Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 9
'íostudagiir 7. mai 1982 „Ég vil beina því til landsfeðranna, að áfellast ekki samtök launamanna þótt barist sé fyrir bættum kjörum þeirra þúsunda, sem að visu svelta ekki, ham- ingjunni sé lof, en eiga þess þó engan kost að afla nægilegra tekna til viðunandi lifs- kjara, þar með talið þak yfir höfuðið”. hinn falski tónn atvinnurekenda og stjórnmálamanna um, að kauphækkanir valdi öllu illu og sé orsök verðbólgu, ruglað of marga félagsmenn i samtökum launa- fólks og verkað svo sterkt að þorri félagsmanna hefur ekki undan- farið verið tilbúinn i þá hörðu baráttu, sem til hefur þurft að ná betri árangri en náðst hefur. Þetta verður að breytast. Þaðeruekki aðeinsléleg launa- kjör, sem gera mönnum erfitt fyrir að þvi mun ég vikja. En áður vil ég láta i ljós undrun mina á þvi, að æðstu valdamenn þjóðarinnar skulu úr ræðustól á Alþingi lýsa þvi yfir, að tslend- ingar eigi ekki að kvarta yfir kjörum sinum af þvi að milljónir manna i öðrum löndum búi við fá- tækt og atvinnuleysi. Við Islendingar hörmum það að milljónir jarðarbúa liða skort og hungur, viðhörmum atvinnuleysi á Norðurlöndum og öðrum lönd- um. Við hörmum kúgun og undirok- un heilla þjóða og þjóðarbrota. Við hörmum örlög Pólverja, Af- gana, Tyrkja, írana, ibúa E1 Salvador og annarra fórnar- lamba einræðis og ofbeldis. En Islendingar eiga ekki og mega ekki gleyma þvi, að hér heima fyrir búa þúsundir manna við lakari kjör en þjóð okkar er sæmandi, þegar aðrir lifa við allsnægtir. Hörmungar annars staðar i heiminum afsaka ekki misrétti heima fyrir. Hamingjunni sé lof fyrir það, að við tslendingar höfum frelsi til þess að ræða málin og berjast fyrir breytingum á þvi, sem við teljum miður fara. Astandið i húsnæðismálum þjóðarinnar batnaði stórlega á áratugunum eftir siðustu heims- styrjöld. En nú tekur aftur að halla und- an fæti i þeim þýðingarmiklu málum. Húsnæðismál eru mjög stór þáttur i kjörum almennings. Vextir og tilkostnaður við það að eignast ibúð er orðið óviðráð- anlegt fyrir fólk með venjuleg launakjör. Eina úrræði alls þorra manna, sem ekki hafa þegar fyrir nokkru eignast ibúð, er að fá hana fyrir atbeina hins félagslega ibúðar- kerfis. I lok árs 1980 voru samþykkt ný lög um húsnæðismál. Þar var það markmið sett fram, að 1/3 af ibúðarhúsnæði yrði byggt á fé- lagslegum grundvelli. Þessari löggjöf ber að fagna og orð eru til alls fyrst. Þessum lögum þarf að fram- fylgja með öflugu átaki i bygging- armálum. Það verður að útvega meira fjármagn og það má ekki standa á lóðum. Hjá stjórn verkamannabústaða i Reykjavik eru umsóknir um 1200 ibúðir. Fjöldinn allur af þessum um- sækjendum er ungt fólk með börn, sem hefur brýna þörf fyrir húsnæði, en launin hrökkva ekki til að kaupa ibúð á almennum markaði. tbúðir sem til ráðslöfunar eru, eru 300. Ekkert getur leyst vanda þess fjölda, sem nú er húsnæðislaus annað en meira fjármagn til þessara mála og fleiri lóðir. Ég vil beina þvi til landsfeðr- anna, að áfellast ekki samtök launamanna þótt barist sé fyrir bættum kjörum þeirra þúsunda sem að visu svelta ekki, hamingj- unni sé lof, en eiga