Tíminn - 06.06.1982, Side 13

Tíminn - 06.06.1982, Side 13
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 ■ Johan Cruyff fagnar marki með félögum sinum i Ajax, þjálfarinn sem hafði sett þá Rivera og Riva út úr liðinu vegna slæmrar frammistöðu þeirra gegn Argentinu- mönnum gat nú nagað sig í handarbökin. ftalir sem höfðu lent í öðru sæti í Mexíkó komust nú ekki einu sinni í milliriðil vegna þess að Argentínumenn unnu Haiti örugg- lega, 4-1, þó Francillon stæði sig sem fyrr eins og hetja. ítölsku áhorfend- umir á leiknum gegn Pólverjum vöktu mikla athygli er þeir gerðu aðsúg að eigin mönnum svo þeir áttu fótum fjör að launa. Lokastaðan í riðlunum fjórum var þvi á þessa leið: l.riðill: A-Þýskaland V-Þýskaland Chile Ástralía 3 2 1 0 4-1 5 3 2 0 1 4-1 4 3 0 2 1 1-2 2 3 0 1 2 0-5 1 2. riðill: Júgóslavía Brasilia Skotland Zaire 3120 10-1 4 3 1 2 0 3-0 4 3 1 2 0 3-1 4 3 0 0 3 0-14 0 3. riðill: Holland Svíþjóð Búlgaría Uruguay 3 2 1 0 6-1 5 3 1 2 0 3-0 4 3 0 2 1 1-4 2 3 0 12 1-61 4. riðill: Pólland Argentína Ítalía Haiti 3 3 0 0 12-3 6 3111 7-53 3 111 5-4 3 3 0 0 3 2-14 0 Þjóðunum átta sem eftir voru var nú skipt niður í tvö milliriðla eftir fyrrnefndum reglum. í A-riðli voru Hollendingar, Austur-Þjóðverjar, Brasilíumenn og Argentínumenn, en í B-riðli voru Pólverjar, Júgó- slavar, V-Þjóðverjar og Svíar. f A-riðli höfðu Hollendingar yfir- burði. í fyrsta leiknum spiluðu þeir Argentínumenn sundur og saman, Cruyff stjórnaði liði sinu eins og herforingi og skoraði sjálfur tvö mörk en Johnny Rep og Rudi Krol bættu tveimur við svo úrslit urðu 4-o. í sama riðli unnu Brassarnir Austur-Þjóðverja með einu marki gegn engu, Rivelino skoraði eftir aukaspymu. Brasilíumenn virtust nú óðum að taka sig á þvi i næsta leik unnu þeir Argentínu örugglega, 2-1. Rivelino og Jarizinho skoruðu mörkin. Á meðan unnu Hollending- ar Austur-Þjóðverja 2-0. Cruyff & Co., taka Brasilíumenn í kennslu- stund. En þeir sem höfðu vonað að Brasilíumenn færu nú að sýna gamla takta urðu fyrir vonbrigðum i síðasta leik riðilsins þegar Hollend- ingar tóku heimsmeistarana i kennslustund í fótbolta. Hollensku leikmennirnir höfðu mikla yfirburði í leikni og harkan sem Brasilíumenn gripu til dugði engan veginn. Einn þeirra, Pereira, var sendur af leikvelli eftir að hafa fellt Neeskens mjög gróflega. Neeskens stóð sig reyndar mjög vel og átti sendingu á Cmyff sem gaf fyrsta markið. Cmyff skoraði einnig síðara mark Hollend- inga en nú eftir sendingu frá Rob Rensenbrink. Hollendingar höfðu þannig unnið riðilinn mjög örugg- lega og skyldu leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn. Brasilíu- menn urðu í öðru sæti og fengu að keppa um 3.-4. sætið. Viðbrögð heimamanna í Brasilíu voru ofsafengin, gengið var með likkistur merktar leikmönnum liðs- ins um götur og brúða í líki þjálfarans brennd opinberlega. í B-riðli byrjaði keppni á leik Pólverja og Svia sem Pólverjar unnu 1:0 með marki Latos, en hann átti eftir að verða markhæstur i keppn- inni. Um sama leyti unnu Vestur- Þjóðverjar Júgóslava 2-0. í þessum leik notuðu Þjóðverjar Rainer Bonhof i fyrsta skipti og hann reyndist góð vítaminssprauta fyrir leik Þjóðverjanna. Beckenbauer stjórnaði liðinu af öryggi en Gerd Muller sá að venju um að skora og gerði hann bæði mörk þýska liðsins. í næsta leik sinum áttu Þjóðverjar við Svía að etja. Svíar náðu forystunni í fyrri hálfleik og höfðu 1-0 yfir í leikhlé en í seinni hálfleik lék þýska liðið frábærlega vel, sér i lagi þeir Beckenbauer og Bonhof. Á þriggjaminútna kafla stuttu eftir leikhlé voru skoruð þrjú mörk en leiknum lauk 4-2 fyrir Vestur-Þjóð- verja. Sama dag unnu Pólverjar Júgóslava 2-1 með mörkum Deyna og Latos og því ljóst að siðasta umferðin réði úrslitum um hverjir færu i úrslitaleikinn, Pólverjar eða Vestur-Þjóðverjar. Y-Þjóðverjar sýna klærnar Leikur þeirra varð æsispennandi. Tomaszewski varði víti frá Holzen- bein en Sepp Maier i þýska markinu varði tvisvar á ótrúlegan hátt frá Lato og Gadocha sem stappaði stálinu í Þjóðverja. Beckenbauer stýrði vörn þeirra mjög vel og á miðjunni náðu Bonhof, Hoeness og Wolfgang Overath smátt og smátt undirtökunum gegn snillingunum Deyna og Kasparcak. í síðari hálfleik skoraði Gerd Muller eina mark leiksins og Þjóðverjar voru komnir í úrslitin gegn Hollending- um. Pólverjar kepptu um 3.