Tíminn - 17.06.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.06.1982, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR «. JÚNÍ 1982 Allar klær úti til að selja kindakjötið: NORDMENN NEYDD- IR TIL AÐ KAUPA UM 600 TONN ¦ Nú er verið að opna nýjan veitingastað vestur í Santa Barbara í Kaliforníu. Það er ¦ sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir það að eigendur staðarins eru allir íslendingar, enda mun staðurinn bera nafnið Valliöll. Hann verður opnaður með pompi og pragt i dag, 17. júní. Við opnunarathöfnina mun Halla Linker, ræðismaður Islands i Kalifomiu afhenda borgarstjóranum í Santa Barbara, sem er kvenmaður, mynd af fyrsta lýðræðislega kjöma kvenforsetanum i heiminum, Vigdisi Finnbogadóttur. Á meðfylgjandi mynd eru beir Gísli Gunnarsson í Arko, sem sá alfarið um hönnun staðarins, Magnús Björnsson, veitingamaður og Auðunn Sæberg framkvæmdastjóri. Kokkurinn, Björn Erlendsson var ekki viðlátinn þegar myndinni var smellt af. Ljósmynd: Aniu Sigurðardúltir. Brooks Institate. ¦ Nú í júnímánuði hefur tekist að neyða Norðmenn til að kaupa héðan um 600 tonn af kindakjöti samkvæmt gömlum samningi, en að visu aðeins fyrir 14.00 kr. norskar á kiló, sem er verðlækkun úr 18,50 kr. i fyrra. Norðmenn eru að visu að kikna undan eigin kjötfjalli og buðu því fram skaðabætur ef þeir mættu verða lausir við að kaupa þetta kjöt. En íslendingum þótti betra að losna við það fyrir þetta lága verð, en að sitja uppi með kjötið, auk þeirra birgða sem enn eru til óseldar. Til viðbótar eru til um 1.000 tonn af dilkakjöti og 600-800 tonn af ærkjöti, sem þarf að selja úr landi, en ekki hefuT tekist að fá neinn til að kaupa. Takist að selja þessar birgðir fyrir svipað verð og i Noregi mun vöntun útflutningsbóta i ár nema um 80-90 millj. kr., sem er þá um 20.000 kr. á hvern bónda að meðaltali. Útflutningur til þessa hefur aðeins numið 2.240 t. á móti 3.830 tonnum í fyrra að sögn Gunnars Guðbjartssonar. Verðið sem fengist hefur fyrir útflutt kjöt að undanförnu gerir ekki meira en að borga slátrunar-, geymslu- og flutn- ingskostnað, þannig að bændurnir fá ekkert i sinn hlut, að sögn Gunnars. Spurður hvort hugað hafi verið að kjötútsölu (svipað og á smjörfjallinu um árið) kvað Gunnar ekki svo vera, enda talið vonlitið að það auki neysluna. Fólk myndi sjálfsagt birgja sig upp en siðan seldist þeim mun minna á eftir. Smjörfjall sagði hann hins vegar úr sögunni, aðeins til um mánaðarbirgðir og engin vandræði væru út af ostabirgð- um. „Ekki til- skipun f rá mín- um yf ir- mönnum" — segir Jóhanna Sveinsdóttir, sem átti frumkvædid ad undir- skriftasöfnun gegn verkfalli hjá VR-fólki ¦ „Sannleikurinn er sá, að það er ég sem er upphafsmaður þessara undir- skrifta, en það hefur ekki komið tilskipun frá minum yfirmönnum um að hrinda henni í framkvæmd. Ég er að vísu ritari fyrir framkvæmdastjórana hjá Eimskip, en ég hef ekki talist til æðstu starfsmanna fyrirtækisins fyrir það", sagði Jóhanna Sveinsdóttir, ritari hjá Eimskip, i samtali við Timann í gær. Eins og kom fram i Timanum í gær var Verslunarmannafélagi Reykjavíkur af- hent á þriðjudag undirskriftarlistar með nöfnum á þriðja hundrað félagsmanna VR þar sem krafist er þess að boðuðu verkfalli verði aflýst hið fyrsta. Var haft eftir heimildum innan VR að undirskrift- arlistana mætti að hluta til rekja til æðstu starfsmanna innan Flugleiða og Eim- skips. „Ég er forgöngumaður þessara undir- skrifta hjá Eimskip, og hringdi til kunningjakvenna minna í hópi ritara hjá Flugleiðum, Heimilistækjum og Heklu, og sagði þeim frá þvi hvað ég væri að gera í minu fyrirtæki, þ.á.m. til Vilborgar einkaritara Sigurðar Helga- sonar hjá Flugleiðum. Ég tel að ekki séu skilyrði fyrir hendi i þjóðfélaginu í dag til að fara í verkföll, og þar fyrir utan hef ég engan hitt og marga spurt, sem hafa viljað fara i þetta verkfall. Því var það að ég reyndi að koma minni sannfæringu á framfæri með þessum undirskriftum, en vissi hins vegar ekki hvort þær myndu hafa einhver áhrif. Auðvitað er til láglaunafólk i þessu þjóðfélagi sem vissulega hefði ekkert veitt af launahækkunum. En ef fólk sem vinnur á skrifstofum sem margt er yfirborgað telur sig ekki hafa efni á því að fara i verkfall, hvernig hefur þá láglaunafólk efni á því?", sagði Jóhanna Sveinsdóttir. -Kás. Stórbætt þjónusta við GOÐA- FOSS ¦¦:..¦¦¦.¦.. ¦ Opiokl. 9-21 Helga daga kl. 11-21 yffir sumartímann Útibú Kaupfélags Svalbarðseyrar vio GOÐAFOSS veitir feroamönnum margvíslega þjónustu: Vistleg og rúmgóð kjörbúð Viðlegubúnaður 18^5 Veiðibúnaður Heitar pylsur — Kaffisala Snyrting <g) BENZÍN OG OLÍUR kaupfélag Svalbarðseyrar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.