þess þó engan kost að afla nægilegra tekna til viðunandi lifskjara, þar með talið þak yfir höfuðiö. Visitölumálin eru enn einu sinni á dagskrá. Rikisstjórnin gaf yfir- lýsingu um það i vetur, að hún mundiskipa nefnd til að fjalla um þau mál og hafa samráð við sam- tök vinnumarkaðarins. Fulltrúum B.S.RB. hafa verið sýndar fyrstu tillögur þessarar nefndar. Þar er gert ráð fyrii' öðru af tvennu, að taka óbeina skatta út úr visitölunni eða draga frá fram- lög til félagsmála, menntamála, heilbrigðismála og jafnvel sam- göngumála, þegar kaupgjalds- visitala er reiknuð. Við höfum mótmælt þessum breytingum. Nóg er áður komið af skerðingu launakjara með skollaleik i visitölumálum. Undirrót verðbólgunnar hér er ekki fyrst og fremst hækkun launa, heldur röng og óarðbær fjárfesting. Sóun fjármuna þjóð- arinnar i óarðbær fyrirtæki þjóð- hagslega séð. Ég minni i þessu sambandi á, að sala rafmagns til erlends auö- hrings á gjafverði, er ekkert ann- að en eins konar útflutningsbætur i framleiöslu þessa útlenda stór- fyrirtækis, útflutningsbætur, sem teknar eru beint úr vösum is- lenskra skattborgara. Og nú er komið að þvi, að skatt- greiðendur þurfa að borga stór- felldan hallarekstur annars stór- fyrirtækis, sem er að hálfu leyti i eigu erlendra aðila. Góðir áheyrendur. A þessum baráttudegi launa- fólks, 1. mai. þurfa launamenn að staldra við og athuga sinn gang. Gagnrýnið okkur forystumenn samtaka launafólks fyrir það, sem við höfum gert rangt að ykk-- ar dómi. En litið um leið i eigin barm og hugsið um, hvað þið getið sjálf gert fyrir ykkar samtök og þá baráttu, sem framundan er. Ekk- ert nema samstaða launafólks getur fært mönnum viðunandi árangur i þeirri baráttu. andúö á deginum. Haukur segir í grein sinni: „úr kvæði unga skáldsins get ég ekki lesið annað en lifsleiöa þess manns, sem finnst athafnartimi sólarhrings- ins böl, sem aö visu er hægt að þrauka þar sem hann er inngang- ur að algleymi næturinnar, án þess að skýra á nokkurn hátt, i hverju sé íólgið gildi algleymisins (svefnsins). Niðurstaða min veröur þvi sú. að hér hafi skáldiö sett saman tilgangslaust kvæði um tilgangslaust lif, sem biður eftir tilgangslausum endi.” Þess^ ber náttúrulega að geta, að þetta er aðeins skilningur Hauks á ljóðinu, en útaf honum leggur hann aö nokkru leyti í grein sinni. En ef við litum nú á þetta ljóð útfrá því sjónarmiði að skáldinendurspegli þjóðarsálina. Af hverju er skáldið þá með þetta vol? Vegna þess að það sér ekki nokkrun tilgang i þvi að vera að þræla undir næstu kynslóðir og bera ekkert úr býtum sjálfur. Þingmennirnir okkar nota mikið þessa rullu: „Verið þolinmóð, berið hag þjóðarinnar fyrir brjósti, verið ekki að biðja um meira, þið sjáið að þaö er ekki hægt.” Þetta geta þeir sagt, þar sem þeir sitja inná alþingi með á bilinu c.a. 20-40.000.