Tíminn - 06.06.1982, Síða 12

Tíminn - 06.06.1982, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 KEISARINN 06 CRUYFF Stiklað á stóru um heimsmeistarakeppn- inaí knattspyrnu 1974 ■ Það hafa, segir fróður maður um ýmis mál, verið skrifaðar margar bækur um það hvers vegna fólk hefur gaman af knattspyrnu. Niður- staðan er auðvitað engin. Fólk hefur bara gaman af knattspyrnu, sumt fólk alla vega. Og nú er gaman i vændum, heimsmeistarakeppnin hefst innan skamms. Okkur og ef til vill öðrum til skemmtunar rifjum við hér upp heimsmeistarakeppnina 1974 sem fræg varð hér sem annars staðar og bauð bæði upp á mikla spennu, góðan fótbolta og litríka einstaklinga. Svoleiðis á það víst að vera. Þessi keppni verður áreiðan- lega lengi í minnum höfð, ha? f næstu viku munum við kynna liðin sem i sumar leika á Spáni og ef til vill gera eitthvað fleira okkur og öðrum til skemmtunar... Heimsmeistarakeppnin í Vestur- Þýskalandi árið 1974 var að líkind- um athyglisverðust fyrir þá yfirburði sem evrópsk knattspyrnulið höfðu þar yfir hin suður-amerisku. Lands- lið frá Evrópu röðuðu sér t.a.m. í þrjú efstu sætin en það var mikil breyting frá síðustu keppni sem hafði verið haldin í Mexíkó árið 1970. Lengst verður keppninnar 74 þó áreiðanlega minnst fyrir ósvikið einvigi tveggja manna sem þar fór fram: þeirra Franz „Keisara" Beck- enbauer, Þýskalandi, og Johans Cruyff, Hollandi. Þeir sem kepptu ekki aðeins um að leiða lið sín til sigurs í úrslitaleiknum heldur kepptu þeir einnig um hvor skyldi teljast besti knattspyrnumaður heims. Árið 1974 voru keppnisþjóðirnar aðeins sextán og var í upphafi skipt í fjóra riðla. í fyrsta riðli lentu báðar þýsku þjóðirnar Austur- og Vestur- Þjóðverjar, ásamt Chilemönnum og Ástralíubúum. í öðrum riðli voru heimsmeistarar Brasilíu með Júgó- slövum, Skotum og Zaire-mönnum. f þriðja riðli komu Hollendingar, Svíar, Búlgarir og Uruguaymenn, og í þeim fjórða voru ftalir, Argentínumenn, Pólverjar og Haití-menn. Skipulag keppninnar var á þann veg að tvær efstu þjóðirnar komust áfram í milliriðla, þannig að efstu þjóðirnar í fyrsta og' þriðja riðli kepptu við þær sem höfðu lent í öðrum og fjórða riðli, og efstu þjóðirnar i öðrum og fjórða kepptu við þá sem voru númer tvö í fyrsta og þriðja. Fyrirfram þótti sýnt að Brasilíu- menn, heimsmeistarar frá 1970, myndu eiga i miklum erfiðleikum með að verja titil sinn. Pele var horfinn á braut og þó enginn drægi i efa að Brassarnir ættu mjög marga hæfileikamenn voru margir efins um að það dygði. ítalir, sem höfðu lent i öðru sæti 1970, komu til álita sem sigurvegarar en flestir munu liklega hafa hallast að Vestur-Þjóðverjum. Þeir kepptu á heimavelli sem alltaf hefur gefist vel í þessari keppni og undanfarinn áratug eða svo hafði ■landslið þeirra sífellt verið að styrkjast. Þeir höfðu lent í öðru sæti á Englandi 1966, þriðja sæti i Mexikó 1970 og 1972 höfðu þeir unnið Evrópumeistaratitilinn næsta örugglega. Ymsir höfðu að visu trú á Hollendingum og allir vissu að á HM komu venjulega einhverjar þjóðir reglulega á óvart, en það voru sem sé Vestur-Þjóðverjar sem taldir voru liklegastir til að sigra. Heimsmeistararnir í vörn Keppnin hófst þann 13. júli i Frankfurt, er heimsmeistarar Brasi- líu mættu Júgóslövum. Það kom á óvart að Brassarnir léku stifan varnarleik en þeir áttu lika um sárt að binda. Þeir höfðu misst Pele sem fyrr sagði og þar að auki voru þeir Gerson, Tostao og Clodoaldo allir meiddir svo að úr heimsmeistaralið- inu voru nú aðeins Riveline og Jairzinho eftir. Styrkur liðsins var vörnin og Leao reyndist betri en enginn i markinu. Braslíumenn áttu hættulegar skyndisóknir en létu Júgóslava annars um að sækja, markalaust jafntefli var niðurstað- an. Júgóslavar þóttu sýna góðan leik einkum þeir Maríé í markinu, Buljan i vörninni og Acimovic í sókninni. Næsti leikur heimsmeistaranna var einnig markalaus en i þetta sinn gegn Skotlandi sem hafði sigrað Zaire 2-0 í fyrsta leik sínum. Fyrstu tuttugu minútur leiksins virtust suður-amerísku meistararnir ætla að leika Skota sundur og saman, en þeir siðarnefndu tóku sig saman i andlitinu og brátt var svo komið að Billy Bremner réði lögum og lofum á miðjunni. David Hay var við hlið hans og báðir áttu mjög hættuleg marktækifæri en skot þeirra fóru nokkrum sentimetrum framhjá. Hotlon og Buchan héldu Jairzinho algerlega niðri, Lorimer og Morgan áttu báðir góðan leik en Skotum tókst ekki að sigra. 