Tíminn - 22.04.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.04.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 22. april 1982 9 „Ekki verð ég talsmaður þeirrar skoðun- ar að munur karla og kvenna sé aðeins áunninn með mismunandi uppeldi, sem karlar ráða i þeim tilgangi að kúga kon- ur. Samt er guðsmyndin hvorki háð karl- eðli né kveneðli. Auðvitað er guðshug- myndin mannleg en hún einkennist af þvi i manneðlinu, sem okkur finnst guðlegrar ættar”. innar guösþjónustu. Hlýðni er betri en fórn. Samt voru fórnar- siðirnir f heiðri hafðir, enda i samræmi við lögmálið. Það er ekki fyrir einum að lá þar sem Vésteinn ályktar að Kristur hafi engu viljað hagga i'lögmálinu. Þó munþvínaumasthaldiðfram eft- ir að guðspjöllin hafa verið lesin sæmilega vel. Og litla áherslu lagði Kristur á löghyggju lög- málsins. Samhengi triiarbragða- sögunnar skilur enginn nema hann geri sér ljóst, að kristin- dómurinn tók ýmsar erföir, flest- ar úr lögmáli og trú Gyðinga, þó að sumt verði rakið i aðrar áttir. Siðan kom til heimspeki Páls postula, sem lagði meistaralega grundvöll að trúarbrögðum fyrir allar stéttir og allar þjóðir. Vésteinn talar um heilaga þrenningu, og karleðli guðdóms- ins i kristnum fræðum. Sennilega þarf hann langt að leita að finna kvenlega guðsmynd. Raunar er þetta tal allt um karleðli og kveneðli i þessu sambandi skritið. Ekki verð ég talsmaður þeirrar skoðunar að munur karla og kvenna sé aðeins áunninn með mismunandi uppeldi sem karlar ráða i þeim tilgangi að kúga kon- ur. Samt er guðsmyndin hvorki háðkarleðlinékveneðli. Auðvitað er guðshugmyndin mannleg en hún einkennist af þvi i manneðl- inu sem okkur finnst guölegrar ættar. Hér tala ég um manneðli sem nær jafnt yfir hið kvenlega og karlmannlega. Og minna mætti Véstein á ljtíð Jakobs Smára, þar sem hann segir: Eins og fugl sem leitar landa leita ég, óGuð, til þin. Likt og móðir blindu barni, beinir veg af kærleiksgnótt, leið þú migá lifsins hjarni, leið þú mig um harmsins nótt. Ekki er mér ljóst, hvað það er i kristnum fræðum, sem bannar mönnum að gera ráð fyrir að til séu hulduverur. Ég sé ekki betur en trUarritin megi heita full af ýmiss konar sögum um lifandi verur sem mannleg augu greina yfirleitt ekki nema sem undan- tekningar. Ég kannast ekki við að Biblian t.d. segi nokkuð af eða á um huldufólk. Hitt segir hún ber- um orðum, að englar og illir and- ar, geri sig með ýmsum hætti gildandi i mannlegri sögu. Þvi þykir mér undarlegt þegar Páll Skúlason telur að slík nátturutrU sé sönnun þess hve illa við erum upplýst um kristna kenningu. Sumir munu vilja kenna kristna trU við játningar og kenningar. Þá munu flestir nefna guðdóm Krists framarlega. Samt er nU venja að telja únitara til kristinna manna þó að þeir leggi af trúna i þrieinan Guð, en segi að Guð sé einn. Engu að síður er þeim ljós söguleg þýðing JesU frá Nasaret, og á hvern hátt hann opinberar mönnum Guð. Sumir hverjir kunna að telja, að það skeri Ur um hvort menn séu kristnir, hverjum augum þeir liti á endurlausnina og trúi þvi að eilift lif og sáluhjálp sé bundin skoðunum eða trú á hlutverki Kristsi þvisambandi. Matthias Jochumsson kvað: Saklaust blóðsegirþú sefi Drottins bræði. Það erheld ég heimskutrU, og heiðinna manna fræði. Eigum við ekki að láta heita að sr. Matthias væri kristinn? Kristur sagði að hægara væri úlfalda að komast gegnum nálar- auga, en rikum manni i Guðsriki. Þetta merkir einfaldlega það, að sá sem unir