Tíminn - 20.05.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.05.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. mai 1982. ■ Kristján Benediktsson lýsti m.a. þeirri skoöun sinni aö sjái alþingismenn sér ekki fært aö leiörétta þann sexfalda mun sem er á innheimtukostnaöi Gjaldheimtunnar eftir þvf hvort hún innheimtir sóknargjöld eöa önnur gjöid, þá veröi borgarstjórn Reykjavikur aö gera þaö. Tfmamynd Ella. ir þurfa að borga jafn háan vatns- skatt af rúmmáli kirknanna, jafnvel þótt ekkert vatn sé notað þar, eins og innheimtur er af öðru húsnæði i borginni. Bent var á hversu óhemju þungur baggi þetta verði t.d. af Hallgrims- kirkju þegar þar að kemur. Varðandi Hallgrimskirkju kom það m.a. fram hjá borgarfulltrú- um, að það sem Alþingi hafi samþykkt að reisa hana til minningar um séra Hallgrim Pétursson, þá væri lika eðlilegt að Reykjavikurborg og Alþingi tækju höndum saman um að leggja myndarlega til kirkju- byggingarinnar. Ekki sé hægt að ætlast til að Hallgrimskirkja taki stöðugt bróðurpartinn af fé Kirkjubyggingarsjóðs, þar sem margar aðrar kirkjur séu i smiðum i borginni. A fundinum var einnig rætt um starf kirkjunnar fyrir æskuna og ellina. Tók Kristján Benediktsson það m.a. fram að hann fagnaði þvi hve kirkjan hafi unnið mikið og gott starf i þágu aldraðra. Kváðu margir af fulltrúum flokk- anna það þvi eðlilegt að kirkjunni væri séð fyrir þvi sem hún þurfi til að rækja það hlutverk sitt, þ.e. hentugt húsnæði og mannafla að auki. —HEI ■ Stefán Guömundsson alþingis- maöur. við lögin, sem samþykkt voru i mai fyrir ári síðan, um heimild handa ríkisstjórninni til þess að gerast eignaraðili að steinullarverksmiðju allt að 40%. - Mér og fleiri sem sitja á Alþingi finnst talsverður ávinningur að því að stofnsett séu fyrirtæki á borð við þetta, þar sem heimaaðilar bjóðast til að leggja fram jafnmikið eigið fé í atvinnureksturinn eins og áætlað er að gera i þessu fyrirtæki, eða 60%. Ég gerði mér grein fyrir þvi að tví- sýnt var hvernig atkvæðagreiðslan myndi fara. Mörgum hverjum þótti stórmannlegt að leyfa þessum stöð- um, og jafnframt öllum öðrum, að halda áfram að safna hlutafé og reyna að fjármagna fyrirtækið einir og sér. Þótt ég væri smeykur um úrslitin var ég aldrei vonlaus, og þóttist reyndar ávallt vita að við hefðum eitt til tvö atkvæði yfir, og svo reynd- ist vera. Tillaga Ólafs Þ. Þórðarson- ar, um að vísa málinu til ríkis- stjórnarinnar var samþykkt með 29 atkvæðum gegn 25. - Hvert verður nú næsta skref í málinu? - Mér þætti eðlilegast að fram- haldið yrði, að rikisstjómin gengi endanlega frá málinu, tæki ákvörð- un um það, að velja Steinullarfélag- ið hf á Sauðárkróki sem samstarfsað- ila í þessu máli. Siðan þyrfti Stein- ullarfélagið að fá ákveðinn frest til að vinna að hlutafjársöfnun, vegna þess að það er skýrt tekið fram, að út i þetta verður ekki farið fyrr en samstarfsaðilinn hefur séð fyrir sin- um hluta. Það tekur einhvern tíma að ganga frá þvi þannig að hægt sé i fullri alvöru að fara að vinna að fag- legum undirbúningi fyrirtækisins. Það verður ekki gert aðeins af Stein- ullarfélaginu á Sauðárkróki, heldur verða sameignarðilar hins opinbera að koma inn i