0-0 í leik sem flestum fannst að Skotar hefðu átt að vinna. Sama dag og þessi leikur fór fram malaði júgóslavia lið Zaire sem hafði komið mjög á óvart gegn Skotum. Úrslit urðu 9-0 og í leik sinum gegn Júgóslövum urðu Skotar þvi að sigra til að komast áfram í milliriðil eða vona að Brössunum tækist aðeins að vinna Zaire með eins marks mun. Þessir leikir fóru fram á sama tíma og i hálfleik var útlitið ekki slæmt fyrir Skota, ekkert mark hafði verið skorað í leik þeirra og Brasilíumönn- um hafði aðeins tekist að skora einu sinni gegn Zaire. En er siðari hálfleikur var hálfnaður þrumaði Riveline vinstrifótar skoti i mark Zaire og stuttu siðar bætti Valdo- miro því þriðja við. Og í leik Skota sjálfra hallaði á ógæfuhliðina. Kar- asi sem kom inn á sem varamaður fyrir Júgóslava skoraði með skalla rétt fyrir leikslok og Skotar þurftu því að skora tvö mörk á sjö minútum. Það tókst ekki en Joe Jordan tryggði Skotum jafntefli með marki á siðustu minútu. Júgóslavar komust áfram á hagstæðari marka- tölu og Skotar gátu nagað sig i handarbökin fyrir kæruleysið gegn Zaire. Töpuðu V-Þjóðverjar viljandi? í fyrsta riðlinum hófst keppni með leik gestgjafanna gegn Chile. Chile- búar voru komnir i keppnina eftir Franz Beckenbauer. Paul Breitner við öllu búinn. undarlegri leið. Þeir höfðu þurft að keppa við Sovétmenn um sæti i úrslitakeppninni, náðu markalausu jafntefli í Sovétrikjunum en þá gerðu hægrisinnaðir herforingjar uppreisn gegn Allende Chileforseta og Sovétmenn neituðu að leika siðari leikinn. Chilemenn stóðu sig að visu gegn stjörnuliði Vestur- Þjóðverja sem hafði innan sinna vébanda menn á borð við Franz Beckenbauer, Gerd Múller, Paul Breitner o.fl. Chilebúar börðust af hörku en höfðu ekki erindi sem erfiði, töpuðu leiknum en að vísu aðeins 1-0. Þeir náðu síðan jafntefli, 1-1, gegn hinum sterku Austur-Þjóð- verjum sem höfðu unnið Ástrali 2-0 i fyrsta leik sínum. Vestur-Þjóð- verjar höfðu á hinn bóginn unnið Ástralíu 3-0 svo fyrir siðustu um- ferðina höfðu bæði þýsku liðin tryggt sér sæti i milliriðli. Spurningin var aðeins hvor þjóðin sigraði i þessum riðli en þess má geta að leikur Austur- og Vestur-Þjóðverja í siðustu umferðinni var fyrsti lands- leikur þessara aðila frá því Þýska- landi var skipt í tvennt eftir seinni heimsstyrjöld. Austur-Þjóðverjar unnu með einu marki gegn engu og var almælt að Vestur-Þjóðverjar hefðu tapað þessum leik viljandi. Þeir þvertóku fyrir það en með því að lenda i öðru sæti i riðlinum komust þeir hjá því að mæta hinum ógnvænlegu Hollendingum fyrr en i fyrsta lagi i úrslitaleiknum. Hollendingar í ham Og Hollendingar voru vissulega ógnvænlegir. Undir stjórn hins fræga Rinus Michels höfðu þeir auðveldlega tryggt sér sæti i miiliriðli.enda auðvelt fyrir lið sem hafði í röðum sínum bakverði á borð við Suurbier og Krol, miðvallarspil- ara eins og Neeskens og Van Hanegem fyrir utan sjálfan Johan Cruyff sem að margra mati var besti knattspyrnumaður heims og skyggði á sjálfan Beckenbauer. Hollending- ar léku mjög skemmtilega knatt- spyrnu sem færði þeim sigur, 2-0, gegn Uruguay i fyrsta leiknum. Uruguay-menn voru að visu ekki upp á marga fiska og virtust aðallega treysta á ruddaskap og grófan leik til að vinna sigur. Þrir leikmenn voru bókaðir í leiknum við Hollend- inga og einn rekinn út af og hinir einu sem sýndu snefil af getu voru markvörðurinn Mazurkiewicz og miðvailarleikmaðurinn Rocha. Þetta lið gerði síðan jafntefli við Búlgari, 1-1, og tapaði