Tíminn - 17.04.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.04.1982, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 17. april 1982 Utqefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri. Johanna B. Johannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfs son. Ritstjórar: Þorarinn Þorarmsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnusson. Umsjónarmaöur Helgar Tim- ans: lllugi Jokulsson. Blaöamenn: Agrtes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriöason, Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþrottir), Sigurjon Valdimarsson, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjórnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Profarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardottir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumula 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuöi: kr. 110.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Eflum strætó og spörum Bilaeign islendinga er nú orðin meiri en i nokkruöðru landi, og er þá miðað við hve margir ibúar eru um hvern bil. Það er með ólikindum hve margir telja sér nauðsynlegt að eiga eigin bil og eru þeir þó ekki beinlinis gefnir hér á landi. Aðflutningsgjöld af ýmsu tagi eru óhemju há og eldsneytisverðið tiltölulega enn hærra. Það er þvi þungur f járhagslegur baggi sem margur bindur sér með þvi að kaupa og reka eigin bil. En menn velta þvi ekki fyrir sér. Flest er lagt i sölurnar til að nær hver einstaklingur milli tektar og ellihrumleika aki um á eigin farartæki. Fjöl- margir bókstaflega verða að eiga bil, hvort sem þeim likar betur eða verr, og hafi jafnvel alls ekki efni á þvi. En málum er svo háttað i strjálbýlu landi að mikið þarf að ferðast. í Reykjavik, og reyndar á Stór-Reykjavikur- svæðinu öllu, er byggð svo dreifð að langflestir i- búanna verða daglega að ferðast margar þing- mannaleiðir vegna atvinnu sinnar og af ýmsum öðrum ástæðum. Rekstri almenningsfarartækja er almennt ekki svo haganlega háttað að þau laði beinlinis far- þega að sér. Hér er ekki átt við að vagnarnir sem slikir séu ekki nógu góðir, né að þeir sem við þessar samgöngur starfa séu ekki lipurmenni sem auðvelt er að lynda við. Þvert á móti. Fyrir þessum þætti þjónustunnar er vel séð. En það er alltof timafrekt og erfitt að komast á milli staða i Reykjavik og nágrenni. Þeir sem skipulagt hafa höfuðborgina og ná- grannabyggðir virðast hafa látið samgöngumál sitja á hakanum. Að visu liggja götur og vegir til allra átta, en það getur verið ótrúlega snúið að komast á milli tveggja staða innan borgarinnar, og timafrekt að sama skapi, eigi að notast við almenningsfarartæki. Hér þarf að bæta um og endurskipulegja leiðakerfið og jafnvel að leggja nýjar götur milli hverfa til að hægt verði að skipuleggja leiðakerfi almenningsflutninga- tækja svo að það komi að sem bestum notum. Þá er sjálfsagt, og reyndar fyrir löngu orðið að- kallandi, að sveitarfélögin á Stór-Reykjavikur- svæðinu taki upp nána samvinnu um leiðakerfið. Fyrir nú utan kostnaðinn sem bilaeigninni fylgir er bilaumferð i Reykjavik að verða hreinasta plága. Það er kvartað yfir að bilastæði skorti i miðborginni. Það er öðru nær. Þar er þúsundum bila lagt um annatimann og ekki er hægt að bæta þar endalaust við. Auðvitað eiga bilastæðin að vera utan mið- borgarinnar, en hafa þaðan tiðar og öruggar strætisvagnaferðir. Það kostar mikið fé að brey ta leiðakerfi og endurskipuleggja. Borgarbúar hafa lengi goldið óeðlilegra afskipta rikisvaldsins af verðlagningu á fargjöldum og er mál að linni. Þar fengist fé til að halda uppi nauðsynlegum ferðum. Þótt fargjöld hækki mundu ferðir með þeim aldrei kosta nema brot af þvi sem fólk þarf að leggja fram með óeðlilega mikilli bilaeign. Með eflingu strætisvagnakerfisins má spara mikið fé. Oó MA-leikflokkur í heimsókn fyrir sunnan Leikfélag Menntaskól- ans á Akureyri Kópavogsleikhúsið. Skýin. Höfundur. Aristofanes Þýðing: Karl Guðmundsson. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Brauðryðjendur Það er almenn skoðun, að leik- hús Vesturlanda, eða hin evrópska leiklist á vorum dögum, hafi flest sin föng úr Grikklandi, þar sem vaggan stóð. Vitanlega kom margt annað inn i þá mynd, og menn eru ekki einu sinni sam- mála um það, hvernig Grikkir sviðsettuupphaflega,en ekkiskal fjölyrt um það hér. Það er á hinn bcginn verðugt viðfangsefni fyrir latinuskóla, að fást við forn leik- rit, þvi skólapiltar eru frumherj- ar i leiklist á íslandi. Allavega fylgdi leiklistin hinum Lærða skóla fyrstu sporin, — og þrátt fyrir leikhús og atvinnuleikhús, hafa menntaskólar og leiklist aldreiorðiðviðskila tilfullshérá landi. Ekki er mér kunnugt um það hvenær M.A. hóf leiklist, en gam- anvaraðfá ungtogfallegt fólk að norðan hingað suður til að leika Skýin eftir Aristofanes (4487-380? f. Kr.) Hann samdi að þvi er talið er, meira en 40 gamanleiki, en að- eins 11 verka hans hafa varðveist, svo vitaðsé. Um griska skáldið og heimspekinginn Aristofanes er annars fremur litið vitað, nema hann er talinn hafa verið aftur- haldssamur. Það ráða menn af verkum hans. Hann er ósáttur við samtið slna, við lýðveldið, við heimspekina, stjórnmálamenn- Ellefta bindi heimsstyrjaldarsögu ÍLeith Wheeler o.fl.: Leiðin til 'okió. Heimsstyrjöldin 1939-1945. I. bindi. LÍmenna bókafélagið 1982. 208 bls. ■ I þessu 11. bindi heimsstyrj- aldarsögu Almenna bókafélags- ins greinir frá átökum Banda- rikjamanna og Japana á Kyrra- hafi siðasta ár styrjaldarinnar frá þvi I september 1944 og fram i júni 1945. Frásögnin hefst með fundi Roosevelts og Churchills i Kan- anda um haustið. Siðan segir frá hernaðaráætlunum Bandarikja- manna á Kyrrahafi og frá þvi hvernig þeir brutu sér leið frá Marianaeyjum i átt til Japans- eyja. 1 þessari sókn bandariska hers- ins urðu viða geysiharðir bardag- ar og sumar af sögufrægustu orr- ustum styrjaldarinnar á Kyrra- hafi voru háðar er Bandarikja- menn réðust til atlögu viö virki Japana á smáeyjum svo sem Iwo Jima og Okinawa. Japanir börð- ust af þeirri hörku sem þeim ein- um var lagin og afleiðingin varð hóflaus grimmd og villimennska á báða bóga. Er efni frá þessum atburðum enn með þvi vinsæl- asta, sem sýnt er i bandarisku sjónvarpi og virðast höfða vel til þarlendra. Þá segir einnig i þessari bók frá ýmsum atvikum sem mikið voru umtöluð á sinum tima svo sem á- rásinni á japanska orrustuskipið Yamato og árásum japanskra sjálfsmorðsflugmanna á banda- risk herskip. Texta þessa bindis svipar um flest til fyrri binda i ritröðinni. Hann er einfaldur en hraður og á köflum spennandi. Hinu verður þö ekki neitað að þessi bók, eins og raunar fleiri i þessum flokki, virðist samin fyrir lesendur, sem standa á mun lægra þekkingar- stigi en flestir Islendingar, og lýti eru það, hve mjög sagan er sögð af sjónarhóli Bandarikjamanna. Lesandinn getur á stundum varla varist þeirri hugsun, hvort höf- undur telji Japani einhverskonar annars flokks verur, sem hafi aö visu verið færar um að veita hetj- unum villimannlega mótspyrnu en aldrei skilið, hve rangur mál- staöur þeirra var. Er hliöstætt sjónarmið reyndar vel þekkt úr „alþýðlegum” ritum Banda- manna um Þjóðverja. Myndefni þessa rits er með á- gætum, svo sem annarra rita i þessum flokki og allur frágangur bókarinnar er með ágætum. Björn Bjarnason hefur islensk- að þetta bindi og er þýðing hans lipur og læsileg og islenskun ým- issa orða hernaðarlegs og tækni- legs eðlis hefur tekist vel. Jón Þ. Þór Jón Þ. Þór jl skrifar um bækur Mim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.