Tíminn - 22.04.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.04.1982, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 22. april 1982 á vettvangi dagsins Utaefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir. Egill Helgason, Friðrik Indriöason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (íþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosl Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaðaprent hf. íslendingar og kristnin eftir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli Fasteignagjöld verdi lækkud um 20% ■ Framsóknarmenn i Eeykjavik eru nú að hefja kosningabaráttuna fyrir borgarstjórnar- kosningarnar sem fram fara eftir rúman mánuð. í þeirra röðum rikir bjartsýni um úrslit og brey ta úrslit skoðanakönnunar þeirrar, sem Dagblaðið birti i gær, þar engu um. Sú könnun er gerð áður en stefnuskrá Framsóknarflokksins er lögð fram og sú staðreynd, að 53% þeirra, sem spurðir voru i könnuninni, svöruðu ekki, sýnir að hún er hvergi nærri marktæk. Meðal þeirra mála, sem Framsóknarmenn heita að beita sér fyrir i borgarstjórn á næsta kjörtimabili, er að fasteignaskattur á ibúðahús- næði verði lækkaður um 20%. Fyrir lækkuninni eru sett þau skilyrði, að húsnæði sé undir 200 fer- metrum að stærð og að eigendur búi sjálfir i þvi. Þetta þýðir að gjöld verða lækkuð á yfirgnæfandi fjölda ibúða. Að lofa skattalækkunum er vinsæl iðja stjórn- málaflokka fyrir kosningar og er tekið af tor- tryggni af kjósendum, enda sjaldnast tekið fram hvaða kostnaðarliði á að spara á móti. En það gera Framsóknarmenn i Reykjavik. Á stefnu- skrá þeirra er einnig, að hafnar verði viðræður við rikið um yfirtöku á rekstri Borgarspitalans. Reykjavikurborg hefur lagt fram 15% af byggingarkostnaði spitalans og lagt mikið fé i tækjakaup. Einnig tekur borgin þátt i rekstrar- kostnaði spitalans. Reykvikingar hafa ekki öðr- um landsmönnum fremur aðgang að spitalanum og njóta þar engra friðinda eða sérkjara. Þvi er ekkert eðlilegra en að f járhagsböggum verði létt af borgarbúum, er snerta byggingaframkvæmdir og rekstur spitalans. í stefnuskrá sinni leggja Framsóknarmenn höfuðáherslu á að f jármálastjórn borgarinnar sé i góðu lagi og hagsýni verði gætt i meðferð fjár- muna úr sameiginlegum sjóðum borgarinnar, hvort heldur er um að ræða rekstur eða fram- kvæmdir. Þannig á að halda álögum á borgarbúa i lágmarki, enda er traust fjármálastjórn for- senda þess að hægt sé að halda uppi félagslegri þjónustu og félagslegum framkvæmdum. Stefnt er að þvi að nefndum borgarinnar verði fækkað með þvi að leggja sumar þeirra niður en sameina aðrar og verði formenn helstu nefnd- anna framvegis úr röðum aðalborgarfulltrúa. Tengsl borgarbúa og borgaryfirvalda verði aukin með reglubundnu fundahaldi um borgar- málefni i hinum ýmsu hverfum. Þá leggja Fram- sóknarmenn til að heimilt verði að hafa skoðana- kannanir meðal borgarbúa um einstök málefni, sem varða hag alls fjöldans. Settar verða á- kveðnar reglur um skoðanakannanirnar. Að borgarstjórnarkosningunum loknum mun Framsóknarflokkurinn vinna að framgangi stefnu sinnar með samstarfi við þau stjórnmála- öfl, sem tryggja best, að sem flest stefnumál flokksins nái fram að ganga. Innan tiðar verður nánar greint frá fleiri stefnumálum Framsóknarmanna i Reykjavik. oó ■ Þaö kann a& viröast nokkuö djarft aö blanda sér i umræöur þeirra Páls Skúlasonar, prófess- ors og Véáteins Lúövikssonar rit- höfundar, um þaö hvort íslend- ingar séu kristnir, en þær umræö- ur má lesa i ti'mariti Máls og menningar. Um þaö má enda- laustþrefa meöan ekki liggur fyr- irneitt ákveöiöum þaö hvaö þurfi tilaö vera kristinn. Vésteinn hefur þann fyrirvara aö takmarkaö sé hve andkristinn sé mögulegt aö vera i „menningu sem er gagnskotin kristilegum hugsunarhætti” eins og menning Islendinga. Samt telur hann ekki aö sá kristilegi hugsunarháttur nægi til þess að menn séu kristnir. Vésteinn talar um „ástarsam- band” kirkjunnar viö rikisvald, sem ekki veröur sagt um aö stjórnist af mannkærleika einum saman. Sjálfsagt má finna þeim oröum staö en þó veröur þvi ekki móti mælt, aö rikisvaldiö hér og i öllum nálægum löndum stjórnast verulega af mannkærleika. Lög- gæzlan á að vemda almenning fyrir ofrikismönnum og