Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. mal 1982 5 Gudjón B. Ólafsson, framkvæmdastjóri lceland Seafood Corp.: „Stór spurning hvort okkur hefur farið fram” ■ — Viltu ekki byrja á að segja hvernig gekk hjá ykkur á siðasta ári? spurði fréttamaður Timans, fyrst, þegar honum hafði tekist að króa Guðjón B. Olafsson fram- kvæmdastjóra Iceland Seafood Corporation i Bandarikjunum, af til að spyrja hann tiðinda. „Ég get sagt þér frá þvi t.d., svaraði Guðjón og byrjaði að fletta ársskýrslu fyrirtækisins, ,,að sala fyrirtækisins hjá okkur var i fyrra rétt tæplega 91 milljón dollara og hafði minnkað um 0,7% i dollurum frá árinu á undan. Á árinu 1981 höfðum við aukningu á verksmiðjufram- leiddum vörum, þ.e. vörum, sem við framleiðum fyrir vestan úr blokkum frá íslandi, en það var samdráttur i flakasölu. Hlutdeild okkar i þessum framleiddu vör- um jókst. Heildarsala á markaðnum minnkaði um 6-7% en okkar sala jókst nokkuð i magni. En það var samdráttur hjá okk- ur i flakasölu sem bæði orsakaðist af minni framleiðslu hér heima og þó kannski sérstaklega vegna þess að þorskflakasalan dróst saman. Það varð verðhækkun á islenskum þorskflökum i mai 1981, sem leiddi af sér minnkaða sölu og kannski hjálpaði verulega til að opna dyrnar fyrir Kanada- menn til að koma sér inn á þenn- an markað i vaxandi mæli á miklu miklu lægri verðum heldur en eru á islensku flökunum. Þeirra markaðshlutdeild jókst verulega i þorskflakasölu á siðasta ári. Tölurnar um þetta eru talsvert athyglisverðar, skal ég segja þér. A sama tima sem þorskflakainnflutningur frá Is- landi minnkaði um 14% á árinu 1981 miðað við árið áður, jókst innflutningur á þorskflökum frá Kanada um 57%. Markaðshlut- deild Islendinga minnkaði úr 52,5% i 39,7% en markaðshlut- deild Kanada i þorskflökum jókst úr 35,2% i 48,5%. Þetta er miklu stærri hlutur, heldur en menn kannski gera sér grein fyrir.” — Heldur þessi þróun eins áfram? „Það er enn of snemm t að seg ja um yfirstandandi ár, en það er ansi mikil hætta á að það hafi orðið þarna breyting, sem geti orðið til langfrana, vegna þess að ýmislegt hefur skeð samfara þessu og þetta er kannski eitt stærsta málið i markaðsmálum fyrir vestan núna. Kanadamenn hafa stórlega bætt sin gæði, þeir geta selt sin flök á allt frá 20-40% lægra verði heldur en Islendingar og sækja það sem á vantar i rikis- kassann, þeir fá stóra rikisstyrki. Þeir hafa náð tangarhaldi á þeim hluta markaðarins sem Is- lendingar sátu að, að verulegu leyti einir fram á seinasta ár.” — Eru gæöi þeirra flaka orðin sambærileg við þau Islensku? „Ég vil nú halda þvi fram að þeir komist aldrei i það sama sem við gerum best. Þótt ekki væri nema vegna þess að það er gæða- munur á þeim þorski sem þeir veiða og þeim sem við veiðum. En það má segja að i vinnslu og meðferð séu þeir komnir á miklu hærra stig en áður var. Ég mundi aldrei láta hafa það eftir mér að þeir væru eins góðir eins og við. En við megum verulega hyggja að þessari þróun, þvi það er spurning hvort okkur hefur farið fram á siðustu árum, það er stór spurning. Ég vil nú ekki taka sterkara til orða en það er full ástæða til að vara bæði sjómenn og frystihúsamenn við þessari þróun. Þróunin, sem hefur orðið hjá okkur með vaxandi skreiðar- vinnslu tel ég að sé hættulegur skammtima hugsunarháttur. Ég held að menn séu að byrja að skilja að Nígeriumarkaður sé mjög áhættusamur. Ég efast ekki um að það hafi verið skammtima hagnaður af að framleiða mikla skreið og selja hana, en menn mega ekki gleyma þvi að efna- hagsástand i Nigeriu er áhættu- samt. En ef þessi mikla eftirsókn i skreiðarmarkað á að þýða það að I Guðjón B. ólafsson: Ekki spurning um verð á fiski, heidur um lifsgæðakröfur á lslandi. menn vanrækja freðfiskmarkað þá fullyrði ég að um stórkostlega hættulegan hugsunarhátt er að ræða, vegna þess að það er ekkert til