Tíminn - 06.06.1982, Page 24

Tíminn - 06.06.1982, Page 24
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 Ætti maðurinn að hætta þessu? Jethro Tull: „The Broadsword and Beast” Willow og Watching Me Watching You, aftur á móti mistekst gamla manninum illilega þegar hann ætlar Cheerio að höggva i samma knérunn og Fires at Midnight eða Breakfast - þetta segir líklega engum neitt nema hörðustu aðdáendum.) og textarnir eru heldur ekki til þess fallnir að neinn fái hjartaáfall af undrun. En þeir eru nú flestir vel gerðir á sinn máta, fjalla auðvitað um sæta nostalgiu Ians eins og á síðustu plötum - eftir gamla Englandi (kannski 17. aldarl), jafnvel náttúrunni, æskunni og lestunum (maðurinn er með járnbrautarlestir á heilanuml), og svo eru svona fantasíur inn á milli - ívið rómantískar flestar hverjar! Það sagði einhver: Af hverju hættir maðurinn þessu ekki? Ja, ég spyr þig. En ég get heldur ekki komið auga á neina ástæðu til þess að maðurinn ætti endilega að hætta þessu. Og Breiðsverð- ið og Krípið hugnast áreiðanlega mörgum þótt Jethro Tull sé ekki beinlínis í hringiðu nýsköpunar í tónlist. Væri annars gaman að vita hvað unga fólkið nútildags (alas! - ekki við Benni pris, farnir að grána) segði um þessa tónlist... Hún er vönduð, hún er vel framreidd og þó hún sé ekki ný, þá á ’ann Ian nú sinn sess. -Luigi, poppfréttaritari... Reiptog McCartneys: Páll leikur við hvern sinn fingur ■ Það er nú ekki alveg satt að honum hafi ekki verið viðbjargandi, honum Palla sæta meina ég, siðan hann hætti í Bitlunum - það hefur löngum verið altalað að hann hafi selt sál sina (liklega fyrir peninga) og sé klisjupoppari af verstu sort. En ég vil taka upp hanskann fyrir Palla - þær hafa verið ágætar sumar plöturnar hans frá síðustu tólf árunum, „Band on the Run“ auðvitað frábær, aðrar góðar og vanmetnar eins og sólóplatan sem hét einfaldlega „McCart- ney“, og ljósir punktar á mörgum hinna. Það verður þó aldrei skafið af Paul McCartney - hann er lagasmiður par exellance, melódískur i merg og bein og þótt hann risti kannski ekki alltaf djúpt er hann skemmtikraftur af guðs náð. Og slíkum mönnum hlýtur að fyrirgefast margt, ekki síst ef þeir hafa auðgað mannlifið jafn mikið og Paul McCartney og Bítlarnir. En vissulega á hann sínar veiku hliðar akkillesarhæla fyrir það skal ei þrætt. Hann e"r enginn meginhugsuður og textar hans oft lítilfjörlegir og jafnvel kjánalegir. Og svo er það hitt sem liklega varð þess helst valdandi að vinsældir hans döluðu um hríð - hann á hreint og beint of auðvelt með að semja lög og áheyrilegar melódiur, sjálfur segist hann geta samið hundrað lög á SKÆRULIBA LEIKUR Clash: „Combat Rock” Jethro Tull: The Broadsword and the Beast Chrysalis 1390 Dreifing á íslandi: Steinar ■ Fyrir langa, langa löngu (alas! - þetta var i þá góðu, gamla daga) þá vorum við Benni pís ungir, saklausir og hrifnæmir og áttum til að rífast um verðleika enskra hljómsveita - þvílíkt sakleysi!! Hann hélt þá að Yes væri góð hljómsveit, sjálfur stóð ég á þvi fastar en fótunum að Jethro Tull væri betri en engin. Og það veldur mér ómældu hugarvili að þurfa að viðurkenna: enn