Tíminn - 06.06.1982, Side 28

Tíminn - 06.06.1982, Side 28
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 Uppgjörið Alfreð Alfreðsson segir hingað og ekki lengra ■ Bánk, bánk, bánk - þrisvar sinnum bánk frá myrkvuðum glugganum. „Ónei! Hann - einu sinni enn!“ Heyrði bánkarinn utan við gluggann sagt hvellri kvenmannsröddu. „Jess, pliiiis! Æ vill dæ!“ Kallaði hann ámóti. „Ég vil aldrei sjá þig framar, helvitis ónytjungurinn!" hrópaði konan og var nú búin að opna gluggann beint á nefið á manninum. „Ekki eftir það sem þú gerðir mig á Hótel City. Ef þú kemur hingað einu sinni enn, þá læt ég nýja manninn minn taka þig í gegn!” Úfinn kollurinn á Arfi Kelta gægðist yfir öxlina á Skass Holeman - þvi þetta var hún. „Já, gerðu eins og konan segir,“ sagði hann með djúpri bassarödd. „Snautaðu burt, segi ég. Þú ert búinn að koma fimm sinnum i kvöld.“ Þau höfðu nefnilega gert áhlaup á og síðan lagt undir sig kjallaraholu Uxaskalla í Hlíðunum - Arfur Kelti og hin nýja lagskona hans Skass Holeman, en fengu engrar hjónabandssælu notið fyrir sífelldum heimsóknum Cash Holeman, löglegs eiginmanns kvensunn- ar. En hvar var Almannagjá, sú blíðlynda stúlka? Það er von þið spyrjið. jú, Cash Holeman hafði orðið leiður á henni og framselt hana til vinar síns i nasistabúningnum en sá þjáðist af kvalalosta. Sakleysi hinnar hjartahreinu stúlku úr Keflavík var svo algert að. nasistinn fylltist skömm á henni, og lét hana eftir vininum i jólasveinabúning- num. Við látum vera að fjölyrða um öfughneigðir hans. Á meðan ráfaði Uxaskalli utan við sig og ástfanginn um bæinn og var meira að segja farinn að yrkja. eitt ljóða hans hafði birst í Lesbók Morgunblaðsins: „Ó Almannagjá, ég vill þig fá, vertu mér hjá, og þá og þá..“ Lengra var hann ekki kominn en ljóðið var talið betra fyrir vikið. í Hlíðunum færðist Cash Holeman í aukana. „En Skass beibí, ég elska þig, fucking elska þig. Ég er glataður maður ef þú tekur ekki við mér, ég er búinn að læra mína lexíu, nú skal ég fara á fucking bilaverkstæðið." Arfi Kelta vöknaði um augu af hinni hreinu ást mannsins sem stóð hundvotur úti í rigningunni í leðurjakka og skyrtubol með áletruninni „Fuck the system". Arfur þekkti ekki sannari dæmi um ástina en að maður skyldi reiðubúinn til að vinna á bifreiðaverk- stæði til að sigra hvikult kvenmanns- hjarta. En kvenmannshjartað haggaðist aftur á móti ekki: „Farðu! Éger búin að finna mér nýjan mann, traustan og ábyggilegan. Hann ætlar að vinna fyrir mér og láta mig ekkert skorta." „Hver er það“ spurði Arfur Kelti forvitinn. „Halt þú kjafti, ræfillinn þinn!“ sagði konan höst og það rann ljós upp fyrir Arfi Kelta. Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds, kannski kæmist hann aldrei burt? Allt i einu heyrðist söngl út á götunni sem færðist nær og varð greinilegra, og meðfylgjandi reykelsis- ilmur sem lagðist eins og Lundúnaþokan yfir sviðið. Það var eins og það væri runnin upp þúsund og ein nótt, utan úr rigningunni birtist ókemmilegt par, i hvítum kyrtlum og með vefjarhnetti, konan hringlaði bjöllum og maðurinn barði bumbur. Hann sönglaði drafandi röddu: „Látið ekki hugfallast, látið ekki hugfallast, þetta allt er ekki annað en hluti af stærra prójekti, miklu stærra prójekti sem umlykur kosmos þessa heims og annars... Heimsendir er i nánd. Vei! Vei!