sem heitir skammtima vinn- ingur i Bandarikjamarkaði við verðum að hugsa til lengri tima. Við byggjum ekki upp markað þar nema við getum sannfært kaupendur um að það sé á okkur að treysta bæði með gæði og af- greiðslu og þjónustu. Þeim verður alls ekki selt það sem er afgangs af öðrum mörkuöum.” — Hcldurðu aö við höfum tapað á Bandarikjamarkaönum vegna þess að við höfum ekki sinnt hon- um sem skyldi? „Já, ég fullyrði það að ef skreiðarmarkaðirnir hefðu ekki verið eins opnir og þeir hafa verið, þá hefðum við ekki þurft að tapa þessari hlutdeild i ameriska markaðnum og aldrei þurft að leyfa Kanadamönnum að komast þangað sem þeir hafa komist.” — Hvaö gerist núna, þegar skreiöarmarkaðurinn hefur lok- ast, a.m.k. í bili, eru afsetningar- möguleikar á freðfiskmörkuðun- um? „Ég hef aldrei efast um að það er hægt að selja freðfisk frá Is- landi i vaxandi mæli til Banda- rikjanna. Ef við höfum það sem stefnumið að vinna að jafnri aukningu á freðfisksölu á Banda- rikjamarkaði, þá tel ég að það sé hiklaust hægt. Það er ekki hægt að taka stórar sveiflur með toppa fram og til baka.” — Er niðurstaðan sú, að þeir erfiðleikar sem talaö er um, scu að mestu heimatilbúnir? „Að verulegu leyti er þetta rétt, en ég vil ekki viðurkenna að viö séum búnir aö tapa markaðnum til frambúðar. En það getur orðið óþarflega mikil vinna og óþarf- lega kostnaðarsamt að ná þessari hlutdeild aftur til okkar. En ég held að það sé hægt.” — Hvernig eigum við að snúa okkur núna? „Við eigum alltaf að gera okkur grein fyrir þvi að Bandarikja- markaður er okkar stærsti markaður, ef litið er framhjá stuttum skammtima sveiflum. Við eigum að haga okkur skyn- samlega á þeim markaði og halda okkar hlutdeild þar og vinna okk- ur þar vaxandi sess. Við eigum að láta toppana mæta afgangi en ekki hafa forgöngu.” — Getum við keppt við Kanada- menn þrátt fyrir þeirra lága vcrð? „Við höfum getað það hingað til. Þeirra verð getur orðið til að verð á Bandarikjamarkaði lækk- ar en miðað við þá valkosti sem við höfum, þá sé ég ekki aðra betri.” — Gctum viö selt fiskinn á iægra vcrði? „Við erum raunverulega ekki að tala um verðlagningu á fiski, þegar við veltum þeirri spurningu fyrir okkur, heldur lifsgæðakröf- ur á Islandi”, svaraði Guðjón B. Ólafsson. SV Adalfundur Félags Sambandsfiskframleiðenda Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri lceland Seafood Itd.: „Höfum hækkað fiskverófö um 25% á hálfu ári” ■ Fyrir rúmu ári varð skipu- lagsbreyting á sölukerfi Sjávar- afurðadeildar SIS, i Evrópu. Skrifstofa SIS I London annaðist sölu sjávarafurða með öðrum störfum, en breytingin fólst i þvi að sett var upp sérstök söluskrif- stofa eða öllu heldur sölufyrirtæki undir nafninu Iceland Seafood Ltd.,og er það i eigu SIS og sam- bandsfrystihúsanna. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins var ráðinn Benedikt Sveinsson. Tim- inn tók hann tali, þegar hann var hér á ferð til þess að sitja aðal- fund Félags Sambandsfiskfram- leiðenda nýlega. Við báðum hann um að segja frá hvernig til hefði tekist fyrsta starfsárið. „Það má segja að það hafi farið nokkuð vel af stað. Við tókum húsnæði á leigu i Lowestoft og við höfum verið að koma okkur fyrir en aðallega þá höfum við verið að selja fisk auka okkar hlutdeild i markaðnum o.s.frv. Það meginmarkmið að selja, tókst nokkuð vel. A þessu fyrsta ári höfum við selt 4310 tonn sem voru að verðmæti 3,5 milljónir sterlingspunda. Þetta er sölu- aukning miðað við meðalsölu næstu þrjú ár á undan i magni um 66% en i verðmætum miðað við næsta ár á undan um 45%.” — Seljið þið eingöngu freðfisk? „Já og skiptingin i tegundir er þannig að þorskur er tæplega helmingur, sild er annað eins, eða jafnvel heldur meira. Aðrar teg- undir eru ýsa og grálúða og annað i minna magni.” — Er aukin fjölbreytni á döf- inni? „Að sjálfsögðu. Sambands- frystihúsin