Tíminn - 17.04.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.04.1982, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. april 1982 asiiin'ití erlent yfirlit ■ Brésnjef er nú sjúkur og orðrómur er um aö valdabarátta standi yfir aö tjaldabaki i Kreml. Valdabarátta innan Kreml ■ Þaö er fylgst grannt meö heilsufari Leonids Brésnjefs þessa dagana, innan Sovétrikj- anna og utan. Þaö er vitað mál, að forsetinn hefur legið á sjúkra- húsi undanfariö, þótt engin opin- ber tilkynning hafi verið gefin út um þaö. Brésnjef hefur áður orö- ið veikur og sögusagnir veriö uppí um að hann ætti skammt eftir, en hann hefur mætt til starfa á ný og völd hans virðast i engu hafa minnkað þótt heilsu hans hraki. En forsetinn er nú orðinn75 ára og margt bendir til að heilsu hans sé mjög farið aö hraka, og teikn eru á lofti um aö valdaferli hans sé senn að ljúka. Miklar vangaveltur eru uppi um hver verður eftirmaður Bré- snjefs, og stendur valdabaráttan bak við tjöldin i hámarki um þessar mundir. í innsta hring Kremlarherranna eru um 30 manns. Þeir skipa stjórnmála- nefnd Kommúnistaflokksins og framkvæmdanefnd. Gengið er út frá þvi sem visu, að einhver þess- ara manna hreppi hnossið. En það er álitamál hversu eftir- sóknarvert það er. Sovétrikin standa frammi fyrir miklum vandamálum heima fyrir og I ut- anrikispólitik. Efnahagslifið er bágborið, við mikil vandamál er að glima á vestur- og suðurlanda- mærunum og hernaðarbúnaður- inn óheyrilega kostnaðarsamur. Stefnuskrá Kommúnistaflokks- ins er i fastari formi en svo, að nokkur einstaklingur fái þar neinu um breytt, og að þvi leytinu skiptir ekki svo miklu máli hver verður leiötogi að Brésnjef gengnum, en ágreiningur um ýmis framkvæmdaatriði er samt iðulega uppi, og einn höfuðstyrk- ur Brésnjefs sem leiðtoga, er hve slyngur sáttasemjari hann er innan stjórnmálanefndarinnar. Stefna stjórnar flokks og rikis er einstrengisleg og erfitt um vik aö bregðast við breyttum viðhorfum og vandamálum. A yfirborðinu sýnist allt heldur rólegt og stöðugt í sovésku þjóðlifi. En vandamálin eru að koma upp á yfirborðiö og bak við trausta múra Kreml sitja menn og velta fyrir sér hvernig bregðast á við þeim, en allt veröur aö fram- kvæmast eftir kórréttum reglum hugsjónarinnar. Sovétrikin eru mesta oliufram- leiösluland jarðar. Samt er orku- skorturinn farinn að segja illa til sin, og miklar efnahagslegar veil- ur hafa komið i ljós, sem bregöast verður skjótt við ef þær eiga ekki að magnast um of. Framleiðni iðnaðarins er litil en spilling þeim mun meiri. Þetta var falið vel áður fyrr, en nú tala menn orðið frjálslega um málin. Land- búnaðarframleiðslan hefur orðið fyrir gifurlegum skakkaföllum þrjú ár i röð og matarkaup frá út- löndum kosta Sovétrikin gifurleg gjaldeyrisútgjöld. Það er vitað mál að þeir eru farnir að selja af gull- og demantaforða sinum. Innrásin i Afganistan og gjald- þrot Póllands hafa kostað Sovét- rikin mun meira fé en ráð var fyrir gert, auk þess álitshnekkis sem þau hafa orðið fyrir. Vigbúnaðurinn er þegar orðinn Sovétrikjunum efnahagsiegt ofurefli. Sú ákvörðun Reagans Bandarikjaforseta, að efla enn vigbúnað á sinum heimaslóðum setur Sovétrikin i enn meiri klipu. Suslov hugmyndafræðingur er látinn. Hann hefur setið i Kreml i þrjá áratugi og hefur löngum veriö talinn valdamesti maðurinn þar. Kosygin er fallinn frá og svo er um marga aðra af helstu leið- togunum. Aðrir eru orðnir eða eru að veraða elliærir. 