- á mánuði sem þeirþiggja fyrir að taka þátt i keppninni: „Brandarakarl árs- ins.” Á meðan alþýöan sem er bú- in aö vera þolinmóð frá stofnun alþingis, er meö 5 - 8000 á mánuöi fyrir gigantiskt meiri vinnu, og mig furðar hversu róleg hún er. Er nema von að eitt skáld vilji segja sitt, sýna hið tilgangslausa nostur. Afstaða Hauks til vinnunar minnir mig á yfirskriftina sem gjarnan var á útrýmingabúðum nasista: „Vinnan gerir þig sælan.” Nokkuð mikil kaldhæðni. Haukur leggur Séra Bjarna þau orð i munn, að væri hann nú myndi hann eflaust segja: „Hann mundi benda á, að hver sem nennir (min undirstr.) aö vinna mun bæði uppskera efna- hagslega veisæld og hugarró þess, sem veit sig hafa skilað góðu dagsverki.” Þá vitum við það, alþýða lslands er með svo lágt kaup af því hún nennir ekki aö vinna. Hvemig á islensk alþýða að finna hugarró þegar hún sér aldrei framúr þrælkun- inniogallt virðisttileinskis gert? Enda leita menn þessarar hugar, róar æ meira i áfengi og sliku, og stofnunum fyrir alkóhólista fjölgar stöðugt. í lok greinar sinnar hvetur Haukur islensk skáld „til aö boða i verkum sinum trú á land og þjóð i anda séra Bjarna, i stað þess að lofsyngja algleymið, þar sem lifið hefur engan tilgang.” En það er einmittþannig sem lifið blasir viö svo mörgu láglaunafólkinu, til- gangslaus þrælkun. Og það er einmitt það sem hiö ónafngreinda skáld er að lýsa. Nei.þaðskáldsem færiaöfylla sig þjóöernisrembu og lofsyngja dásemdir Islands. Það segöi ekki satt, það sviki samvisku sina. Og skáld reyna eftir fremsta megni að svikja ekki samvisku sina og þaö er kannski þess vegna sem ráðamenn landsins vilja ekki heyra i þeim fyrr en þau eru dauö. Þaö er ekki vegna þess aö landiö sem slikt sé slæmt land og ekkinógu auðugt til að öllum gæti liðið vel. Frá upphafi hafa setið á alþingi mennsem hafa svikið vel- flest sin loforð til alþýðunnar, en staðiö við þess fleiri til borgara og auðstéttar þess lands. Þeir boða aö visu ekki landflótta, eins og Haukur varar við í grein sinni. Heldur bjóða öðrum löndum að mergsjúga alþýðu Islands, og þiggja örugglega dágóðan skild- ing fyrir. Það er van min að fslensk skáld haldi áfram að draga upp sanna og skýra mynd af þjóðlifi og þjóðarsál þessa lands. En helli sér ekki úti tilgangslausa vinnu- rómana sem aðeins deyfa rétt- lætis- og sjálfstæðiskennd islenskrar alþýðu. Reykjavik 30.4.82. Heimir Már. landbúnaðarspjall Sumardvöl barna úr þéttbýli í sveit BMaðurinn er hluti af dýra- rikinu og dýr eru hluti af lif- rikinu. 1 nútimaþjóðfélagi hafa menn fjarlægst þennan uppruna sinn og i þéttbýli lif- um við i tilbúnu umhverfi að meira eða minna leyti, jafnt utan dyra sem innan. Þörfin fyrir að kömast út úr þessu til- búna umhverfi blasir hvar- vetna við. Fólk notar leyfi sin, stutt sem löng, til aðkomast út ináttúruna. A yfirborðinu get- ur litið svo út að það sé eitt- hvað annað en snertingin við náttúruna sem skipti máli, svo sem iðkun iþrótta, veiði- mennska eða ferðalög, en þeg- ar betur er að gáð þá er flest- um ljúft að láta i ljós að það er snertingin við hina uppruna- legu náttúru landsins sem er einnig verið að sækjast eftir. Undir það geta þeir sem eiga sér sumarbústaði einnig tekið. En svo mikilvægt sem það er fullorðnu fólki að komast i snertingu við náttúruna, er það enn mikilvægara fyrir börn og unglinga. Á þetta benti Ómar Ragnarsson fréttamaður nýlega i útvarpi þegar hann sagði að hin svo- kallaða „Græna bylting" i Reykjavik