þá mynd þegar og skoða vel hagkvæmni þessa fyrir- tækis. Talsverðar upplýsingar liggja þegar fyrir, en fara þarf yfír þær að nýju. - Hver verður stærð þessa fyrir- tækis þegar það kemst á laggimar? - Áætlað er að ársframleiðslan verði um 6 þúsund tonn, og um 50 manns munu starfa í verksmiðjunni að staðaldri. Ég tel að þetta sé mjög heppilegt fyrirtæki lýrir byggðir Skagafjarðar, mjög heppilegt að stærð. Það veldur engri röskun á því sem fyrir er. Það hefur sem betur fer tekist að byggja upp nokkuð gott at- vinnulíf í Skagafirði. Allt frá 1975 höfum við leitað að atvinnukosti á sviði iðnaðar, sem mér virðist að steinullarverksmiðjan fullnægi. - Af hverju steinull? - Við vomm búnir að leggja mikla vinnu í það á Sauðárkróki, að leita að heppilegum atvinnukosti. Það sem réði úrslitum í þessu er að hrá- efnið, sem til framleiðslunnar þarf, höfum við rétt við verksmiðjudyr, en það er sandur. Það er fyrst og fremst þess vegna sem við völdum þetta fyrirtæki og við höfum ekki komið auga á hliðstæðan kost. Enn hefur ekki verið unnið af full- um krafti að söfnun hlutafjár, en vit- að er um ákveðna aðila sem áhuga hafa og munu leggja fram fé til hluta- bréfakaupa, en það er eðlilegt að hlutafé sé ekki safnað fyrr en það liggur fyrir af hálfu rikisvaldsins hver samstarfsaðilinn verður. Að öðm leyti hefur gifurlega mikil undirbúningsvinna farið fram og þeir, sem að henni hafa unnið, öðlast mikla þekkingu á málinu. Ef allt gengur nú eðlilega sýnist mér óhætt að reikna með því að verklegar framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Það er ekki óeðlilegt að sá tími sem fer í undirbúningsvinnu, hönnun fyrirtækisins og fleira verði ekki lengri en svo að byggingarfram- kvæmdir ættu að geta hafist snemma árs 1983. - Er búið að ákvarða hvar verk- smiðjan á að standa? - Já, bærinn hefur fyrir löngu sið- an úthlutað verksmiðjunni lóð og hafa verið tekin mið af því við hag- kvæmnisútreikninga. Verksmiðjan mun rísa rétt við höfnina. Sá staður var valinn með tilliti til þess að kostn- aður yrði sem allra minnstur við að flytja framleiðsluna frá verksmiðju til skips. - Ér reiknað með möguleika á stækkun verksmiðjunnar siðar? - Framleiðslan er miðuð við innanlandsmarkað fyrst og fremst. En við gerum okkur grein fyrir að það geta orðið ýmsir þróunarmögu- leikar i sambandi við þetta fyrirtæki. Það er ekki þrengt að verksmiðj- unni, hún verður ekki á sjálfum hafnargarðinum, en á athafnasvæði hafnarinnar og þar er nægilega rúm- gott, ef einhverjar breytingar kunna að vera gerðar á verksmiðjunni sið- ar. - Mikið hefur verið fjallað um steinull og steinullarverksmiðjur, framleiðslu og markaðsmöguleika, en hvað er steinull? - Steinull er einangrunarefni og mín skoðun er sú, að þróunin verði sú að notkun á steinull eigi eftir að vaxa mikið. Það koma t.d. til auknar kröfur um eldvamir bygginga. Hún er góð einangrun. Þetta er ekki lif- rænt efni og breytist þvi ekki með timanum. Steinull hefur lengi verið notuð til einangrunar, og var fram- leidd hérlendis fyrir mörgum ámm. En hún hefur verið afskaplega óhentug að vinna með. En þetta hef- ur breyst mikið með þeirri tækni sem menn hafa nú yfir að ráða. Eins og