdal muni siöan valda þvi að gróin heiðarlönd fara undir vatn I miölunarlónum. —HEI fréttir ■ Klaus Bekker er fyrir miðju á myndinni og við hliö hans er einn fundarboöenda, örn Kjærnested. Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur er fremst til hægri á myndinni. Timamynd Guðmundur Á að banna útf lutning stódhesta? „ÞURFUM EKKERTA YKKUR AD HALDA” — segir Klaus Bekker, forseti þýska ræktunarfélagsins á fslenskum hestum ■ „Viöþurfum ekkertá ykkur að halda,” sagði Klaus Bekker, for- seti þýska ræktunarfélagsins á is- lenskum hestum á fundi með helstu mönnum, sem hafa af- skipti af útflutningi islenskra hrossa. Fundurinn var haldinn að frumkvæöi Arnar Kjærnested, Aðalsteins Aðalsteinssonar og Siguröar Sæmundssonar, og var haldinn að Laugabakka i Mos- fellssveit. Þar voru mættir auk fundarboðenda og ýmsra hags- munaaöila, ráðunautamir Þor- kell Bjarnason og Gunnar Bjarnason. Mjög voru skiptar skoöanir um útflutning stóöhrossa á fundinum oghéltKlaus Bekker þvifram að bann við útflutningi þeirra mundi fljótlega gera út af viö allan út- flutning hrossa til Þýskalands. „Það er búið aö banna Þjóðverj- um svo margt, allt frá tlmum Hitlers, aö við látum ekki banna okkur fleira,” sagði hann. Hann bætti þvi' viö að sáralitill áhugi væri á þvf ytra aö hefja þar rækt- un íslenskra hesta að nokkru ráði, hinsvegar gæti bann við útflutn- ingi kynbótahrossa skapað þann áhuga, jafnframt þvi sem þaö mundi án efa skapa reiöi Þjóð- verja. Hann sagði að markaður væri fyrir um 1500 hross i Þýska- landi á ári, en sá markaöur mundi leggjast af ef gripiö verði til einhverra banna i þessu sam- bandi. Hinsvegar sagði Klaus Bekker að Þjóðverjar gætu auöveldlega veriö sjálfum sér nógir með rækt- un islenskra hesta, þvi nú þegar væru þar 2000 hryssur og ágætir stóöhestar og þvi þyrftu þeir ekki á okkur að halda frekar en þeir vildu. Þorkell Bjarnason hrossaræktar- ráðunautur, sem bar fram tillögu á Búnaðarþingi um aö hefta út- flutning kynbótahrossa, spuröi hvers vegna væri nauðsyn að flytja út kynbótahross til að full- nægja þörfum á sporthestamark- aði. Svörin voru i þá átt að þetta væru tilfinningamál og Þjóðverj- ar vildu ekki lúta bönnum. Þorkell sagðist ekki munu taka fyrirmælum frá Þjóðverjum um hvaða skoðanir hann hafi á mál- efnum islenska hestsins. Gunnar Bjarnason ráðunautur um hrossaútflutning lét einnig mjög til sin taka á fundinum og var á öndveröum meiöi við Þor- kel. Á fundinum kom fram að sumarexemið, sem mjög hefur hrjáð hesta sem fluttir eru frá Is- landi til Evrópulanda, er stærsti þröskuldurinn yfir að stiga, I þá veru að viðhalda markaðinum. Töldu menn að ef ekki finnst ráð til að stöðva exemið, muni fólk erlendis hætta aö kaupa islenska hesta. SV Mikil aurbleyta á vegum ■ Hljómsveitin á æfingu. Frá vinstri: Ragnar Hermannsson, dönsku- kennari, Flosi Kristjánsson, enskukennari, Bjarni Karlsson, stærð- fræðikennari, Ingi Viöar Árnason, sögu- og enskukennari og Kristinn Valdimarsson, stæröfræöikennari sem er viö pianóiö. (Tlmamynd G.E.) Kennarar stofna hljómsveit fyrir nemendur ■ „Það má segja aö nemendurn- ir taki viljann fyrir verkið,” segir Ingi Viöar Arnason, sögu- og enskukennari I Hagaskóla, en hann þeytir saxófóninn i hljóm- sveit kennara í skólanum, sem tróð upp á árshátiðinni þar. Við Timamenn fengum að lita við á æfingu hljómsveitarinnar sl. þriðjudag. „Við gerðum þetta fyrir 9 árum,” segir Ingi Viöar, en tókum þráðinn upp á ný fyrir skömmu og spiluöum á jólaball- inu i vetur. Það hefur ágæt áhrif á félagsandann i skólanum, þegar kennarar koma inn i félagslifið á þennan hátt.” Ekki erum viö i vafa um að Ingi Viðar hefur lög að mæla og að nemendur kunni vel aö meta flutning hljómsveitarinnar á ýmsum þessara sigildu laga, sem verið er að æfa og hitta beint i mark á öllum timum. AM ■ „Mikil aurbleyta er á vegum um allt land” sagði, Siguröur Hauksson, vegaeftirlitsmaöur, i viðtali við blaöamenn Timans. Ennfremur sagði Sigurður aö þungatakmarkanir séu viða i gilditil dæmis ámest öllu Austur- landi á Austfjörðum og á Héraði. Hann sagði að fært sé um vegi á Suðurlandi, og einnig á Vestur- landi og er færð sæmileg. Svo er 7 tonna þunga- takmarkanir i Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu og eins i Snæfells- og Hnappadalssýslu og einnig var fyrirhugað að setja þungatak- markanir á á Norðvesturlandi vegna hláku, sem hefur verið þar undanfariö, og af völdum þess skemmdust vegir viða. Fært er um Holtavörðuheiði og til Akur- eyrar og alla leiö austur til Vopnafjarðar. G.Þ.S./GHG/FFM.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.