Tíminn - 22.04.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.04.1982, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 22. april 1982 f spegli tímans Mandy Rice-Davis er orðin 37, ára, en er enn frið og fönguleg. Ekki vildi ég vera ung núna — segir Mandy Rice- Davis, sem má muna tímana tvenna ■ — Ekki vildi ég vera ung núna, segir Mandy Rice-Davies. — Það er ömurleg ævi, sem ung- lingarnir núna verða aö búa við, bætir hún við. Mandy veit um hvað hún er að tala. Hún má muna timana tvenna, frá þvi að hún sem ung stúlka átti þátt i störu hneykslis- máli, sem varð til þess að einn breskur ráðherra varð að segja af sér. Þetta var snemma á sjö- unda áratugnum. Þá var hún ein af nokkrum stúlk- um, sem seldu blíðu sina hæstbjóðandi, og þótti ekki umtalsvert, þar til i ljós kom, að ein þeirra átti á sama tima vingott við ráðherrann og starfs- mann sovéska sendiráös- ins. Þaö þótti ekki góð latina þá, fremur en nú, og þvi varö ráðherrann að segja af sér. Siðan hefur Mandy reynt að taka upp borgaralega lifnaðar- hætti, en hún losnar ekki svo létt við fortiðina. Tvisvar hefur hún gifst og skilið jafnoft, og 13 ára dóttur á hún. En þó að Mandy sé orð- in 37 ára og hafi átt mis- jafna daga, litur hún ekki með neinni iðrun til for- tiðarinnar. — Þar var gaman að vera ungur á árunum i kringum 1960. Þá skemmtum við öll okkur vel, segir hún. ■ Syfjulegt bros, enda klukkan aö verða 9. Sophia vard- veitir hinn sæta æskuljóma ■ Hvernig fer hún að þvi? Sophia Loren er undarlega ungleg ennþá, hún gæti verið 26 og hálfs árs. Hún er fullkomlega makalaus. Hvernig fer hún að þvi að varöveita hinn sæta æskuljóma? Hún reisti sig upp i sófan- um og sagði: ,,Ég skal segja ykkur sann- leikann”. Með þvi að sleppa hinu ljúfa nætur- lifi, bragða varla áfengi, skera niður reykingarn- ar, fara snemma að sofa, vera flest ‘kvöld heima hjá sér og taka uppeldi tveggja sona alvarlega. „1 hreinskilni held ég að aödáendum minum myndi leiöast hrikalega það lif sem ég lifi”, sagði feguröardisin viö okkur. „Venjulega fer ég i rúmið klukkan 9 eftir hádegi og reyni aö fá niu og hálfrar stundar svefn, hverja nótt. Þaö hefur lika mikið að segja að ég held likama minum mjög hreinum.” Hún er gift fram- leiðandanum italska Carlo Ponti, sem kom henni á toppinn. Þegar hún var svo spurð af hverju hún beri ekki gift- ingarhring, hvort hún sé kannski að fara á fjör- urnar viö t.d. einhvern franskan lækni? Þá útskýrir hún fyrir okkur að hringurinn hafi markað far á fingurinn á henni og hún hafi hætt að bera hann fyrir átta árum, en um „franska lækninn” vildi hún ekkert segja. Nú var klukkan orðin niu og kominn háttatimi hjá Loren. Hún fór i rúmið og hefur eflaust sofið sætt. ■ Svo sem þegar hefur verið sagt frá i spegli Timans, tókst blaöakonu nokkurri að eiga opin- skátt viðtal viö Richard Burton undir óvenju- legum kringumstæðum. Oðrum blaöamönnum þótti daman hafa komist i feitt, en nú var eftir að fá staðfestingu frá einhverj- um hinna fjölmörgu kvenna, sem hann raupaði af að hafa eytt eldheitum ástanóttum með. Fyrst varð á leið eins spyrilsins Sophia Loren, en hún er stödd i London um þessar mundir til að auglýsa ilmvatn, sem ber nafn hennar Hún var spurð hvernig henni hefði tekist að skýra ummæli Richards fyrir manni sin- um Carlo Ponti. Hún brosti bliðlega, ýrði úr ilmvatnsglasi yfir blaðamanninn og svaraði að bragði: — Hvernig Uppljóstranir Richards Burton draga dilká eftir sér Ottaslegnar stjörnur felast í brynvörðum baðherbergjum ■ Tryllt af ótta eyðir rikt og þekkt fólk þúsundum dollara i brynvarða felustaði á heimilum sinum. Þar á meðal eru Barbra Streisand, Jacklyn Smith, Cheryl Ladd o.fl. Leikarinn Warren Beatty lét koma upp hjá sér brynvörðu baðherbergi, sem útbúið var með sinum eigin vatnsbirgðum og þráðlausum sima svo innbrotsþjófur gæti ekki hindrað hann i að ná sam- bandi við lögreglu. Fyrir járnsleginni hurðinni er óhemju þykkur slag- brandur svo að fullkom- lega vonlaust er að sprengja hurðina upp með áhlaupi. Talið er vist að i náinni framtið verði brynvarðar huröir meðal eðlilegs búnaðar á heimilum i U.S.A. Siðan ráðist var á hina 74 ára gömlu Barböru Stanwyck i október siöastliðnum hefur hún verið haldin þeirri trú að árásarmaðurinn muni snúa aftur til að myrða hana. Hún hefur eytt meira en 5.000 sterlings- pundum til að gera hús sitt að óvinnandi virki. Rafeindabúnaður vaktar hvern glugga og hverjar dyr auk þess sem hún hef- ur brynvarið baðher- bergi. Náinn vinur hennar segir: „Arásarmaður hennar komst undan með Barbara Stanwyck verðmætt safn af dýrgripum hennar og hefur ekki náðst.” „Staðreyndin að hann gengur laus er henni sem þyrnir i augum.” stakk blaðamaðurinn upp á þvi„ að Barbra syngi bara i staðinn, en fékk þær undirtektir vinnu- konunnar að hún skellti glugganum harkalega aftur! Þá var að leita uppi sjálfa Elisabeth Taylor, en hún leikur á sviði i London þessa dagana, eins og kunnugt er. En þegar að aðsetri hennar var komið leist blaðamanni ekki á blikuna. Við aðaldyr hússins stóð dyggilega vörð stór og stæðilegur karlmaður, óárennilegur mjög. Þótti undanhald eini rétti kosturinn. Og þá var bara eftir að hafa tal af blaðakonunni, sem kom þessu öllu af stað. Judy Chisholm heitir hún og þótti starfs- bróður hennar öruggara að bjóða henni i hádegismat en morgun- mat mannorösins vegna. Fyrsta spurningin hljóðað svo: — Bað Richard þig ekki að þegja yfir þvi, sem hann sagði þér? — Jú,jú, svaraði Judy. — En hann var satt að segja svo önnum kafinn við annað, að hann tók ekki eftir þvi, að ég svaraði honum engu! ■ Hið dæmigerða brynvarða baðherbergi. ætlar þú að skýra þetta fyrir konunni þinni? Þar sem svo heppilega vill til, að Barbra Streisand er lika stödd i London um þessr mundir, þótti blaðamanni sjálfsagt að sýna henni lika virðingu sina með heimsókn. En þar voru móttökurnar ekki beint hlýlegar. Vinnukona kom út i glugga og öskraði: Barbra Steisand talar ekki við blaðamenn. Þá ■ Barbra Streisand. Batterýs knúin i * \ i 9_* Enn er Anna ein á ferð ■ Sifellt verða háværari þær raddir, sem halda þvi fram, aö ekki sé allt með felldu i hjónabandi Onnu prinsessu og manns hennar Marks Phillips. Eru mörg dæmi nefnd þessu til staðfestingar og það siöasta þykir vara dropinn, sem fyllir bikarinn. Anna fer i opinbera heimsókn til Ameriku i júni, en maöur hennar verður ekki i fylgd með henni. Þaö var hann ekki heldur viö hátiðlegan miðdag I konunglega sjóherskólanum nú fyrir skemmstu og fáum kvöldum áöur haföi Anna lika veriö viðstödd annan finan málsverð, án Marks. Og ekki vakti þaö litla athygli, þegar Anna fór i hestaferö i Hima- lajafjöllum i nóvember siðastliðnum, en Mark var eftir heima. Þá var hviskrað um það, að það væri skrýtiö, einkum þar sem brúðkaupsafmæli þeirra bar einmitt upp á þá dagana. Þykir þvi ýmsum timi til kominn, að máliö skýrist, þvi að þegar allt kemur til alls, er hreint ekki ætlast til að kóngafólk eigi neitt einkalif, það er eign fólksins!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.