siðan 0-3 fyrir Svíum og það var þungt hljóðið i Uruguay-mönnum er þeir héldu heim. Þjálfarinn, Roberto Porta, var rekinn en hann kvaðst dauðfeg- inn að losna: „Við höfum aldrei spilað verri fótbolta. Þetta er þjóðarhneyksli." Sviar komu reyndar á óvart í keppninni. Þeir byrjuðu á þvi að gera markalaust jafnrefli við Búlg- ara - sem var miðlungs lið ef ekki hefði verið fyrir Panev - og síðan héldu þeir Hollendingum i skefjum, aftur 0-0, en unnu sem sagt öruggan sigur á Uruguay í siðasta leiknum. Það var ekki sist Ronnie Hellström, snillingurinn í sænska markinu, sem kóm liði sínu i milliriðil en Grahn og Bo Larsson á miðjunni og markaskorarinn Ralf Edström stóðu sig einnig mjög vel. Svíar fylgdu þvi Hollendingum, sem slátruðu Búlg- örum 4-1, upp i milliriðil. Tvö af mörkum Hollendinga skoraði Johan Neeskens úr vítaspyrnum. Fyrsta markið hjá Zoff í 1.143 minútur Þá á aðeins eftir að greina frá fjórða riðli sem hófst með keppni ítala og Haitibúa. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en i upphafi þess siðari gerði Haiti-leikmaðurinn Sanon sér litið fyrir og renndi knettinum framhjá Dino Zoff i italska markinu. Þetta var fyrsta markið sem Zoff hafði fengið á sig í 1.143 mínútur í landsleikjum og áhorfendur veltu nú fyrir sér hvort þama væm að verða óvæntustu úrslit i heimsmeistarakeppni siðan Bandarikin unnu England árið 1950 og Norður-Kóreumenn unnu ítali 66. En svo fór ekki. ítalir tóku sig á og þó markvörður Haiti-manna, Francillon, stæði sig frábærlega vel dugði það ekki gegn itölsku framlinunni sem skoraði að lyktum þrjú mörk. Eftirmáli þessa leiks var sorglegur. í lyfjaprófun eftir leikinn kom i ljós að einn varnarmanna Haiti, Ernest Jean-Joseph, hafði tekið örvandi lyf fyrir leikinn. Hann átti refsingu yfir höfði sér fyrir það en Haiti-yfirvöld ákváðu sjálf að sjá um refsinguna. Samkvæmt sérstök- um skipunum Jean-Claude Duvali- er, sonar „Papa Doc“, var Jean-Jos- eph misþyrmt hræðilega, hann siðan sendur heim og hefur ekki til hans spurst eftir það. Sama dag og Haitibúar velgdu ftölum undir uggum léku Pólverjar gegn Argentinumönnum. Pólverjar höfðu orðið ólympíumeistarar árið 1972 og réðu yfir mjög skemmtilegu og öflugu liði sem m.a. hafði komið i veg fyrir að Englendingar kæmust i heimsmeistarakeppnina að þessu sinni. Lubanski var að visu meiddur og gat ekki leikið en Pólverjar áttu að því er virtist nóg af öðrum frábærum leikmönnum. Deyna var einhver snjallasti miðvallarspilarinn i heiminum, Zmuda og Gorgon voru mjög kraftmiklir varnarmenn og allir markverðir höfðu ástæðu til að óttast framlínumennina Lato og Szarmach. Þeir skoruðu líka báðir mörk i 3-2 sigri Póllands gegn Argentínu, og samanlagt skoruðu þeir fjögur mörk er Pólverjarnir tættu Haiti í sig, 7-0, þrátt fyrir snilldar markvörslu Francillons sem einn kom i veg fyrir að mörk Pólverja yrðu hátt á annan tug. Pólverjar sýna snilldar takta Sama dag gerðu Argentina og ítalia jafntefli, 1-1, i skemmtilegum leik. Af 72 þús. áhorfendum voru 50 þúsund ftalir en þeir áttu engu að síður i vök að verjast - markaskorar- inn Riva og tengiliðurinn Rivera voru í slæmu formi og þjálfarinn Valcareggi gerði þau mistök að láta sóknarleikmanninn Capello gæta hættulegasta sóknarmanns Argen- tínumanna, Housemans. Capello tókst ekki betur til en svo að Houseman skoraði fallegt mark og eina mark ítala var sjálfsmark Argentínumannsins Perfumo. Það nægði ítölum til jafnteflis og þeir þurftu þvi aðeins annað jafntefli gegn Pólverjum i síðasta leiknum til að komast áfram. En Pólverjar voru ekki á því. Þeir unnu 2-1 en þær tölur lýsa gangi leiksins illa. Pólverjar höfðu nefnilega algera yfirburði á vellinum og þó Mazzola og Facchetti léku vel af hálfu ftala dugði það ekki gegn þvi pólska miðvallartríóinu Deyna, Kasper- czak og Maszczyk en séðastnefndi Pólverjinn var besti maður leiksins og skoraði annað markið. ftalski

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.