1 Kommúnistaflokki Sovétrikj- anna eru 18 millj. meðlima. Það er ekki stór hópur af 262 millj. úti- búa rikisins. Ljóminn, sem leikið hefur um flokkinn, er farinn að fölna og menn eru ekki eins upp- næmir fyrir hugmyndafræði hans og áður var. Tvær valdamiklarstofnanir eru meðal þeirra sem taka verður til- lit til þegar nýr leiötogi er valinn. Það eru herinn og öryggis- þjónustan KGB. Fulltrúar þeirra i æðstu stjórn rikisins eru Ustinov landvarnarráðherra og Andropov, yfirmaöur KGB. Þeir eiga báðir sæti i stjórnmála- nefndinni. Herinn hefur löngum verið eftirlæti Brésnjefs og hann hefur séð um rýmilegar fjárveitingar Oddur Ólafsson skrifar til hans. En I seinni tið hefur verið reynt að draga úr þeim vegna fjárhagsvandræöanna. Þetta fell- ur ekki i góðan jarðveg hjá hers- höfðingjanum, sem telja sig vera framverði sósialismans gegn her- skárri stefnu núverandi Banda- rikjastjórnar. Brésnjef hefur haldið KGB i skefjum, en þeir sem þar ráða húsum hyggja áreiðanlega gott til glóðarinnar þegar leiðtogaskipti verða. KGB-mennirnir láta i veðri vaka að þeir hafi fullan hug á að stemma stigu við innri upp- lausn i rikinu og snúa sér að bar- áttu gegn spillingu, vestrænum á- hrifum, eyðslu og hugmynda- fræðilegum veikleika. En þótt fyrrgreindar stofnanir séu áhrifamiklar er óliklegt aö næsti leiðtogi verði valinn úr röð- um þeirra. Sennilegast verður fyrir valinu einhver úr æðstu röð- um flokksins, sem stjórnar efna- hagsmálunum, sérstaklega þeim er varða þungaiðnaðinn, sem var eftirlæti Stalins sáluga. Þeir, sem einkum eru nefndir sem eftirmenn Brésnjefs eru Kirilenko, sem setið hefur i stjórnmálanefndinni i yfir 20 ár. Hann er 76 ára að aldri og áhrifa- mikill i málefnum iðnaðarins og efnahagsmála. Slðan forsetinn hvarf af sjónarsviöinu hefur ekkert á honum boriö. Hinn er Sjerenko, 70 ára að aldri, og hefur lengi verið einn nánasti samstarfsmaður Bré- snjefs. Þessir tveir menn, ásamt Bresnjef eru þeir einu, sem sæti eiga bæði i stjórnmálanefndinni og framkvæmdanefndinni. Orörómur er uppi um að Bré- snjef hafi kallað saman fund i stjórnmálanefndinni til að ræða um eftirmann sinn, en honum hafi verið frestað vegna veikinda hans. A meöan leika sögusagnir lausum halda og enginn veit með vissu hverjir takast raunverulega á innan Kremlarmúra. bridge íslandsmótidl í tvímenning hefst á f immtudag islandsmótið i tvimenning ■ Spilarar eru minntir á að Islandsmótið i tvimenning byrjar fimmtudaginn 22. april kl. 13.00 i Domus Medica. Skráning i mótið er enn i gangi og verður haldið ái'ram til kl. 17.00 21. april. Þeir spilarar sem hafa áhuga á að spila i mótinu eru beðnir að hafa samband við stjórn þeirra félaga sem þeir eru félagar i eða stjórn Bridgesambands Islands. Keppnisgjald er 400 krónur á par og 24 pör komast áfram i úrslitakeppnina sem verður spiluð 24.-25. april á Hótel Heklu. Undankeppnin er spiluð i 4 riðlum en stærð þeirra fer eftir þátttöku. Spiluð verða a.m.k. 90spil i 3 umierðum og er riðlunum alltal' raðað uppá nýtt (slönguraðað) fyrir hverja umferð. Spilatimi er: 1. umferð kl. 13.00, limmtu- daginn 22. april, 2. umferð kl. 19.00 sama dag og 3. umíerð kl. 17 föstudaginn 23. april. 