klækja- lýö. Skattheimtan er til að tryggja öllum möguleika til menningar og menntunar og lifs- viöurværi. Svona er menningin gagnskotin kristilegum hugsun- arhætti. Annaö mál er þaö, aö oft orkar tvimælis, hve glöggir og réttsýnir menn eru þó aö þeim gangi gott til. Þaö veröur ekki allt farsælt þö i góöri meiningu sé gert. Hins vegar talar Vésteinn um „löghyggju frumkristninnar sem rekja má aftur i heimsmynd hinna fornu Hebrea ” og segir siö- an: „Sem kunnugterkom Kristur ekki til aö afnema þessi „sann- indi” heldur til þess aö uppfylla þau.” Vésteinn er alls ekki sá fyrsti né eini, sem ályktar hvatvislega i þessu sambandi. Samkvæmt trú Gyðinga var lögmáliö tengt Mdse. Og kennir þar margra grasa. Kjarni lög- málsins eru boöoröin, þar sem lagöir eru nokkrir hyrningar- steinai fyrir sambýlishætti siö- aöra manna. Þar er sagt: Þú skalt ekki, til aö kenna mönnum að þeir séu of góöir til aö gera hvað sem er. Gyöingar virtu lögmáliö mikils á dögum Krists ogtöldumargir aö þar heföu þeir i eitt skipti fyrir öll hlotiö heilög fræði sem nægja skyldu um aldur og ævi. Þegar þeim fannst aö boö- skapur Krists ætti ekki samleiö með lögmálinu, töldu þeir hann augljdsa villukenningu. Þvi svar- aöi hann meö þvi aö segjast ekki vera kominn til aö afnema lög- máliö, heldur fullkomna. Hann vildi ekki afnema hin fornu boð- orö, þú skalt ekki, en hann full- komnaöi og sagöi: Þú skalt. Spámenn Gyöinga höföu ýmis- legtsagtum gagnsleysi heföbund Breytingar á lánum Húsnæðismálastjómar ■ Stjórnarfrumvarp um breyt- ingará lögum um Húsnæöismála- stjórn rikisins hefur veriö lagt fram og er þar m.a. gert ráð fyrir að framlög til Byggingasjóðs rikisins verði hækkuö um helm- ing. Helstu breytingar sem frum- varpið felur i sér eru: l.Tekiö er inn i frumvarpiö ákvæöi þess efnis að framlag rikissjóös til Byggingarsjóðs rikisins skuli á næsta ári vera tvöfalt hærra að verðgildi en framlagið á fjárlögum ársins 1982 eftir að sett hafa verið sér- stök lög um aukna fjáröflun til Byggingarsjóðs rikisins. Hér er um að ræöa hækkun sem næmi 50—60 miljónum króna á verð- lagi f járlaga ársins 1982. Bygg- ist þetta ákvæði á þeirri for- sendu aö i haust verði lagt fyrir alþingi frumvarp, sem tryggi Byggingarsjóði rikisins þann tekjustofn sem þarf til að standa undir þessum út- . gjöldum og samsvara tekjur Byggingarsjóðs rikisins þá, að samþykktum slikum lögum, þeim tekjum sem koma af 1% launaskatti. t tillögum hús- næðismálastjórnar var gert ráð fyrir þvi að tekjur af 1% launa- skatti rynnu beint til Bygg- ingarsjóös rikisins. Miðað við núverandi fyrirkomulag hefði þaö haft i för með sér samsvar- andi tekjuskerðingu fyrir rikis- sjóö og rikisstjórnin telur ekki unnt að taka ákvöröun um slikt nema jafnhliða verði tekin ákvöröun um aðrar tekjur i staöinn. 2. Til þess að greiða fyrir byggingu leiguibúöa er lagt til að fella niður það bann, sem jafnan hefur verið i lögum, við þvi aö veita einstaklingum sem eiga ibúð lán til að byggja leiguibúðir. Eftir að öll lán eru verðtryggð er ekki ástæða til þess að neita þeim um lán til nýbygginga sem vilja leggja fjármagn i nýbyggingar. Sama gildir þá um fyrirtæki sem vilja byggja leiguibúðir fyrir starfs- fólk sitt. Tilgangurinn með þessum breytingum er að örva bygg- ingar leiguibúða fyrir al- mennan markað og afnema úr- eltar hömlur úr lögunum. 3. Ahugi og þörf fyrir byggingar ibúða og vistheimila fyrir aldrað fólk hefur farið mjög vaxandi á siðustu árum. Þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar til þessara mála vantar enn mikið á að þörfinni sé fullnægt. Sérstaklega eru sveitarfélög sem i slikum byggingum standa i miklum vanda með að fjármagna þær. Hér er lagt til aö heimila og stofnunum sem byggja slikar ibúðir að selja skuldabréf þeim einstaklingum sem með kaupum á skulda- bréfum vilja tryggja sér rétt til ibúðar eða vistar á dvalar- heimili. Vegna þeirra sem ekki eiga fjármagn eru settar þær hömlur að ekki má ráðstafa nema helming ibúðanna gegn sölu skuldabréfa nema með sérstöku leyfi húsnæðismála- stjórnar. A það ákvæði að tryggja rétt þeirra sem ekki eiga fjármagn til kaupa á skuldabréfum. 4. 1 35. gr. gildandi laga er ákveðið að allir skuli fá lánað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.