nú er frá henni gengið er miklu hentugra og liprara fyrir iðnaðar- menn að handfjalla steinullina og einangra með henni en áður var. Það er trú mín, að steinullin verði, auk þess að vera notuð í nýbygging- ar, notuð til endureinangmnar húsa. Hún er kjörin til að klæða hús að ut- an. Þegar búið er að vatnsverja hana þarf ekki aðra einangrun. Að siðustu vil ég taka fram, að ég er mjög ánægður með þá afgreiðslu sem málið hefur fengið og þakklátur þeim þingmönnum sem stuðluðu að þessum úrslitum, og vona að þetta verði gott fyrirtæki fyrir þá sem að þvi ætla að standa. OÓ menningarmál| Nýr flautu- leikari ■ Ekki fer hjá þvi að nýju tón- listarskólarnirhér á landi skili árangri, enda var með þeim lögum, sem I fmmdrögum komu fram i tiö Gylfa Þ. Gisla- sonar og loks vom endanlega samþykkt i tið Vilhjálms Hjálmarssonar menntamála- ráðherra tekin upp mjög markviss stefna I tónlistar- menntun. 22. april höfðu Freyr Sigurjónsson flautuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir pianisti tónleika i Norræna húsinu þar sem þau komu bæði fram opinberlega hér á landi i fyrsta sinn, að ég hygg. Freyr er enn við framhalds- nám i Manchester, en Anna Guðný i London. Þvi er skemmst frá að segja, að þau eru bæði mjög glæsilegir listamenn og meö rösklega framgöngu og tókust tón- leikar þeirra i flesta staöi hið bezta. A efnisskránni voru fimm verk. Fyrst léku þau Fjórða konunglega konsert Couperins (1668-1733) fyrir flautu og sembal. Þar mátti helzt heyra ofurlitla hnökra i skrautnótum hjá Frey, enda mun þar vera um mjög svo sérhæft og vandasamtatriöiað ræöa, en i heild var flutningurinn afar ánægjulegur. Næst lék Freyr Fimm seiðlög fyrir sólóflautu eftir André Jolivet (f. 1905), sniöug tónlist ekki sizt með til- liti til nafngifta laganna, t.d. (A). Leikið við móttöku samn- ingsmannanna svo fundurinn fari fram i anda friðar (mér þótti nú heldur ófrið- vænlegur órói I pörtum þessa þáttar), eöa (C).Til þess að uppskeran þroskist rikulega úr plógfarinu sem verka- maðurinn ristir. 1 þriðja stað léku þau Anna Guðný og Freyr Romönzu op. eftir Johann Peter Pixis (1788—1874), disætt verk sem var endurtekið sem aukalag. Mikilvægasti þáttur flautu- leiks (og alls blásturs-hljóð- færaleiks) er tónninn, sem mér finnst sé ekki nægilega vel ræktaður hjá ýmsum flautuleikurum vorum. Þar mun að visu við ramman reip að draga, þvi þverflautan er ekki tónmikið hljóöfæri og þess vegna er hún oft yfirblás- in, svo hvás og más heyrist langar leiöir i gegnum tónlist- ina. Auk þess er vibrató margra flautista alltof öfga- kennt, svo likara er tónbandi en tóni. Freyr hefur allgóöan tón, eins og kom fram i þessu hæga verki, enekki mjög mik- inn. Þetta er vist að einhverju leyti spurning um peninga — hvort menn geta keypt sér al- mennileg hljóðfæri. Fjórða verkiöá efnisskránni var Fyrsta sónata Bohuslavs Martinu (1890-1959) og hið siðasta Svita op. 34 eftir Ch. M. Widor (1844-1937). Þarna sýndu hinir ungu hljóöfæra- leikarar prýðilega tækni og ágætan samleik. Þeir sem gerla þekkja til flautumála hér i bænum vissu vel af hinum efnilega Frey, sem orö mun hafa farið af áð- ur. En Anna Guöný var eigi siður gleðileg að heyra, og