Tíminn - 17.06.1982, Side 2

Tíminn - 17.06.1982, Side 2
FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982 2________________________________Mímvm í spegli tímansk^: -- umsión: B.St. og K.L. Hundur prestsins vill syngja með! ■ „Þetta eengur ekki svona". ■ „Petta gengur ekki svona". sagði organistinn við prestinn „þú verður að skilja hundinn eftir heima þegar við höldum söngæfingu”. Það gekk ekki vel að fá samhljóm i sálmasönginn i St. Mark kirkjunni. i Southend- on-Sea i Essex. Englandi. þvi að hundurinn „Henry". sem sr John Clowes sóknarprestur er eigandi að. varð svo ein- mana þegar presturinn fór á söngæfingu. að prestur tók hann eitt sinn með sér á æfinguna. l'm leið og farið var að syngja kom Henrv og stillti sér upp með söngfólkinu og söng hæst allra. Liklega hefur Henrv ekki gott söngevra (þótt eyru hans séu stór og mvndar- leg). þvi að hætta varð sálma- söngnum, Henrv var gefið hein og leiddur fram i anddvri til að biða þar. en þar tók hann undir með kómum lika. Æf- ingm fór alveg út um þúfur og prestur lofaði að koma ekki með hundinn aftur á soneæf- ■ Þama syngur hver með sínu nefi.:. «*r A vísum sfað ■ Flestir kannast við það. hvað oft getur orðið tafsamt að finna blýant til að skrifa með símanúmer eða skilaboð i flýti Hjá þessum herramanm. sem á heima i frumskógum Brasilíu, er það ekkert mál að leita að skriffæri. Honum var gefinn blýantur, og hann stakk honum bara í evrað á sér. en þar hafði áður verið einhver tréstautur til skrauts. Blýant- urinn \ar miklu fallegri. svo hann prýðir nú eyra skógar- búans. Nú er bara að vita. hvort honum kemur að nokkru gagni að hafa skriffærið alltaf \ið höndina. Ekki þarf hann að taka við skilaboðum i sima. þvi að þarna er enginn simi - nú. ng svo er Ifklegast að hann kunm alls ekki að skrifal DANSflR- REYEV F NYJA F N? - ■ Nýlega sáum við i islenska sjónvarpinu viðtal við dansar- ann Nureyev, sem fyrir 20 árum kaus að flytjast til Vesturlanda og halda áfram dansfcrli sínum þar. Hann hefur dansað víða um lönd og er talinn einn færasti ballett- dansari heims. Þegar hann sem ungur maður dansaði fyrst i Covent Garden i London varð hann meðdansari hinnar heimsfrægu Margot Fonteyn. Fonteyn hafði fengið aðalstign i Bretlandi fyrir afrek sin á sviði, leikið i mörgum kvik- myndum og verið „prima- donna“ i breskum ballett árum saman. Þau dönsuðu svo sam- an i mörg ár, eða þar til hún hætti að koma fram á sýning- um sökum aldurs, en hún var mörgum árum eldri en Nur- eyev. Sögur gengu af þvi, að þau væru meira en dansfélag- ar, þrátt fyrir aldursmuninn, en hvað sem i þvi er. hæft, þá er það víst að sjaldan hafa leikhúsgestir séð fullkomnari og betur samæfðan dans. í sjónvarpsviðtalinu sagðist Nureyev svo frá, að hann hefði verið litinn hornauga af öðrum efnilegum dönsurum í Covent Garden, sem biðu eftir tæki- færi til að dansa sólódans með Margot Fonteyn, en hún sá engan nema Nureyev. „Ég var ■ Bryony skálar fyrir framgangi sinum á listabrautinni. Vinur hennar og dansfélagi, Ashley Page, óskar til hamingju. sæmilega liðinn við leikhúsið vegna hennar, en þegar Marg- ot hætti fannst mér andrúms- loftið ekki nógu gott, svo ég flutti mig til Bandaríkjanna“, sagði meistari Nureyev. Nú kom hann aftur til Covent Garden, og ætlaði að dansa þar sem gestur. Hann valdi þá unga og óþekkta dansmeyju til að verða með- dansari sinn. Hún heitir Bry- ony Brind og er 21 árs, og hefur stundað listdans árum saman. Nureyev sagðist hafa fylgst með henni síðan hún var 17 ára dansnemi, en þá valdi hann Bryony úr konunglega ballettskólanum til að dansa í „Raymonda", sem Fonteyn, dansaði áður. „Hún hefur alveg sérstaka hæfileika sem dansari, og þar að auki dugnað og úthald , sem er nauðsyn- legt fyrir þá, sem ætla að ná langt í ballett", sagði Nureyev, þegar hann kynnti á blaða- mannafundi ungu ballerinuna, sem hann hafði valið til að dansa á móti sér í La Bayadére-ballettinum. Gagnrýnendum í Bretlandi ber saman um að Bryony Brind, unga stúlkan frá Kent, sé alveg frábær, og dans hennar i Svanavatninu nýlega hafi verið stórkostlega áhrifa- mikill og danstækni hennar og sviðsframkoma gefi ekki eftir mestu dansstjörnum heims, lifs og liðnum. Nureyev og nýja ballerínan Bryony Brind.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.