Tíminn - 17.06.1982, Blaðsíða 10
10_____
17. júnf
FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982
■ Þær Unnur Knudsen, Ragn-
heiður Ævarsdóttir og Áslaug
Jónsdóttir, sumarvinnustúlkur
hjá kirkjugörðum Reykjavíkur
voru að snyrta i kringum leiði
Jóns Sigurðssonar, forseta, í
Gamla kirkjugarðinum við Suð-
urgötu þegar Tímamenn bar þar
að.
„Það er nú eiginlega búið að snyrta
allt hér i kring. End a byrja hátiðahöld-
in hérna,“ sögðu þær við blaðamann.
- Ætlið þið að fylgjast með því?
„Nei ætli það. En við ætlum örugglega
að vera á útidansleiknum sem verður um
kvöldið. Þar er fjörið".
- Búist þið við fyllerii á unglingum?
„Það verður ábyggilega fylleri en
ekkert meira á unglingum en öðrum.
Það er bara svoleiðis, að þegar unglingar
fara á fyllerí þá ætlar allt vitlaust að
verða. En svo mega fullorðnir vafra
blindfullir um allan bæ.“
- Finnst ykkur viðeigandi að drekka
áfengi á þjóðhátíðardaginn?
„Nei, það er varla viðeigandi a.m.k.
ekki óhóflega."
■ Unnur Knudsen, Ragnheiður
Ævarsdóttir og Áslaug Jónsdóttir vinna
í Gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu.
Þær voru einmitt að snyrta til nálægt
leiði Jóns Sigurðssonar þegar Tima-
menn bar að.
FJÖRIÐ ER fl ÚTIDANSLEIKNUM”
Hún vitjar horfinna vina í sól og sumri.
Tímamyndir GE
f /
„ÞJOÐHATIÐIN
MÁ EKKI VERA
EINSOG
GRÍMUBALL”
■ „Mér finnst hátíðahöldin á sautj-
ánda júní undanfarin ár hafa verið
nokkuð öfgakennd. Ég kann ekki við
þessar grimur, hatta, blöðrur og ýlur
sem krakkarnir ganga með um bæinn.
Þetta má ekki verða eins og grímuball,"
sagði María Heilmann Eyvindardóttir,
húsmóðir úr Reykjavík. María var að
snyrta leiði látinna vandamanna í
kirkjugarðinum við Suðurgötu þegar
Timamenn voru þar á ferð um daginn.
„í gamla daga var aivara á ferðum á
þjóðhátíðardaginn. Fólk minntist þeirra
sem fremst stóðu í sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar. Nú virðist mér ekkert
hugsað um tilefni dagsins, eða lítið
a.m.k.“
- Var sautjándi júni haldinn hátiðleg-
ur fyrir lýðveldisstofnun?
„Já. Ég man ekki betur en að fólk hafi
gert sér dagamun. Ekki var þó um
almennan frídag að ræða. Mig rninnir
að það hafi verið undir atvinnurekend-
um komið hvort þeir gáfu frí, sumir
gerðu það, aðrir gáfu frí eftir hádegi og
enn aðrir létu fólkið vinna allan daginn."
sagði Maria.
■ „Auövitað tökum við þátt í
hátíðahöldunum. Það gera allir.
Þótt við séum kannski orðin of
gömul til að fara í skrúðgöngu
þá verðum við örugglega á ferli
í bænum til að fylgjast með,“
sögðu hjónin Stefán V. Guð-
mundsson og Jóna Erlingsdóttir
þegar blaðamaður settist við
hliðina á þeim á bekk við
útitaflið og spurði hvort þau
ætluðu sér að taka þátt í
hátíðahöldunum í dag.
Stefán og Jóna eru bæðin komin á
áttræðisaldur og hafa alla tíð búið i
Reykjavík.
„Við höfum tekið þátt í hátíðahöldum
á sautjánda júni eins lengi og við
munum. Það var mjög miður þegar hætt
var að dansa á götum úti. Hér áður iðaði
Lækjargata, Lækjartorg og Austurstræti
af lifi. Stundum voru fjórir útidansleikir
í einu og fólk dansaði um allt. Það voru
hljómsveitir á pöllum við Morgunblaðs-
húsið, á torginu, við Miðbæjarskólann
og á Arnarhóli.“
- Haldiði að sjálft tilefni hátíðahald-
■ Þægilegt að tylla sér niður á bekk við Bernhöftstorfuna i góða veðrinu.
anna fari fyrir ofan garð og neðan hjá
fólki?
„Nei, það er að sjálfsögðu aðalatriðið.
Fólk er að gera sér glaðan dag vegna
lýðveldisstofnunarinnar og afmælis Jóns
Sigurðssonar. Jón var maður sem
íslenska þjóðin stendur i ævarandi
þakkarskuld við og þótt börnin geri sér
ekki grein fyrir þvi strax þá gera þau það
seinna. Kannski einmitt vegna hátíða-
haldanna."
-Sjó
„HÉR AMIR (DAÐI M»-
BÆRINN A 17. JIÍNÍ”