þann dag í dag, eftir mikla baráttu og öll þessi ár, þá er ég enn ekki frá því að svo sé. Og flýti mér að setja fyrirvara, draga i land: eða hafi verið. Númer 15 En vel að merkja, á þessari nýju (mér telst til að þetta sé fimmtánda plata Jethro Tull, fyrir utan að minnsta kosti tvær samsafnsplötur og eina ,,live“) er ekkert, nákvæmlega ekkert sem kemur á óvart. Ég hef heyrt þetta allt áður - mörgum sinnum! En samt - þetta er voða hugguleg plata og jafnvel skemmti- leg, það getur lika vel verið að það sé rétt hjá ýmsum sem hafa skrifað um hana i blöð að krafturinn sé ögn meiri en verið hefur siðustu árin. í hljómsveitinni eru nú auk Ians sjálfs (svei mér þá - maðurinn er enn með sama gamla plötuumslagið! af sjálfum sér! Martin Barre sem spilar á gítar, David Pegg sem handfjatlar bassa og mandólin, Peter-John Vettese (hvar hefur maðurinn náð i þetta nafn?) á píanó og synþesæser og Gerry Conway á trommur. Mannabreytingar hafa verið tíðar hjá gamla manninum upp á siðkastið - tryggðatröllið Martin Barre er nú einn eftir af liðinu sem gaf út Aqualung, Thick as á Brick og Passion Play, meira að segja John Evan horfinn á braut. En það kemur ekki að sök, hljómurinn er enn sá sami og (ég fyrirverð mig) ekkert nema gott um það að segja. Járnbrautarlestir Lögin eru tiu og skiptast í tvennt - annars vegar þau sem falla undir breiðsverðið og hins vegar þau sem falla undir skepnuna, kripið. Þau eru (flest) vönduð og áheyrileg, ekkert sem stendur upp úr (nema kannski - bara svona til að nefna einhver - Puzzy Heitar fréttir úr poppinu: Trymbill hættir í Bodies ■ HljómsveitinniBodies(Búkunumeða Kroppunum) ætlar að ganga erfiðlega að haldast á sinum trymblum. I vetur hætti Magnús Stefánsson i hljómsveitinni i miklu moldroki og gekk i Hgó sem kunnugt er. Þá gekk til liðs við hljómsveitina nafni hans Magnús Bjarkason, ungur og óþekktur trommu- leikari sem skilaði sinu hlutverki ágæta vel. En nú hefur spurst frá fyrstu hendi að Magnús sé að hætta líka og mun ástæðan sú að hinum meðlimum hljóm- svcitarinnar hefur ekki fundist hann taka hlutverk sitt með nógu mikilli alvöru. Hn maður kemur í manns stað eða jafnvel menn. Hljómsveitin Spilafifl er nú uppleyst, Sævar söngvari kominn út i bisniss og Einar Pálsson hljómborðs- leikari genginn i Egó segja áreiðanlegar heimildir. Pá eru þeir á lausu Kiddi trommuleikari og Öddi gitarleikari, fyrirtaks hljóðfæraleikarar báðir. Það þykir vist ekki alveg ósennilegt að þeir geti hugsáð sér að leggja i púkk með þeim Mikka og Danna Pollock og Rúnari Erlingssyni, þ.e. Bodies. The Clash: Combaf Rock CBS 85570 DreiBng á íslandi: Steinar ■ Hvað á þetta nú að þýða? Give ’em Enough Rope var einföld plata á sínum tima, London Calling tvöföld i roðinu, Sandinista hvorki meira né minna en þreföld, og svo kemur þessi og platan aðeins ein! Ég bjóst við fjórum, ég segi það satt. Lika úr því það er næstum hálft annað ár siðan Clash gaf síðast út plötu. andagiftinni eitthvað að hraka? Það væri nú svo sém ekki verra - lagafjöldinn á Sandinista var auðvitað (auðvitað?) út í hött. Hitt er svo annað mál að Combat Rock ber fjarska mikinn svip af