Tíminn - 22.04.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 22.04.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Sendum um land allt. Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sími (91)7- 75-51, (91 >7-80-30. ttptYD TTTT1 Skemmuvegi 20 nEjJJl) Xlr . Kópavogi Mikiö úrval Opið virka daga 919 • Laugar* daga 10-16 HEDD HF. labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir sími 365io Rætt við Guð rúnu B. Daníels- dóttur sem dvelst í þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut ■ Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að i dag ætlar starfslið og ibúar i ibúðum aldraðra við Dalbraut að hafa opið hús fyrir almenning, þar sem selt verður kaffi og meðlætlbasar verður haldinn og skemmtikraftar verða á ferðinni. í hópi gestgjafanna er 96 ára gömul kona, Guðrún B. Danielsdótt- ir, Húnvetningur að ætt og uppruna, fædd á Ánastöðum á Vatnsnesi 11. janúar árið 1885. Þegar við vorum á ferðinni á Dalbrautinni i vikunni, litum við við hjá Guðrúnu, en hún er ern og hress og man margt um gamla tim- ann, auk þess sem hún kann til ýmissa verka, sem nú eru að gleymast. Þar á meðal má nefna að hún kann að, læsa legg.” „Já, ég lærði þetta af gamalli konu, þegar ég var telpa”, segir ■ i dag er „opiö hús” i Þjónustuíbúðum aldraðra viö Dalbraut. Einn gestgjafanna er Guðrún B. Danlelsdóttir, sem hér sést með hina haganlega gerðu þráðarleggi sina. Einn fullunninn liggur á borðinu fyrir framan hana, en annan er hún aö vefja. (Timamynd G.E.) NO KUNNA FÁAR AÐ „LÆSA LEGG” Guðrún. „Þessi kona kunni að vefja þráðarleggi og hafði með sér í orlofsferðir. Orlofsferðirn- ar voru fram eftir öldum mesti viðburðurinn i lifi fátækra hjúa á bæjum á Islandi og þá einkum kvennanna. bær tóku sig þá upp og fóru i heimsóknir á grannbæ- ina einu sinni á ári og höfðu eitt- hvað með sér til þess að gefa og þáðu gjafir i staöinn. Þráðarleggirnir voru algeng gjöf i þessum ferðum og ég man lika eftir að stundum var farið með kökur eða svolitið af kaffi- baunum. Nei, ég þekkti enga aðra en þessa gömlu konu, sem fóru i orlofsferðir, en heyrði hins vegar um konur sem enn gerðu þetta. Þetta hefur verið rétt fyrir aldamótin.” Leggur og skel Hver man ekki eftir þráðar- leggnum hjá Jónasi i sögunni „Leggur og skel”? Eins og gert var við legginn i sögunni, þá segir Guðrún okkur að það hafi verið siður að mála leggina i einhverjum fallegum lit, áður en þeir voru vafðir með garn- inu, sem vanalega var mó- rauður togþráður. Rétt þótti lika að hreinsa þá vel og að ná úr þeim mergnum, þvi annars vildu þeir „sveitna” þegar þeir hitnuðu i hendi. Leggurinn varð að vera af fullorðnu fé, svo val- an væri vel gróin við hann og betri þótti leggur úr framfæti en afturfæti. Þegar leggurinn var vafinn, þá var nú ekki kastað til höndunum og vindingarnir gengu á ská yfir legginn á vixl og svo nákvæmlega voru þeir látnir liggja að vélar nútimans gerðu slikt varla betur. bráður- inn var geymdur á leggnum til þess að vel tognaði úr honum og hann var gjarna notaður við sauma á sauðskinnsskóm, til þess að prjóna úr skotthúfur og fleira.