framleiða geysilega margar pakkningar, sennilega nær tvö hundruð. Við fáum sýnis- horn af þessum pakkningum út og kynnum þær fyrir okkar kaupendum og könnum hvort við getum aukið sölu i þvi sem til er, án þess að búa til nýtt. I öðru lagi reynum við að auka söluna i þess- um hefðbundnu pakkningum fyrir Bretland, þ.e. þorskflök með roði og ýsuflök með og án roðs. I þriðja lagi erum við að reyna nýj- ar pakkningar eins og allir og við höfum náð svolitlum árangri i sölu á löngu til Frakklands. Við höfum lika verið að selja þangað þorskflök með beinum og roðlaus og það er ljóst að markaðurinn er fyrir hendi og menn sem fengu þennan fisk voru mjög ánægðir og þeir eru opnir fyrir að taka upp meiri og stærri viðskipti. En þá kemur það okkur i koll að það er ekki mikill fiskur til skiptanna frá okkar húsum. Sem betur fer hefur salan gengið svo vel vestur i Banda- rikjunum hjá systurfyrirtæki okkar þar að þeir hafa oft fengið minni fisk heldur en þeir hafa viljað. Viðhöfum þá verið að taka af þvi sem eftir er og kannski hentar ekki fyrir Bandarikin. Þannig má kannski segja að við séum góðlátlega aðeins að bitast um fiskinn. Það er staða, sem við kunnum vel við.” — Þú nefndir að þiö hefðuð selt til Frakklands. Er markaðssvæöi ykkar stærra en Bretland ein- göngu? „Já, markaðssvæðið sem við fengum i upphafinu var Bretland, Frakkland, Holland og Belgia. Á fyrsta árinu höfum við verið að selja á Bretlandi og i Frakklandi reyndar langmest i Bretlandi um 85%, en i hinum tveimur löndun- um höfum við ekki unnið enn.” — Þið þurfiö að bitast um fisk- inn söluskrifstofurnar. Þýðir það að þið séuð svona miklir sölu- menn eða er ekki til nógur fiskur? ■ Benedikt Sveinsson: Það er erfitt aö vera spámaður I fiskiönaði. „Vonandi er þaðfyrst og fremst vegna þess að fiskurinn okkar er svo góður og það er svo létt að selja hann. Þetta vita menn beggja megin við hafið. Hvort við erum duglegir að selja skal ég láta ósagt, það reynir kannski miklu meira á það ef efirspurnin verður minni. Ég sagði að við værum svolitið að bitast en þetta er samt allt i höndum fram- leiðenda okkar, þeir framleiða einfaldlega fyrir þann sem best borgar i hvert sinn. Gengi sterlingspundsins gagnvart doll- ar hefur lækkað um 25% á einu ári. En á móti kemur að á siðasta hálfu ári höfum við getað hækkað fiskverð um ca. það sama. Þetta er góð hækkun og ef pundið fer að hressast aftur held ég að menn halli sér meira til okkar og fari að framleiða meira fyrir Bretland. Annað sem gerir að við höfum tæpast nóg er mikil aukning i saltfisk- og skreiðarframleiðslu. Það er ljóst að fiskurinn sem i það fer, mundi annars fara i pakkningar til Bretlands, t.d.” — Nú horfir svo að verulega dragi úr skreiðarframleiðslunni, a.m.k. i bili. Eruð þið tilbúnir að taka á móti aukningunni á freö- fiski, sem þvi fylgir? „Ég held að við séum það kannski ekki. Ef við ættum að fá allan þann fisk til okkar er ég hræddur um að við mundum safna birgðum. Hinsvegar er ljóst að ef Nígeríumarkaðurinn lokast eöa dregst saman um stund, þá dreifist fiskurinn milli okkar og Bandarikjanna. — Hvernig er tilfinning þin fyrir markaðnum, er hægt að auka söl- una verulega? „1 Bretlandi er mikill markaður fyrir fisk. Bretar veiða mikið sjálfir og kaupa mikið frá öörum þjóðum, t.d. Norðmönn- um, Kanadamönnum , Hollendingum, Dönum og okkur. Þannig eigum við i mikilli sam- keppni. Nú, ég hugsa að i Bret- landi sé islenskur fiskur vel þekktur og hafi á sér gott orð og menn vita að þeir fá héðan stóran og góðan fisk. Þetta gefur mér þá trú að ýmsir kaupendur i Bret- landi vilji styrkja stöðu sina með þvi að tryggja sér fisk frá ts- landi.” — í stuttu máli, horfurnar eru góðar? „Já horfurnar eru góðar,” sagði Benedikt Sveinsson, , en það er erfitt að vera spámaður i fksiðnaði.” sv

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.