Sandinista, tónlist. Þeir Strummer (ætti ég að láta fylgja með að Strummer er barasta horfinn og enginn, enginn veit hvar ’ann er, agalegt) og Jones halda áfram á þeirri braut sem þar var mörkuð Rokkið er nefnilega hægara (rólegra væri kolvitlaust orð), ekki eitt einasta lag i gamla, hraða, grófa (viljiði fleiri orð?) Clash-stilnum sem einkenndi Give ’em Enough Rope og London Calling að vissu marki. En örvæntið eigi! - ryþminn er rosalegur! Voða gaman Áhrifin virðast fyrst og fremst koma frá Suður-Ameríku (það er líka auðvelt að lesa það út úr sumum textum), en Clash rokkvæðir tónlistina þaðan eða eigum við að segja að þeir suðurameríki rokkið? Það skiptir engu máli, fánýtt spursmál. Hvernig er platan? Jú, hún er góð, með fyrirvaranum: á sinn hátt. Liklega tekur dálitla stund að melta hana, batnar áreiðanlega með hverri hlustun (hlustun? hverskonar orð er það?). Lögin eru ekki til þess fallin að koma á óvart þeim sem hafa fylgst með Clash undanfarið og sum þeirra eru næsta óaðgengileg (Sean Flynn). Svo skýtur upp kollinum á miðri plötunni einfalt lag eins og Should I Stay or Should I Go, það er líka eina lagið sem (ennþá, segðu ennþá) er orðið vinsælt, til að mynda á Borginni. Textinn (aðeins þessi eini) er einhverra hluta vegna prentaður á spænsku innanum enska textann. Annars: ef ég á að segja fyrir mig (og er ekki einmitt ætlast til þess?) þá finnst mér lagið Ghetto Defendant voða gaman. Og Rock The Casbah og fleiri. Flest góð lög, ég ætti ef til vill að taka fram að Radio Clash er ekki á Combat Rock - er það samt ekki tiltölulega nýkomið út? Og sjá! - það er í textunum boðskapur Textar. Þeir (Strummer, Jones, Simonon, Headon) hafa nú aldrei gert manni beinlínis létt verk og löðurmann- legt að lesa textana en í þetta sinn bregður svo við að þeir eru næstum ólæsilegir. Skyldi það vera sniðugt? En textarnir eru yfirhöfuð vel samansettir og sjá! - það er í þeim boðskapur! Sá boðskapur er að vísu ekki vel skilgreinanlegur (guði sé lof!) en þó er auðvelt að sjá að þeir eru á móti ýmsum hlutum. Nefnum bara yfirvöld, herfor- ingja, Bandarikin (stjórnina auðvitað, því þeir fiska miskunnarlaust á Banda- ríkjamarkað með þessari plötu), kjarn- orku og - tja, allt sem fylgir stjórnsöm- um yfirvöldum vilja þeir senda norður og niður og þó fyrr hefði verið! Þeir eru á móti striði en með alþýðunni. Það segir sennilega meira en mörg orð að þekkt bandarískt Ijóðskáld er skrifað fyrir bakröddum á plötunni (ásamt, náttúrlega, Ellen Foley), og viljiði giska hver það er? Auðvitað Allen Ginsberg. Enn að reyna að vera óþægur... í stuttu máli: hljóðfæraleikur er óaðfinnanlegur. Afgreitt. Kombatið sjálft Aftan á plötuumslaginu er merki, stjarna, opin bók, byssa á annarri síðunni, á hinni stendur Framtiðin er óskrifað blað, og fyrir neðan. Þekkið rétt ykkar. Og það má vel geta þess svona I lokið (athugið að þessi fáorða umsögn er jákvæð og þið skuluð kaupa plötuna) að ég fæ ekki betur séð en þó Clash sé mikið á móti vondu striði þá sé stutt úr þessu Combat rokki yfir í kombatið sjálft. Með illu skal illt út reka, ha? Eða: Ef menn þykjast yfir það hafnir að fara i reglulegan