þvi, að njóta forrétt- inda getur ekki tekið þátt i þvi samfélagi, sem einkennist af jöfnuði og góðvild. Sá, sem þolir að vera auðugur og vita af skorti og neyð allti' kringum sig, á ekki heima i sli"ku samfélagi. Hans veröld er ekki Guðsriki. Mér skilst að Vésteinn telji að landar vorir séu iila kristnir, vegna þess að þeir ástundi að eignast heiminn og biði við það tjón á sálu sinni. Það sálar- tjón er að glata hugsjóninni um jafnrétti.Fremur vildi ég þó orða þetta svo, að voðinn sé skeyt- ingarleysið um farnað hinna. Menn eru jafnvel svo ókristilegir, að þeir vilja græða á launsölu eit- urefna, sem gera að engu ævilán annarra. Ogmargt má telja, þar sem tómlæti og skeytingarleysi um örlög annarra, mótar viðhorf og breytni. Enda þótt segja megi, að Krist- ur hafi stofnað kirkjuna, sannar það ekki að fylgi og hollusta við is lenzka þjóðkirkju, nú, skeri ein- vörðungu úr um, hvort menn séu kristnir. Kirkjudeildirnar eru margar. Hins vegar virðist mér að samkomulagsgrundvöllur sé til fyrir þá Véstein og Pál, þar sem ég gæti nálgast þá. Páll segir: „Sjálfur tel ég eðli- iegast að lita svo á, að sá einn sé réttilega kallaðurkristinn maður, sem tekur mið af fordæmi Jesú Krists og skoðar lifið og tilveruna sifellt i ljósi helgisögunnar um hann.” Slika getur greint á um mörg guðfræðileg atriði, en þeir hljóta að leita i alvöru eftir þvi, að geta orðið samferðamönnum sinum að liöi og haft gtíð áhrif. Og þar virð- ist mér, að komið sé nærri þeim mælikvarða, sem Vésteinn vill nota, til að meta hvort við séum kristnir. Spurningunni sjáifri, hvort Is- lendingar séu kristnir, getur svo hver og einn svarað fyrir sig. sama hlutfall af byggingar- kostnaði staðalibúðar, miðað við fjölskyldustærð. Með frum- varpinuer lagt til að heimila að lána hærra hlutfall til þeirra sem enga ibúð eiga og hafa ekki átt ibúð á siðastliðnum tveimur árum. Þá er einnig heimilað að þeir sem byggja á lögbýlum i sveitum skuli fá lán samkvæmt staðli 2 þó að aðeins einn maður sé þar með lögheimili. . Kaupskylda á ibúðum i verka- mannabústöðum sem koma til endursölu hefur vakið umræður meðal sveitarstjórnarmanna og sætt nokkurri gagnrýni við framkvæmd laganna. Kaup- skyldan var sett á sveitar- félögin vegna þess að ibúðir i verkamannabústöðum voru á nokkrum stöðum seldar hæst- bjóðanda og lög og reglugerðir voru virt að vettugi að talið var. 1 þessu frumvarpi er lagt til, að kaupskyldan nái ekki til eldri verkamannabústaða og aðeins til þeirra ibúða sem byggðar eru samkvæmt lögum nr. 51 frá 1980. Þá er kaup- skyldutiminn styttur sam- kvæmt þeim lögum úr 30 árum i 15 ár. Með þessu ákvæði er komið til móts við óskir sveitarstjórnarmanna i landinu en I tillögum húsnæðismála- stjórnar var gert ráð fyrir þvi að kaupskyldan yrði almennt stytt úr 30 árum i 15 ár. 1 þessu frumvarpi, eins og það er nú flutt af rikisstjórninni, er gengið nokkuð lengra en upphaflega var óskað eftir af húsnæðismálastjórn og er það, eins og áður segir, i samræmj við þær óskir sem bárust frá samtökum sveitarstjórnar- manna. í stað kaupskyldu á eldri verkamannabústöðum er i þessu frumvarpi gert ráð fyrir forkaupsrétti eins og fram kemur i frumvarpinu. 6. Reglur um framreikning á verði ibúða i verkamannabú- stöðum og um matsgerðir við eigendaskipti eru gerðar fyllri og skýrari með frumvarpi þessu. Mikilvægasta breytingin er sú að hætta að láta eigendur Ibúðanna öðlast verulega auk- inn rétt aðeins við 10 eða 20 ára eignarhald á ibúðunum. 