er ekki oft sem heyrist svo snöfurmannlega tekiö i pianó- leik i samleik. Og aldrei hefi ég séð jafn myndarlega og samstillta hneigingu og þau sýndu þarna eftir hvert verk, i fullu samræmi viö annan at- vinnulegan árangur þessara tónleika. JACQUILLAT snýr aftur ■ „Allt um lifið vitni ber”, segir Jónas Hallgrimsson á einum stað, og á þar við fyrri ljóölinu, „Munurinn raunar enginn er”. Gott dæmi um hvort tveggja er aö finna i setningunni „kynslóðir koma/kynslóöir fara” og i þeirri staðreynd að Halldór Haraldsson, eins og flestir hljóðfæraleikarar, kenna alltof mikið en spila of lftið. Þvi Halldór er mjög góður pianisti, og þaö væri sannar- lega ástæða til að taka slika menn út fyrir sviga, ef svo mætti að orði komast, og lofa þeim aö rækta sjálfa sig og gleðja eigin kynslóö, fremur en að eyða allri orku sinni i það aö undirbúa hina næstu. Sem væri mjög i takt við tim- ann.þviáður fyrr eyddu menn (að sögn) ævinni i það að undirbúa sæluvist fyrir handan, en hafa nú snúið sér að þvi að gera lifið hérna megin aö sæluvist fyrir sjálfa sig en láta náttúruna og þjóð- félagiö sjá um hitt, sbr. þjóö- söguna um útburðinn sem I ^agði ,,ég skallána þérduluna 1 mína til að dansa í.” En ekki dugir að gleyma sér i þjóðfélags- og uppeldisfræð- inni þegar ræða þarf um mikilvægan konsert. Jean- Pierre Jacquillat er semsagt kominn aftur til að stjórna þrennum siöustu tónleikum Sinfóniuhljómsveitarinnar, og væntanlega að taka þátt i Listahátiö aö auki. A þessum tónleikum (29. april) voru flutt eingöngu frönsk verk, en á þvi sviðier Jacquillat sterkur sem vænta má. Tvær noktúmur eftir Debussy, Lærisveinn galdrameistarans eftir Dukas, Pianókonsert i G-dúr eftir Ravel og Bolero. Hvort tveggja var, að þessi verk eru flest hálfgert „æöra popp” og að Jacquillat er laginn i að gera heldur fjörlega tónleika, enda tókust þeir vel. Læri- svein galdramannsins þekkja vist flestir, þótt ekki sé annars staðar að en úr Fantasiu Disneys, þar sem Mikki mús leikur aðalhlutverk, en Bolero festist svo i hug hvers sem heyrir með þráhyggju-stefi sinu, að hann gleymir þvi aldrei siðan — þaö var upphaf- lega samið sem ballettmúsik, en er vist þekktasta konsert- verk Ravels. Hins vegar er þvi ekki aö neita, aö þessi sifellda endurtekning i sömu tón- tegund minnir á þau örlög Ravels, að hann geggjaöist og dóundir hnif heilaskurðlæknis árið 1938. Til lengdar. eöa i of miklum mæli, held ég aö Bol ero væri litlu betra en tónninn A, sem varö Schumann að aldurtila, með eða án aðstoðar læknanna. Claude Debussy (1862-1918) er auðvitaö langmerkastur þessara tónskálda og af sumum taUnn með jöfrum aldarinnar, enda segir tón- leikaskráin að ekki þurfi nema mátulegan vilja til að heyra i Noktúrnum hans, Nuages (ský) og Fetes (glaumi) sterkan boðskap nýrra tima. En Halldór Haraldsson lék þarna á pianóið eins og sannur heimspianisti, af miklu öryggi og kunnáttu, og samleikurinn við hlj ómsveitina tókst yfir- leitt allvel lika. Þetta voru semsagt mjög ánægjulegir hljómleikarog öllum til sóma, ekki sizt Halldóri, Jacquillat ogSinfóniuhljómsveit Islands. Siguröur Steinþórsson skrifar um tónlist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.