hermanna- leik, þá fara þeir bara i skæruliðaleik og hafa góðan málstað... -Luigi, poppfréttaritari... þremur klukkustundum, það er engin ástæða til að draga það i efa. Og oft hefur hann skort sjálfsgagnrýni til að skilja það sem er miðlungi gott frá því sem er gott. Þetta meðgekk hann nýverið í viðtali við bandaríska tímaritið Newsweek, sagðist hafa séð villu síns vegar, lofaði betrun og bót og bætti við að ekki væri örgrannt um að morðið á fjandvininum og félaganum Lennon hefði haft nokkur áhrif á tónlistarsköpun sína og viðhorf. Enda hefur verið hljótt um Paul síðan Lennon var veginn, nánast algjör þögn í tvö ár. En nú skýtur Palla aftur upp á yfirborðið með sólóplötuna „Tug of War“ eða „Reiptog11 eins og það heitir upp á islensku. Og á gömlum aðdáenda- hvörmum blika gleðitár, pönkarar og diskarar leggja við hlustir og vinsælda- listar gnötra, alveg eins og í gamla daga. Því þetta er MacCartney eins og hann á að sér að vera, afslöppuð og yfirveguð hljómplata, þar sem skiptast á Ijúfar ballöður í ekta McCartney stíl og gáskafullt og uppfinningasamt rokk sem ber ekki síður hans handbragð. Hljóm- sveitin Wings er nú uppleyst, sá brunnur enda þurrausinn, en í staðinn liðsinna engir aukvisar Páli í hljóðfæraleiknum. Nefnum aðeins Steve Gadd, Stanley Clarke, Andy McKay, gamla „vænginn" Denny Laine og rúsínurnar i pylsuend- anum - dreifbýlissöngvarann Carl Perk- ins og Stevie Wonder, sem lika taka lagið. Og við stjórnvölinn er á nýjan leik George Martin, upptökustjóri Bítlanna á þeirra blómaskeiði. Menn þykjast heyra enduróm af dauða Lennons i lögunum „Tug of War“, „Somebody Who Cares“ og „Here Today“, en það minnir sterklega á „Yesterday" og enginn vafi á að textinn fjallar um John: „And if I say to you I really knew you well, You’d probably laugh and say that we were worlds apart...“ Stevie Wonder, annar mikill laga- smiður, á stóran hlut i tveimur lögum - „What’s That You’re Doing“, fönki í Mowtown-stíl sem á örugglega eftir að heyrast á diskótekum, og topplaginu „Ebony and Ivory“, sem þeir syngja saman tveir svo sérstök unun er að heyra. Palla hefur löngum verið lagið að apa eftir ýmis stílbrigði í lagasmiðum sinum - þeir Carl Perkins syngja lagið „Get It“, glettið sveitalag sem minnir óneitanlega á „Rocky Raccon“ á Hvita albúminu. Svo mætti telja áfram, lögin eru mjög jafngóð og Páll leikur við hvern sinn fingur. Ég vissi alltaf að hann mundi spjara sig. Benni Pís Rokkí Reykjavík í Háskóla- bíói ■ Kvikmyndafélagið Hugrenningur ætlar enn að láta reyna á það hvort ekki sé hægt að lokka fleiri höfuðborgarbúa til að sjá hina ágætu kvikmynd Rokk í Reykjavik, sem þurfti að þola óverð- skuldað aðsóknarleysi hér i vor.l 1 þetta sinn verður myndin sýnd i Háskólabiói á laugardaginn 5ta júní klukkan 3. Þar verður hún sýnd í fullkomnu fjögurra rása Dolby-stereo sem mun vera það stærsta á landinu um þessar mundir, þannig að hljómgæðin ættu ekki að verða slorleg. Ef aðsókn verður góð á laugardaginn verður Rokk í Reykjavík aftur til sýninga i Háskólabiói laugardaginn 12. júni og kannski á þjóðhátíðardaginn lika.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.