væri ekki i þágu barna. Börnin vantar ósnortin •utivistarsvæði, en ekki til- búna ræktaða bletti, til að leika sér á. Fyrir nokkrum áratugum, þegar færra fólk bjó i þéttbýli og fleira i sveitum en nú, áttu flest börn i þéttbýli kost á sumardvöl i sveit og nýttu sér það. Um það leyti var vél- væðing sveitanna skammt á veg komin og vinnuafl barna og unglinga var mik- ils virði, t.d. við heyskap. A þessu hefur oröið breyt- ing, þannig að nú á miklu minni hluti barna og ung- linga kost á slikri sumar- dvöl. Það mun þó mat margra* að barni og unglingi gefist ekki meira happ en að njóta sumardvalar á góðu sveita- heimili. Best sést þetta e.t.v. á þvi, að helst er það til ráða, þegar unglingar eiga við per- sónuleg vandarnál að striða að vista þá hjá góðu fólki i sveit. Hver eru þá hin heppilegu áhrif að dvöl á sveitabæ? Minnsthefur verið á snertingu við náttúruna. Við það má bæta að i sveit vinna börn og unglingar við hliö hinna íull- orðnu og njóta samvista við þá, jafnt viðstörf og i fristund- um. 1 þéttbýli geta börn og unglingar sjaldnast fylgt hin- um fullorðnu við störf þeirra en börnin eru þvi meira sam- vistum hvert við annað. Enn má bæta þvi við að sveitastörf kenna þeim sem þau stunda skyldurækni. Bústörf eru störf tengd lifandi verum.dýrum og jurtum, og mörg þeirra starfa kalla á úrlausn talarlaust og undanbragðalaust. Sauðburði verður ekki frestað, né mjölt- um og viö heyskap verður oft aö hafa snör handtök. 1 húfi er lifsbjörg fólksins. Meðvitaður eða ómeðvitaður uppeldis- þáttur þess er mikill, sá að skynja að það þarf að hafa fyrirhlutunum. Lögmál lifsins eru ekki að lifsgæði fljúgi i fang manna, heldur að fyrir þeim þarf að hafa. Hér er kannski á flatneskjulegan hátt verið að umsegja hin fleygu orð Bibliunnar: 1 sveita þins andlits skalt þú brauðs þins neyta. Eftir að fólki i þéttbýli f jölg- aði svo að þrengjast fór um möguleika fyrir kaupstaða- börn að komast i sveit hjá ætt- ingjum og kunningjum, þá hefur myndast grundvöllur fyrir þvi að sumardvöl barna i sveit yrði búdrýgindi fyrir sveitafólk. Nánar tiltekið er hér einkum um að ræða sum- ardvöl barna á aldrinum 6 -10 ára, sem greitt er með. Þessi þjónusta hefur reynst afar vel og hefur eftirspurn þéttbýlis- fólkseftir henni verið meiri en unnt hefur verið að fullnægja. Full ástæða er til að vekja at- hygli sveitafólks á að auka framboð á þessari þjónustu. Um leið er vert að benda á aö hér er ekki neinna uppgripa- fjármuna að vænta, heldur sanngjarns endurgjalds fyrir veitta þjónustu. 1 sambandi við hana er einnig um nokkurn stofnkostnað að ræða. Þótt með þessari þjónustu séveriðað gefa börnum kost á dvöl i sveit, þá er margföld reynsla fyrir þvi aö með henni hafa einnig skapasl tengsl milli hinna fullorðnu, foreldra barnanna og sveitafólksins. Foreldrar hafa komiö með börnin og sótt þau i sveit og það hefur aukið skilning þessa fólks, þéttbýlisbúa og dreif- býlisbúa á högum hvers ann- ars og komið i veg fyrir mis- skilning, sem sambandsleysi og ókunnugleiki getur alið á. Matthias Eggertsson Matthías Eggertsson, ritstjóri Freys, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.