1 stað þess er með frumvarpinu lagt til að þeir sem eiga ibúð i verkamannabústað eignist til- tekinn rétt til eignarauka fyrir hvert ár sem þeir hafa átt ibúð- ina, er þar um verulega réttar- bót að ræða fyrir þá sem þurfa að selja ibúð sina áður en þeir hafa átt hana i 10 ár. 7. Skyldusparnaður unglinga var fyrst settur i lög árið 1957 og hefur siðan verið einn af tekju- stofnum Byggingarsjóðs rikis- ins jafnframt þvi að stuðla mjög að þvi að ungt fólk gæti eignast ibúð. Með breytingum sem orðið hafa á ávöxtun sparifjár var þess ekki gætt að bæta sem skyldi ávöxtun þessa fjár sem haldið var eftir af launum ung- linga. Jafnframt var illa staðið að innheimtu þessa skyidu- sparnaðar. Þrátt fyrir stórlega bætta ávöxtun skyldu- sparnaðarins með lögunum um Húsnæðisstofnun rikisins nr. 51/1980 þá er nú svo komið, að skyldusparnaðurinn skilar ekki umtalsverðum tekjum til Byggingarsjóðsins og kemur þá ekki heldur að tilætluðum notum fyrir unga fólkið við ibúðarkaup. Liggur þvi ekki annað fyrir en afnema lögin eða endurbæta þau verulega svo að þau fari aftur að gegna hlutverki sinu. Með frumvarpi þessu er lagt til að breyta veru- lega innheimtukerfi skyldu- sparnaðarins og setja fastari reglur um endurgreiðslur á þvi sem kemur inn i Byggingarsjóð rikisins. 8. Komið er til móts við sjónar- mið sem nefnd um málefni aldraðra kom á framfæri við rikisstjórnina og gerist það I 7. gr. frumvarpsins. Þar er gert ráð fyrir þvi að ef lántaki er 70 ára eða eldri, og fjárhag hans þannig varið að sýnt þyki að hann fái ekki staðið undir af- borgunum af láni, sé heimilt að fresta afborgunum af láninu. Lánið falli hins vegar i gjald- daga og endurgreiðist að fullu við eigendaskipti. Hið sama gildir ef lántaki flytur úr hús- næðinu og ljóst er, að hann muni ekki flytja þangað aftur. Hér er um að ræða viðbót við þær breytingar sem húsnæðis- málastjórn lagði til. Bændur Vil kaupa kýr. Er að byrja að búa og vant- ar 15-20 kýr. Upplýsingar i sima 99-1075. lil Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla i Reykjavik vegna sveitarstjórnarkosn- inga 1982 hefst laugardaginn 24. april kl. 14.00—18.00. Kosið verður að Frikirkjuvegi 11 (kjallara) alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22, en sunnudaga og aðra al- menna fridaga kl. 14—18. Borgarfógetaembættið i Reykjavik AUGLYSING frá Æskulýðsráði ríkisins Stuðningur við æskulýðsstarfsemi Samkvæmt9. gr. III. kafla laga um æsku- lýðsmál hefur æskulýðsráð rikisins heimild til þess að veita stuðning við ein- stök verkefni i þágu æskufólks. Stuðningur þessi getur bæði orðið béinar fjárveitingar af ráðstöfunarfé ráðsins og/eða ýmis önn- ur fyrirgreiðsla og aðstoð. Æskulýðsráð samþykkti á fundi sinum 6. april s.l. að óska eftir umsóknum frá æskulýðssamtökum og öðrum aðilum er að æskulýðsmálum vinna um stuðning við einstök verkefni er fallið gætu undir þessa grein laganna. Slikar umsóknir ásamt upplýsingum og áætlunum um verkefni þurfa að berast Æskulýðsráði rikisins, Hverfisgötu4 -6, fyrir 10. júni 1982. Æskulýðsráð rikisins. Hestamenn Borgarnesi og nágrenni Hafið þið athugað að reiðtygin frá nsTunD SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS fást í Borgarnesi hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, járnvörudeild Þeir ve/ja vandað sem ve/ja reiðtygin frá nsTuriD SÉRVERSUJN HESTAMANNSINS IHáaleitisbraut 68 Sími 8-42-40?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.