-4. sætið við heimsmeistara Brasilíu og unnu góðan sigur enda þótt aðeins eitt mark væri skorað, þar var Lato á ferðinni. Á meðan unnu Svíar Júgóslava 2-1 í skemmtilegum leik sem einkenndist ekki síst af snilldar- markvörslu þeirra Hellströms og Maric. Lokastaðan í milliriðlunum var því þessi: A-riðill: Holland Brasilía Austur-Þýskaland Argentina 3 3 0 0 8-0 6 3 2 0 1 3-3 4 3 0 12 1-41 3 0 1 2 2-7 1 B-riðiII: Vestur-Þýskaland Pólland Svíþjóð Júgóslavia 3 3 0 0 7-2 6 3 2 0 1 3-2 4 3 1 0 2 4-6 2 3 0 0 3 2-6 2 Úrslitaleikurinn milli Hollands og Vestur-Þýskalands var háður í Múnchen og liðin sem gengu inn á völlinn voru þannig skipuð: V-Þýskaland: Maier í markinu, Vogts, Schwarzenbeck, Becken- bauer og Breitner í vörninni, Bohof, Hoeness og Overath á miðjunni og í framlínunni Grabowski, Múller og Holzenbein. Holland: þar stóð Jongbloen í marki, Suurbier, Rijsbergen, Haan og Krol voru til varnar, Jansen, Neeskens og Van Hanegem voru í miðið en fremstir fóru þeir Johnny Rep, Johan Cruyff og Rob Rensen- brink. Víti á fyrstu mínutu dugði ekki! Leikurinn var varla hafinn þegar afar umdeilt atvik átti sér stað. Innan einnar mínútu hafði enski dómarinn Jack Taylor dæmt viti á þýska liðið, en þá hafði enginn Þjóðverji snert boltann, hvað þá meira! Neeskens skoraði úr vitinu og staðan var 1-0 fyrir Holland. Næstu 25 mínútur léku Hollend- ingar ánægðir á milli sin og reyndu vart að ógna Þjóðverjum sem trúðu ekki sinum eigin augum. En á 26. mínútu fengu Þjóðverjar víti er Jansen brá Holzenbein innan víta- teigs og Paul Breitner jafnaði fyrir Þýskaland. Rétt fyrir hálfleik var svo Gerd Múller á ferðinni og kom Þjóðverjum i 2-1 og Hollendingum var hætt að lítast á blikuna. í seinni hálfleik sóttu þeir stíft en tókst ekki að skora mörk. Þar réði án efa mestu að Berta Vogts tókst mjög vel að halda Johan Cruyff niðri og það hafði slæm áhrif á leik Hollendinga. Cruyff var alveg efunarlaust besti sóknarleikmaðurinn á sinni tíð og spil Hollendinga byggðist mjög á honum. Eftir að sjálfstraust Þjóð- verja óx og Frans Beckenbauer hafði tekist að koma skipan á vörnina áttu Hollendingar ekkert svar. Þeir léku snilldarlega úti á vellinum, en tókst ekki að koma knettinum i markið. Rene Van der Kerkhof kom inn á i staðin fyrir Rensenbrink er það breytti engu og timinn leið, að lokum flautaði dómarinn til leiksloka. V-Þjóð- verjar voru heimsmeistarar við gifurlegan fögnuð sinna manna. Hollendingar sátu eftir með sárt ennið, það lið sem að flestra dómi hafi leikið skemmtilegustu knatt- spyrnuna í keppninni, og raunir þeirra voru ekki á enda. 1978 töpuðu þeir úrslitaleik heimsmeist- arakeppninnar fyrir Argentinu og nú 1982, eru þeir ekki einu sinni með. Skitt! 13 LÁGMÚLI 5. SlMI 81555 "////£^"////Á Fella TH 520 Vinnslubreidd 5,20 m. Vélin hefur fjórar snúningsstjörnur og sex arma á hverri stjörnu. Dreifir þvi mjög vel úr múgunum og tætir heyið. Kastar frá skurðbökkum og fylgir vel eftir á ójöfnum. Afkastamikil heyþyrla sem hentar flest- um. Lang hagstæðasta verðið á markaðnum Tryggið ykkur vélar úr fyrstu sendingu 6 armá Ostjörnu heyþyrla með 6,7 m vinnslubreidd. Hagnýtið ykkur nú- tima tækni og vinnuhagræðingu. Tryggið ykkur eina þeirra. Verð aðeins 24.900,- Umboðsmenn Tímans Suðurnes Staöur: «; ♦ Nafn og’heimili: ,Simi: Grindavik: Ólina Ragnarsdóttir, . - Asabraut 7 »2-8207 Sandgerði: Kristján Kristmannsson, Suöurgötu 18 1)2,7455 Keflavik: Éygló Kristjánsdóttir,' Dvergasteini Erla Guftni undsdóttir. »2-1458 Greniteig 45 %2-1165 Ytri-Njarövik: Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Brekkustig 29 92-3424 Hafnarfjöröur: Hulda Siguröardóttir, Klettshrauni 4 j 91-50981 Garöabær: Helena Jónasdóttir, Holtsbúö 12 91-44584 — KMt.Víi'ifczáSS '/& v'/JT^ '/ heyvinnuvélar frá TéUa Sú afkastamesta á markaðnum Verð aðeins 33.600,-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.