Þegarbúiðvarað vinda á legginn var honum „læst” og það svo vendilega að enginn hægðarleikur var að finna end- ann. Þannig varð fallegur þráðarleggur oft listgripur. Guðrún Danielsdóttir sýnir okkur þráðarlegg með fallega mórauðum þræði og hún er að vinda upp á annan legg með hvitum þræði og ekki þarf að taka fram að þetta er ekta is- lenskur togþráður. bað er gaman að sjá hve listi- lega henni ferst þetta úr hendi þótt hún eigi aðeins fjögur ár i aldarafmælið og okkur er sagt að iðjusemi hennar og elja við hannyrðir sé með fádæmum. Guðrún hefur haldið þeim sið að ganga i islenska búningnum og það ekki aðeins á tyllidögum heldur hversdags. Það er vel til fundið þvi Guðrún ber hann afar vel og hvaða búningur skyldi sæma þessari öldnu heiðurs- konu betur og þeim gömlu is- lensku kvennadyggðum sem hana prýða? —AM 'Uf Fimmtudagur 22. april 1982 fréttir Stutt viðdvöl fálka- smyglara ■ Hún var stutt dvöl- in hér á landi hjá Þjóðverja nokkrum Ciesielski að nafni, syni Ciesielski fálka- smyglarans alræmda sem var visað frá Is- landi árið 1978. Sonur- inn kom hingað ásamt vinstúlku sinni i fyrra- dag. Viö komuna voru þau færð beint til yfir- heyrslu hjá út- lendingaeftirlitinu vegna grunsemda um að sonurinn gengi hér erinda föður sins og væri á höttunum eftir fálkaeggjum. Leitað var i farangri þeirra og þótt ekkert ólöglegt fyndist benti ýmislegt til að grunsemdirnar ættu við rök að styðj- ast, t.d. var snyrti- taska ungu stúlkunnar klædd innan með frauðplasti sem að sögn Ævars Petersen hjá náttúrufræöistofn- un var að öllum likind- um ætlað til að halda hita á fálkaeggjum. Einnig rökstuddu stimplar i vegabréfi unga mannsins grun- semdir um að hann stæði i viðskiptum með fálka. 1 fyrravor var hann hér á landi, i Kanada og i Alaska, sem eru þau svæði þar sem fálka er helst að finna en um haustið var hann i Saudi Ara- biu þar sem oliufurst- ar eru reiðubúnir að borga stórfé fyrir fálka. Eftir yfirheyrslur hjá útlendingaeftirlit- inu ákvað parið unga að yfirgefa tsland með næstu flugvél og það varð úr, þau fóru af landi brott i gærmorg- un. —Sjó dropar Alls- lausir Danir ■ Við tökum þennan hráan úr dönsku blaði I trausti þess að flestir geti stautað sig fram úr honum, — nú ef ekki þá cr að kalla á hjálp: „Færöerne har lavting, Norge storting, tsland alting, Danmark ingenting!” Farið á f jörurnar við listamenn ■ Skemmtanakóngurinn Óli Laufdal mun vera er- lendis um þessar mundir i þcim erindagerðum að leita uppi skcmmtikrafta og hljómsveitir til að troða upp I Broadway I sumar. Ekki vita menn ná kvæmlega hvaða krafta hann hefur „I kfkinum”, en heyrst hefur að hann ætli að gera hosur slnar grænar fyrir gömlu kempunum I Hoilies, sem ku vera að hrista rykið af sjálfum sér eftir margra ára dvala. Óli mun ekki fyrst og fremst vera aö Ieita að folki sem myndi troða upp einu sinni eöa tvisvar, heldur vill hann jafnvel fá það til að vera á sinum snærum f nokkrar vikur. Stefán að baki Páls I Við sögðum frá þvi fyrir skömmu aö Stefán Jón Hafstein hefði sagt upp starfi sinu á fréttastofu útvarps, — I kjölfar ákvörðunar um að hann tæki að sér næturút- varp I sumar. Nú heyrum viö að Stcfán hugsi til frekari dagskrárgerðar en næturútvarps, og beini sjónum sinum I þvl sam- bandi að hliöstæðum þætti Morgunvöku Páls Ileiðars Jónssonar. Menn munu nefnilega vera á þvi, ekki slst Páll Heiöar sjálfur, að tlmi sé til kom- inn að nýr maður eða menn taki viö morgunút- varpinu. Krummi ... óskar undirgefnum aðdáendum slnum um allan heim gleðilegs sumars

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.