“ Almannagjá og komsóbíólógiski maðurinn. Hafði jólasveinninn líka gefist upp á að spilla Almannagjá? En nú gat Uxaskalli, sem lá í leyni í runna i garðinum, ekki setið á sér lengur. „Almannagjá! Almannagjá!" hrópaði hann og brölti á fætur. „Hvað eru þeir búnir að gera við þig? Ég skal sko sýna þessum durtum!" Og á sama augabragði veltist hann um á jörðinni með kuflmanninn undir sér. Frá honum streymdu kosmóbfólógiskar sársaukast- unur, hluti af stærra prójekti, alheimssórsaukanum... „Stillt íg Uxi, stillt' íg,“ heyrðist valdsmannsleg rödd ofan úr nálægu birkitré. Og á eftir kom eigandi raddarinnar, lítill, pervisinn og refslegur maður í grænum skógarmannajakka. Hann gekk stillilega að poppstjörn- unni, sem var eitthvað farin að missa gljáann í rigningunni, og mælti: „Cash Holeman, sjónarspil þitt er búið. Og þú,“ hann beindi orðum sínum að kuflmanninum sem nú var ataður for, „skilaðu konunni til rétts eiganda. Cash, þú færð fimm tíma til að hypja þig úr landi með hyski þitt og pakk. Annars er mér og minum mönnum að mæta.“ Cash Holeman skimaði i kringum sig eftir undankomuleið, en sá undir eins að hér var við ofurefli að etja, Eddamir sex höfðu slegið um hann hring, ávallt reiðubúnir eins og endranær. Afsíðis stóð Húnbogi, meistari i undirferlum, og fylgdist ánægður með gildru sinni smella í lás. „Þú,“ sagði Alfreð Alfreðsson, og leit hvasst á konuna sem nú var komin hálf út um gluggann, „þú ferð með!“ „En ég sem var farin að kunna svo ágætlega við mig hjá honum Arf héddna..." Arfur Kelti varp öndinni feginsam- lega. „En ég skal láta þig vita eitt áður en ég fer, Mister Aldred Aldred, ef þú stígur nokkum tima þínum fucking fæti i Börmíngham, þá ferðu þaðan burt í hjólastól, ef ekki bara í fucking likkistu. Það sama gildir um fucking vini þína,“ sagði Cash Holeman að skilnaði og hvarf út i regnið eins og barinn rakki. Alfreð Alfreðsson hló sinum hvella hlátri sem aldrei veit á gott. Þannig atvikaðist það nú að Cash Holeman poppstjama af Englandi og félagar hans og eiginkona fóm af landi brott við illan leik, óg em þau úr sögunni. Þegar þau komu aftur í laufskálann, gamla gengið saman á ný, og allir fengu óspart limonaði, blés Alfreð mæðinni og sagði: „Nú er nóg komið, strákar. Ég er orðinn leiður á þessari sögu...“ Nýjustu fréttir herma að Glæsibæ- jarmálið sé nú loks farsællega til lykta leitt, dularfulli maðurinn í teinóttu jakkafötunum bak við lás og slá og Bóbó floginn vestur á Suðureyri með Gunnari frænda að heimsækja mömmu sina.... > * BESTU KAUPINIAR SLATTUÞYRLAN Verð aðeins 16.860 Klutningsslafta lrv88ft m,'ft öryKRis- ArvKKiskúplinK. staAsrlninK slattuhnlla hunaiii. LÁGMÚLI5 SÍMI81555 Er þú gistir í Reykjavík þá býrð þú í miðbænum Borðið Búið Dansið © /• Hótel Borg. s. 11440. Umboðsmenn Tímans IMorðurland StaOur: Nafn og heimili: Simi: Hvammstangi: Eyjólfur Eyjólfsson 95-1384 Ulönduós: ' Olga Óla Bjarnadóttir, Arbraut 10! . 95-4178, Skagastrpnd: Arnar Arnarson Sunnuvegi8 95-4646 Sauðárkrókurt ■„ Guttormur Óskarsson, 95-5200 Skagfiröingabr. 25 95-5141 Siglufjöröur: Friöfinna Simonardóttir, Aöalgötu 21 95-712*8 Olafsf jöröur: Skúii Friöfinnsson, * Aöalgötu 48 96-62251 Dalvik: Akureyri: Brynjar Friðleifsson, Asvegi 9 Viöar Garöarsson, 96-61214 1 Kambageröi 2 96-24393 Húsavik: Hafiiöi Jósteinsson, Garöarsbraut 53 ••96-41444 Raufarhöfn: Arni Heiöar Gylfason, - Sólvöllum .96-51258 Þórshöfn: Kristinn Jóhannsson. Austurveei 1 »6-81157'

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.