1 úrslitakeppninni verður spilaður Barómeter 23 um- ferðir og 4 spil milli para. Þátturinn leggur áherslu á að undankeppnin er öllum opin, þ.e. spilarar þuri'a ekki að vinna sér rétt til aö taka þátt i henni eins og verið heíur und- anfarin ár. Sævar sigraði Eins og fram kom i Timan- um i vikunni sigraði sveit Sævars Þorbjörnssonar úrslit Islandsmótsins sem spiluð voru um páskahelgina. Þátturinn óskar þeim l'élögum Sævari og Þorláki Jónssyni svo og Jóni Baldurssyni og Val Sigurðssyni til hamingju með titilinn. Sigur sveitarinn- ar kemur alls ekki á óvart eins ogsumirhafa sagt. Iraun var titillinn rökrétt lramhald af velgengni þeirra félaga að undanförnu og hafa ber i huga að þeir hafa meira eða minna spilað i unglinga- og lands- liðum Islands þótt ungir séu að árum. I vetur hefur sveitin unnið bæði Reykjavikur- meistaratitilinn og þá er hún einnig félagsmeistari BR. Þá má ekki gleyma þvi að Jón og Valur eru núverandi lslands- meistarar i tvimenning en Sævar hlaut þá silfrið með þá- verandi makker sinum Guð- mundi Hermannssyni. (Þor- lákur tók ekki þátt i mótinu þá). Þvi er óhætt að segja að sigurinn nú sé rökrétt fram- hald af spilamennsku þeirra félaga að undanförnu. TBK I fyrrakvöld var spilað i tveimur 14 para riðlum hjá félaginu. Samantekin úrslit urðu sem hér segir: 1. Svavar Björnsson — Ragnar Magnússon 198 2.-3. Auðunn Guðmundsson — Guðmundur Eiriksson 189 2.-3. Aðalsteinn Jörgensen — GeorgSverrisson 189 4. Sverrir Kristinsson — IngvarHauksson 187 5. Hrólfur Hjaltason — ÞórirSigursteinsson 178 6. Ragnar Óskarsson — HannesGunnarsson 173 Þetta var önnur keppnin af fjórum sem félagið stendur fyrir þar sem peningaverð- laun eru i boði. Hvert kvöld er sjálfstætt en einnig eru veitt verðlaun fyrir bestan saman- lagðan árangur öli kvöldin fjögur. Staðan að tveimur kvöldum loknum er þá þannig að Ingólfur Böðvarsson og Sigfús Orn Arnarson eru með 63,7% skor, en Svavar Björns- son og Ragnar Magnússon með 63,46%. Næst verður spilað fimmtu- daginn 29. april i Domus Medica og hel'st keppnin kl. hálf átta. Stendur hún öllum opin. Kópavogur I fyrrakvöld var spilaður eins kvölda tvimenningur hjá BK i einum 14 para riðli og urðu úrslit sem hér segir: 1. Sverrir Þórisson — Haukur Margeirsson 192 2. Valdimar Þórðarson — Jón Andréasson 185 3.-4. Vilhjálmur Vilhjálmss. — Vilhjálmur Sigurðsson 184 3.-4. Stefán Pálsson — Rúnar Magnússon 184 Meðalskor var 156. Siðasta mót vetrarins verður þriggja kvölda Butler keppni sem hefst í'immtudaginn 29. april. Ollum er heimil þátttaka en spilað er i Þinghóli i Kópavogi kl. 20. Skagfirðingar Staða eí'stu para eítir tvær lotur i Butler: 1. Guðrún Hinriksdóttir — HaukurHannesson 160 2. Baldur Asgeirsson — Magnús Halldórsson 158 3. Bjarni Pétursson — Ragnar Björnsson 150 4. Högni Torfason — Steingrimur Jónsson 149 5. Garðar Þórðarson — Guðm. Ö. Þórðarson 147 6. Pála Jakobsdóttir — Valdimar Þórðarson 141 Siðasta lota veröur spiluð þriðjudaginn 23. april. Þar næsta þriðjudagskvöld hefst þriggja til fjögurra kvölda tvi- menningur. Nýir spilarar velkomnir. Spilamennska hefst stundvis- lega kl. 19.30 Sauðárkrókur Fyrir stuttu lauk 16 para og hjónakeppni. Þessi keppni er nýjung hjá félaginu og þótti takast vel. Bestum árangri náðu: 1. Elisabeth Kemp — Garðar Guðjónsson 81 2. Sigriður Sigurðard. — Einar Svansson 80 3. Dóra Kristinsson — Sveinn H. Þórsson 74 4. Erla Guöjónsdóttir — Haukur Haraldsson 69 Magnús Ólafsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.