Tíminn - 22.04.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.04.1982, Blaðsíða 1
Tíminn óskar landsmönnum öllum gledilegs sumars TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Fimmtudagur 22. april 1982 90. tölublað — 66. árg. Síðumú.a 15- PdsthtíLf370 Reykjavík- Ritstjórn86300-Auglysingar 183R^Af5reiðslao Hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun: HÓTA FJÖLDAUPPSÖGNUM fái yfirmadur þeirra ekki stöðuhækkun! ¦ „Það er rétt að það hefur heyrst frá þeim hjúkrunar- fræðingum, sem stunda heima- hjúkrun fyrir Reykjavikurborg, að þeir muni hugsanlega hætta ef borgarráð hafnar beiðninni um það, að sú sem nú gegnir starfi deildarstjóra heimahjúkrunar, verði ekki hækkuð upp i stöðu hjúkrunarframkvæmdastjóra", sagði Bergljót Lindal hjúkrunar- forstjóri Heilsuverndarstöðvar, Reykjavikur i viðtali við Timann i gær. „Það að fá þetta starfsheiti felur i sér að viðkomandi myndi hækka um 3 launaflokka. Að minu mati er þetta mjög eðli- leg krafa," sagði Bergljót, „þvi heimahjúkrun er mjög umfangs- mikill þáttur i hjúkrunarþjonustu Reykjavikurborgar, þar sem á 3. hundrað sjúklingar eru stundaðir á mánuði hverjum." Bergljót sagði að formlega hefðu heimahjúkrunarfræðing- arnir ekki komið til sin og sagt upp vegna þessa, en þær hefðu sterklega látið að þvi liggja að það myndu þær gera, ef mál þetta, sem hefði i rauninni verið á döfinni i tvö ár, fengi ekki brautargengi i borgarráði. Bergljót benti 'á að heima- húkrun væri stórt og mikið fyrir- tæki og hefði i raun verið baráttu- mál flestra stjórnmálamanna og með árunum hefði starfsliðinu sem starfaði við heimahjúkrun fjölgað úr sex til sjö manns upp i 20 til 30 manns, á meðan að yfir- stjórn heimahjúkrunar hefði ekk- ert breyst. Sagði Bergljót að það væri ekkert smáverk að halda þessari þjónustu gangandi og skipuleggja hana og bætti við „við vitum það náttúrlega af- skaplega vel að ef það væri karl- maður i þessu starfi, þá væri hann náttúrlega metinn svolitið öðruvisi." Heilbrigðisráð Reykjavikur hefur fjallað um þessa beiðni og tekið jákvætt i hana, en borgar- ráð tekur endanlega ákvörðun i þessu máli á fundi sinum nk. þriðjudag. —AB 'wymtm *..• ¦ Þeir virðast ekki beinlinis vera i sólskinsskapi litlu hnokkarnir á myndinni en við spáum þvi að úr rætist jafnskjótt og sumarið kemur fyrir alvöru, en ekki bara á dagatalinu. Þess má geta að lambið á myndinni tókforskotá sumariðog fæddist strax Imars. Timamynd: Ella ENN ÓVISSA UM SKREIÐ- ARSÖLU TIL NÍGERÍU ¦ „Ég veit bara að það koma innflutningsleyfi á skreiö til Nigeriu en enn veit ég ekkert hvernig þeim verður háttað", sagði Hannes Hall, framkvæmda- stjóri Skreiðarsamlagsins i við- tali við Timann i gær. „Við erum náttúrlega alltaf að flytja út út á gómlu leyfin, þvi þeir hafa ekkert leyfi gefið út i rúman mánuð en samkvæmt þessu telexi sem við fengum frá sendinefndinni i Nigeriu, þá verða eftir fyrsta maf gefin út ný innflutningsleyfi. Þessi leyfi eru yfirleitt gefin út til eins árs i senn en við vitum enn ekki hvað inn- flytjendurnir i Nigeriu fá leyfi til að flytja inn mikið af skreið", sagði Hannes, „þannig að okkar staða er enn mjög óljós." Hannes sagði að fregnirnar i þessu telexi væru óljósar og allt of litlar og að hann vonaðist eftir ná- kvæmari upplýsingum frá Nigeriusimleiðis en erfitt væri að ná sambandi þangað. Hann sagði ^ð komið hefði fram i i telexinu að sendinefndin ætti von á meiri og nákvæmari upplýsingum nú á íiæstu dögum. —AB Heimilis- Tfminn gjafir bls. 10 i*~;Xi Laxness áttrædur — bls. 12-13 Bersögli Burtons — bls. 2 Austurlönd — bls. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.